Viðskiptadeild
Deildarforseti:Dr. Páll Melsted Ríkharðsson
Vefpóstur:vd@ru.is
Vefsíða:http://www.ru.is/vd
KennararSkoða
MSc í klínískri sálfræði
Annir:4
Ár:2
Einingar:120
HæfniviðmiðSkoða
Táknmyndir
Skyldufag á brautKennslutungumál
Valfag á brautUndanfarar fyrir námskeið
Prenta
Vorönn/Spring 2019
Nánari upplýsingarGreining á vanda og matSkyldaE-708-GRMA4 Einingar
Nánari upplýsingarÁföll og afleiðingar þeirraValnámskeiðE-708-TRAU3 Einingar
Nánari upplýsingarGrundvallarþættir atferlisbreytingarSkyldaE-709-GRAT6 Einingar
Nánari upplýsingarÍhlutun og atferlisbreytingarkerfiSkyldaE-710-IHAT4 Einingar
Ár
1. árPrenta
ÖnnVorönn/Spring 2019
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararE-702-SIFA, Siðferði og fagmennska
E-706-HULO, Hugtök og lögmál hagnýtrar atferlisgreiningar
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Anna Ingeborg Pétursdóttir
Lýsing
Í þessu námskeiði eru skoðuð viðmið fyrir greiningu og forgangsröðun félagslega mikilvægrar hegðunar og læra nemendur að greina frá æskilegum niðurstöðum íhlutunar með notkun mælanlegra hugtaka; bera kennsl á mögulegar aðferðir við íhlutun á grundvelli matsniðurstaðna og bestu fáanlegu vísindalegrar vitneskju; gera tillögur og velja aðferð við íhlutun og meðferðarniðurstöður á grundvelli verkgreiningar, vilja skjólstæðings, núverandi athafnasafns, stoðumhverfis, umhverfislegra takmarkana og takmarkana á úrræðum, auk félagslegs réttmætis; bera kennsl á og taka á hagnýtum og siðferðilegum álitamálum við notkun tilraunasniða til að sýna fram á áhrif meðferðar; (þegar minnka á hegðun) velja aðra viðunandi hegðun til að koma á eða auka; gera áætlun fyrir yfirfærslu áreitis og svörunar; áætlun fyrir viðhald hegðunar; velja hegðunarrykk sem markmið fyrir íhlutun; koma á kennslu sem stuðlar að námi sem má yfirfæra á annað og túlka og grundvalla ákvarðanatöku á gögnum sem birt eru á margs konar formi. Nemendur læra einnig að vera meðvitaðir um álitamál sem varða atferlisbreytingu, t.d. að bera kennsl á og bæta úr mögulegum óæskilegum áhrifum styrkingar, refsingar og slokknunar. Þessu til viðbótar er farið yfir framkvæmd, stjórnun og vöktun íhlutunar í hegðun og læra nemendur þannig að gera ráðstafanir fyrir samfellda skráningu á þjónustu á sviði atferlisgreiningar; bera kennsl á þau skilyrði sem stýra hegðun þeirra sem eru ábyrgir fyrir aðferðum atferlisgreiningar og hanna inngrip í samræmi við það; hanna og nota hæfnimiðaða þjálfun fyrir einstaklinga sem eru ábyrgir fyrir því að framkvæma atferlismat og aðferðir í atferlisgreiningu; hanna og nota áhrifarík kerfi til vöktunar og styrkingu á frammistöðu; hanna og nota kerfi fyrir eftirlit með áreiðanleika aðferða; veita leiðsögn fyrir þá sem koma að atferlisbreytingu (t.d. foreldra, kennara, heilbrigðisstarfsfólk); meta áhrif áætlunarinnar; koma á stuðningi fyrir þjónustu á sviði atferlisgreiningar frá einstaklingum sem koma að þjónustunni beint eða óbeint; tryggja stuðning annarra til að viðhalda athafnasafni skjólstæðinga í náttúrulegu umhverfi þeirra og gera ráðstafanir um skipuleg lok þjónustu þegar ekki er lengur þörf fyrir hana. Í námskeiðinu eru könnuð kerfi til atferlisbreytinga og læra nemendur þannig að nota aðferðir til sjálfsstjórnar, aðferðir styrkingarkerfis kumlanáms og önnur skilyrt styrkingarkerfi (t.d. TAG Teach), beina kennslu, hröðunarnám, kennslukerfi Kellers (PSI), aðferðir tilfallandi kennslu, aðferðir hagnýtrar samskiptaþjálfunar og óhefðbundin tjáskiptakerfi.
Námsmarkmið
Við lok námskeiðsins eiga nemendur að geta: ·         Sýnt fram á ítarlega þekkingu á ferlum til atferlisbreytingar, þ.m.t. inngrip og álitamál sem varða atferlisbreytingu; framkvæmd, stjórnun og vöktun; og kerfum til atferlisbreytinga (þekkingarviðmið) ·         Skrifað viðmiðsbundin skammtíma- og langtímamarkmið fyrir atferlisbreytingu (leikniviðmið) ·         Mælt, skráð og greint skilgreint atferli (leikniviðmið) ·         Tekið gagnreyndar ákvarðanir um hönnun og framkvæmd áætlana fyrir atferlisbreytingu (leikniviðmið) ·         Þekkt og átt við óæskileg áhrif íhlutunar (þekkingar og leikniviðmið) ·         Hannað yfirfærslu- og viðhaldsáætlanir til að framlengja ábata meðferðar út fyrir meðferðarumhverfið og í tíma (leikniviðmið) ·         Skrifað og kynnt tilfellislýsingar á sviði atferlisgreiningar í samræmi við faglega og siðferðilega BACB staðla (hæfniviðmið) ·         Veitt stuðning og leiðsögn fyrir þá sem koma að atferlisbreytingu í margvíslegu umhverfi (hæfniviðmið)
Námsmat
 NÁMSMAT:   1.      Þátttaka. Þátttaka gildir 10% af lokaeinkunn. Fyrir hvern námskeiðdag getur nemandi unnið sér inn 0-4 punkta (gefið í heilum og hálfum tölum) fyrir þátttöku, þar af 0-2 punkta fyrir virkni í tíma og 0-2 punkta fyrir ritun hugleiðingar um efni dagsins í lok hvers námskeiðsdags (leiðbeiningar gefnar í tíma). Virkni í tíma er metin út frá því að nemandi mæti tímanlega að morgni og eftir öll hlé, fylgist með fyrirlestrum (nemandi sem er staðinn að því að eyða kennslutíma í fréttalestur eða notkun samfélagsmiðla mun missa virknistig!), taki þátt í umræðum og verklegum æfingum, og þátttaka beri þess merki að nemandi hafi mætt undirbúinn í tíma. Rituð hugleiðing skal sýna fram á að nemandinn hafi fylgst með í tíma og velt efninu fyrir sér. 2.      Umræðupunktar / spurningar. Fyrir hvern kennsludag skal nemandi skila inn tveimur spurningum eða umræðupunktum sem snúa að lesefni dagsins. Best er ef umræðupunkturinn / spurningin er þess eðlis að geta ýtt undir umræður í kennslustundinni. Einnig er leyfilegt að spyrja til að leita skýringa á efni sem nemendum þykir óskýrt. Mikilvægt er að punkturinn / spurningin sýni að nemandinn hafi lesið og kynnt sér efnið rækilega. Forðist of víðar eða almennar spurningar. Umræðupunktar gilda 10% af einkunn (2.5% fyrir hvern kennsludag). 3.      Kynning á grein. Nemendur kynna greinar í tíma tvö og tvö saman. Hverju nemendapari verður úthlutað einni grein til að kynna. Kynningin skal vera um það bil 15 mínútur að lengd, og eftir kynninguna munu nemendurnir í hópnum stjórna umræðum. Nauðsynlegt er að í kynningunni komi fram öll helstu atriði greinarinnar (t.d. inngangur, aðferð, niðurstöður, og umræða). Kynningin má innihalda gagnrýni á rannsóknina/greinina, en verður einnig að benda á kosti hennar. Kynningin gildir 15% af lokaeinkunn. 4.      Íhlutunaráætlun. Nemendur munu skrifa íhlutunaráætlun fyrir ímyndaðan eða raunverulegan skjólstæðing þar sem viðfangsefnið er inngrip til að auka hegðun (ef um raunverulegan einstakling er að ræða, er nauðsynlegt að breyta nafni og öðrum upplýsingum svo ekki sé hægt að bera kennsl á viðkomandi). Nemendur munu leggja grunn að þessu verkefni í tímum, og kennari mun veita frekari leiðbeiningar í fyrirlestrum.  Þetta verkefni gildir 15% af lokaeinkunn og verður skilað að námskeiðinu loknu. Verkefnið skal vera á APA formi. Skilafrestur er til 1. apríl í síðasta lagi en gjarna má skila verkefninu inn fyrr. 5.      Heimapróf. Að lokinni kennslu munu nemendur taka heimapróf úr námsefninu sem mun innihalda stuttar ritgerðarspurningar og gilda 50% af lokaeinkunn námskeiðs. Nauðsynlegt er að fá lágmarkseinkunnina 6,0 á heimaprófi til að standast námskeiðið, ellegar gildir heimaprófseinkunn sem lokaeinkunn. Nemendur mega nota hvaða gögn sem er við úrlausn prófsins. Vísað skal í heimildir skv. reglum APA, 6. útgáfu. Skilafrestur er til 25. mars (til miðnættis) og ekki verður tekið við svörum eftir að skilafrestur rennur út. Ef nemandi nær ekki að ljúka prófinu fyrir þann tíma skal skila inn þeim hluta prófsins sem lokið er.  SAMANTEKT Á VÆGI NÁMSMATSÞÁTTA: Þátttaka: 10% Umræðupunktar: 10% Kynning á grein: 15% Íhlutunaráætlun: 15% Heimapróf: 50% Til þess að standast námskeiðið er nauðsynlegt að fá lágmarkseinkunnina 6,0 á heimaprófi, ef heimaprófseinkunn er lægri en 6,0 gildir hún sem lokaeinkunn.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
 Nemendur læra best á því að vinna sem mest sjálfir með námsefnið. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti vel lesnir á námskeiðið og verði búnir að vinna undirbúningsverkefni. Á námskeiðstímanum verður lögð áhersla á að dýpka skilning nemenda á námsefninu gegnum umræður, kynningar og tímaverkefni í bland við fyrirlestra. Að námskeiðstímanum loknum munu nemendur vinna umfangsmeiri verkefni sem reyna á getu til að samþætta upplýsingar úr ýmsum áttum og miðar að því að efla enn frekar skilning nemenda á íhlutunar- og atferlisbreytingakerfum.
TungumálÍslenska
Nánari upplýsingarHugræn atferlismeðferð IISkyldaE-805-HUA24 Einingar
Nánari upplýsingarTaugasálfræðiSkyldaE-807-TAUG3 Einingar
Nánari upplýsingarRéttarsálfræðiValnámskeiðE-808-FORE3 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðingsSkyldaE-881-VER16 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IIISkyldaE-883-VER36 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni I: Rannsóknaraðferðir og rannsóknarsniðSkyldaE-891-MSC16 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni III: Úrvinnsla gagna og greinarskrifSkyldaE-893-MSC318 Einingar
Haustönn/Fall 2019
Nánari upplýsingarSálfræðilegt mat ISkyldaE-701-SAM13 Einingar
Nánari upplýsingarConcepts and PrinciplesSkyldaE-702-COPR6 Einingar
Nánari upplýsingarSiðferði og fagmennskaSkyldaE-702-SIFA6 Einingar
Nánari upplýsingarAfbrigðasálfræði og klínísk sálfræðiSkyldaE-703-AFKL3 Einingar
Nánari upplýsingarResearch Methods in Behaviour AnalysisSkyldaE-703-REME6 Einingar
Nánari upplýsingarSamskipti og ráðgjöfSkyldaE-704-SARA3 Einingar
Nánari upplýsingarHugræn atferlismeðferð ISkyldaE-705-HUA13 Einingar
Nánari upplýsingarViðfangsefni hagnýtrar atferlisgreiningar í samtímanumSkyldaE-712-CONT4 Einingar
Nánari upplýsingarSálfræðilegt mat IISkyldaE-801-SAM24 Einingar
Nánari upplýsingarKlínísk barna og unglingasálfræðiSkyldaE-802-KLBU4 Einingar
Nánari upplýsingarVitsmuna- og þroskahömlunSkyldaE-803-VIÞR3 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknaraðferðir og tölfræðiSkyldaE-804-TOLF3 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IISkyldaE-882-VER26 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni II: Framkvæmd og gagnaöflunSkyldaE-892-MSC26 Einingar
Vorönn/Spring 2020
Nánari upplýsingarBehavior Assessment (GRMA)SkyldaE-706-BEAS6 Einingar
Nánari upplýsingarBehavior Interventions I/GRATSkyldaE-707-BIN14 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknaraðferðir og tölfræðiSkyldaE-804-TOLF3 Einingar
Nánari upplýsingarHugræn atferlismeðferð IISkyldaE-805-HUA24 Einingar
Nánari upplýsingarTaugasálfræðiSkyldaE-807-TAUG3 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðingsSkyldaE-881-VER16 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IIISkyldaE-883-VER36 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni III: Úrvinnsla gagna og greinarskrifSkyldaE-893-MSC318 Einingar