Viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð

NámsgreinV-514-VISI
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag4 fyrirlestrar á viku
Kennari
Ketill Berg Magnússon
Lýsing
Í þessu námskeiði lærir þú að leysa siðferðileg álitamál í viðskiptum og greina ábyrgð fyrirtækja gagnvart samfélaginu og umhverfinu. Hugtakið sjálfbærni gegnir þar lykilhlutverki. Þú munt læra aðferðir hringrásarhagkerfis og hvernig Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna gagnast sem umgjörð. Erfiðum spurningum verður velt upp og nemendum gefinn kostur á að þjálfa sig í taka ákvarðanir um siðræn málefni og áskoranir sem tengjast sjálfbærni í viðskiptum. Þetta er ekki eingöngu bóklegt námskeið heldur fjallar það einnig um lífssýn nemenda, gildi og hvernig orðspor þeir vilja eiga. Skoðaðar verða kenningar um siðferði einstaklinga í viðskiptum, kenningar um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR) sem og kenningar um siðferðilegan grundvöll viðskipta yfirleitt. Stuðst verður við raundæmi úr íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu hefur nemandi öðlast eftir farandi hæfni:   Hæfni 1: Beita aðferðum viðskiptasiðfræði til að greina siðferðileg- og samfélagsleg álitamál í viðskiptum. Þekking 1: Geta útskýrt helstu hugtök, kenningar og viðfangsefni í viðskiptasiðfræði, sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þekking 2: Geti útskýrt hvernig siðfræði, sjálfbærni og Heimsmarkmið SÞ tengjast rekstri fyrirtækja. Leikni 1: Komið auga á siðferðisleg álitaefni í viðskiptum og tekið rökstuddar ákvarðanir um þau. Leikni 2: Beita helstu aðferðum viðskiptasiðfræði og samfélagslegrar ábyrgðar. Viðhorf 1: Bera virðingu fyrir samnemendum og sýni heilindi í hópavinnu og samskiptum.   Hæfni 2: Greina sjálfbærniáskoranir fyrirtækis með aðferðum samfélagsábyrgðar og kynna tillögur til úrbóta fyrir fyrirtækið. Þekking 1: Geti útskýrt hvernig sjálfbærniárangur fyrirtækja er metinn. Leikni 1: Geti sett fram kynningu um hvernig fyrirtæki geti fengist við samfélagslega ábyrgð sína og sjálfbærni með skipulögðum hætti, byggt á greiningu á fyrirtækinu og aðferðum námskeiðsins. Leikni 2: Geti sett fram heilstætt og rökstutt viðhorf til tengsla og ábyrgðar einstaklinga og fyrirtækja gagnvart samfélaginu. Viðhorf 1: Sýni skilning sinn á að ábyrg fyrirtæki geta bæði skapað efnahagslegt og félagslegt virði og hvernig óábyrg fyrirtæki geta valdið umhverfinu og samfélaginu skaða. 
Námsmat
Þátttaka5% Samræður 10% (5x2) Tengingar 25% (5x5) Greiningarverkefni 15% Ráðgjafa-skýrsla + viðtal20% Kynning myndband 15% Kynning hóps og umræður 5% Heildarmyndin5%
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt er einu sinni í viku, á föstudagsmorgnum. Fyrirlestrar, hagnýt dæmi, siðferðisleg vandamál, umræðuþræðir, hópavinna. Krafist er virkrar þátttöku í kennslustundum.
TungumálÍslenska