Samskipti manns og tölvu

NámsgreinT-636-SMAT
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-133-UIAD, Upplifunarhönnun notendaviðmóta
T-216-GHOH, Greining og hönnun hugbúnaðar
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Marta Kristín Lárusdóttir
Lýsing
Námsefni í námskeiðinu er miðað að fólki, sem vill læra samskipti manns og tölvu, þar sem ekki er notuð mús (e. Non mouse interaction). Nemendur kynnast mismunandi leiðum (e. Interaction types) við samskipti milli manns og tölvu, svo sem: tali, hreyfingu, snertingu og hugsun. Einnig kynna nemendur sér mismunandi tegundir hugbúnaðar, svo sem róbóta, sýndarveruleika (e. Virtual reality), hugbúnað í fatnaði (e. Wearable computing), umlykjandi (e. ambient; ubiquitous) og færanlega tölvutækni (e. Mobile computing). Nemendur velja sér samskiptaleið og tegund hugbúnaðar og hanna viðmót. Einnig munu nemendur læra um rannsóknir á sviðinu og lýsa hugsanlegri framtíðarþróun.
Námsmarkmið
Þekking Þekki einkenni ýmissa samskiptaleiða (e. interaction types) fyrir hugbúnaðarkerfi. Þekki einkenni ýmissa nýstárlegra tegunda hugbúnaðar (e. interaction types), svo sem sýndarveruleika (e. virtual reality), hugbúnaðar í fatnaði (e. wearable computing), umlykjandi (e. ambient; ubiquitous) og færanlegrar tölvutækni (e. mobile computing). Þekki rannsóknir varðandi samskiptaleiðir án músar. Þekki grunnhugtök og grundvallaratriði varðandi samskipti manns og tölvu. Leikni Þekki kosti og takmarkanir ýmissa samskiptaleiða. Kunni að velja hvenær gott er að beita tiltekinni samskiptaleið. Hæfni Geti hannað eitt dæmi um nýstárlegt viðmót tölvukerfis með þátttöku notenda. Geti prófað hönnunardæmið með notendum.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálEnska