Rekstrarhagfræði I

NámsgreinV-201-RHAG
Önn6
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
V-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
SkipulagFjórir fyrirlestrar á viku og tveir dæmatímar
Kennari
Axel Hall
Lýsing
Í námskeiðinu verður farið yfir nokkur helstu hugtök rekstrarhagfræðinnar á borð við framboð og eftirspurn, teygnihugtök og áhrif ólíkra þátta á niðurstöðu á markaði. Fjallað verður um val neytandans á markaði og könnuð áhrif breytinga á verði og tekjum á ákvarðanir neytenda og tengt við eftirspurn. Áhersla er lögð á hefðbundin viðfangsefni rekstarhagfræðinnar, s.s. nytjaföll og hegðun neytenda á markaði, framleiðslu-, kostnaðar- og hagnaðarföll fyrirtækja, fullkomna samkeppni, og einokun. Tæki velferðarhagfræði verða notuð til skýra skilvirkni markaða. Leitað verður svara við spurningunni um hlutverk stjórnvalda á mörkuðum og áhrif þeirra á viðskipti og velferð. Þá verða skoðaðar kenningar um almennt jafnvægi í efnahagslífinu og greining á velferð því tengdu.
Námsmarkmið
Við lok námskeiðsins býr nemandi yfir þekkingu innan rekstrarhagfræði. Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu. Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu viðfangsefni námskeiðsins. Þetta felur m.a. í sér að nemendur: •Kunni skil á helstu lögmálum efnahagslífsins á sviði deildarhagfræði. •Hafi getu til að lýsa hegðun neytenda á markaði. •Kunni skil á helstu kenningum um fyrirtækið, framleiðslu- og kostnaðaraðstæður •Hafi skilning á virkni markaða. •Fái ítarlega innsýn í starfsemi fyrirtækja á markaði. •Skilji helstu kenningar velferðarhagfræði um áhrif skatta, tolla og innflutningskvóta. Leikni: •Séu færir um að nýta sér grunnþætti rekstrarhagfræðinnar við ákvörðunartöku. •Geti sett fram og leyst hagnýt líkön í rekstrarhagfræði. •Hafi tök á greiningu á atferli neytenda og starfsemi fyrirtækja á markaði •Hafi öðlast greiningarhæfni til að lýsa verðstefnu fyrirtækja í ljósi kenninga rekstrarhagfræðinnar við markaðsskilyrði samkeppni. Hæfni: •Hafi náð tökum á að leysa hagnýt verkefni á sviði rekstrarhagfræði. •Öðlist getu til að nýta rekstrarhagfræði við greiningu hagrænna viðfangsefna. •Hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan rekstrarhagfræði.
Námsmat
Vikuleg skilaverkefni, miðannarpróf, lokapróf. Með vikulegum verkefnum er markmiðið að nemendur nái að tileinka sér þekkingu og leikni sem prófað er úr í miðannar- og lokaprófi. Miðannar- og lokapróf reyna á og prófa hvort nemandi búi yfir framangreindum lærdómsviðmiðum þannig að í lok námskeiðs hafi öðlast hæfni í rekstrarhagfræði.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku.
TungumálÍslenska