Deild:  


Þórður S Gunnarsson, aðjúnkt

Deild:Samfélagssvið / Lagadeild 
Aðsetur:Mars, 3. hæð (lagadeild) 
Viðtalstímar:Fimmtudagar kl. 15.40 - 16. 
Sími:5604918 
Netfang:thordurru.is 
Vefur:http://www.ru.is/starfsfolk/thordurg

Menntun

1981 Framhaldsnám á sviði löggjafar um óréttmæta viðskiptahætti og samkeppnishömlur við lagadeild Oslóarháskóla, Institut for Offentlig Rett.
1975 Embættispróf (cand.juris) frá lagadeild Háskóla Íslands
1972 Nám í þjóðarrétti við Hague Academy of International Law.
1969 Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík.

Hefur sótt eftirtalin námskeið í lögfræði hérlendis og erlendis: 
1998 EES samningurinn og framkvæmd hans, Endurmenntunarstofnun HÍ. 
1997 Réttarsaga Íslands, Endurmenntunarstofnun HÍ. 
1997 Nýjar gerðir fjármálasamninga einkum afleiðslusamningar, valréttarsamningar, framvirkir samningar, skiptasamningar, L.M.F.Í.
1996 Einkaleyfi, gildi þeirra og gerð, Endurmenntunarstofnun HÍ.
1994 Ný löggjöf um hlutafélög, Endurmenntunarstofnun HÍ. 
1993 Helstu breytingar á löggjöf um íslenskan fjármagnsmarkað með tilkomu EES, Endurmenntunarstofnun HÍ.
1991 English Commercial Law, London.
1990 International Joint Venture Agreements, London.
1989 Agency-, Distriburtorship- and Franchise Agreements, Waidringen í Austurríki.


Starfsferill

Fulltrúi á lögmannsstofu Eyjólfs Konráðs Jónssonar hrl., Hjartar Torfasonar hrl. og Sigurðar Hafstein hrl. frá 23.4.1975 til 30.9.1980 og meðeigandi að stofunni frá 1.10.1980 til 31.12.1981. Rak eigin lögfræðiskrifstofu í Reykjavík frá 1.1.1982 til 31.12.1994 og aftur frá 1.1.2000, um tíma í samstarfi við Othar Örn Petersen hrl. Var frá 1.1.1995 til 31.12.1999 meðeigandi í lögmannsstofunni Lögmenn Höfðabakka s.f. ásamt Vilhjálmi Árnasyni hrl., Ólafi Axelssyni hrl., Hreini Loftssyni hrl., Jóhannesi R. Jóhannessyni hrl. og um tíma Brynjólfi Kjartanssyni hrl. Var á sama tíma framkvæmdastjóri Árnason & Co. ehf. einkaleyfa- og vörumerkjastofu.

Formaður stjórnar Olíuverslunar Íslands (Olís) 1987-1994. Í stjórn verðbréfasjóða í eigu Forsäkringsaktiebolaget Skandia AB og síðar Vátryggingafélags Íslands h.f. 1992-2000 (formaður stjórnar 1992-1996). Í stjórn Ísaga ehf. (dótturfélags Linda Gas Group Gmbh) 1994-2007.

Stundakennari í fjármuna- og félagarétti við viðskiptadeild Háskóla Íslands 1977-1981. Flutti fyrirlestra um réttindi og skyldur verðbréfamiðlara og verðbréfafyrirtækja á námskeiði til öflunar réttinda til verðbréfamiðlunar 1991-1995. Prófdómari í almennri lögfræði (réttarheimildafræði) og réttarsögu við lagadeild Háskóla Íslands 1984-2002.

Stundakennari í viðskiptalögfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík frá janúar 1999. Lektor við deildina frá 1.4.1999 og dósent frá 1.10.2000-5.2.2002.

Forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík frá 5. febrúar 2002 til 31. desember 2010. Í framkvæmdastjórn skólans frá sama tíma. Aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 1. janúar 2011.

Settur dómari við Héraðsdóm Reykjavkur 1. apríl 2011. Skipaður dómari við sama dómstól frá 1. mars 2012.

Sérstök starfsréttindi:
Héraðsdómslögmaður 3.6.1977
Hæstaréttarlögmaður 26.11.1982
Löggiltur verðbréfamiðlari 22.12.1993

Kennsluferill í HR

2018-1L-762-PRCLHagnýtur Samningaréttur
2017-3L-702-ALTHAlþjóðleg lausafjárkaup
Meira...

Rannsóknir

Rannsóknir hafa einkum beinst að eftirtöldum verkefnum:

"Skattalegar fyrningar", ritgerð útg. á vegum fjármálaráðuneytisins í maí 1975.

"Góðir viðskiptahættir" (óútg. ritgerð samin í tengslum við rannsóknarverkefni við Oslóarháskóla 1981).

"Innlausarrétur eigenda hlutdeildarskírteina", Tímar. lögfr. XL, 3. tbl. 1990.

"Franchising in Iceland", í ritinu Franchising in the International Marketplace, útg. 1992 af Matthew Bender.

"Agencies and Distributorship in Iceland", í ritinu Commercial Agencies and Distributorships: An International Guide, útg. af Prentice Hall 1992.

"Agency -and Distributorship Agreements", í ritinu Agency- and Distribution Agreements, an International Study, útg. 1994 af Kluwer Law International.


Viðurkenningar og styrkir

Heiðursfélagi Association of Fellows and Legal Scholars, Center for International Legal Studies.

Heiðursfélagi Lögréttu félags laganema við Háskólann í Reykjavík.


Sérsvið

Alþjóðaviðskiptaréttur þ.m.t. viðskipti með vöru og þjónustu, löggjöf um óréttmæta viðskiptahætti og lögfræðileg aðferðafræði (réttarheimildir og lögskýringar).

Þjónusta

Í stjórn Lögmannafélags Íslands 1982-1984 og í laganefnd félagsins 1984-1988. Formaður siðanefndar landsnefndar Alþjóðaverslunarráðsins um markaðsstarfsemi 1989 -1995. Í nefnd skipaðri af viðskiptaráðherra er samdi reglugerð um tryggingarskyldu verðbréfamiðlara og verðbréfafyrirtækja 1989. Í nefnd skipaðri af dómsmálaráðherra er samdi frumvarp til laga um tæknifrjófgun 1986-1994. Skipaður af viðskiptaráðherra 1995 í fastan vinnuhóp um málefni verðbréfamarkaðarins og EES. Vinnuhópurinn samdi frumvörp til breytinga á lögum um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði 1996. Í samráðsnefnd Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins um EES-mál á sviði fjármálaþjónustu 2001-2003.

2002-2003 formaður tveggja dómnefnda skipuðum af framkvæmdastjórn HR til að meta hæfi dr. juris Guðrúnar Gauksdóttur og dr. juris Guðmundar Sigurðssonar til að gegna dósentstöðum við lagadeild HR. Formaður stjórnar Evrópuréttarstofnunar HR frá stofnun hennar 5. september 2002 til 17. mars 2005. Í stjórn Rannsóknarstofnunar HR í fjármálarétti frá 1.4.2004. Skipaður 2006 setudómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í tveimur málum, þar sem m.a. reyndi á stjórnskipulega stöðu dómara. 


Aðrir vefir

Áhugaverðir vefir