Deild:  


Þorgeir Ingi Njálsson, aðjúnkt

Deild:Samfélagssvið / Lagadeild 
Sími:5350700 
Netfang:thorgeiriru.is 
Vefur:http://www.ru.is/starfsfolk/thorgeiri

Menntun

 • Stúdent frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1980.
 • Embættispróf í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands vorið 1985.
 • Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 16. maí 1989.

Starfsferill

 • Fulltrúi sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Sauðárkróki frá 7. maí 1985 til 1. júní 1987.
 • Fulltrúi bæjarfógetans á Selfossi og sýslumannsins í Árnessýslu frá 1. júní 1987 til 16. september 1989 og frá 1. október til 1. desember 1990.
 • Settur sýslumaður í Strandasýslu frá 10. til 31. júlí 1988 og frá 1. til 31. júlí 1989.
 • Settur héraðsdómari við embætti bæjarfógetans á Selfossi og sýslumannsins í Árnessýslu frá 16. september 1989 til 1. júlí 1992, að undanskildum tveimur mánuðum á árinu 1990.
 • Starfaði hjá umboðsmanni Alþingis frá 16. september 1997 til 15. ágúst 1998 og sem skrifstofustjóri þess embættis frá 1. júní 2000 til 1. júní 2001.
 • Héraðsdómari við Héraðsdóm Suðurlands frá 1. júlí 1992 til 16. mars 1998. Í leyfi frá 16. september 1997 til 16. mars 1998.
 • Héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness frá 16. mars 1998. Í leyfi frá 16. mars 1998 til 15. ágúst 1998 og frá 1. júní 2000 til 1. júní 2001.
 • Dómstjóri við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. maí 2008.

Kennsluferill í HR

Meira...

Þjónusta

 
 • Varadómari í Hæstarétti í tveimur málum, máli nr. 394/1997 og máli nr. 365/2003.
 • Skipaður af forseta Alþingis til að vera umboðsmaður Alþingis í alls 9 málum, sem umboðsmaður Alþingis hafði vikið sæti í.
 • Prófdómari í almennri lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands frá 3. maí 1993 til 1. maí 1999.
 • Skipaður 12. október 2006 í dómnefnd til þess að meta hæfi dósents við lagadeild Háskóla Íslands til þess að hljóta framgang í starf prófessors við sömu deild.
 • Í bótanefnd samkvæmt lögum nr. 69/1995 um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota frá 1. júlí 1996 til 1. júlí 2004.
 • Í endurskoðendaráði samkvæmt lögum nr. 18/1997 um endurskoðendur frá 11. nóvember 1998 til 13. mars 2000.
 • Varamaður í prófnefnd samkvæmt 2. mgr. 9. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn frá 1. janúar 1999 til 30. nóvember 2005.
 • Varamaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál frá 1. júní 2007.
 • Varamaður í Dómstólaráði frá 1. júlí 2008.
 • Sat í yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis frá 31. maí 1991 til 16. febrúar 1999.
 • Í stjórn Dómarafélags Íslands frá 4. nóvember 1994 til 25. nóvember 1999.
 • Í stjórn endurmenntunarsjóðs dómara frá 1998 til 2003.
 • Seta í nefndum á vegum sveitarstjórna á árunum 1986 og 1987 og 1990 til 1992.

Útgáfur

Tímaritsgreinar á sviði lögfræði:
 
 • Hugleiðingar um ákvörðun refsingar, TL, 1. hefti, 46. árg. 1996.
 • Um bætur til þolenda afbrota og störf bótanefndar, TL, 1. hefti, 56. árg. 2006.