Deild:  


Hjalti Harðarson, sérfræðingur

Deild:Tæknisvið / Verkfræðideild 
Sími:   GSM: 6904870 
Netfang:hjaltiharu.is 
hjaltihaflygildi.com 
Vefur:http://www.ru.is/starfsfolk/hjaltiha
flygildi.com
velfugl.com

Menntun

1980: MEng, rafmagnsverkfræði frá Cornell háskólanum í Bandaríkjunum
1976: C.Sc, frá Háskóla Íslands
1971: Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík


Starfsferill

2012 - Flygildi ehf

2011 - Flygildi  (vélfugl) og HR
2008 - Háskólinn í Reykjavík, sérfræðingur
1999 - 2007: Hafmynd ehf, framkvæmdastjóri og síðar tæknilegur framkvæmdastjóri
1996 - 1999: Vann sjálfstætt að hönnun djúpfars (smákafbáts)
1982 - 1996: Hugrún efh, framkvæmda- og markaðsstjóri
1976 - 1982: Raunvísindastofnun Háskóla Íslands

Önnur störf og verkefni
Stundakennari í verkfræði við Háskóla Íslands frá 1980 - 1986
Í fagráði Rannís 1998, 2000 og 2001

Kennsluferill í HR

Meira...

Tengsl við atvinnulíf

Flygildi ehf

Við Leifur Þór Leifsson, lektor við HR stofnuðum Flygildi ehf árið 2012.  Tilgangur félagsins er þróun og markaðssetning ómannaðra flygilda, sérstaklega vélfugls sem flýgur með vængslætti eins og raunverulegur fugl.

 

Hafmynd ehf
Ég stofnaði Hafmynd ehf ásamt Sjávarútvegsstofnun HÍ og Hafrannsóknastofnuninni árið 1999.  
Hafmynd ehf framleiðir djúpfarið Gavíu (e. autonomous underwater vehicle, AUV).  Djúpfarið byggist á einingakerfi (módúlum) þar sem hver eining hefur ákveðið hlutverk.  Þess vegna er auðvelt að laga djúpfarið að ákveðnum notum, svo sem eftirliti með olíuleiðslum í sjó, leit að tundurduflum á sjávarbotni og sjávarrannsóknum.  Ýmsar einingar hafa verið þróaðar fyrir djúpfarið svo það megi leysa af hendi þessi verkefni, m.a. þrívíddarsónar í samvinnu við fyrirtækið GeoAcoustics Ltd. og eltieining sem þróuð var í samvinnu við olíufélagið BP og skoska hugbúnaðarfyrirtækið SeeByte Ltd.  Sjá www.gavia.is.
Djúpfarið Gavia er nú markaðssett með aðstoð umboðsmanna víðs vegar um heim.  Gavia hefur verið seld til stofnana, fyrirtækja, háskóla og varnarmálaráðuneyta í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Frakklandi, Danmörku og Ástralíu.  Meðal kaupenda er SPAWAR (Space and Naval Warfare Center) í Bandaríkjunum.  Hafmynd hefur einnig leigt djúpför til ýmissa verkefna, meðal annars í Íshafinu norður af Alaska.
Hafmynd ehf hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís og Útflutningsráðs árið 2007.  Árið 2006 hlaut Hafmynd verðlaun alþjóða markaðsráðgjafafyrirtækisins Frost & Sullivan fyrir byltingarkennda tækni á sviði eftirlits í höfnum (e. disruptive solution in homeland security award).
Tæknisjóður Rannís og síðar Tækniþróunarsjóður hafa stutt þróun djúpfarsins og aukaeininga þess frá upphafi.  Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins hefur lagt félaginu til áhættufé og er nú einn af eigendum þess ásamt ýmsum einkaaðilum.
Sex meistaranemar við Háskóla Íslands hafa tekið verkefni í samvinnu við Hafmynd; fjórir árin 1999 til 2001 og tveir árin 2006 til 2007.

Hugrún ehf
Ég stofnaði Hugrúnu efh ásamt Kjartani Harðarsyni árið 1982 og starfaði þar til 1996.  Árið 1997 eignuðust norskir fjárfestar meirihluta í Hugrúnu ehf og nafni fyrirtækisins var breytt í Hugrún Scientific Instruments AS með höfðustöðvar í Osló í Noregi.
Hjá Hugrúnu ehf voru þróuð mælitæki og mælikerfi sem markaðssett voru hér heima og erlendis.  Vörur Hugrúnar ehf voru seldar í 30 löndum víðs vegar um heim með aðstoð umboðsmanna Hugrúnar.

Framleiðsluvörur Hugrúnar:

Seamon mini
Þetta er lítill hitasíriti til notkunar við vísindalegar rannsóknir í sjó og vötnum.  Þessi mælir er smærri og nákvæmari en flestir aðrir mælar á markaðinum auk þess sem rafhlöður hans endast í 5 til 10 ár.  Mælirinn hefur m.a. verið notaður á báðum pólunum og á allt að 11.000 metra dýpi.  Nokkur þúsund mælar af þessari gerð hafa verið framleiddir, fyrst hjá Hugrúnu en nú hjá fyrirtækinu IO Keys (www.iokeys.com).

Seamon CTD
Þetta er hita-, seltu- og dýpismælir sem hefur einstaka eiginleika, er m.a. allur úr sjávarþolnu plasti og getur því ekki tærst.  Hugrún ehf hlaut verðlaun Iðnaðarráðuneytisins og Iðntæknistofnunar fyrir Seamon CTD.

Ísingarmælir fyrir háspennulínur
Mælirinn byggist á nákvæmri vog (e. load cell) sem mælir þunga háspennulínunnar ásamt álagi af ísingu og vindi.  Þyngdin er mæld á hverri sekúndu og hágildi, lággildi, meðalgildi o.fl. er skráð innan hverrar mælilotu.  Mælirinn getur starfað samfellt í eitt og hálft ár á einni rafhlöðu.  Fjölmargir mælar eru í notkun hér heima og í Noregi hjá Statnet. Sambærilegir mælar eru ekki til á markaðinum.  Mælirinn var þróaður í samvinnu við Landsvirkjun og RARIK.  Þessi mælir er núna framleiddur hjá fyrirtækinu IO Keys.

Upplýsingakerfi um veður og sjólag fyrir sjófarendur
Upplýsingakerfi þróað í samvinnu við Siglingastofnun.  Kerfið byggist á sjálfstæðum mælistöðvum við hafnir víðs vegar um land og miðlægri tölvu með talvél sem hægt er að hringja í til að fá upplýsingar frá stöðvunum.  Stöðvarnar mæla m.a. sjávarhæð, ölduhæð í höfnum og úti á sjó, vindhraða, vindstefnu, lofthita og sjávarhita.  Sjá www.sigling.is.  Talvél er í síma 902 1000.

Umferðarteljarar
Umferðarteljarar þróaðir í samvinnu við Vegagerðina.  Mörg hundruð teljarar af þessari gerð hafa verið í notkun hjá Vegagerðinni undanfarin ár.  Teljararnir eru tengdir veðurstöðvum á nokkrum stöðum.

Veðurstöðvar
Sjálfvirkar veðurstöðvar þróaðar í samvinnu við Vegagerðina.  Stöðvarnar eru tengdar við umferðarteljara svo hægt sé að fá upplýsingar um bílaumferð auk veðurs.  Stöðvarnar eru hluti upplýsingakerfisins sem lýst er hér á eftir.

Upplýsingakerfi fyrir Vegagerðina
Sjálfvirkt upplýsingakerfi Vegagerðarinnar sem byggist á gögnum frá veðurstöðvum og bílateljurum Vegagerðarinnar.  Upplýsingar frá þessu kerfi er hægt að nálgast með því að hringja í talvél Vegagerðarinnar í síma 1779, á netinu eða í textavarpi sjónvarpsins.  Einnig eru upplýsingaskilti við þjóðegi landsins tengd þessu kerfi.

Dagrún
Síriti til mælinga á dægursveiflum sem endurspegla gang líkamsklukkunnar. Með því var hægt að ganga úr skugga um hvort ákveðnar svefntruflanir væru vegna seinkunar líkamsklukkunnar. Þetta litla og handhæga tæki var þróað í samvinnu við dr. Helga Kristbjarnason og Björgu Þorleifsdóttur á Landspítalanum. Tækið skráir líkamshita, húðhita, umhverfishita, hreyfingu útlima, birtu í umhverfi sjúklings, hjartslátt, hjarstláttaróreglu og atburði (t.d. tíma þegar sjúklingur finnur fyrir óþægindum). Tækið var einnig notað við að kanna áhrif kulda á líkamann.


Raunvísindastofnun Háskóla Íslands
Ég vann ásamt Kjartani Harðarsyni við hönnun á örtölvustýrðum mæli- og skráningartækjum sem gengu fyrir rafhlöðum og ætluð voru til notkunar utan dyra.  Helstu notkunarsvið þessara tækja voru við vatnshæðarmælingar, veðurmælingar og umferðartalningar (bílatalningar).