Viðskiptadeild
Deildarforseti:Dr. Páll Melsted Ríkharðsson
Vefpóstur:vd@ru.is
Vefsíða:http://www.ru.is/vd
KennararSkoða
MSc í klínískri sálfræði
Annir:4
Ár:2
Einingar:120
HæfniviðmiðSkoða
Táknmyndir
Skyldufag á brautKennslutungumál
Valfag á brautUndanfarar fyrir námskeið
Prenta
Vorönn/Spring 2019
Nánari upplýsingarGreining á vanda og matSkyldaE-708-GRMA4 Einingar
Ár
1. árPrenta
ÖnnVorönn/Spring 2019
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararE-702-SIFA, Siðferði og fagmennska
E-706-HULO, Hugtök og lögmál hagnýtrar atferlisgreiningar
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Anna Ingeborg Pétursdóttir
Lýsing
Í þessu námskeiði eru kannaðar aðferðir við að skoða, skilgreina aðgerðabundið og mæla hegðun, og við að gera hagnýtt virknimat og greiningu á atferli sem verður grundvöllur fyrir áætlun um íhlutun í margs konar umhverfi, þ.m.t. heimili, skólar og lækningastofur. Nemendur takast á við greiningu vandamála og læra þannig að yfirfara skrár og fáanleg gögn (þ.m.t. auðkennisgögn skjólstæðinga, upplýsingar um tilvísanir, greining vandamála, matskvarðar fyrir atferli, gátlistar, viðtöl); íhuga líffræðilegar breytur sem kunna að hafa áhrif á hegðun; gera bráðabirgðamat til að finna og skilgreina aðgerðabundið vanda við tilvísun og annað eins og á við; útskýra hugmyndir um atferli á máli leikmanna; lýsa og skýra atferli, þ.m.t. innri hegðun með hugtökum atferlisgreiningar (ekki með hugtökum hughyggju); veita þjónustu á sviði atferlisgreiningar í samvinnu við aðra sem styðja og/eða veita þjónustu til skjólstæðinga; starfa innan takmarka eigin faglegrar hæfni við hagnýta atferlisgreiningu og fá ráðgjöf, leiðsögn, þjálfun eða nota tilvísun eins og þörf krefur; og bera kennsl á viðeigandi umhverfisleg áhrif og stuðla að breytingum sem minnka þörfina fyrir þjónustu á sviði atferlisgreiningar. Nemendur læra einnig að velja: mælingarkerfi til að afla dæmigerðra gagna miðað við víddir hegðunarinnar og þá vinnu sem felst í athugun og skráningu; áætlun um tímabil athugunar og skráningar; gagnabirtingu sem kemur til skila megindlegum tengslum með áhrifaríkum hætti; og að meta: breytingar á stigi, leitni og breytileika hegðunar; og tengsl milli breyta í tíma sem unnið er með (innan og milli lota, tímaraða). Við framkvæmd mats læra nemendur að skilgreina atferli með notkun mælanlegra hugtaka; skilgreina umhverfisbreytur með notkun mælanlegra hugtaka; hanna einstaklingsbundnar aðferðir við mat á atferli; hanna mælingu á fyrirliggjandi tengslum milli atferlis og umhverfis; hanna matsaðferðir sem breyta aðdraganda og afleiðingum í umhverfinu; skipuleggja, greina og túlka mæld gögn; gera tillögur um hegðun sem verður að koma á, viðhalda, auka eða minnka; finna hvata (mat á valkostum, athuganir); meta styrki og endurtaka mat á grundvelli áframhaldandi gagnagreiningar.
Námsmarkmið
Við lok námskeiðs eiga nemendur að vera færir um eftirfarandi.   Þekking: ·        Skilgreina atferlismat og tengja við aðrar matsaðferðir. ·        Gera grein fyrir því hvernig áreiðanleiki og réttmæti aðferða í atferlismati er metinn. ·        Útskýra fræðilegan grunn virknimats. ·        Bera saman praktíska og próffræðilega kosti og galla mismunandi aðferða við virknimat. ·        Bera saman praktíska og próffræðilega kosti og galla mismunandi aðferða við styrkjamat. ·        Gera grein fyrir siðferðilegum atriðum sem hafa ber í huga við virknimat.   Leikni: ·        Velja eða búa til skráningarblöð til notkunar í atferlismati. ·        Vinna úr gögnum úr óbeinu mati, lýsandi mati og virknigreiningu.   Hæfni: ·        Nota viðtöl og matsgögn til að skilgreina atferlismarkmið.   ·        Velja viðeigandi, raunhæfar og siðferðilega verjandi matsaðferðir fyrir fjölbreytt vandamál, þar á meðal hættulega hegðun og hegðun sem á sér sjaldan stað.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Nemendur læra best á því að vinna sem mest sjálfir með námsefnið. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti vel lesnir á námskeiðið og verði búnir að vinna undirbúningsverkefni. Á námskeiðstímanum verður lögð áhersla á að dýpka skilning nemenda á námsefninu gegnum umræður, kynningar og tímaverkefni í bland við fyrirlestra. Að námskeiðstímanum loknum munu nemendur vinna umfangsmeiri verkefni (hegðunarmat og heimapróf) sem reynir á getu til að samþætta upplýsingar úr ýmsum áttum og miðar að því að efla enn frekar skilning á fræðilegum grunni atferlismats og beitingu þess í hagnýtu starfi. Lesefni á námskeiðinu skiptist í þrjá flokka:  Lesefni I:  Gert er ráð fyrir að nemendur frumlesi þetta efni áður en námskeið hefst, mæti tilbúnir til að ræða það í tímum og kunni á því skil fyrir heimapróf.     Lesefni II: Þetta efni verður kynnt í fyrirlestrum og gert er ráð fyrir að nemendur kunni skil á því fyrir heimapróf, en þess er ekki krafist að efnið sé lesið áður en námskeið hefst.   Hópvinnugreinar: Hver nemandi les einn klasa af hópvinnugreinum áður en námskeið hefst og vinnur úr honum hópverkefni á námskeiðstímanum. Hópurinn kynnir vinnu sína í stuttum fyrirlestri og dreifir skriflegri úrlausn (útdráttum og ályktunum) til allra nemenda. Heimapróf gerir ráð fyrir að allir nemendur séu kunnugir efni allra hópvinnugreinanna í grófum dráttum. Ekki ætti þó að vera nauðsynlegt fyrir hvern og einn nemanda að lesa allar greinarnar.  
TungumálÍslenska
Nánari upplýsingarÁföll og afleiðingar þeirraValnámskeiðE-708-TRAU3 Einingar
Nánari upplýsingarGrundvallarþættir atferlisbreytingarSkyldaE-709-GRAT6 Einingar
Nánari upplýsingarÍhlutun og atferlisbreytingarkerfiSkyldaE-710-IHAT4 Einingar
Nánari upplýsingarHugræn atferlismeðferð IISkyldaE-805-HUA24 Einingar
Nánari upplýsingarTaugasálfræðiSkyldaE-807-TAUG3 Einingar
Nánari upplýsingarRéttarsálfræðiValnámskeiðE-808-FORE3 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðingsSkyldaE-881-VER16 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IIISkyldaE-883-VER36 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni I: Rannsóknaraðferðir og rannsóknarsniðSkyldaE-891-MSC16 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni III: Úrvinnsla gagna og greinarskrifSkyldaE-893-MSC318 Einingar
Haustönn/Fall 2019
Nánari upplýsingarSálfræðilegt mat ISkyldaE-701-SAM13 Einingar
Nánari upplýsingarConcepts and PrinciplesSkyldaE-702-COPR6 Einingar
Nánari upplýsingarSiðferði og fagmennskaSkyldaE-702-SIFA6 Einingar
Nánari upplýsingarAfbrigðasálfræði og klínísk sálfræðiSkyldaE-703-AFKL3 Einingar
Nánari upplýsingarResearch Methods in Behaviour AnalysisSkyldaE-703-REME6 Einingar
Nánari upplýsingarSamskipti og ráðgjöfSkyldaE-704-SARA3 Einingar
Nánari upplýsingarHugræn atferlismeðferð ISkyldaE-705-HUA13 Einingar
Nánari upplýsingarViðfangsefni hagnýtrar atferlisgreiningar í samtímanumSkyldaE-712-CONT4 Einingar
Nánari upplýsingarSálfræðilegt mat IISkyldaE-801-SAM24 Einingar
Nánari upplýsingarKlínísk barna og unglingasálfræðiSkyldaE-802-KLBU4 Einingar
Nánari upplýsingarVitsmuna- og þroskahömlunSkyldaE-803-VIÞR3 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknaraðferðir og tölfræðiSkyldaE-804-TOLF3 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IISkyldaE-882-VER26 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni II: Framkvæmd og gagnaöflunSkyldaE-892-MSC26 Einingar
Vorönn/Spring 2020
Nánari upplýsingarBehavior Assessment (GRMA)SkyldaE-706-BEAS6 Einingar
Nánari upplýsingarBehavior Interventions I/GRATSkyldaE-707-BIN14 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknaraðferðir og tölfræðiSkyldaE-804-TOLF3 Einingar
Nánari upplýsingarHugræn atferlismeðferð IISkyldaE-805-HUA24 Einingar
Nánari upplýsingarTaugasálfræðiSkyldaE-807-TAUG3 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðingsSkyldaE-881-VER16 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IIISkyldaE-883-VER36 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni III: Úrvinnsla gagna og greinarskrifSkyldaE-893-MSC318 Einingar