Markaðsfræði I

NámsgreinV-105-MAR1
Önn5
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFyrirlestrar og umræðutímar.
Kennari
Freyja Th. Sigurðardóttir
Lýsing
Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum nútíma markaðsfræði. Farið verður yfir grunnþætti faglegs markaðsstarfs, helstu hugmyndir, stefnumörkun og aðgerðir. Nemendur þurfa að skilja markmið faglegs markaðsstarfs, hvernig megi fá innsýn á markaði, hvernig skapa megi tengsl við viðskiptavini, hvernig sterk vörumerki eru byggð, hvernig tilboð eru mótuð og kynnt og hvernig skapa megi arðbæran vöxt til lengri tíma. Áhersla verður lögð á að skoða bæði áskoranir og bestu aðferðir með íslenskum og erlendum dæmisögum. Raundæmi frá íslenskum fyrirtækjum á borð við Icelandair, Nova, FM957, WOW air  og Bláa lónið verða m.a. rædd. Að námskeiði loknu ættu nemendur að hafa lært grunnkenningar og hugtök faglegs markaðsstarfs, svo sem eins og mikilvægi markaðsrannsókna, alþjóðavæðingar, stafrænnar markaðssetningar og heildrænnar markaðssetningar svo markaðsstarf fyrirtækja verði árangursríkt.
Námsmarkmið
  • Nemendur öðlist skilning og þekkingu á grunnþáttum markaðsfræðinnar. Þ.e.a.s. hugtökum, lögmálum, aðferðum og kenningum.
  • Nemendur þekki fjölbreytta snertifleti markaðsfræðinnar í nútíma samfélagi.
  • Nemendur þekki og skilji mikilvægi og hlutverk markaðsfræðinnar í rekstri fyrirtækja.
  • Nemendur þekki bæði áskoranir og tækifæri í nútíma markaðsstarfi sem einkennast bæði af alþjóðavæðingu og síbreytilegri stafrænni tækni. 
  • Nemendur öðlist færni til að nýta sér þekkingu markaðsfræðinnar til að leysa verkefni og kynna rökstuddar hugmyndir að lausnum.
  • Nemendur geti á gagnrýninn hátt greint markaðsaðgerðir.
  • Nemendur geti á faglegan hátt talað fyrir mikilvægi markaðsstarfs.
  • Nemendur geti metið hvort upplýsingaþörf sé fullnægt svo markaðsaðgerðir verði áhrifaríkar ásamt því að hafa færni til að finna og greina þær upplýsingar/gögn sem vantar. 
  • Nemendur geti metið hvaða aðferðir markaðsfræðinnar eigi við í markaðfærslu
  • Nemendur séu færir um að finna, greina og miðla fræðilegum upplýsingum úr markaðsfræðibókum, gagnagrunnum og vísindaritum.
  • Nemendur hafi innsýn til að setja saman áhrifaríkar heildrænar markaðsáætlanir.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðutímar.
TungumálÍslenska