Deild:  


Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor

Deild:Samfélagssvið / Lagadeild 
Aðsetur:Menntavegur 1, 3. hæð Mars 
Sími:5996279 
Netfang:sigurdurtmru.is 
Vefur:http://www.ru.is/starfsfolk/sigurdurtm

Menntun

 

 • Hæstaréttarlögmaður 14. janúar 2009
 • Héraðsdómslögmaður 21. júní 1988
 • Cand juris frá lagadeild Háskóla Íslands, vor 1985

Starfsferill

 • Atvinnulífsprófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 25. mars 2010
 • Sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 1. nóvember 2004.
 • Settur ríkissaksóknari skv. umboðsskrá frá 21. október 2005 í málinu nr. S-1016/2005; Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. (Hæstaréttarmál 181/2006) og málinu nr. S-514/2006; Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni o.fl. (Hæstaréttarmál nr. 385/2007)
 • Skipaður dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. júní 1996 til 1. nóvember 2005.  (tók til starfa 1. október 1996).
 • Skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins frá 1. janúar 1995 til 30. september 1996.
 • Settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. janúar til 31. desember 1994.
 • Skrifstofustjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 1. júní 1992 til 31. desember 1993.
 • Aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá 1. janúar til  31. maí 1992.
 • Fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík frá 1. september  til 31. desember 1991.
 • Settur borgardómari frá 1. september 1990 til 31. ágúst 1991.
 • Aðstoðarmaður hæstaréttardómara frá 17. október 1988 til 31. ágúst 1990.
 • Fulltrúi á lögmannsstofu Sigurmars K. Albertssonar hrl. frá 16. september 1986 til 15. október 1998.
 • Fulltrúi yfirborgardómarans í Reykjavík frá 1. júní 1985 til 15. september 1986.

Kennsluferill í HR

2018-3L-840-WHCCAuðgunar- og efnahagsbrot
2017-1L-605-SARESakamálaréttarfar
2017-1L-708-HLOMSókn og vörn í sakamálum
Meira...

Kennsla utan HR

 • Kennsla í fjármunarétti á námskeiðum til öflunar réttinda sem verðbréfamiðlari 1990-1992 og aftur 2001-2005 hjá símennt HR
 • Kennsla á löggildingarnámskeiðum fyrir fasteigna- og skipasala 1989-1991 og aftur haustið 2005 hjá símennt Háskólans í Reykjavík (HR) (samningaréttur og réttarfar).
 • Stundakennari við Tækniskóla Íslands og síðan Tækniháskóla Íslands samfellt frá 1986 til 2005. 
 • Stundakennari í einkamálaréttarfari við lagadeild HÍ 1993 -1996 (kenndi allt að 50% námsefnis).
 • Stundakennari í kröfurétti, eigna- og veðrétti til lagadeild Háskóla Íslands (HÍ) 1991-1992.

Rannsóknir

 • Rannsókn á refsiákvörðunum vegna manndrápa, rána og líkamsmeiðinga 1951-2000. Unnin á árunum 1998-2002, ásamt Hildigunni Ólafsdóttur afbrotafræðingi.
 • Athugun á ákvörðun refsinga fyrir brot gegn 218. gr. og 244. gr. alm. hgl. nr. 19/1940 samkvæmt dómum Hæstaréttar á tímabilunum 1950-1959 og 1994-1995. Unnið haustið 1997 ásamt Ingveldi Einarsdóttur héraðsdómara.
 • Álitsgerð fyrir Framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Reglur um yfirtökuskyldu í íslenskum rétti. Álitsgerðin var unnin ásamt Jóhannesi Sigurðssyni prófessor á vegum Rannsóknarstofnunar í fjármálarétti við Háskólann í Reykjavík í desember 2004.

Sérsvið

 • Réttarfar

Tengsl við atvinnulíf

Hæstaréttarlögmaður frá 14. janúar 2009

Ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins


Þjónusta

 • Formaður Dómstólaráðs frá 15. maí 1998 til 15. maí 2005.
 • Í námsþróunarráði lagdeildar HR frá hausti 2004.
 • Í starfshópi um eflingu rannsókna á sviði refsiréttar og afbrotafræði frá 2002.
 • Formaður nefndar á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til að annast rannsókn á ákvörðun refsinga við líkamsárásum og fleiri brotum frá 1998 til 2003.
 • Skipaður ad hoc til setu í nefnd skv. 27. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. (í tveimur málum)
 • Í Kærunefnd jafnréttismála frá 1991-2000, þar af varamaður frá 1991-1994 en formaður kærunefndarinnar frá 1997-2000.
 • Í Jafnréttisráði frá 1997-2000.
 • Formaður nefndar til ráðgjafar og eftirlits með niðurlagningu Rannsóknarlögreglu ríkisins og skipun starfsmanna hennar í stöður við embætti ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans í Reykjavík og önnur embætti frá 1996 til 1997.
 • Í nefnd til undirbúnings gildistöku lögreglulaga nr. 90/1996 og laga um breyting á lögum um meðferð opinberra mála nr. 84/1996 frá 1996 til1997.
 • Formaður nefndar sem falið var að endurskoða frumvarp til laga um lögreglumenn og semja frumvarp um breyting á lögum um meðferð opinberra mála 1995-1997.
 • Formaður skólanefndar Lögregluskóla ríkisins frá 1. janúar 1995 til 30. september 1996.
 • Í nefnd til að gera tillögur um reglur um tengingar á öryggiskerfum til lögreglu 1996-1997.
 • Formaður nefndar um bætta innheimtu sekta 1995-1996. Sjá skýrslu nefndarinnar í möppu 1, skjal 5.
 • Formaður nefndar um endurskoðun á stöðuheitum og launaflokkaröðun lögreglumanna 1995-1996.

Útgáfur

 • Grein í Scandinavian Studies in Law, Volume 51, Procedural Law, bls. 359-382, Access to Courts for Civil Proceedings in Iceland, Stockholm 2007
 • Grein í Tímariti lögfræðinga, 2. tbl. 2005, bls. 133-182, Aðgangur að dómstólum á sviði einkamála.
 • Grein í Lögmannablaðinu, 3. tbl. 2005. Málskostnaðarákvarðanir dómstóla.
 • Grein í Blaðamanninum, 2. tbl. 2005, bls. 21-26, Opinber málsmeðferð og hlutverk fjölmiðla.
 • Bók gefin út af Bókaútgáfu Orators 2003, Ákvörðun refsingar - Rannsókn á refsiákvörðunum vegna manndrápa, rána og líkamsmeiðinga 1951-2000.  Aðalhöfundur að öðru efni en 4. kafla, sem ritaður var af Hildigunni Ólafsdóttur afbrotafræðingi.
 • Grein í Lögmannablaðinu, 1. tbl. 2000, bls. 9-11. Dómarar framtíðarinnar.
 • Grein í afmælisritinu Þór Vilhjálmsson sjötugur, Reykjavík 2000, bls. 523-556, Stjórnsýsla íslenskra dómstóla.
 • Grein í Úlfljóti, 4. tbl. 2000, bls. 575-9, Á rökstólum um sjálfstæðar stjórnsýslunefndir.
 • Grein í Tímariti lögfræðinga, 1. hefti 1989, bls. 57-67, Hæstaréttardómar 16. desember 1988 og 14. febrúar 1989 um afslátt á grundvelli 1. mgr. 42. gr. laga nr. 39/1922.
 • Dómasafn Íslex og Odda á tölvutæku formi gefið út á árunum 1995 til 2002. Lagði drög að og ritstýrði útgáfu dómasafns Hæstaréttar Íslands á tölvutæku formi sem fyrst voru gefnir út á geisladiski í árslok 1995.

Aðrir vefir

Hæstiréttur Íslands http://www.haestirettur.is/index.jsp

Héraðdómstólarnir/Dómstólaráð http://www.domstolar.is
Alþingi http://www.althingi.is/
Réttarríkið-Dómasafn Hæstaréttar http://www.rettarrikid.is/
Reglugerðarsafn http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/forsida
Mannréttindadómstóll Evrópu-Dómasafn http://cmiskp.echr.coe.int/

http://www.serstakursaksoknari.is/english