Viðskiptalögfræði

NámsgreinV-401-LOG
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagÞrír fyrirlestrar á viku.
Kennari
Árni Freyr Árnason
Lýsing
Í námskeiðinu verða nemendum kynntar helstu réttarheimildir í lögfræði og uppbygging íslensks réttarkerfis. Farið verður yfir grundvallarreglur samningaréttar, kröfuréttar, kauparéttar og félagaréttar. Kynning á helstu lögum og reglum um kaup og sölu á verðbréfum á markaði auk þess sem farið verður yfir helstu réttindi og skyldur í vinnumarkaðsrétti.
Námsmarkmið
Nemendur hafi þekkingu á uppbyggingu og grunnskipulagi íslenska réttarkerfisins. 
Nemendur kynnist aðferðafræði lögfræðinnar og kunni skil á helstu tegundum réttarheimilda, rétthæð þeirra og aðferðum við beitingu þeirra. 
Nemendur viti hvar réttarheimildir er að finna.Nemendur hafi öðlast praktíska þekkingu á meginsviðum lögfræðinnar sem snúa að rekstri fyrirtækja og kunni til verka við stofnun félaga.Nemendur hafi öðlast innsýn í samningarétt, kauparétt, kröfurétt, verðbréfamarkaðsrétt, samkeppnisrétt, vinnurétt, gjaldþrotarétt, félagarétt og sifjarétt. Nemendur þekki helstu tegundir viðskiptabréfa, ábyrgðir og veð.Nemendur kunni að leita uppi réttarheimildir sem við eiga í málum sem upp koma í rekstri og viðskiptum.Nemendur geti stofnað félög og unnið nauðsynlega skjalagerð sem að því snýr.Nemendur skilji betur umfjöllun fjölmiðla um lögfræðileg álitamál, einkum þau sem snúa að viðskiptalífinu.Nemendur hafi öðlast innsýn í íslenskt réttarkerfi þannig að þeir geti brugðist við aðstæðum í atvinnulífinu á réttan hátt, þegar upp koma verkefni sem snúa að lögfræðilegum álitaefnum.Nemendur geti nýtt sér vefinn til að verða sér úti um lög, reglugerðir og aðrar reglur sem við eiga í þeim álitaefnum sem þeir þurfa að glíma við hverju sinni.Nemendur geti kynnt sér lögfræðileg álitaefni í viðskiptalífinu með gagnrýnum hætti og myndað sér skoðun.
Námsmat
Miðannar- og lokapróf
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
3 fyrirlestrar á viku
TungumálÍslenska