Aðferðafræði

NámsgreinV-502-ADFR
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag3 vikna námskeið í lok haustannar
Kennari
Eyrún Magnúsdóttir
Lýsing
Í námskeiðinu verður í fyrsta lagi lögð áhersla á að kenna nemendum þá aðferðafræði sem notuð er við heimildavinnu í tengslum við gerð verkefna, skýrslna og annarra náms- og starfstengdra greinargerða. Rík áhersla verður lögð á að nemendur temji sér að fjalla um viðfangsefni sín á greinargóðri íslensku. Verkefni felast m.a. í ritun stuttra greinargerða og skýrslna sem byggja á heimildaöflun og umfjöllun tölulegra upplýsinga. Í öðru lagi verður stuttlega fjallað um aðferðafræði vísindalegra rannsókna og þær takmarkanir sem mismunandi rannsóknaraðferðir eru háðar. Lögð verður áhersla á að nemendur öðlist grunnfærni í gerð spurningakönnunar með verkefnavinnu. Í þriðja lagi verður hluta námskeiðsins varið í að kenna nemendum grunnatriði Microsoft Excel forritsins. Í fjórða lagi verða nemendum kynnt grundvallaratriði kynninga í töluðu máli og fá tækifæri til að æfa sig með flutningi eigin kynningar.
Námsmarkmið
Við lok námskeiðsins á nemandinn að hafa öðlast þekkingu til að:
Lýsa völdum aðferðum og hugtökum innan aðferðafræði
Gera greinamun milli fræðilegra skýringa og annars konar skýringa
Sækja sér þekkingu í ritrýndar greinar
Skilja og þekkja stöðu aðferðafræði í viðskiptafræði
Við lok námskeiðsins á nemandinn að hafa öðlast leikni til að:
Geta miðlað efni fræðigreina á skipulagðan og skiljanlegan hátt.
Geti lýst einföldum fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum á stöðluðu formi (APA)
Geta undirbúið, skipulagt og framkvæmt einfalda rannsókn.
Hafi tileinkað sér gagnrýna hugsun
Við lok námskeiðsins á nemandinn að hafa öðlast hæfni til að:
Takast á við frekar nám.
Sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Geta unnið einn og með öðrum að verkefnum.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnatímar.
TungumálÍslenska