Gerð og greining ársreikninga

NámsgreinV-307-GARS
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararV-108-REHA, Reikningshald
V-202-REGR, Rekstrargreining
SkipulagÞrír fyrirlestrar og tveir dæmatímar á viku
Kennari
Halldór Ingi Pálsson
Lýsing
Kynning á lögum um ársreikninga, kynning reglugerðar um framsetningu og innihald ársreikninga og ársreikningskafla hlutafélagalaganna. Nemendur fá þjálfun í gerð einfaldra ársreikninga. Dæmum um ársreikninga verður dreift eða vísað á heimasíður og farið yfir í tíma. Reglur um fjárfestingar í hlutabréfum og öðrum markaðsverðbréfum kynntar með hliðsjón af lögum um ársreikninga og stöðlum alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar (IASB). Eiginfjárreikningar kynntir og ráðstöfunarmöguleikar einstakra reikninga með skírskotun í lög. Reglur um færslu tekjuskatts í reikningsskil kynntar. Sjóðstreymi og notkun helstu kennitalna því tengdu. Meðferð kaupréttar á hlutabréfum (options) í reikningsskilum kynnt. Helstu kennitölur í ársreikningum kynntar. Stutt kynning verður á lífeyris- og ábyrgðarskuldbindingum, óefnislegum eignum og gerð verður grein fyrir mismuninum á fjármögnunarleigu- og kaupleigusamningum. Kynning á samstæðureikningsskilum.
Námsmarkmið
Góð þekking á aðferðum við færslu bókhalds, gerð ársreikninga, túlkun og greining á upplýsingum í ársreikningum er mjög mikilvæg viðskiptafræðingum. Fjárhagsleg áhrif viðskipta fyrirtækja og aðrar veigamiklar upplýsingar um rekstur koma fram í reikningsskilum þeirra. Af þeim sökum hefur bókhald stundum verið nefnt tungumál viðskiptanna. Þekking á reikningsskilum og ársreikningum skiptir einnig máli varðandi önnur sérsvið viðskiptafræði. Má hér nefna gerð rekstraráætlana, deildauppgjör og verðmat fyrirtækja.Þessu námskeiði er ætlað að búa nemendur undir að takast á við verkefni á þessum sviðum. Lærdómsviðmið þessa námskeið eru hér að neðan flokkuð í þrennt: Þekking, leikni og hæfni.ÞekkingAð loknu þessu námskeiði ætti nemandi að búa yfir góðri þekkingu á bókhaldi og ársreikningum. Í því felst að nemandi hafi öðlast góðan skilning á því hvernig áhrif viðskipta eru færð í bókhald félaga, hvernig ársreikningur er gerður byggt á bókhaldi viðkomandi fyrirtækis og hvað ársreikningur segir stjórnendum félags og öðrum notendum hans. Nemandi á að vera fær um að miðla af sér kunnáttu í öllum viðfangsefnum námskeiðsins en þau koma fram í kennsluáætlun.Með leikni er átt við að nemandi sé fær um að skrá með réttum hætti áhrif viðskipta sem taka á því efni sem farið er í námskeiðinu á bókhald fyrirtækis og gert ársreikning byggt á færslu viðskiptanna í bókhald. Sem dæmi má nefna að nemandi þarf að geta fært og flokkað tekjur og gjöld með réttum hætti, vera fær um að skrá leigusamninga í bókhald byggt á eðli þeirra, reikna út skatt til greiðslu og frestaðan tekjuskatt, færa langtímalán og langtímaskuldabréfaeign með réttum hætti miðað við aðferð virkra vaxta og færa afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna. Á grundvelli fyrrgreindra viðfangsefna og annarra sem fram koma í kennsluáætlun skal nemandi vera fær um að gera rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi auk viðeigandi skýringa sem fram koma í þessum megin yfirlitum ársreiknings.
Að loknu námskeiði á nemandi að vera fær um að nýta þekkingu og leikni í starfi sem viðskiptafræðingur og/eða  frekara námi í reikningshaldi eða öðrum þeim greinum viðskiptafræði þar sem þekking á bókhaldi og ársreikningum skiptir máli. Þetta felur í sér að nemandi hafi tileinkað sér hæfni til að færa bókhald, gera ársreikninga og túlka þær upplýsingar sem fram koma í ársreikningi. Jafnframt að nemandi geti nýtt sér, eftir því sem við á, þekkingu sem hann hefur öðlast í námskeiðinu til að fást við önnur þau viðfangsefni viðskiptafræðinnar þar sem fjárhagsupplýsingar koma við sögu.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
3 fyrirlestrar og 1 dæmatími á viku
TungumálÍslenska