Skattskil

NámsgreinV-620-SKSK
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararV-108-REHA, Reikningshald
V-307-GARS, Gerð og greining ársreikninga
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Lúðvík Þráinsson
Lýsing
Grundvallarreglur íslenskra skattalaga og íslensks skattkerfis kenndar bæði að því er varðar einstaklinga og fyrirtæki. Kennd er hagnýt notkun og skilningur á skattalögum og tvísköttunarsamningum og útleiðsla skattstofna út frá þeim mismun sem er á reikningshaldslegri og skattalegri afkomu fyrirtækja. Uppstilling skattauppgjörs og útskýring á því hvað ræður skattstofnum með reikningslegum og lagalegum rökstuðningi.
Námsmarkmið
Markmið að nemendur kunni skil á helstu grundvallarreglum íslenskra skattalaga, öðlist almennan skilning á íslensku skattaumhverfi. Læri að lesa og nota íslensk skattalög og aðrar skattlagningarreglur þ.m.t. tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert. Þekki mismuninn á reikningshaldslegri og skattalegri afkomu fyrirtækja og kynnist helstu frávikum á milli reikningshaldsins og skattareglna. Geti stillt upp skattauppgjöri og fundið út réttan skattstofn, hafi fullan skilning á því af hverju skattstofn eða skattskylda ákvarðst á þann hátt sem hún gerir. Verði færir í að útskýra það með lagarökum og almennum rökum.
Námsmat
Tvö stór verkefni sem gilda hvort um sig 15% af heildareinkunn. Lokapróf sem gildir 70%
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
4 tímar á viku, sem skiptast í fyrirlestra og verkefni
TungumálÍslenska