Viðskipti, leiðtogafræði og sjálfbærni

NámsgreinV-670-BLS
Önn20193
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2019
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Kjartan Sigurðsson
Lýsing
Þessi áhugverði 6 ECTS kúrs veitir nemendum HR sérstakt tækifæri til að vinna í þverfaglegu teymi kennara, nemenda og fyrirtækja frá öllum heimshornum. Ef þú ert frumkvöðull eða bara áhugasöm/samur um að stofna þitt eigið fyrirtæki þá er hér kúrs á ferð sem gefur þér tækifæri til að læra og hugsa eins og frumkvöðull. Það sem meira er, kúrsinn færir nemendum í té tæki og tól sem hafa gagnast vel í nútíma fyrirtækjarekstri, þ.e.a.s nemendur hafa aðgang að sérfræðingum og kennurum sem eiga farsælan feril í atvinnulífinu. Markmiðið er að nemendur fái raunverulegt tækifæri til að þróa nýsköpunarhæfileika sína – frumkvöðulinn innra með sér. Í nútíma viðskiptaumhverfi er gert ráð fyrir því að framtíðarstarfsmaður hafi þekkingu til að takast á við áskoranir sem snúa að samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni. Inn í þessi mikilvægu hugtök fléttast hvernig takast skal á við samfélagslegar áskoranir, umhverfis mál, og aðra hagsmunaaðila sem með einum eða öðrum hætti hafa áhrif á fyrirtæki til hagsældar. Nemandinn sem leiðtogi lærir að bregðast við ákveðinni óvissu, það er að segja, verkefnin eru öll spennandi og snúa að því að leiðtogi hafi þekkingu til að  bregðast skjótt við áskorunum hverju sinni, endurskipuleggja viðskiptalíkön og þar með takast á við áskoranir – áskoranir sem reyna á forystuhæfileika leiðtoga 21 aldarinnar. Í lok kúrsins hafa nemendur bætt við sig ómetanlegri reynslu og þekkingu sem snýr að sköpunargáfu hvers og eins og nýjum aðferðum í að þróa viðskiptalíkön sem grundvallast af samfélagslegri ábyrgð og sjálfbærni og vaxa sem leiðtogi.   Avans University og Háskólinn í Reykjavík hafa sérhæft sig í að vinna mjög náið með atvinnulífinu. Þeirra markmið er að þjálfa starfsólk sem kemur strax að gagni eftir að það hafa útskrifast úr háskóla með haldbæra þekkingu til að takast á við áskoranir 21 aldarinnar. Þess vegna leggur Avans háskóli og Háskólinn í Reykjavík ríka áherslu á raunveruleg verkefni þar sem aðkoma fyrirtækja er lykilþáttur.   Fjöldi nemenda takmarkast við 5-6. Hópurinn mun fara í eina viku til Hollands og vinna þar með nemendum í Avans University í verkefnum í upphafi annar. Kúrsinn verður kenndur á haustönn 2019.
Námsmarkmið
Þekking •Nemendur geta undirbúið, skilgreint og útskýrt helstu hugtök sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja (CSR) og sjálfbærni. Hæfni •Nemendur öðlast færni í að tileinka sér mikilvæg verkfæri og tækni sem gerir þeim kleift að þróa ný viðskiptamódel með samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og sjálfbærni að leiðarljós. •Nemendur munu öðlast færni í að taka ákvarðanir sem tengjast viðskiptum og er ætlað að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í heild. Hæfni •Nemendur geta greint vandamál sem eru mikilvæg til að viðhalda og efla samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og sjálfbærni. •Nemendur geta lýst og tjáð sig á skipulagðan hátt um þeirra persónulegu gildi innan fyrirtækja •Nemendur geta greint stöðu fyrirtækja, mótað og sett upp stefnu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og sjálfbærni.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálEnska