Stærðfræði II

NámsgreinV-204-MAII
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Eðvarð Ingi Erlingsson
Lýsing
Í námskeiðinu er fjallað um þau tæki stærðfræðinnar (fylkjareikning og bestun) sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu og geta beitt í hagfræðilegri greiningu, t.d. í námskeiðum á borð við rekstrarhagfræði og hagrannsóknir. Í fylkjareikningi verður farið í gerðir fylkja, reikningsaðgerðir fylkja, Gauss-Jordan eyðingu, ákveðu og andhverfu fylkja, diffrun fylkja og reglu Cramers. Í hámörkun/lágmörkun verður farið í teygni, keðjuregluna, óhefta bestun (hámörkun/lágmörkun), aðferðir Lagrange og Kuhn-Tucker við bestun með hliðarskilyrðum, setningu um fólgin föll (implicit function theorem) og hjúpsetninguna (envelope theorem).
Námsmarkmið
 HæfniviðmiðAð loknu þessu námskeiði eiga nemendur að hafa eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni í stærðfræði:Þekking
  • hafa almenna þekkingu og skilning á helstu hugtökum stærðfræðilegrar greiningar og línulegrar algebru.
  • geta lýst helstu hugtökum stærðfræðilegrar greiningar og línulegrar algebru.
  • geta skilið hagfræðigreinar sem nota stærðfræði.
Leikni
  • geta valið og notað viðeigandi stærðfræðilega aðferð til að leysa dæmi.
  • geta nýtt aðferðir stærðfræðinnar á þann hátt sem við á hverju sinni.
Hæfni
  • geta nýtt stærðfræðilega greiningu til að setja ályktanir fram á formlegan hátt.
  • geta notað fylkjareikning og bestun í hagfræðilegri greiningu, sér í lagi í rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska