Stjórnun

NámsgreinV-203-STJ1
Önn6
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagTveir fyrirlestrar á viku.
Kennari
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Katrín Ýr Magnúsdóttir
Lýsing
Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum hvað felst í stjórnun og hvernig hægt er að styðja við árangursríka stjórnun. Fjallað er um skipulagsheildir, einkenni þeirra og uppbyggingu. Helstu viðfangsefni í stjórnun fyrirtækja og stofnana verða kynnt og rædd með tilliti til rekstrarumhverfis og breytinga í atvinnulífi. Stefna og stefnumótun í fyrirtækjum og stofnunum, grunnatriði stjórnskipulags, ytra umhverfi fyrirtækja, tengsl á milli og innan fyrirtækja, æviskeið fyrirtækja og menning fyrirtækja og stofnana og siðferðileg gildi. Þróun og breytingar í fyrirtækjum og stofnunum, ákvarðanataka og ákvarðanatökuferli, ágreiningur og vald innan fyrirtækja og ný viðfangsefni í rekstri og skipulagi fyrirtækja og stofnana.
Námsmarkmið
Nemandi býr yfir:
  • Skilningi á því hvað stjórnun skipulagsheilda felur í sér og hvernig skipulag og skipurit skipulagsheilda hefur áhrif á stjórnun. Að auki, þekking á helstu kenningum um stjórnun og þeim hugtökum sem notuð eru í srtjórnunarfræðum
  • Vitneskju til að útskýra hvað stjórnun er, hvað stjórnendur gera og af hverju stjórnun er mikilvæg. Að auki, skilningur á hvernig stjórnendur nýta þær auðlindir sem skipulagsheildir hafa yfir að ráða til að ná árangri.
  • Innsýn í hvernig stjórnun hefur breyst á undanförnum áratugum, m.a. vegna alþjóðavæðingar og tækniframþróunar.
  • Nemandi býr yfir:4. Getu til að setja sig í spor stjórnanda í að bregðast við áskorunum sem upp koma í stjórnun skipulagsheilda.5. Getu til að hagnýta fræðilega þekkingu í raunverulegum aðstæðumNemandi býr yfir:6. Getu til að greina og leysa viðfangsefni á sviði stjórnunar, bæði sjálfstætt og í virkri samvinnu við aðra.7. Geta til að samþætta þekkingu og leikni, m.a. hugtök, kenningar og fræðilega þekkingu til að leg
    Námsmat
    • Tímaverkefni / Þátttaka (10%)
    Yfir önnina verða lögð fyrir styttri verkefni í tímum sem tengjast efni námskeiðsins hverju sinni. Einkunn verður í samræmi við fjölda tímaverkefna sem lokið er.
    • Hermir—skýrsla (25%)
    Í námskeiðinu munu nemendur taka þátt í nokkuð viðamiklum hermi (e. simulation). Í herminum verður nemendum skipt í litla hópa sem munu keppa sín á milli í að ná árangri við stjórnun fyrirtækis. Ekki verður gefin einkunn fyrir frammistöðu í herminum, heldur fyrir skýrslu sem hver hópur skrifar um reynslu sína af þátttöku í herminum. Skiladagur skýrslunar er 1. apríl 2020 kl. 23:59. Nánari upplýsingar um verkefnið eru væntanlegar fljótlega.
    • Krossapróf (15%)
    Miðannar krossapróf verður haldið í tíma þann 6. mars 2020. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófsins verða veittar þegar nær dregur.
    • Lokapróf (50%)
    Lokapróf verður haldið á próftímabili í lok annar—sjá próftöflu þegar hún liggur fyrir. Allt efni námskeiðsins er til prófs og gildir prófið 50% af lokaeinkunn. Gerð er krafa um að nemendur nái a.m.k. 5,0 (4,75) í þessum þætti námsmatsins.
    Lesefni
    Ekkert skráð lesefni.
    Kennsluaðferðir
    Þetta námskeið, V-203-STJ1 Stjórnun, er 6 ECTS eininga námskeið á BSc stigi í Viðskiptadeild. Almenn skilyrði fyrir skráningu í námskeiðið eru að nemandi sé skráður í nám við Háskólann í Reykjavík.
    • Námskeiðið er kennt tvisvar í viku yfir 12 vikna tímabil, tvær kennslustundir í senn.
    • Kennsla byggir á fyrirlestrum, útskýringum á aðferðum og tækni, ásamt virkri þátttöku nemenda í gegnum umræður og verkefni.
    • Nemendur ná hámarksárangri með virkri þátttöku
    TungumálÍslenska