Deild:  


Ingunn Sæmundsdóttir, dósent

Deild:Tæknisvið / Verkfræðideild 
Aðsetur:Nauthólsvík, Venus, 2. hæð 
Sími:5996440   GSM: 861 1701 
Netfang:ingunnru.is 
Vefur:http://www.ru.is/starfsfolk/ingunn

Menntun

1979:  Byggingarverkfræðingur Dipl.Ing. (M.Sc.) frá Technische Universität í Berlín, sérhæfing í jarðtækni og grundun mannvirkja.  www.tu-berlin.de

1973:  Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, eðlisfræðideild.


Starfsferill

2009:  Forstöðumaður grunnnáms og staðgengill deildarforseta.  Námsbrautarstjóri MSc náms í byggingarverkfræði/framkvæmdastjórnun.

2007-2008:  Sviðsstjóri byggingarsviðs og staðgengill deildarforseta

2007: Starfandi deildarforseti tækni- og verkfræðideildar, febrúar til júní 2007

2006- Forstöðumaður meistaranáms í verkfræði

2005- Sviðsstjóri byggingar- og véltæknisviðs HR

2003-2005: Sviðsstjóri byggingartæknisviðs THÍ og varaforseti deildarráðs.

1991-1996: Námsstjóri tæknisviðs hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands.
Starfaði við skipulagningu á símenntunarnámskeiðum fyrir verk- og tæknifræðinga, arkitekta og tölvunarfræðinga, í samstarfi við menntanefndir viðkomandi fagfélaga. www.endurmenntun.is

1986-2002: Lektor, og dósent síðan 1996, við byggingardeild Tækniskóla Íslands með kennslugreinar jarðtækni, bergtækni, burðarþolsfræði, rennslisfræði, framkvæmdafræði.  Ritstjóri kennsluskrár TÍ 1996-2001.  Starfandi deildarstjóri byggingardeildar TÍ  2001.

1982-1984: Stundakennari við byggingardeild TÍ með kennslugrein jarðtækni.

1979-1988: Verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, virkjanadeild,
í fullu starfi til 1986, í sérverkefnum til 1988.  www.vst.is

Starfaði hjá VST fyrst við bergþéttingartilraunir og hönnun bergþéttinga, hönnun jarðstífla og annarra virkjunarmannvirkja fyrir Hrauneyjafossvirkjun, Sultartangavirkjun, Blönduvirkjun og Kvíslaveitur.  Síðan við jarðtæknilega hönnun ýmissa mannvirkja s.s.stálþil við Vatnsfell, gervigrasvöll og ljósamöstur í Laugardal, jarðvegsrannsóknir og fergingu vegna bygginga við Holtabakka og Reykjavíkurhöfn, Gullinbrú yfir Grafarvog o.fl.  Eftirlitsverkfræðingur við bergþéttingu og jarðvinnu við Sultartangastíflu 1981-1983, þá tímabundið sem starfsmaður Landsvirkjunar.  Umsjón með jarðefnisrannsóknum, yfirmaður rannsóknastofu og staðgengill staðarverkfræðings Landsvirkjunar.
 

Kennsluferill í HR

2018-1T-600-STARStarfsnám í BSc verkfræði
2017-3AT INT1003Starfsnám í tæknifræði I
2017-3AT INT2003Starfsnám í tæknifræði II
2017-1T-600-STARStarfsnám í BSc verkfræði
Meira...

Kennsla utan HR

2002-2003: Kennari hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á námskeiðum um grundun mannvirkja og grundunarstaðla.

2003: Gestakennari við Ingeniörhöjskolen í Horsens í Danmörku í eina viku.

2002: Gestakennari við Fachhochschule Neubrandenburg í Þýskalandi í eina viku.

2002: Styrkþegi DAAD (Deutscher Akademischer Austauschdienst) og gestakennari í þrjá mánuði við jarðtæknideild Technische Universität Berlin (Prof. Savidis).

2001-2002: Kennari á námskeiðunum um jarðtækni og grundun hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins

1998: Gestakennari við Fachhochschule Kiel í Þýskalandi í eina viku.

1991-1993: Kennari hjá Endurmenntun Háskóla Íslands á námskeiðum um grundun, hönnun undirstaða og stoðveggja.

1991: Styrkþegi DAAD (Deutscher Akademischer Austauschdienst) og gestakennari í þrjá mánuði við jarð- og bergtæknideildir Universität Stuttgart (Prof. Smoltczyk) og Universität Fridericiana í Karlsruhe (Prof. Gudehus).

 


Sérsvið

Jarðtækni og grundun mannvirkja. Meistaraverkefni var unnið á sviði jarðtækni og virkjanafræði, fjallaði um streymi gegnum jarðstíflur og samanburð á mismunandi valkostum við stífluþéttingar og bergþéttingar.

Tengsl við atvinnulíf

2009:  Í undirbúningsnefnd "5th Nordic Conference on Construction Economics and Organisation" haldin 10.-12.júní 2009 í Reykjavík

2004- Sit í NVF (Nordisk vejforskning) tilnefnd af Vegagerðinni – norræn nefnd sem er samstarfsvettvangur um rannsóknir á sviði vegagerðar.

2004-2006: Í starfshópi um aðgerðir til fjölgunar nemenda í raunvísindum og raungreinum, skipuð af menntamálaráðherra.

2004: Session chairman á NGM ráðstefnunni í Svíþjóð í maí 2004 og flutti samantektarfyrirlestur (Final Session Plenum). 

2003- Fulltrúi THÍ (síðar HR) í Hagsmunafélagi um eflingu verk- og tæknifræðimenntunar.

2003-2007: Seta í RANNVEG nefndinni – fagráð um rannsóknir Vegagerðarinnar, ráðstöfun styrkja úr Rannsóknasjóði Vegagerðar og eftirfylgni með rannsóknarverkefnum.

2003-2006: Varamaður í Vísinda- og tækniráði, skipuð af forsætisráðherra.

2003-2006: Varamaður í Vísindanefnd, skipuð af menntamálaráðherra.

2003-2005: Í dómnefnd Tækniháskóla Íslands vegna hæfismats við ráðningar kennara, frá 1. júní 2003, tilnefnd af háskólaráði. 

2003: Ráðgjafi Byggingarstaðlaráðs vegna aðlögunar að nýjum íslenskum þolhönnunarstaðli ÍST 15 ”Grundun” sem tók gildi í júlí 2002.

2002-2003: Í fyrsta háskólaráði Tækniháskóla Íslands og varaforseti ráðsins.

2003-2004: Fulltrúi Íslands í “ad hoc” nefndum 19 þjóða á vegum Evrópusambandsins við að meta umsóknir um Sokrates styrki frá stofnunum (Board of Academic Experts in Assessment of the Institutional Contract Applications in Science and Technology), tilnefnd af menntamálaráðuneytinu.

2001- Í sérfræðinganefnd Íbúðalánasjóðs sem metur umsóknir um styrki til rannsóknarverkefna um tækninýjungar á byggingarsviði.

2000: Session chairman í Geotechnical Case Studies á NGM (Nordisk Geoteknisk Möte) ráðstefnunni í Helsinki í júní 2000 og flutti samantektarfyrirlestur (Final Session Plenum). 

1999-2002: Starfaði fyrir Staðlaráð Íslands í sérfræðingahópi sem endurskoðaði  íslenska staðalinn ÍST 15 “Grundun”  m.t.t. gildistöku Evrópustaðla hér á landi.  Hópurinn samdi íslenskt þjóðarskjal við Eurocode 7; Part 1(“Geotechnical design, general rules”), íslenskt þjóðarskjal við Eurocode 8; Part 5 (“Design provisions for earthquake resistance of structures; Foundations, retaining structures and geotechnical aspects”) og nýja útgáfu af ÍST 15 (Grundun). Þessir staðlar tóku gildi 1. júlí 2002.

1999-2000: Úttekt á tilraunanámi í bílgreinum í Borgarholtsskóla, unnið fyrir menntamálaráðuneytið.

1999: Í “ad hoc” fagráði hjá Rannís, á sviði umhverfismála.

1998-2002: Í fagráði 5 (Iðnaður og efnistækni, sérsvið byggingariðnaður) hjá Rannís, skipuð til 4 ára.

1998-1999: Fulltrúi Íslands í “ad hoc” nefndum á vegum Evrópusambandsins með fulltrúum frá 19 Evrópulöndum við að meta umsóknir um Sokrates styrki frá stofnunum (Board of Academic Experts in Assessment of the Institutional Contract Applications in Science and Technology), tilnefnd af menntamálaráðuneytinu.

1994-1998: Faglegur umsagnaraðili fyrir Rannís vegna umsókna á sviði byggingariðnaðar.

1994-1995: Formaður nefndar sem vann að gæðamati á námi í byggingartæknifræði við TÍ, vegna úttektar sem var tilraunaverkefni á vegum ESB/EFTA um gæðamat á námi á háskólastigi.

1992-1993: Ráðgjafi fyrir Skipulag ríkisins við að semja þann kafla Byggingarreglugerðarinnar sem fjallar um jarðvinnu og grundun og við að semja leiðbeiningar fyrir byggingafulltrúa til notkunar með Byggingarreglugerðinni.

1991-1994: Fulltrúi Staðlaráðs Íslands í samnorrænni nefnd (SAKO) um Evrópustaðal á sviði jarðtækni og grundunar (Eurocode 7).

1989-1990: Ráðgjafi fyrir Endurmenntunarstofnun HÍ um skipulagningu námskeiða fyrir verk- og tæknifræðinga og arkitekta.
 
1988-1990: Ráðgjafi fyrir Staðlaráð Íslands vegna nýrra íslenskra þolhönnunarstaðla. Formaður sérfræðinganefndar sem samdi íslenska staðalinn, ÍST 15 “Grundun” sem tók gildi 1. desember 1990.

 


Annað

2007- Formaður framkvæmdastjórnar Lagnakerfamiðstöðvar Íslands.
2005- Seta í menntamálanefnd Verkfræðingafélags Íslands.
1997- Seta í Byggingarstaðlaráði sem fulltrúi HR (fyrrum THÍ/TÍ).
1995- Í stjórn Jarðtæknifélags Íslands, varaformaður síðan 2003.
1982-1984: Í stjórn Verkfræðingafélags Íslands.