Deild:  


Dögg Pálsdóttir, stundakennari

Deild:Samfélagssvið / Lagadeild 
Sími:5617755 
Netfang:doggru.is 
doggdp.is 
Vefur:https://www.ru.is/haskolinn/starfsfolk/dogg
www.dp.is
www.dogg.is

Menntun

1985-86              
Meistaranám í heilbrigðisfræðum (MPH) við Johns Hopkins University, School of Hygiene and Public Health, Baltimore, Maryland í Bandaríkjunum. Prófritgerð: Elderly in Iceland. Hlaut styrk frá Alþjóðaheil­brigð­isstofn­uninni í Kaup­manna­höfn og Thor Thors sjóðn­um í Bandaríkjunum til námsins.

1980-81              
Framhaldsnám í lögum við Stokkhólmsháskóla með vátrygg­ingarrétt sem aðalgrein. Hlaut styrk frá Svenska Institutet til námsins. Prófritgerð: Property Insurance in Iceland.

1980                    
Lagapróf frá lagadeild Háskóla Íslands 23. febrúar 1980. Prófritgerð: Störf og starfshættir barnaverndaryfirvalda.

1975                    
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 16. maí 1975.

 


Starfsferill

Frá 1996
Hæstaréttarlögmaður með eigin lögmannsstofu í Reykjavík frá 1. janúar 1996, undir heitinu DP LÖGMENN frá ársbyrjun 2003. Frá ársbyrjun 2004 rekið samhliða fasteignasöluna DP FASTEIGNIR.

1981-95
Lögfræðingur í heil­brigðis- og tryggingamála­ráðu­neyti. Skrifstofustjóri í skrifstofu lögfræði-, trygg­inga- og alþjóða­mála frá 1. október 1990 - 31. desember 1995. Deildarstjóri með alþjóðamál, almannatrygg­ingar og almenn lögfræðileg mál frá 1. ágúst 1987 - 30. september 1990. Deildarstjóri öldrunarmála frá 1. apríl 1983 - 1. júní 1985. Starfsmaður þriggja nefnda um málefni aldraðra frá 1. ágúst 1981 - 1. apríl 1983.

1980-81
Lögfræðingur hjá embætti ríkisskattstjóra (með hléum).

STARFSLEYFI

1994
Leyfi til málflutnings fyrir Hæstarétti 23. júní 1994. 

1982
Leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi 12. júlí 1982, að undangenginni prófraun. 

2004
Löggilding til að starfa sem fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.

Kennsluferill í HR

2024-1L-505-FJERFjölskyldu- og erfðaréttur
2023-3L-505-FJERFjölskyldu- og erfðaréttur
2022-3L-785-FACHFjölskyldu- og barnaréttur
2022-3L-505-FJERFjölskyldu- og erfðaréttur
Meira...

Kennsla utan HR

Hef um margra ára skeið kennt:

  • Á námskeiðum hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um lögfræðileg efni, einkum heilbrigðislögfæði.
  • Á lagaskeiði á 6. ári í læknadeild Háskóla Íslands.
  • Lögfræðinámskeið í framhaldsnámi hjúkrunarfræðinga.

Viðurkenningar og styrkir

Styrkur úr Vísindasjóði 1999 og 2000 vegna rannsókna á réttindum sjúklinga.

Námsstyrkir - sjá menntun.


Sérsvið

Fjölskyldu- og erfðaréttur, heilbrigðisréttur, réttindi sjúklinga

Tengsl við atvinnulíf

Hef frá  byrjun árs 1996 rekið eigin lögmannsstofu, undir heitinu DP LÖGMENN frá ársbyrjun 2003. Frá ársbyrjun 2004 hef ég samhliða lögmannsstofunni rekið fasteignasöluna DP FASTEIGNIR.

Hef setið í eftirtöldum stjórnum fyrirtækja:

Frá 1996 
Formaður stjórnar Málsefnis ehf. 

Frá 1996 
Skipuð af fjármálaráðherra varamaður í stjórn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.
Ritari stjórnar 1996-2005.

1998-2007   Í stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.

2000-2002  Í stjórn Rannsókna og greininga ehf.

1997-2003  Í stjórn Skráningarstofunnar hf., meðstjórnandi 1997-98 og varaformaður þangað til   hlutafélagið var lagt niður 2003.


Þjónusta

Setið í ritnefnd Lögfræðingatals frá 1989.