Högun leikjavéla

NámsgreinT-637-GEDE
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-201-GSKI, Gagnaskipan
T-511-TGRA, Tölvugrafík
SkipulagTD-Staðarnám-12 vikna
Kennari
Hannes Högni Vilhjálmsson
Lýsing
Í námskeiðinu er fjallað um þróun leikjavéla (game engines) út frá fræðilegu og verklegu sjónarhorni. Farið er yfir efni sem nær frá almennri hugbúnaðarhögun og aðferðafræði leikjaforritunar til hönnunar og útfærslu sértækra undirkerfa sem sjá meðal annars um minnismeðhöndlun, inntak og úttak, líkön, teiknun, árekstra, eðlisfræði og hreyfingar. Með verklegum tímum og hópverkefnum fá nemendur beina reynslu af leikjaþróun í C++ ásamt notkun og útfærslu þeirra verkfæra sem styðja við hana.
Námsmarkmið
  • Geti útskýrt hvað leikjavélar eru og hvert hlutverk þeirra er í leikjaþróun.
  • Geti skissað dæmigerða leikjahögun leiks í keyrslu og helstu einingar hennar.
  • Geti útskýrt helstu forritunarhugmyndafræði og gagnaskipan leikjaþróunar.
  • Geti útskýrt hvað fer fram í teiknipípunni.
  • Geti útskýrt ýmis undirkerfi leikjavélar s.s. leikjalykkju, teiknilykkju, minnismeðhöndlun, vélarstillingar, skráarkerfi, inntak og úttak, líkön og hljóð.
  • Geti notað leikjavél til að þróa tæknileg sýnidæmi.
  • Geti notað og bætt við C++ grafíkvélar til að þróa tæknileg sýnidæmi.
  • Geti notað C++ þróunarumhverfi og útgáfustjórnarkerfi sem mikið er notað í iðnaðnum.
  • Geti beitt þrívíddarútreikningi, t.d. með punktum, vektorum og fylkjum, til að leysa verkefni í leikjaumhverfi.
  • Geti flutt inn aðföng, t.d. líkön, myndir og hljóð frá mynd- og hljóðvinnsluhugbúnaði.
  • Geti lesið inntak frá leikjaviðmótstækjum.
  • Geti forritað einföld hnúta (vertex) og lita (fragment) skyggiforrit (shader).
  • Geti notað agnavélar (particle engines) til að skapa sjónræn áhrif.
  • Geti notað eðlisfræðivél (physics engine) til að ná fram sannfærandi hegðun hluta.
  • Geti greint og borið saman tilbúnar leikjavélar, með hliðsjón af markmiðum leikjaþróunarinnar og kerfiskröfum.
  • Geti rannsakað, hannað, útfært og kynnt tæknilegt sýnidæmi sem kynnir ákveðinn djúpan eiginleika leikjavélar
  • Geti hannað nýjar leikjavélar eða undirkerfi, með þekktum aðferðum og góðri tilfinningu fyrir hinum ýmsu ákvörðunum sem varða högun kerfisins (kosti og galla).
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálEnska