Lagadeild
Lagadeild
Deildarforseti:Eiríkur Elís Þorláksson
Vefpóstur:ru@ru.is
Vefsíða:http://www.ru.is/ld
KennararSkoða
BA í lögfræði
BA í lögfræði
Annir:6
Ár:3
Einingar:180
Um námsleiðinaAðaleinkenni laganámsins við HR er hversu verkefnatengt það er. Nemendur læra að tileinka sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð til að leysa úr álitaefnum með rökstuddum hætti. Nemendur takast á við fjölbreytt og áhugaverð viðfangsefni lögfræðinnar og byggja upp traustan fræðilegan grunn.
HæfniviðmiðSkoða
Námsstig1
FagréttindiBA í lögfræði
Heimildaleit-fræðileg skrif-lögfræðileg röksemdafærsla SkyldaL-000-UNDB0 Einingar
Ár1. ár
Önn
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Engin skráð lýsing.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálEkkert skráð tungumál.
Aðferðafræði I - réttarheimildir og lögskýringar SkyldaL-101-ADF18 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar6. Framhaldsnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFimm fyrirlestrar í viku, auk umræðu- og verkefnatíma.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Fjallað verður ítarlega um réttarheimildir og beitingu þeirra við úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna svo og um lögskýringar. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á eðli og þýðingu einstakra réttarheimilda, samspili þeirra og vægi, þ.m.t. þegar leitast er við að komast að lögfræðilegum niðurstöðum í einstökum álitamálum. Að sama skapi er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á viðurkenndum aðferðum við skýringu settra laga. Stuðst er við dóma og raunhæf verkefni til skýringar á einstökum atriðum og áhersla lögð á að þjálfa með nemendum sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð. Námskeiðinu er ætlað að leggja grunn að frekara námi og rannsóknum á sviði lögfræði.
Námsmarkmið
-Þekking: Að loknu námskeiði hafi nemandi öðlast skilning og þekkingu á fræðigreininni, m.a. eftirtöldum atriðum: Megineinkennum íslenska réttarkerfisins. Réttarheimildum íslensks réttar, vægi þeirra og samspili. Markmiði lögskýringa sem og helstu kenningum, gögnum og aðferðum sem horft er til við skýringu laga. -Leikni: Að loknu námskeiði geti nemandi beitt aðferðum og verklagi fræðigreinarinnar, m.a. við: Heimildaöflun og leit í rafrænum gagnagrunnum á sviði lögfræði. Lögfræðilega röksemdafærslu og uppbyggingu hennar, t.d. við úrvinnslu álitaefna. -Hæfni: Að loknu námskeiði geti nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi, m.a. við: Úrlausn og greiningu á lögfræðilegum álitaefnum. Lestur og túlkun á forsendum dóma sem og annarra úrlausna og heimilda á sviði lögfræði. Framhaldsnám í lögfræði.
Námsmat
Miðannarpróf 20%, heimaverkefni 40% og lokapróf 40%. Lágmarkseinkunn á námskeiðinu er 6,0.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðutímar
TungumálÍslenska
Stjórnskipunarréttur SkyldaL-102-STSR8 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFyrirlestratímar og umræðu- eða verkefnatímar um sama efni.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í námskeiðinu er fjallað um grundvallarhugmyndir íslensku stjórnskipunarinnar, æðstu handhafa ríkisvaldsins, störf þeirra og hlutverk og um mannréttindareglur. Ennfremur er fjallað stuttlega um tengsl stjórnskipunarréttar við aðrar fræðigreinar og siðferðilegar forsendur hans.
Námsmarkmið
Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að nemar: -Þekking: - Þekki og geti lýst einkennum íslenskrar stjórnskipunar -Þekki og geti lýst tengslum stjórnskipunarréttar við aðrar fræðigreinar og siðferðilegar forsendur hans og geri sér grein fyrir hlutverki hans í samfélaginu - Þekki og geti útskýrt helstu reglur um hlutverk, skipulag og starfsemi einstakra handhafa ríkisvaldsins -Leikni: - Geti greint frá, tengt og borið saman grundvallarhugmyndir í stjórnskipunarrétti og áhrif þeirra - Geti fundið, túlkað og beitt helstu reglum um mannréttindi og vernd þeirra - Hafi hlotið nokkra þjálfun í leit að réttarheimildum, úrvinnslu þeirra og túlkun, m.a. með fjölmörgum raunhæfum verkefnum og æfingum í minni hópum - Hæfni - Hafi hlotið nokkra þjálfun í leit að réttarheimildum, úrvinnslu þeirra og túlkun, m.a. með fjölmörgum raunhæfum verkefnum og æfingum í minni hópum.
Námsmat
Skilaverkefni alls 40%, miðannarpróf 20%, lokapróf 40% Nánari upplýsingar verða á vef námskeiðsins í ágústbyrjun.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Samsett úr fyrirlestratímum og umræðu- eða verkefnatímum um sama efni.
TungumálÍslenska
Úrlausn lögfræðilegra álitaefna SkyldaL-106-ÚRÁL6 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagNámskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Námskeiðið sem er framhald af aðferðafræði I , fjármunarétti I og stjórnskipunarrétti skiptist í tvo jafna hluta sem gilda 50% hvor um sig. Í fyrri hlutanum verður viðfangsefnið lögfræðileg textagerð. Seinni hluti námskeiðsins snýr hins vegar að úrlausnum lögfræðilegra álitaefna á sviðum framangreindra námskeiða. Í kennslustundum, sem geta verið mismargar á hverjum virkum degi, verður eftir atvikum farið í efnisatriði tengd þeim viðfangsefnum sem til úrlausnar eru hverju sinni.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa til að bera eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni: -Þekking: - Hafa dýpkað þekkingu sína á efni námskeiðsins - Skilji mikilvægi vandaðs texta og aðferðafræði við úrlausn fjölbreyttra lögfræðilegra viðfangsefna þar með talið raunhæfra verkefna á tilteknum sviðum lögfræðinnar. -Leikni: - Hafa hlotið nokkra þjálfun í lögfræðilegri textagerð og að leysa með rökstuddum hætti úr lögfræðilegum álitaefnum - Hafa reynslu af beitingu aðferðafræði við úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna. -Hæfni: Geta aflað sér upplýsinga, metið gildi þeirra og leyst sjálfstætt úr fjölbreyttum viðfangsefnum á sviðum aðferðafræði, stjórnskipunar- og fjármunaréttar á grundvelli vandaðrar textagerðar og lögfræðilegrar aðferðafræði.
Námsmat
Í fyrri hluta námskeiðsins verður farið yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við uppsetningu texta lögfræðilegs eðlis og unnið verkefni á því sviði. Verkefnið er í formi örritgerðar sem unnið verður út frá afmörkuðum fræðilegum heimildum. Örritgerðinni skal skilað tvisvar og markmiðið er að nemendur betrumbæti hana eftir athugasemdum í fyrri yfirferð kennara og skili henni svo aftur. Einkunn fyrir fyrra eintakið gildir 20% af heildareinkunn námskeiðs — en 30% fyrir lokaeintakið. Í seinni hluta námskeiðsins verða lögð fyrir þrjú lögfræðileg álitaefni og ber nemendum að lágmarki að skila tveimur þeirra. Besta eða betri úrlausn hvers nemanda gildir til einkunnar. Einungis er gert ráð fyrir einstaklingsbundnum skilum.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennsla fer fyrst og fremst fram í formi leiðbeininga og umræða í tengslum við úrlausn lögfræðilegra álitaefna. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemenda í kennslustundum.
TungumálÍslenska
Fjármunaréttur I - Samningaréttur og inngangur að almennum hluta kröfuréttar SkyldaL-115-FJM18 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
A. Fræðigreinin fjármunaréttur og hugtakið krafa. Almenn umfjöllun um fræðigreinina fjármunarétt og umfjöllun um hugtakið krafa en fjármunaréttur byggir á því að stofnast hafi krafa sem nýtur lögverndar í skilningi kröfuréttar. B. Stofnun kröfu. Umfjöllun um helstu stofnunarhætti krafna: 1. Kröfur á grundvelli samnings. Umfjöllun um samninga og ýmsar aðrar tegundir löggerninga, þar með talið hvernig samningar geta stofnast samkvæmt lögum nr. 7/1936. Farið verður yfir reglur um loforð, ákvaðir og stofnun samninga. Einnig fellur undir þetta umfjöllun um þriðjamannslöggerninga og reglur um umboð og umsýslu þar sem þær snerta sama viðfangsefni. Auk þess verður fjallað um túlkun samninga og fyllingu. Undir þeirri umfjöllun verður meðal annars farið yfir reglur um túlkun staðlaðra samningsskilmála og áhrif ýmissar löggjafar á sviði neytendaverndar á túlkunarreglur. Sérstaklega verður rætt um túlkun gjafaloforða þar sem reglur um túlkun þeirra eru að sumu leyti frábrugðnar almennum reglum. Auk þess verður fjallað um takmörk meginreglu samningaréttar um samningsfrelsi. 2. Auðgunarkröfur og ýmsir aðrir stofnunarhættir krafna. C. Slit kröfuréttarsambands eða ógilding. Farið verður yfir ógildingarreglur samningalaga nr. 7/1936, reglur um brostnar forsendur og gerður samanburður við aðrar leiðir sem geta leitt til slita á kröfuréttarsambandi eins og riftun (sem verður farið nánar yfir í Fjármunarétti II), afpöntun, höfnun greiðslu o.fl. D. Efni kröfuréttinda Rætt um hugtakið greiðsla í kröfuréttarsambandi og mismunandi réttindi og skyldur aðila. Umfjöllun um muninn á aðal- og aukaskyldum með sérstakri áherslu á tillits- og trúnaðarskyldur. E. Aðilar kröfuréttarsambands. Rætt um innbyrðis stöðu fleiri skuldara og kröfuhafa að einu og sama kröfuréttarsambandinu og kröfuábyrgð. Viðfangsefnið er yfirgripsmikið. Mun því verða leitast við að setja námsefnið fram í raunhæfum búningi, með tilvísun til dómaframkvæmdar og raunhæfra álitaefna svo nemendur skilji betur þær grundvallarreglur sem verið er að fjalla um hverju sinni. Gerð verður krafa til þess að nemendur séu búnir að undirbúa sig vel fyrir tíma og séu reiðubúnir til að tjá sig munnlega um dóma og efni sem sett er fyrir hverju sinni.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa til að bera eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni: -Þekking: Nemendur búi yfir almennum skilningi á gildandi rétti á framangreindum sviðum fjármunaréttar og tengslum við önnur réttarsvið, þar á meðal aðra hluta fjármunaréttar. Nemendur öðlist slíka þekkingu í gegn um heildaryfirsýn yfir þær réttarreglur sem gilda um þann hluta fjármunaréttar sem námskeiðið fjallar um. Jafnframt hafi nemendur vitneskju um nýjustu þekkingu á réttarsviðinu. -Leikni: Nemendur geti beitt aðferðum, verklagi og fræðilegri þekkingu lögfræðinnar á afmörkuðu sviði fjármunaréttar og tengt við önnur réttarsvið. Nánar tiltekið fá nemendur þjálfun í að greina fjármunaréttarleg álitaefni og leysa úr þeim á grundvelli lögfræðilegrar aðferðarfræði með rökstuddum og gagnrýnum hætti. Þá geti nemendur jafnframt metið áreiðanleika þeirra upplýsinga sem úrlausn álitaefnanna byggir á. -Hæfni: Nemendur geti hagnýtt þekkingu og leikni sína í fjármunarétti í starfi og/eða frekara námi. Nemendur hafi tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og geti tekið sjálfstæðar og faglegar ákvarðanir, bæði einir eða í samvinnu við aðra.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðu- og verkefnatímar.
TungumálÍslenska
Sjálfstætt verkefni ValnámskeiðL-739-SJVE2 Einingar
Ár1. ár
Önn
Stig námsgreinar6. Framhaldsnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Engin skráð lýsing.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálEkkert skráð tungumál.
Skiptinám ValnámskeiðX-699-EXCH30 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Engin skráð lýsing.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska
Vorönn/Spring 2024
Félagaréttur SkyldaL-202-FELA8 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Arnljótur Ástvaldsson
Helga Kristín Auðunsdóttir
Lýsing
Um er að ræða grunnnámskeið í félagarétti. Í upphafi námskeiðs verður fjallað um viðfangsefni og réttarheimildir félagaréttar, eðli samstarfs í formi félaga og þau borin saman við önnur samvinnu- og rekstrarform. Gerð verður grein fyrir helstu félagaformum íslensks réttar, einkennum þeirra og þau borin saman. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á hluta- og einkahlutafélög, en þessi félagaform eru algengust í íslensku viðskiptalífi. Í því sambandi verður farið yfir dæmigerð félagaréttarleg álitaefni sem á getur reynt í rekstri félaga, bæði frá fræðilegu og raunhæfu sjónarhorni. Meðal þess sem fjallað verður um verður: (i) einkenni svokallaðrar takmarkaðrar ábyrgðar hluthafa, þ.m.t. kosti og galla hennar og möguleika dómstóla á að aflétta slíkri ábyrgð („e. lifting the corporate veil“); (ii) stofnun félaga; (iii) hluti og hlutafé félags, þ.m.t. greiðslu hlutafjár, hækkun hlutafjár, eigin hluti, arðgreiðslur og lán og ábyrgðir félags vegna kaupa á hlutum; (iv) stjórnkerfi hlutafélaga, þ.m.t. stöðu stjórnar, framkvæmdastjóra og hluthafa, hverra um sig og innbyrðis; (v) stöðu (vernd) kröfuhafa félaga; (vi) minnihlutavernd; (vii) fjármögnun félaga; (viii) félagasamstæður og álitaefni þeim tengd, þ.m.t. vernd kröfuhafa; (ix) samruna, slit og skiptingu félaga; og (x) réttarúrræði aðila sem telja á sér brotið í tengslum við rekstur félags.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: Kunna skil á helstu félagaformum íslensks réttar og hafa öðlast haldgóða þekkingu á reglum um hluta- og einkahlutafélög. -Hæfni: Við lok námskeiðs vera færir um að nýta þekkingu sína til að fjalla um og leysa úr álitaefnum á sviði félagaréttar, bæði raunhæfum og fræðilegum. -Leikni: Við lok námskeiðs eiga nemendur að geta nýtt sér þekkingu á grunnstoðum félaga og helstu reglur þannig að það styðji við það sem framundan er í náminu sem og viðfangsefni eftir útskrif.
Námsmat
Verkefni (30%), raunhæft verkefni (10%) og skriflegt lokapróf (60%)
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennsla verður í formi fyrirlestra og umræðna í tímum.
TungumálÍslenska
Fjármunaréttur II - Kröfuréttur II SkyldaL-205-FJA28 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
Undanfarar757,
Skipulag4 fyrirlestrar í viku auk umræðutíma
Kennari
Stefán A Svensson
Lýsing
A. Efndir kröfu / vanefndir Í þessum hluta verður fjallað um þá grundvallarreglu kröfuréttar að til þess að krafa teljist réttilega efnd þarf hún að hafa verið innt af hendi (i) á réttum tíma, (ii) á réttum stað og (iii) í réttu ásigkomulagi. Þannig verður fjallað um þær reglur sem gilda um greiðslutíma og greiðslustað. Undir þeirri umfjöllun verður vikið að hugtökunum greiðsludráttur, afhendingardráttur og viðtökudráttur. Farið verður samhliða yfir reglur um gjalddaga, eindaga og lausnardag krafna, reglur um heimild til gjaldfellingar kröfu og meginreglur um vexti og dráttarvexti. Að lokum verður undir þessum hluta fjallað um ásigkomulag greiðslu en undir þeirri umfjöllun verður vikið að reglum um galla, þar með talið reglum um réttarágalla. B. Vanefndaúrræði Í þessum hluta verður vikið að réttaráhrifum vanefnda og skilyrðum fyrir beitingu hinna mismunandi vanefndaúrræða sem aðilum kröfuréttarsambands eru tiltæk. Verður þannig vikið að þeim reglum sem gilda um riftun, efndir in natura, hald á eigin greiðslu, skaðabætur og afslátt og að samningsbundnum vanefndaúrræðum. C. Lok kröfuréttinda Í þessum hluta verður fjallað um þær reglur sem gilda um lok kröfuréttinda. Verður fyrst fjallað um þær reglur sem gilda um greiðslu kröfu en undir þeirri umfjöllun verður vikið að heimild aðila til að greiða kröfu að hluta, reglum um rétt til endurgreiðslu ofgreidds fjár og reglum um geymslugreiðslu. Síðan verður vikið að reglum um fyrningu kröfuréttinda, tómlæti, vanlýsingu og skuldajöfnuð. Leitast verður við að setja námsefnið fram í raunhæfum búningi, með tilvísun til dómaframkvæmdar og raunhæfra álitaefna svo nemendur skilji betur þær grundvallarreglur sem verið er að fjalla um hverju sinni. Gerð verður krafa til þess að nemendur séu búnir að undirbúa sig vel fyrir tíma og séu reiðubúin til að tjá sig munnlega um dóma og efni sem sett er fyrir hverju sinni. D. Aðilaskipti að kröfuréttarsambandi Umfjöllun um aðilaskipti (kröfuhafaskipti og skuldaraskipti) að almennum kröfum. Viðfangsefnið er yfirgripsmikið. Mun því verða leitast við að setja námsefnið fram í raunhæfum búningi, með tilvísun til dómaframkvæmdar og raunhæfra álitaefna svo nemendur skilji betur þær grundvallarreglur sem verið er að fjalla um hverju sinni. Gerð verður krafa til þess að nemendur séu búnir að undirbúa sig vel fyrir tíma og séu reiðubúin til að tjá sig munnlega um dóma og efni sem sett er fyrir hverju sinni en hluti af lokaeinkunn byggir á frammistöðu nemenda í tímum.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að: • Hafa öðlast góðan skilning á því hvað telst vera vanefnd í kröfuréttarsambandi • Kunna skil á hinum mismunandi vanefndaúrræðum sem aðilar geta gripið til vegna vanefnda. • Þekkja reglur um lok kröfuréttinda.
Námsmat
Verkefni (30%), skriflegt miðannarpróf (10%) og skriflegt lokapróf (60%)
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðutímar
TungumálÍslenska
Stjórnsýsluréttur SkyldaL-401-STJR8 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar /umræðutímar í viku
Kennari
Elín Ósk Helgadóttir
Hafsteinn Dan Kristjánsson
Lýsing
Í námskeiðinu verður uppbyggingu stjórnsýslukerfisins og verkefnum stjórnvalda lýst stuttlega. Fjallað verður um réttarheimildir stjórnsýsluréttarins, meginreglur hans og grundvallarhugtök. Sérstaklega verður vikið að hugtakinu stjórnvaldsákvörðun og eins að aðild að stjórnsýslumálum. Farið verður nokkuð nákvæmlega í málsmeðferðar og efnisreglur stjórnsýslulaga. Einnig verður farið í óskráðar efnisreglur stjórnsýsluréttarins, t.a.m. um það hvaða sjónarmið má leggja til grundvallar matskenndri ákvörðun. Þá verður fjallað um eftirlit með störfum stjórnsýslunnar og um endurskoðun ákvarðana. Áhersla er lögð á að tengja námsefnið við álitaefni sem komið hafa upp. Unnið verður með dóma og álit umboðsmanns Alþingis og dóma. Nemendur munu vinna verkefni þegar líða tekur á önnina.
Námsmarkmið
Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að: -Þekking: Þekkja, skilja og geta gert grein fyrir helstu hugtökum, réttarheimildum og reglum stjórnsýsluréttarins og hvernig reynt hefur á þær í framkvæmd. -Leikni: Hafa öðlast færni í beitingu þessara reglna. -Hæfni: - hafa þjálfað hæfni sína til að vinna að lausn verkefna. - geta greint álitaefni í dæmum og atvikalýsingum og leyst úr þeim með rökstuddum hætti á grundvelli stjórnsýslulaga og eftir atvikum meginreglna stjórnsýsluréttar með tilvísun til dómaframkvæmdar og/eða álita umboðsmanns Alþingis.
Námsmat
Tilkynnt síðar.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna.
TungumálÍslenska
Aðferðafræði ValnámskeiðL-700-ADFE0 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar4. Framhaldsnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt síðdegis og á laugardögum frá miðjum ágúst til október. Samtals 32 kennslustundir.
Kennari
Andri Árnason
Lýsing
Fjallað verður ítarlega um réttarheimildir og beitingu þeirra við úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna svo og um lögskýringar. Veruleg áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á eðli og þýðingu einstakra réttarheimilda, samspili þeirra og vægi, þ.m.t. þegar leitast er við að komast að lögfræðilegum niðurstöðum í einstökum álitamálum. Að sama skapi er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á viðurkenndum aðferðum við skýringu settra laga. Í kennslu verður stuðst við dóma og raunhæf verkefni til skýringar á einstökum atriðum og áhersla lögð á að þjálfa með nemendum sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð. A-hluta námskeiðsins er ætlað að leggja grunn að frekara námi og rannsóknum á sviði lögfræði. Nemendum stendur til boða að sitja B-hluta aðferðafræðinámskeiðsins sem grunnnemendum ber að sitja á fyrsta námsári. Tímasetning verður auglýst síðar. Lýsing á B-hluta: Fjallað verður um íslenskar lögfræðiupplýsingar með mikilli áherslu á rarænan aðgang að þeim og áhersla lögð á Lagasafnið, þingskjöl og umræður Alþingistíðinda, Stjórnartíðindi og Hæstaréttardóma. Einnig verður fjallað um aðra íslenska lykilupplýsingavefi í lögfræði. Kennt verður hvernig leitað er að lagagögnum í og prentuðum útgáfum Alþingis- og Stjórnartíðinda og Hæstaréttardómum. Fjallað verður um rafræna útgáfu danskra laga- og dómasafnsins Karnov og Ugeskrift for retsvæsen, og nemendum kennt að leita í þeim. Nemendur kynnast vefbókasafni HR og læra að leita að bókum og greinum um lögfræðileg efni í bókasafnskerfinu Gegni. Einnig verða nemendur þjálfaðir í lögfræðilegri röksemdafærslu og skrifum. Að lokum verður farið í grundvallaratriði þess að setja saman ritgerð og vinna með heimildir í lögfræði. B-hluta námskeiðsins er ætlað að leggja hagnýtan grunn að náminu.
Námsmarkmið
Að nemendur þekki megineinkenni íslenska réttarkerfisins • þekki einstakar réttarheimildir, vægi þeirra og samspil, þ.m.t. við úrlausn raunhæfra viðfangsefna • þekki markmið lögskýringa og gögn, aðferðir og sjónarmið sem horft er til við skýringu laga.
Námsmat
Lokapróf 100% munnlegt. Lágmarkseinkunn er 6.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, verkefna- og umræðutímar.
TungumálÍslenska
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja SkyldaX-204-STOF6 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFyrirlestrar og hópastarf í 3 vikur í lok annar.
Kennari
Atli Björgvinsson
Ásgeir Jónsson
Eva Rún Michelsen
Freyr Friðfinnsson
Sunna Halla Einarsdóttir
Svava Björk Ólafsdóttir
Lýsing
Námskeiðið miðar að þróun viðskiptahugmyndar yfir í viðskiptatækifæri og gerð fullbúinnar viðskiptaáætlunar fyrir nýtt fyrirtæki og skiptist í fjóra meginþætti: (i) Viðskiptatækifæri og uppsprettur þeirra – viðskiptahugmyndin. (ii) Undirbúningur viðskiptaáætlunar – veruleikaprófið. (iii) Gerð viðskiptaáætlana. (iv) Kynning viðskiptahugmyndar fyrir fjárfestum.
Námsmarkmið
Með hæfniviðmiðum er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan Nýsköpunar og stofnun fyrirtækja og nemendum er ætlað að tileinka sér á önninni. Þekking: · Nemendur geti gert grein fyrir grunnhugtökum í frumkvöðlafræðum og þekki hugtök á borð við viðskiptamódel, viðskiptaáætlun, styrki, örfjárfestingar, viðskiptaenglar, framtaksfjárfestingar, frumkvöðlasetur · Nemendur hafi skilning á vaxtaferli fyrirtækja · Nemendur hafi skilning á nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi og hvaða grunnþjónusta standi til boða á mismunandi stigum eftir þörfum fyrirtækja fram að framtaksfjárfestingu · Nemendur þekki grunnþjónustuveitur á vefnum sem aðstoði frumkvöðla við framgang sinna viðskiptahugmynda Leikni: · Nemendur geti haldið blaðlausar kynningar um viðskiptahugmynd · Nemendur geti haldið fjárfestingakynningu um viðskiptahugmynd · Nemendur geti teiknað dæmi um vaxtaferil fyrirtækja · Nemendur skilji umfjöllun fjölmiðla um nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfið · Nemendur geti talað við mögulega viðskiptavini viðskiptahugmyndar og fengið upplýsingar um þarfir þeirra og hvort viðskiptahugmyndin samræmist þeim þörfum eða hvort gera þurfi breytingar Hæfni: · Nemendur geti metið áhrif stjórnvaldsaðgerða á stuðningsumhverfi nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins · Nemendur átti sig á hvaða gögn gefi upplýsingar um þróun nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins · Nemendur geti túlkað umfjöllun fjölmiðla um sprotafyrirtæki · Nemendur viti hvaða lykilskjöl eru nauðsynleg til að stofna fyrirtæki á Íslandi og lykilatriði sem beri að huga að í þeim efnum.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og hópavinna.
TungumálÍslenska
Haustönn/Fall 2024
Einkamálaréttarfar SkyldaL-302-EMRF8 Einingar
Ár2. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Fjallað verður um meginreglur einkamálaréttarfars, svo sem reglurnar um jafnræði málsaðila, munnlega málsmeðferð, opinbera málsmeðferð, milliliðalausa málsmeðferð, um forræði málsaðila á sakarefni máls og útilokunarregluna. Þá verður fjallað um uppbyggingu dómstólakerfisins á Íslandi, um héraðsdómara og almennt og sérstakt hæfi dómara. Þá verður fjallað um þær reglur sem gilda um rekstur einkamála frá útgáfu stefnu til uppkvaðningar dóms. Sérstaklega verður fjallað um stefnur og stefnubirtingu, varnarþing, aðild, fyrirsvar, hlutverk lögmanna, sakarefni, kröfugerð, sönnunarfærslu, þingfestingu mála, aðalmeðferð, samningu dóma og réttaráhrif þeirra. Loks verður vikið að málsskoti til Hæstaréttar. Lögð verður rík áhersla á að skoða réttarframkvæmd á sviði einkamálaréttarfs og fjöldi dóma tekinn til skoðunar.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að búa yfir staðgóðri þekkingu á dómstólakerfinu og hlutverki þess og kunna góð skil á meginreglum einkamálaréttarfars. Þá eiga nemendur að kunna góð skil á þeim reglum sem gilda um störf dómara, undirbúning málshöfðunar, form og efni stefnu og greinargerðar, svo sem um aðild, kröfugerð og sakarefnið. Loks eiga nemendur að hafa mikla þekkingu á meðferð einkamáls fyrir dómstólum frá þingfestingu til dómsuppsögu og kunna góð skil á hlutverki lögmanna, réttindum þeirra og skyldum. -Leikni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa umtalsverða leikni í að beita ákvæðum dómstólalaga og réttarfarsákvæðum við úrlausn raunverulegra álitaefna á sviði einkamálaréttarfars. -Hæfni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að búa yfir hæfni til að nýta þekkingu í einkamálaréttarfari til að móta aðild og kröfugerð í algengum tegundum einkamála og hæfni til að túlka réttarfarreglur og beita þeim við gerð málflutningsskjala og við úrlausn annarra viðfangsefna á sviði einkamálaréttarfars.
Námsmat
Úrlausn raunhæfra verkefna og gerð málflutningsskjala 50%. Skriflegt lokapróf 50%. Lágmarkseinkunn á námskeiðinu er 5,0. Einnig þarf að ná 5,0 á skriflegu lokaprófi.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræðutímar, málþing með þátttöku nemenda, raunhæf verkefni og heimsóknir á dómstóla.
TungumálÍslenska
Fjármunaréttur III - Bótaréttur SkyldaL-305-FJA38 Einingar
Ár2. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 tímar á viku. Fyrirlestrar og umræðu- og verkefnatímar.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Á námskeiðinu verður fyrst og fremst fjallað um íslenskan bótarétt þar með talið skaðabætur utan samninga. Megináherslan verður lögð á bótarétt vegna líkamstjóns en í minna mæli fjallað um bætur vegna og tjóns á munum og almenns fjártjóns. Gerð verður grein fyrir skilyrðum fyrir stofnun bótakröfu, hverjir geti átt rétt til skaðabóta, réttarvernd og hvernig hún fellur niður. Einnig er lýst reglum um mat á umfangi tjóns og ýmsum uppgjörsreglum. Veruleg áhersla er lögð á reglur skaðabótalaga nr. 50/1993. Umfjöllunarefni námskeiðsins verður því ekki aðeins skaðabótaréttur í þrengri merkingu þess orðs heldur íslenskur bótaréttur. Þannig verður stuttlega fjallað um aðrar stoðir bótaréttarins en skaðabótarétt s.s. almannatryggingar, lífeyrissjóði og vátryggingar.
Námsmarkmið
-Þekking: Við lok námskeiðs búi nemandi yfir almennum skilningi og innsæi í helstu kenningar og hugtök skaðabótaréttar og geti tengt þær við aðrar stoðir bótaréttar. Nemandi öðlast slíka þekkingu með því að skilja og þekkja grunnskilyrði bótaréttar varðandi stofnun kröfu og útreikning bóta bæði fyrir muna- og líkamstjón og annað fjártjón. -Leikni: Við lok námskeiðs geti nemandi beitt aðferðum og verklagi lögfræðinnar á sviði skaðabótaréttar og tengt þær við aðrar stoðir bótaréttar. Nemandi öðlast slíka leikni með því að geta greint bótaréttarleg álitaefni og leyst úr þeim með rökstuddum hætti, fá þjálfun í úrlausn raunhæfra verkefna og geta metið áreiðanleika þeirra upplýsinga sem verkefnin byggja á. -Hæfni: Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni sína á afmörkuðum sviðum bótaréttar í starfi og/eða frekara námi. Nemandi öðlast slíka hæfni með því að hafa tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð bæði sjálfur og í hópum við að beita meginreglum bótaréttar í þeim tilgangi að geta stundað lögfræðistörf eða dýpkað þekkingu sína með frekara námi.
Námsmat
Hóp- og/eða einstaklingsverkefni 80%, skriflegt lokapróf 20%.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðu- og verkefnatímar.
TungumálÍslenska
Evrópuréttur SkyldaL-403-EVRO8 Einingar
Ár2. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um uppruna Evrópusambandsins og helstu þróunardrætti. Þá er stofnunum sambandsins auk stofnunum EES-samningsins gerð skil. Ítarlega er fjallað um grundvallarþætti EES-réttarkerfisins; bein og óbein réttaráhrif, forgangsáhrif og bótaábyrgð ríkisins. Þá eru ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin sérstaklega fyrir. Í seinni hluta námskeiðsins verður farið yfir grundvallarþætti innri markaðar ESB og EES, þ.e. frjáls vöruviðskipti, frjálsa þjónustustarfsemi og frjálst flæði fólks. Að lokum er ljósi varpað á stjórnskipuleg álitamál við framkvæmd EES-samningsins.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að búa yfir almennum skilningi og innsæi hvað varðar helstu hugtök og kenningar EES-réttarins og hafa náð góðum tökum á grundvallarþáttum réttarkerfis EES-samningsins. Jafnframt að skilja tengsl Evrópuréttar og íslensks réttar í gegnum EES-samninginn. Þá eiga nemendur að hafa öðlast góðan skilning á fjórfrelsinu.- Leikni: Við lok námskeiðs á nemandi að geta beitt aðferðum og verklagi lögfræðinnar á sviði EES-réttarins og geta tengt við önnur svið eftir atvikum. Nemandi öðlast slíka leikni með að því að leysa úr álitaefnum á sviði EES-réttar með rökstuddum og gagnrýnum hætti, m.a. með raunhæfum verkefnum og verkefnavinnu-Hæfni: Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni sína í EES-rétti í starfi og/eða til frekara náms. Þessa hæfni öðlast nemandinn með því að tileinka sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, auk þess að vinna á virkan hátt í samstarfi við aðra.
Námsmat
Raunhæft verkefni 30%, önnur verkefnavinna 10%, lokapróf 60%
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, málstofur og umræðutímar.
TungumálÍslenska
Fjölskyldu- og erfðaréttur SkyldaL-505-FJER6 Einingar
Ár2. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagNámskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar.
Kennari
Dögg Pálsdóttir
Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Lýsing
: Meginviðfangsefni námskeiðsins eru eftirfarandi þrjú réttarsvið: 1) Hjúskaparréttur. Hjúskaparlög nr. 31/1993. Reglur um stofnun og slit hjúskapar. Réttindi og skyldur hjóna. Fjármál hjóna. Fjárslit vegna andláts eða skilnaðar. Óvígð sambúð. 2) Barnaréttur. Barnalög nr. 76/2003. Reglur um faðerni og móðerni. Forsjá og umgengnisréttur. Framfærsluskylda með börnum. 3) Erfðaréttur. Erfðalög nr. 8/1962. Lögerfðir og bréferfðir. Erfðaskrár. Réttur til setu í óskiptu búi. Skipti dánarbúa.
Námsmarkmið
-Þekking: Að nemendur kunni skil á grundvallarreglum hjúskapar-, barna- og erfðaréttar að námskeiðinu loknu. -Leikni: Að nemendur öðlist leikni í að afla upplýsinga og þekkingar á viðkomandi fræðasviðum og geti sett fram skoðanir sínar og niðurstöður á rökstuddan hátt. -Hæfni: Að nemendur séu færir um að leysa úr raunhæfum úrlausnarefnum á framangreindum sviðum.
Námsmat
Verkefni og próf.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræður og verkefni.
TungumálÍslenska
Vorönn/Spring 2024
Samkeppnisréttur SkyldaL-303-SAKE8 Einingar
Ár2. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Heimir Örn Herbertsson
Lýsing
Á námskeiðinu verður farið yfir helstu ákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005, með síðari breytingum, og helstu reglur samkeppnisréttar Evrópusambandsins, auk þess sem gerð verður grein fyrir stefnumarkandi úrlausnum á þessu sviði, bæði íslenskum og erlendum. Farið verður yfir stjórnsýslu í samkeppnismálum og helstu efnisatriði samkeppnislaga. Meðal annars verður fjallað um bann laganna við samráði og samstilltum aðgerðum keppinauta, samkeppnishamlandi samninga eða samstarf milli fyrirtækja, bann við misnotkun á markaðsráðandi stöðu og reglur um samruna. Þá verður gerð grein fyrir viðurlagaákvæðum samkeppnislaga og einkaréttarlegum úrræðum vegna samkeppnislagabrota.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að búa yfir skilningi á þeim grunnhugmyndum sem liggja að baki samkeppnisreglum og meðferð samkeppnismála á Íslandi. Nemendur eiga að þekkja helstu efnisreglur gildandi samkeppnislaga auk þeirra erlendu reglna sem lögin hafa að fyrirmynd. Jafnframt eiga nemendur að þekkja ýmsar stefnumarkandi úrlausnir innlendra og erlendra samkeppnisyfirvalda og dómstóla á þessu réttarsviði. -Leikni: Nemendur eiga að búa yfir grunnfærni við að skilgreina markaði og meta efnahagslegan styrk fyrirtækja. Þá eiga nemendur að kunna skil á beitingu samkeppnisreglna sem lúta að samráði og samstilltum aðgerðum fyrirtækja, láréttum og lóðréttum samkeppnishömlum og misnotkun markaðsráðandi fyrirtækja á stöðu sinni sem og reglum samkeppnislaga um samrunaeftirlit. Loks eiga nemendur að kunna skil á meginsjónarmiðum varðandi beitingu samkeppnisreglna gagnvart opinberum aðilum (þó ekki reglum um ríkisaðstoð) sem og reglum um málsmeðferð samkeppnismála og viðurlögum við samkeppnislagabrotum. -Hæfni: Nemendur geti hagnýtt þekkingu sína og leikni innan samkeppnisréttar í starfi og/eða frekara námi. Nemendur hafi tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og geti tekið sjálfstæðar og faglegar ákvarðanir, bæði einir og í samvinnu við aðra.
Námsmat
Verkefni 40% og munnlegt lokapróf 60%
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðutímar
TungumálÍslenska
Refsiréttur SkyldaL-402-REFS8 Einingar
Ár2. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Anna Barbara Andradóttir
Hulda María Stefánsdóttir
Lýsing
Hugtakið refsiréttur og staða hans í fræðikerfi lögfræðinnar. Grundvallarhugtök refsiréttar. Almenn hegningarlög og sérrefsilög. Hugtökin afbrot og refsing. Flokkun afbrota. Brotasamsteypa. Tilraun til brota og afturhvarf. Hlutdeild í afbrotum og samverknaður. Refsiheimildir og refsinæmi verknaðar. Skýring refsilaga. Sakhæfi. Saknæmi. Ásetningur og gáleysi. Ólögmæti og hlutrænar refsileysisástæður. Refsingar og refsikennd viðurlög. Varnaðaráhrif refsinga. Refsivist og refsivistarstofnanir. Öryggisgæsla og önnur skyld úrræði. Ákvörðun refsingar. Ítrekun. Lok refsiábyrgðar og brottfall viðurlaga.
Kennsluhættir: Í refsirétti eru fimm kennslustundir á viku. Þær skiptast á milli fyrirlestra kennara sem byggðir eru á ofangreindu námsefni og æfinga sem lagðar eru fyrir nemendur með verkefnum og umræðum í þeim tilgangi að auka og dýpka skilning þeirra á efninu. Dómar verða jafnframt mikið til umfjöllunar í tengslum við námsefnið hverju sinni.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: • Hafa öðlast haldgóða þekkingu og skilning á grunnhugtökum, meginreglum refsiréttar og fengið innsýn í einstakar brotategundir. Eftirfarandi þættir verða kenndir: Hugtakið refsiréttur og staða hans í fræðikerfi lögfræðinnar. Grundvallarhugtök refsiréttar. Almenn hegningarlög og sérrefsilög. Hugtökin afbrot og refsing. Flokkun afbrota. Tilraun til brota og afturhvarf. Hlutdeild í afbrotum og samverknaður. Refsiheimildir og refsinæmi verknaðar. Skýring refsilaga. Sakhæfi. Saknæmi. Ásetningur og gáleysi. Ólögmæti og hlutrænar refsileysisástæður. Refsingar og refsikennd viðurlög. Varnaðaráhrif refsinga. Refsivist og refsivistarstofnanir. Öryggisgæsla og önnur skyld úrræði. Ákvörðun refsingar. Ítrekun. Lok refsiábyrgðar og brottfall viðurlaga. -Leikni: Við útskrift eiga nemendur að: - vera undir það búnir að starfa á þessu sviði lögfræðinnar - vera undirbúnir fyrir frekara nám á sviði refsiréttar - vera færir um að heimfæra refsiverða háttsemi undir viðeigandi refsiákvæði og beita reglum um ákvörðun refsingar. -Hæfni: Að loknu námskeiði eiga nemendur að geta leyst raunhæf verkefni á sviði refsiréttar og unnið sjálfstætt og skipulega við lausn ágreiningsefna tengdum refsirétti.
Námsmat
Verkefni 40% og skriflegt lokapróf 60%.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennslan er í formi fyrirlestra kennara og umræðutíma, þar sem fjallað er um afmörkuð atriði. Í refsirétti eru fimm kennslustundir á viku. Þær skiptast á milli fyrirlestra kennara sem byggðir eru á ofangreindu námsefni og æfinga sem lagðar eru fyrir nemendur með raunhæfum verkefnum og umræðum í þeim tilgangi að auka og dýpka skilning þeirra á efninu. Dómar verða jafnframt mikið til umfjöllunar í tengslum við námsefnið hverju sinni. Leitast er við að taka fyrir viðfangsefni sem eru ofarlega á baugi í fjölmiðlaumfjöllun og fræðilegri umræðu á hverjum tíma og þau sett í samhengi við námsefnið. Sérfræðingar á mismunandi sviðum refsiréttar koma í tíma og lýsa viðfangsefnum sínum og sérkennum þeirra. 
TungumálÍslenska
Fjármunaréttur IV - Eignaréttur SkyldaL-406-FJA48 Einingar
Ár2. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Jóhann Fannar Guðjónsson
Þorsteinn Magnússon
Lýsing
Fræðigreinin eignaréttur er hluti fjármunaréttar, sem nær m.a. einnig yfir kröfurétt, samninga- og kauparétt og skaðabótarétt. Á þessu námskeiði verður einkum fjallað um þær grundvallarreglur eignaréttar sem gilda um réttindi yfir fasteignum og lausafé. Áhersla er lögð á fasteignaréttindi. Á námskeiðinu eru megin hugtök á réttarsviðinu skýrð og farið yfir grundvallarreglur eignaréttar er snerta inntak eignarréttinda, stofnun, yfirfærslu og lok þeirra og vernd að lögum. Þá er fjallað um stjórnskipulega vernd þeirra og vernd eignarréttar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Helstu efnisatriði eru eftirfarandi: •Eignarhugtakið og skilgreining eignarréttar. •Flokkun eignarréttinda. Fjallað er um skiptingu eignarréttinda í bein og óbein eignarréttindi og einstök óbein eignarréttindi skýrð sérstaklega. •Stofnun eignarréttar og eignarheimildir. Fjallað er um ólíka stofnhætti og álitaefni sem rísa í sambandi við yfirfærslu eignarréttar. Einnig er sérstök umfjöllun um álitaefni tengd hefð. •Þinglýsing. Fjallað er um framkvæmd þinglýsingar, skilyrði þinglýsingar og þýðingu. Þá reynir á einstök álitaefni um þýðingu og áhrif þinglýsingar og mistök við þinglýsingar. •Fasteignir. Fjallað er um hugtakið fasteign, flokkun fasteigna og skráningu og reglur um skiptingu og mörk fasteigna og skiptingu lands í eignarlönd og þjóðlendur. Fjallað er um eignarráð fasteignareiganda og í því sambandi lögð áhersla á takmarkanir á eignarráðum fasteignareiganda vegna reglna opinbers réttar á sviði auðlinda-, umhverfis- og skipulagslöggjafar og takmarkanir vegna réttinda annarra fasteignareigenda. Leyst er úr álitaefnum þar sem reynir á reglur nábýlisréttar og svo lögfestar reglur, s.s. á sviði skipulagslöggjafar og fjöleignarhúsalaga. •Fjallað er um ólík eignarform og þá einkum sérstaka sameign. •Stjórnskipuleg vernd eignarréttar og vernd eignarréttar skv. Mannréttindasáttmála Evrópu. •Eignarnám og framkvæmd þess. •Veðréttur. Fjallað er um hugtakið veðréttindi og grunnreglur um stofnun veðréttinda, með aðaláherslu á stofnun samningsveðs og inntak þeirra réttarreglna sem um það gilda. Einnig er farið yfir afmörkun samningsveðs, sérreglur um ákveðnar tegundir veðs og lok samningsveðs.
Námsmarkmið
Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa öðlast næga þekkingu til að geta: - lýst viðfangsefnum eignaréttar og útskýrt samband eignaréttar og annarra sviða fjármunaréttar. - Skilgreint og útskýrt helstu hugtök réttarsviðsins. - Gert grein fyrir og útskýrt inntak helstu reglna réttarsviðsins með tilvísun til viðeigandi réttarheimilda og lögskýringargagna. - Gert grein fyrir og borið saman helstu kenningar fræðamanna er snerta það efni sem farið er yfir. -Leikni: Þá skulu nemendur hafa öðlast hæfni til að geta: - Afmarkað álitaefni af eignarréttarlegum toga og tengjast helstu efnisatriðum námskeiðsins. - Greint slík álitaefni og útskýrt helstu lagarök sem koma til greina við úrlausn þess. - Rökstutt munnlega og skriflega úrlausn þeirra á grundvelli viðeigandi lögskýringarsjónarmiða og með vísan til viðeigandi réttarheimilda og lögskýringargagna. -Hæfni: - Nemendur geti hagnýtt sér þekkingu sína og leikni innan eignaréttar í starfi og/eða frekara námi. - Nemendur hafi tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og geti tekið sjálfstæðar og faglegar ákvarðanir, bæði einir og í samvinnu við aðra. Námsmat: verkefni 40% og lokapróf 60% Lesefni: Kaflar úr eignarétti I. Þorgeir Örlygsson, 1998. Veðréttur. Þorgeir Örlygsson, Codex 2002. Þinglýsingarlög: skýringarrit. Eyvindur G. Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson, Codex 2011. Valdir kaflar úr öðrum fræðiritum og tímaritsgreinar. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og verkefna- og umræðutímar. Nemendum er eftir atvikum skipað í les- og vinnuhópa og er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Tungumál: Íslenska L-407 Fjármunaréttur V - Raunhæft málflutningsverkefni 6 ECTS Ár: 2. ár Önn: Vorönn 2019 Stig námsgreinar: Grunnnám Tegund námskeiðs: Skylda Undanfarar: L-105-FJA1, Fjármunaréttur I - Samninga-, skaðabóta-, og kröfuréttur I L-205-FJA2, Fjármunaréttur II - Kröfuréttur II L-305-FJA3, Fjármunaréttur III - Bótaréttur L-406-FJA4, Fjármunaréttur IV - Eignaréttur Skipulag: Námskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar Kennari: Heimir Örn Herbertsson og Kristín Haraldsdóttir Lýsing: Í upphafi námskeiðsins er lögð fram atvikalýsing um lögfræðilegt ágreiningsefni á sviði fjármunaréttar. Nemendum er skipt í málflutningshópa sem ýmist er ætlað að undirbúa og flytja einkamál um ágreininginn fyrir stefnendur eða stefndu. Nemendur semja ýmist stefnu eða greinargerð, þingfesta málið og fylgja því eftir fram að aðalmeðferð. Nemendur undirbúa málflutning og flytja málið munnlega. Nemendur í einum málflutningshópi eru síðan dómarar í öðrum hópi og semja og kveða upp dóm í því máli. Samhliða skjalagerð og undirbúningi málflutnings sækja nemendur fyrirlestra um einkamálaréttarfar, samningsgerð, um gerð stefnu og greinargerðar, undirbúning málflutnings, málflutninginn sjálfan og um dómasamningu. Þá fá nemendur sérstaka þjálfun í að tjá sig munnlega um lögfræðileg efni. Lærdómsviðmið: -Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa þekkingu á undirstöðuatriðum, ræðumennsku og málflutningi, sem og stjórn þinghalda. -Leikni: Nemendur hafa öðlast leikni í gerð málflutningsskjala og þjálfast í rekstri dómsmáls, undirbúningi málflutnings og í munnlegum flutningi einkamáls. Við lok námskeiðs hafi nemendur einnig öðlast innsýn í samningu dóms. -Hæfni: Síðast en ekki síst öðlist nemendur hæfni til að hagnýta ofangreinda þekkingu sína í starfi og / eða frekara námi. Hæfni á þessu sviði öðlast nemendur með því að ástunda sjálfstæð vinnubrögð í námskeiðinu, en jafnframt með óeigingjörnu framlagi til þeirrar hópavinnu sem fram fer.
Námsmat
verkefni 40% og lokapróf 60%
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og verkefna- og umræðutímar. Nemendum er skipað í les- og vinnuhópa og er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda.
TungumálÍslenska
Fjármunaréttur V - Raunhæft málflutningsverkefni SkyldaL-407-FJA56 Einingar
Ár2. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagNámskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar
Kennari
Heimir Örn Herbertsson
Lýsing
Í upphafi námskeiðsins er lögð fram atvikalýsing um lögfræðilegt ágreiningsefni á sviði fjármunaréttar. Nemendum er skipt í málflutningshópa sem ýmist er ætlað að undirbúa og flytja einkamál um ágreininginn fyrir stefnendur eða stefndu. Nemendur semja ýmist stefnu eða greinargerð og eftir atvikum önnur skjöl í tengslum við málarekstur, þingfesta málið og fylgja því eftir fram að aðalmeðferð. Nemendur undirbúa málflutning og flytja málið munnlega. Nemendur í einum málflutningshópi eru síðan dómarar í öðrum hópi og semja og kveða upp dóm í því máli. Samhliða skjalagerð og undirbúningi málflutnings sækja nemendur upprifjunarfyrirlestra um einkamálaréttarfar, samningsgerð, um gerð stefnu og greinargerðar, undirbúning málflutnings, málflutninginn sjálfan og um dómasamningu. Þá fá nemendur tilsögn í að tjá sig munnlega um lögfræðileg efni.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa þekkingu á undirstöðuatriðum skjalagerðar í tengslum við rekstur einkamáls, ræðumennsku og málflutningi, sem og stjórn þinghalda.-Leikni: Nemendur hafa öðlast leikni í gerð málflutningsskjala og þjálfast í rekstri dómsmáls, undirbúningi málflutnings og í munnlegum flutningi einkamáls. Við lok námskeiðs hafi nemendur einnig öðlast innsýn í samningu dóms. -Hæfni: Síðast en ekki síst öðlist nemendur hæfni til að hagnýta ofangreinda þekkingu sína í starfi og / eða frekara námi. Hæfni á þessu sviði öðlast nemendur með því að ástunda sjálfstæð vinnubrögð í námskeiðinu, en jafnframt með óeigingjörnu framlagi til þeirrar hópavinnu sem fram fer.
Námsmat
Frammistaða í skjalagerð (75%) og málflutningi (25%).  Námsmat vegna skjalagerðar er brotið frekar niður eftir þeim meginskjölum sem nemendur eru látnir vinna.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, verkefnavinna í hópum, málflutningsþjálfun og æfingar.
TungumálÍslenska
Haustönn/Fall 2024
Hugverkaréttur SkyldaL-304-HOFU6 Einingar
Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagNámskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Fyrst verður farið yfir grunnhugmyndir hugverkaréttinda og hvernig uppbyggingu réttarreglna á þessu sviði lögfræðinnar er háttað. Því næst verður farið yfir einstakar greinar hugverkaréttinda og helstu reglur og hugtök á hverju sviði fyrir sig. Farið verður yfir höfundarrétt að bókmenntaverkum eða listverkum, sbr. lög nr. 73/1972 með síðari breytingum, þá verður fjallað um einkaleyfi á uppfinningum, sbr. lög nr. 17/1991 með síðari breytingum og að lokum vörumerkjarétt, sbr. lög nr. 45/1997 með síðari breytingum, og annan auðkennarétt. Fjallað verður um þær reglur sem gilda um stofnun, gildistíma, vernd og meðferð þessara eignarréttinda. Einnig verður fjallað um alþjóðasamvinnu á þessum sviðum eftir því sem við á.
Námsmarkmið
Í lok námskeiðs eiga nemendur að: geta verið færir um að beita þeim reglum sem gilda hér á landi á sviði einkaleyfaréttar, vörumerkjaréttar og höfundaréttar í tengslum við raunhæf verkefni á viðkomandi sviði. Þá eiga nemendur að hafa grunnskilning á markmiði þessa réttarsviðs og þýðingu þess fyrir atvinnulífið.
Námsmat
Námskeiðið byggist upp á verkefnum annars vegar og styttri prófum hins vegar sem verða lögð fyrir jafnt og þétt. Kennarar áskilja sér rétt til að útfæra nánar hvernig námsmatinu verður skipt upp en hver þáttur námsmats mun að hámarki gilda 40%. Nánari útfærsla mun liggja fyrir við upphaf kennslu.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefni.
TungumálÍslenska
Verðbréfamarkaðsréttur SkyldaL-501-VERB8 Einingar
Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Verðbréfamarkaðsréttur (e. capital market law), sem hefur einnig verið nefndur viðskipti með fjármálagerninga, fjallar með heildstæðum hætti um þær reglur sem gilda um viðskipti með fjármálagerninga á verðbréfamörkuðum. Réttarsviðið hefur tekið miklum breytingum á síðastliðnum árum, en stærsti hluti þessara breytinga er tilkominn vegna innleiðinga Íslands á regluverki frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þróunin hefur gert það að verkum að nauðsynlegt er að þekkja ekki einungis innlendu reglurnar heldur einnig Evrópulöggjöfina sem liggur til grundvallar og hugmyndafræðinni að baki reglunum. Í því felst einnig að öðlast þekkingu og hæfni í að leita að réttarheimildum í gagnagrunnum á Íslandi og hjá Evrópusambandinu og EFTA.Meginumfjöllunarefni námskeiðsins er eftirfarandi:
  • Grunnþættir verðbréfamarkaðsréttar: Hvað er verðbréfamarkaðsréttur? Réttarheimildir
  • Viðskipti með fjármálagerninga: Hugtakið fjármálagerningur. Viðskiptavettvangar. Skráning á markað og almenn útboð. Framkvæmd viðskipta á markaði. Gagnsæi á markaði. Viðskiptavakt
  • Eftirlit með verðbréfamörkuðum: Íslenskt og evrópskt fjármálaeftirlit
  • Heimild til verðbréfaviðskipta
  • Fjárfestavernd: Fjárfestavernd og viðskiptahættir fjármálafyrirtækja
  • Upplýsingaskylda: Reglubundin upplýsingaskylda, upplýsingaskylda vegna innherjaupplýsinga og flöggun
  • Markaðssvik: Innherjasvik og markaðsmisnotkun
  • Yfirtaka
  • Viðurlög við brotum á verðbréfamarkaði: Stjórnvaldssektir. Sektir og fangelsi
Námsmarkmið
-Þekking: Við lok námskeiðsins búi nemandi yfir almennum skilningi og þekkingu á helstu réttarreglum og fræðilegum viðfangsefnum verðbréfamarkaðsréttar. Nemandi á að þekkja merkingu hugtakanna fjármálagerningur og verðbréf og hvernig þessi hugtök eru notuð í íslenskum lögum. Nemandi á að skilja hvernig verðbréfamarkaður virkar og hvaða hlutverk viðskipti með fjármálagerninga hafa á þeim markaði. Nemandi á að þekkja helstu stofnanir og aðila á verðbréfamarkaði og skilja hlutverk þeirra. Nemandi á jafnframt að þekkja þær reglur sem gilda um viðskipti með fjármálagerninga á verðbréfamarkaði og tengsl þeirra við aðra löggjöf.-Leikni: Við lok námskeiðsins geti nemandi beitt aðferðum og verklagi lögfræðinnar á sviði verðbréfamarkaðsréttar, tileinkað sér viðeigandi vinnubrögð og geti skilið og tekist á við viðfangsefni á því sviði. Nemandi á að vera fær um að leysa úr raunhæfum álitaefnum sem reynir á í tengslum við verðbréfaviðskipti og samskipti fjárfesta við fjármálafyrirtæki og eftirlitsaðila.-Hæfni: Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni sína í verðbréfamarkaðsrétti í starfi og/eða frekara námi. Nemandi hafi hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan réttarsviðsins. Nemandi geti unnið sjálfstætt og skipulega, sett sér markmið, tekið virkan þátt í samstarfi og túlkað og kynnt fræðileg atriði og rannsóknarniðurstöður á þessu sviði.
Námsmat
Verkefni (40%) og lokapróf (60%).
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræður og raunhæf verkefni.
TungumálÍslenska
Skattaréttur SkyldaL-502-SKAT8 Einingar
Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um hugtakið skattur, skilsmun á sköttum og þjónustugjöldum, réttarheimildir í skattarétti, skatta og stjórnarskrá, lögskýringar í skattarétti, hugtökin skattafyrirhyggju og skattasniðgöngu, skattastjórnsýsluna, málsmeðferðarreglur í skattarétti, skattskylda aðila, skattlagningu mismunandi félagsforma, einstaklinga í atvinnurekstri, breytingu á rekstrarformum, hugtökin atvinnurekstur og gerviverktöku, skattlagningu einstaklinga, skattlagningu lögaðila, atvinnurekstrartekjur, frádrátt frá atvinnurekstrartekjum, fyrningu og niðurfærslu eigna, samsköttun, samruna og skiptingu félaga, skattlagningu söluhagnaðar, fjármagnstekjuskatt, virðisaukaskatt. Einnig verður fjallað um takmarkaða og ótakmarkaða skattskyldu, og alþjóðlegur skattaréttur verður kynntur fyrir nemendum.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: Hafa öðlast dýpri þekkingu á gildissviði skattalaga, reglugerða og lögskýringargagna og fengið þjálfun í að beita skattalögum hvort sem er útfrá sjónarhorni lögmennsku, á sviði stjórnsýslunnar, við skattaráðgjöf eða í tengslum við aðra hagsmunagæslu. -Leikni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: - geta gert sér grein fyrir sérstakri stöðu skattareglna gagnvart stjórnarskrá lýðveldisins Íslands - geta gert sér grein fyrir hinum mikilvægu málsmeðferðarreglum skattalaga og hlutverki hvers stjórnvalds innan skattastjórnsýslunnar - geta beitt skattalögum og reglum við úrlausn raunhæfra verkefna vegna skattlagningar einstaklinga og lögaðila - geti greint álitaefni um einstök viðfangsefni námskeiðsins, rætt um þau af skilningi og tekið rökstudda afstöðu. -Hæfni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: Vera færir um að nota námsefni sem grundvöll sjálfstæðrar umfjöllunar um efni sem vekur sérstaka athygli þeirra eða áhuga.
Námsmat
Verkefni 40% og lokapróf 60% .
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar
TungumálÍslenska
Þjóðaréttur SkyldaL-503-THJR8 Einingar
Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í námskeiðinu er fjallað um grunnatriði þjóðaréttar, m.a. réttarheimildir, tengsl þjóðaréttar og landsréttar, þjóðréttaraðila, gerð og túlkun þjóðréttarsamninga, beitingu vopnavalds og ábyrgð ríkja. Þá er fjallað um úrlausn deilumála og lögsögu alþjóðadómstóla. Í seinni hluta námskeiðsins verður farið yfir grunnreglur valinna sérsviða innan þjóðaréttar t.d. beitingu vopnavalds, hafréttar og alþjóðaviðskipta.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa öðlast tiltekna þekkingu, hæfni og leikni: -Þekking: Eftir að hafa setið námskeiðið eiga nemendur að hafa öðlast þekkingu á grunnreglum þjóðaréttar, s.s. réttarheimildum hans og túlkunarsjónarmið. Þeir eiga að þekkja mismunandi eðli þjóðaréttar og landsréttar og vita hver tengsl þessara réttarsviða eru. Auk þess eiga þeir að hafa þekkingu á reglum um úrlausn deilumála í þjóðarétti, einkum og sér í lagi um alþjóðlega dómstóla og lögsögu þeirra. Auk þess eiga nemendur að þekkja grunnreglur og sjónarmið valinna sérsviða þjóðaréttar. -Hæfni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að geta beitt þjóðarétti á alþjóðleg málefni. Þetta felur m.a. í sér að nemendur geti fundið, túlkað og beitt frumréttarheimildum þjóðaréttar. Þar að auki eiga nemendur að geta beitt reglum þjóðaréttar þegar þeir vinna að verkefnum með alþjóðlegri vídd. -Leikni: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa þekkingu og hæfni til að beita þjóðarétti og getu til að nema hann frekar. Þetta felur í sér að nemendur hafi (1) þróað leikni og sjálfstæði til frekara náms í þjóðarétti; (2) getu til að vinna sjálfstætt og skipulega að verkefnum á sviði þjóðaréttar; og (3) getu til að túlka, skýra og kynna þjóðréttarleg álitaefni.
Námsmat
30% hópverkefni, 30% ritgerð og 40% lokapróf.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræður, hópavinna og þjóðréttarlottóið.
TungumálÍslenska
Vorönn/Spring 2024
Sakamálaréttarfar SkyldaL-605-SARE7,5 Einingar
Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFjórir fyrirlestrar í viku
Kennari
Halldóra Þorsteinsdóttir
Sindri M Stephensen
Lýsing
Fjallað verður um skipan ákæruvalds og meðferð þess, meginreglur sakamálaréttarfars, rannsókn sakamála og skilyrði þvingunarráðstafana. Þá verður fjallað um útgáfu ákæru, störf sækjenda og réttarstöðu sakbornings og verjanda sem og brotaþola og réttargæslumanns. Jafnframt verður farið yfir málsmeðferð fyrir dómi,sönnunargögn, sönnunarmat og samningu dóms. Þá verður fjallað um málskot til Hæstaréttar. Einnig verður fjallað um tengsl sakamálaréttarfars og mannréttindaverndar. Lögð verður rík áhersla á að skoða réttarframkvæmd á sviði sakamálaréttafars og fjöldi dóma tekinn til skoðunar.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa öðlast trausta þekkingu á meginreglum sakamálaréttarfars og þeim reglum öðrum sem gilda við rannsókn sakamála, þ. á m. þvingunarráðstöfunum í þágu meðferðar sakamáls, meðferð ákæruvalds og meðferð sakamála fyrir dómi. Jafnframt eiga nemendur að hafa öðlast staðgóða þekkingu á réttarstöðu sakborninga og brotaþola og hlutverki og verkefnum lögreglu, ákæruvalds, dómara, verjenda og réttargæslumanna við meðferð sakamála frá upphafi rannsóknar til dómsuppsögu. -Leikni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að hafa umtalsverða leikni í að beita réttarfarsákvæðum við úrlausn raunverulegra álitaefna á sviði sakamálaréttarfars. -Hæfni: Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að búa yfir hæfni til að nýta þekkingu í sakamálaréttarfari til að rita ákæru í algengri tegund sakamála og til að túlka og beita reglum sakamálaréttarfars við úrlausn annarra viðfangsefna á umræddu sviði.
Námsmat
Ritgerð 20%, raunhæft hópverkefni 30% og skriflegt lokapróf 50%. Lágmarkseinkunn á námskeiðinu er 5,0. Einnig þarf að ná 5,0 á skriflegu lokaprófi.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, raunhæf verkefni og umræður um dóma og önnur afmörkuð viðfangsefni svo og heimsóknir til lögreglu og dómstóla.
TungumálÍslenska
Aðferðafræði II: Lagakenningar SkyldaL-609-ALRE7,5 Einingar
Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag4 tímar í viku, fyrirlestrar, verkefna- og umræðutímar
Kennari
Hafsteinn Dan Kristjánsson
Lýsing
  Lýsing: Í námskeiðinu er fjallað um heimsspekilegan grunn lögfræðilegrar aðferðarfræði. Gerð er grein fyrir hugmyndasögu réttarheimspekinnar auk þess sem tæpt er á helstu straumum og stefnum í nútímanum. Fjallað er um siðfræði og tengsl hennar við lögfræðilega aðferðafræði. Þá verða raktir helstu þróunardrættir réttarsögu Íslands frá landnámi til vorra daga og vikið að meginþáttum Rómarréttar.    
Námsmarkmið
Lærdómsviðmið: -Þekking: Stúdentar eiga að þekkja helstu stefnur og strauma í réttarheimspeki, grundvallarkenningar siðfræðinnar og hvernig þær tengjast og hafa áhrif á lagalega aðferðafræði. Stúdentar eiga aukinheldur að hafa öðlast þekkingu á grundvallarþáttum réttarsögunnar. -Leikni: Að loknu námskeiðinu eiga stúdentar að geta sett fram einfaldar rannsóknarspurningar og gert áætlun um hvernig hægt sé að svara slíkum spurningum með vísan til tiltekinnar vísindalegrar aðferðafræði. Þá hafi stúdentar öðlast færni í að setja lögfræðileg álitamál í réttarsögulegt samhengi. -Hæfni: Að námskeiðinu loknu eiga stúdentar að hafa skilning á því hvernig lögin í hagnýtum skilningi og lögfræðin sem fræðigrein tengjast grunnhugmyndum á sviði félags- og hugvísinda. Skilningur á þessum tengingum leiðir í ljós að lögin eru ekki einungis stafur á bók heldur hluti aldagamallar vísindahefðar um réttlátt skipulag þjóðfélags. Stúdentar hafi aukinheldur öðlast skilning á helstu þróunardráttum í réttarsögu; hvert lög og réttarhugmynd samtímans rekja rætur sínar.  
Námsmat
Námsmat: Umræðutímar og verkefni 30%, ritgerð 30%, munnlegt lokapróf 40%.  
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, verkefnavinna og umræðutímar.
TungumálÍslenska
BA ritgerð ValnámskeiðL-611-BACR15 Einingar
Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagHaldið verður námskeið um ritun ritgerða í upphafi annar. Skyldumæting er á námskeiðið. Sjá frekari upplýsingar í tímaáætlun BA ritgerða. Einnig ber nemendum að kynna ritgerðarefni sitt í lok annar.
Kennari
Guðmundur Sigurðsson
Kristína Benedikz
Lýsing
Sérstakt BA-verkefni getur komið í stað tveggja valgreina. Verkefnið skal vega 15 ECTS og uppfylla eftirfarandi skilyrði: - fjalla um lögfræðilegt viðfangsefni eða viðfangsefni sem tekur til lögfræðilegra álitaefna auk álitaefna á öðrum fræðasviðum og sem tilefni er til að fjalla um á þeim tíma sem ritgerðin er skrifuð - fela í sér fræðilega notkun frumheimilda og afleiddra heimilda eftir því sem viðfangsefni ritgerðarinnar gefur tilefni til - uppfylla þau markmið sem nemandinn hefur sett sér áður en vinnan hófst og leiðbeinandi hefur fallist á. Markmiðin skulu koma skýrt fram í inngangi ritgerðarinnar - efnistökin skulu vera með þeim hætti að ljóst sé að ekki liggi færri en 375-450 vinnustundir að baki ritgerðinni. • Lengd ritgerðarinnar skal vera á bilinu 12.500-15.000 orð.
Námsmarkmið
Að ritgerðaskrifum loknum er miðað við að nemendur -Þekking: - hafi þekkingu á kenningum og hugtökum lögfræðinnar og nýti þau í ransókninni. - geti dregið saman stöðu þekkingar og færni um afmarkaða spurningu. - geti aflað sér upplýsinga um tiltekið lögfræðilegt efni, metið þær og borið saman. - hafi vald á lögfræðilegu tungutaki. -Leikni: - geti dregið ályktanir af þeim heimildum sem fyrir liggja um ákveðið efni og sett þær í samhengi við stöðu þekkingar og færni á sviðinu. - geti rökstutt niðurstöður sínar. - hafi tileinkað sér víðsýni í nálgun sinni á viðfangsefnið -Hæfni: - geti unnið sjálfstæða rannsókn á afmörkuðu lögfræðilegu viðfangsefni. - geti kynnt niðurstöður slíkrar rannsóknar í skýru mæltu og rituðu máli.
Námsmat
Kynning á ritgerðarefni í byrjun apríl (skyldumæting á kynningu). Ritgerð 100%. Deildarforseti skipar prófdómara og skulu leiðbeinandi og prófdómari sameiginlega leggja mat á ritgerð nemanda. Séu leiðbeinendur fleiri en einn, leggja þeir sameiginlega mat á ritgerðina og er þá ekki þörf á prófdómara. Einkunn skal gefin fyrir ritgerðina með sama hætti og fyrir námskeið við lagadeild.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska