Mannauðsstjórnun

NámsgreinV-511-STST
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararV-203-STJ1, Stjórnun
SkipulagÞriggja vikna námskeið.
Kennari
Þóra Þorgeirsdóttir
Lýsing
Fjallað er um ferli mannauðsstjórnunar frá ráðningu til starfsloka, þ.m.t. mönnun og ráðningar, þjálfun og starfsþróun, frammistöðustjórnun, launastjórnun, starfsmannatengsl og vinnurétt. Áhersla er lögð á tengsl mannauðsstjórnunar við stefnumótun fyrirtækja og stofnana, verkaskiptingu og hlutverk almennra stjórnenda og starfsmannadeilda og mælingar á árangri. Verklegum æfingum og lausn raundæma er ætlað að þjálfa ýmis atriði námsins.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu er markmiðið að nemar geti: Skilgreint og beitt lykilhugtökum, kenningum og aðferðum á sviði mannauðsstjórnunar og gert grein fyrir helstu hornsteinum fræðasviðsins. Gert grein fyrir stefnumótandi hlutverki mannauðsstjórnunar og möguleikum sem í því hlutverki felast fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu á siðferðilegum, lagalegum og samfélagslegum áskorunum á sviði starfsmannamála. Framkvæmt greiningu á störfum, hannað starfslýsingu, viðtalsramma fyrir ráðningarviðtal og frammistöðumat fyrir tiltekið starf. Gert grein fyrir verksviði og helstu verkefnum mannauðsstjórnunar­deildar og stjórnenda á sviði starfsmannamála. Nýtt sér gagnasöfn, ritrýndar greinar, kenningar og rannsóknir í skrifum og í faglegum rökstuðningi fyrir ákvörðunum, vali á aðferðum og hönnun ferla á sviði mannauðsstjórnunar.
Námsmat
Einstaklingsverkefni og lokapróf
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
4 fyrirlestrar á viku
TungumálEnska