Neytendahegðun og markaðssamskipti

NámsgreinV-523-MACO
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararV-105-MAR1, Markaðsfræði I
SkipulagFyrirlestrar og verkefnavinna
Kennari
Árni Árnason
Guðmundur Auðjón Guðmundsson
Lýsing
Námskeiðið stuðlar að víðtækum skilningi á neytendahegðun og helstu breytum sem hafa áhrif á hana. Í þessu sambandi verður sérstakur gaumur gefinn samhæfðum markaðssamskiptum. Í raun er námskeiðið tvíþætt. Í fyrsta lagi munu nemendur læra grunnatriði neytendasálfræði. Það felur m.a. í sér hugtök eins og úrvinnslu upplýsinga, þátttöku, athygli, skilning, minni, viðhorf, klassíska og virka skilyrðingu og fleira. Seinni hluti námskeiðsins miðar svo að því að nemendur geti nýtt þessa vitneskju í raunhæfum aðstæðum og heimfært yfir á markaðssamskiptaáætlun. Áhersla verður lögð á markaðssamskiptalíkan, markaðssamskipti, markmið, áætlanir og mismunandi boðmiðlunarleiðir.
Námsmarkmið
Safn staðreynda, lögmála, kenninga og aðferða sem einstaklingur hefur tileinkað sér. Þekking er bæði fræðileg og hagnýt.
  • Hafi öðlast almennan skilning og innsæi í helstu kenningar og hugtök í neytendahegðun/neytendasálfræði og markaðssamskiptum
  • Hafi vitneskju um nýjustu þekkingu á sviðum neytendahegðunar og markaðssamskipta 
  • Þekki mikilvæg hegðunarmynstur neytenda og þá þætti sem hafa áhrif á þau
  • Hafi vitneskju um mikilvægi neytendahegðunar fyrir markaðssetningu
  • Hafi þekkingingu á siðferðilegum málefnum tengdum markaðsmálum og neytendavernd

Felur í sér færni til að beita þekkingu. Leikni getur falist í almennri leikni sem ekki er bundin ákveðinni fræðigrein eða starfsgrein og sérhæfðri leikni.
  • Geti beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu viðfangsefna
  • Geti rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni
  • Greini hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt 3
  • Geti nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á viðkomandi fræðasviði
  • Geti sýnt fram á helstu þætti samhæfðra markaðssamskipta
  • Geti rökstutt markaðslegar ákvarðanir með notkun fræðanna
Felur í sér yfirsýn og getu til að nýta þekkingu og leikni við nám og starf.
  • Geti tekið virkan þátt í samstarfi og fundið lausnir á vandamálum í markaðssetningu
  • Sé fær um að túlka fræðileg atriði og rannsóknarniðurstöður
  • Geti búið til stefnu kynningarstarfs (creative brief) markaðssamskiptaáætlunar
  • Geti undirbúið og búið til samhæfða markaðssamskiptaáætlun
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar byggðir á kennslubókinni til að skýra fræðileg hugtök, aðferðir og til að svara spurningum frá nemendum. Tekin verða fyrir raundæmi í tímum. Hópverkefni mun auka raunhæfa nálgun námskeiðsins varðandi skipulagningu markaðssamskiptastarfs. Til að auka enn frekar á raunhæfa nálgun námskeiðsins verða gestafyrirlesarar fengnir til að ræða ákveðin atriði sem þeim tengjast.
TungumálEnska