Stefnumótun

NámsgreinV-404-STEF
Önn6
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFjórir fyrirlestrar á viku. Þrem vikum varið í vinnu við lokaverkefni.
Kennari
Kristján Reykjalín Vigfússon
Lýsing
Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar, verkfæri og þá hugmyndafræði sem stefnumótun (strategy) byggir á. Kynntar vera til sögunnar helstu aðferðir og aðferðafræði við greiningu og undirbúning stefnumótunar. Fjallað verður um mismunandi leiðir fyrirtækja til að ná og viðhalda samkeppnisforskoti. Ennfremur verður fjallað um mikilvæga þætti stefnumótunar sem tengjast þróun stefnu, mati á valkostum, mælingum á árangri sem og framkvæmd og eftirfylgni stefnumótunar. Nemendur fá síðan tækifæri til að spreyta sig í að beita aðferðum stefnumótunar í umfangsmikilli verkefnavinnu með fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur: • Hafi öðlast grundvallar þekkingu á hugmynda- og aðferðafræði stefnumótunar og geti útskýrt hana. • Búi yfir skilningi á því hvernig stefnumótun hjálpar fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum við að móta og ná markmiðum í rekstri. • Hafi hlotið þjálfun og leikni í að beita aðferðum stefnumótunar á raunveruleg fyrirtæki, stofnanir og eða félagasamtök. •Geti unnið með öðrum að úrlausnarefnum stefnumótunar jafnframt því að geta lagt sjálfstætt mat á vandmál og leyst þau með sem skynsamlegustum hætti. • Hafi hæfni til að taka þátt og jafnvel leiða stefnumótun innan fyrirtækis, stofnunar og eða félagasamtaka.
Námsmat
Próf, tímaverkefni og lokaverkefni
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska