Reikningshald

NámsgreinV-108-REHA
Önn5
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði reikningshalds með áherslu á hringrás tvíhliða bókhalds og áhrif viðskipta á rekstrarárangur, efnahagsstöðu og sjóðstreymi. Nemendur öðlast þekkingu á meginforsendum og reglum sem eru notaðar til að tryggja áreiðanleika reikningsskila fyrirtækja. Nemendur fá einnig innsýn í upplýsingagildi reikningshalds fyrir notendur reikningsskila og hvernig hægt er að nýta þær upplýsingar í viðskiptalífinu.
Námsmarkmið
Að nemendur þekki grundvallarhugmyndir fjárhagsbókhalds og meginreglur við gerð reikningsskila.
Að nemendur öðlist leikni í að semja einföld reikningsskil á rekstrargrunni fyrir fyrirtæki í verslunar-og þjónustustarfsemi og að greina áhrif viðskipta á rekstrarárangur og efnahagslega stöðu þeirra.
Að nemendur skilji samhengi rekstrar- og efnahagsreiknings og geti miðlað ýmsum gagnlegum upplýsingum reikningsskila til notenda þeirra.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska