Deild:  


Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent

Deild:Samfélagssvið / Lagadeild 
Aðsetur:Menntavegur 1, 3ja hæð 
Sími:   GSM: 8930910 
Netfang:svalaru.is 
Vefur:https://www.ru.is/haskolinn/starfsfolk/svala

Ferilskrá

Menntun
- MA í félagsfræði frá félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands 2009. Ágætiseinkunn.
- BA í frönsku frá hugvísindadeild Háskóla Íslands 2008. Ágætiseinkunn.
- Diplóma í hagnýtri frönsku frá hugvísindadeild Háskóla Íslands 2008. Ágætiseinkunn.
- Diplóma í afbrotafræði á meistarastigi frá félagsvísindadeild Háskóla Íslands 2007. Ágætiseinkunn.
- Réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi 1998.
- Cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands 1989.
- Stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1982. Verðlaun fyrir bestan námsárangur.

 

Starfsferill
- Sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2003. Rannsóknir og kennsla á sviði refsiréttar, afbrotafræði og lagafrönsku.
- Aðalfulltrúi og staðgengill sýslumannsins og lögreglustjórans í Kópavogi 1997-1998. Starfið fólst í stjórn lögreglumála í umboði sýslumanns, ákvörðun um höfðun opinbers máls, rekstri og flutningi sakamála fyrir héraðsdómstólum.
- Starfsmaður dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1993 við samningu lagafrumvarps um nýskipan lögreglumála. Frumvarpið varð að lögum nr. 90/1996.
- Starfsmaður stjórnsýslunefndar 1993, sem starfaði á vegum forsætisráðuneytisins. Hlutverk nefndarinnar var að vinna að undirbúningi gildistöku stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í starfinu fólst m.a. að semja og sjá um útgáfu bæklings sem bar heitið „Réttur þinn í samskiptum við hið opinbera” og dreift var í hvert hús á landinu.
- Starfsmaður aðskilnaðarnefndar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins 1991-1992. Starfið fólst m.a. í undirbúningi að gildistöku laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991, m.a. með ritun handbókar um það efni og kennslu á námskeiðum fyrir sýslumenn og dómara.
- Fulltrúi ríkissaksóknara 1989-1991.
- Á námsárum í lagadeild námsvist hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, Ríkissaksóknara, Sakadómi Reykjavíkur og Skilorðseftirliti ríkisins.

 

Önnur störf
 - Samning fjölmargra reglugerða á grundvelli laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991 fyrir dóms- og kirkjumálaráðuneytið og sæti í ýmsum nefndum á vegum ráðuneytisins í tengslum við það.
- Kennsla á námskeiði á meistarastigi á vegum Símenntar Háskólans á Akureyri 16. janúar 2010 sem bar heitið „Kynbundið ofbeldi, vanræksla og ill meðferð“.
- Varaformaður í náðunarnefnd samkvæmt reglugerð um fullnustu refsidóma 1993-1995. Formaður um nokkurra mánaða skeið í fjarveru aðalmanns.
- Kennsla á meistarastigi við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands í námskeiðinu Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræðum. Fyrirlestur minn fjallaði um „Fatlaða gerendur og þolendur afbrota“.
- Kennsla í sakfræði, námskeið á meistarastigi við félagsvísindadeild Háskóla Ísland vorið 2007.
- Kennsla í opinberu réttarfari á 3. námsári við lagadeild Háskóla Ísland 1999.
- Skipulagning, umsjón og kennsla 1997 á námskeiðum á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins vegna endurmenntunar ákærenda í tengslum við gildistöku lögreglulaga nr. 90/1996 og laga nr. 84/1996, um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála, sem fólu lögreglustjórum ákæruvald, og gengu í gildi 1. júlí 1997.
- Kennsla í lögfræði í Stjórnunarskóla Stjórnunarfélags Íslands 1991.
- Kennsla í refsirétti við Lögregluskóla ríkisins 1993.
- Kennsla í lögfræði við námsbraut í félagsráðgjöf við félagsvísindadeild Háskóla Íslands 1993.
- Í stjórn “Réttinda barna”, sem hefur það hlutverk að vernda börn gegn kynferðislegri misnotkun.
- Í Námsþróunarráði lagadeildar HR frá maí 2009.
- Prófdómari í aðferðafræði 2008, 2009 og 2010.
- Í stjórn Orators félags laganema við HÍ 1987-1988.

 

Bækur
- Auðginnt er barn í bernsku sinni. Afnám fyrningar alvarlegra kynferðisbrota gegn börnum. Gefin út á vegum Rannsóknarstofu í Afbrotafræði við Háskóla Íslands. Háskólaútgáfan 2009 (150 bls.)
- Handbók um meðferð opinberra mála. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1992 (405 bls.)

 

Skýrslur
- Klám og vændi. Samanburður á löggjöf Norðurlanda. Skýrsla unnin fyrir dóms- og kirkjumálaráðherra. Lögð fram á Alþingi og prentuð í Alþingistíðindum A-deild 2000-2001 (134 bls.)
- Kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum. Skýrsla unnin fyrir Umboðsmann barna 1997 (66 bls.) Í skýrslunni eru borin saman ákvæði íslenskra hegningarlaga sem varða kynferðisbrot gegn börnum, meðferð slíkra mála og framkvæmd við réttarstöðuna í þessum málaflokki í Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
- Réttur þinn í samskiptum við hið opinbera. Bæklingur fyrir almenning um stjórnsýslulögin nr. 37/1993. Gefinn út af forsætisráðuneytinu 1993 (20 bls.)

 

Útgáfur og ritstjórn
- Stjórnsýslulögin ásamt greinargerð. Forsætisráðuneytið 1992 (103 bls.)
- Lögræðislögin ásamt greinargerð. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1997 (199 bls.)
- Lögreglulögin ásamt greinargerð. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 1997 (120 bls.)
- Barnalög ásamt greinargerð. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 2003 (221 bls.)

 

Ritrýndar greinar í bókum og tímaritum
- Viðhorf til kynferðisbrota gegn börnum. Rannsóknir í Félagsvísindum X. Lagadeild. Háskóli Íslands 2009. Bls. 252-265.
- Viðhorf dómara til fyrningar sakar í kynferðisbrotum gegn börnum. Stjórnmál og stjórnsýsla, 4. árg. 2008. Bls. 159-180.
- Fjölmiðlar og ungir afbrotamenn í ljósi stimplunarkenninga afbrotafræðinnar. Afmælisrit. Jónatan Þórmundsson sjötugur 19. desember 2007. Bókaútgáfan Codex. Reykjavík 2007. Bls. 515-536.
- Fyrning kynferðisbrota gegn börnum. Stjórnmál og stjórnsýsla 3. árg. 2007. Bls. 117-140.
- Nýmæli í barnalöggjöf. Tímarit Lögréttu 1. tbl. 2004, bls. 37-49.
- Nýskipan ákæruvalds. Úlfljótur 2. tbl. 1997, bls. 433-448.

 

Blaðagreinar
- Blásið til sóknar. Fréttablaðið 29. okt. 2009. (Ensk þýðing á http://www.ewla.org/News/10289/)
- Barnaníðingar fá væga dóma að mati dómara. Fréttablaðið 6. okt. 2008.
- Fyrning kynferðisbrota gegn börnum. Morgunblaðið 17. apríl 2007.
- Kynferðislegur lágmarksaldur. Fréttablaðið 17. mars 2007.
- Réttindi barna skerpt. Morgunblaðið 28. des. 2003.
- Stundan vændis – kaup á vændi. Morgunblaðið 22. nóv. 2003.
- Lögaldur til að stunda kynlíf. Morgunblaðið 24. okt. 2003.

 

Skipulagning ráðstefna
- Eru fangelsi úrelt? Ráðstefna haldin í Háskólanum í Reykjavík 13. febrúar 2008 (skipuleggjandi og ráðstefnustjóri).
- Einn aðalskipuleggjanda ráðstefnunnar Freedom of Expression in Europe and Beyond – Current Challenges, sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík, 2.-3. nóvember 2006.

 

Störf í ritnefndum fræðirita, yfirlestur greina, ritrýni (journal reviewer)
- Yfirlestur og ritstjórn við frágang og útgáfu ritsins Lögskýringar eftir prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sem kom út á vegum JPV 2008 (397 bls.)
- Yfirlestur og ritstjórn við frágang og útgáfu ritsins EES-réttur og landsréttur eftir prófessor Davíð Þór Björgvinsson, sem kom út á vegum Codex í október 2006 (542 bls.).
- Setið síðan 2008 í ráðgefandi ritstjórn tímaritsins „Stjórnmál og Stjórnsýsla” sem Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála á vegum Háskóla Íslands gefur út.

 


Skipulagning funda
 - Berjumst gegn heimilisofbeldi – Austurríska leiðin. Hádegisfundur haldinn í Háskólanum í Reykjavík 27. október 2009 (skipuleggjandi og fundarstjóri).

 

Erindi og fyrirlestrar
- Viðhorf til kynferðisbrota gegn börnum. Erindi haldið á vísindaráðstefnu Háskóla Íslands, Þjóðarspeglinum, 30. okt. 2009.
- Poverty and sexual offences against children. Is there a link? Erindi í Þjóðmenningarhúsi 4. júlí 2009 á 9. ráðstefnu sem félagið European Women Lawyers Association (EWLA) stóð fyrir.
- Viðhorf dómara til kynferðisbrota gegn börnum. Eru þeir fólk eins og við? Fyrirlestur á ráðstefnu um íslenska Þjóðfélagsfræði í háskólanum á Akureyri, 8. og 9. maí 2009.
- Þynging refsinga fyrir kynferðisbrot. Erindi á málþingi á vegum ELSA (The European Law Students’ Association Iceland) 27. mars 2009.
- Eru dómarar fólk eins og við? Erindi haldið á ”fyrirlestrarmaraþoni” HR dagsins 21. mars 2009.
- Hugleiðingar um sönnum í málum sem varða kynferðisbrot gegn börnum. Erindi flutt 30. sept. 2008 á fundi sem Málfundafélag Lögréttu stóð fyrir og bar heitið: “Sönnun í kynferðisbrotamálum.”
- Erindi á opnum fundi sem Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði stóðu fyrir 7. mars 2007 og bar heitið Kynferðisbrot gegn börnum – Er samfélagið lamað?

 

Umsagnir um lagafrumvörp
- Umsögn um frumarp til laga um breytingu á 206. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (vændi), dags. 16. apríl 2004.

 

Umsjón með BA-ritgerðum
- Margrét Ósk Gunnarsdóttir: Framlög til framfærslu umfram einfalt meðlag samkvæmt barnalögunum (vorönn 2006).

 

Umsjón með ritgerðum á meistararstigi
- Guðrún Svava Baldursdóttir: Sáttamiðlun í sakamálum. Lausn til framtíðar? (desember 2009).
- Margrét Ragnarsdóttir: Afbrot barna og ungmenna 15-21 árs. Hvaða úrræði refsivörslukerfisins eru vænleg til árangurs? (vorönn 2009).
- Jónína Guðmundsdóttir: Gerendur kynferðisbrota gegn börnum. Fanglesi eða meðferð? (vorönn 2009).
- Ólöf Marín Úlfarsdóttir: Ættleiðingar á Íslandi, lög og lagaframkvæmd. (árið 2008).
- Margrét S. Hjálmarsdóttir: Lagaleg álitaefni í tengslum við framkvæmd tæknifrjóvgunar á Íslandi. (árið 2008).
- Katrín Thorsteinsson: Kærur á hendur lögrelgumönnum. Er breytinga þörf? (vorönn 2008).
- Ása Bergsdóttir Sandholt: Meðferð afbrotamanna sem haldnir eru geðrænum annmörkum. (vorönn 2008).
- Svanhildur Þorbjörnsdóttir: Sönnun í kynferðisbrotamálum gegn börnum. (vorönn 2008).
- Dagmar Ösp Vésteinsdóttir: Samfélagsþjónusta. Viðurlagategund eða fullnustuúrræði? (vorönn 2007).
- Thelma Cl. Þórðardóttir: Staða framsalsmála á Íslandi. (vorönn 2007).
- Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir: Afbrot barna. Rannsókn og meðferð mála, viðurlög og meðferðarúrræði. Er úrbóta þörf? (árið 2007)

 

Viðtöl í fjölmiðlum
- DV 23. nóvember 2009 undir fyrirsögninni „Börnin segja frekar frá“
-
Viðtalsþáttur á sjónvarpsstöðinni ÍNN 10. júní 2009
- Morgunblaðið, bls. 2, 2. maí 2009
- Rás 1 30. apríl 2009 og viðtal í fréttaauka
- Viðtal í kvöldfréttum RÚV 30. apríl 2009
- www.AMX.is 17. febrúar 2009 (Bloggari sviptir barn kynferðisafbrotamanns nafnleynd).
- Morgunvakt rásar 1, 16.febrúar 2009 (kynferðisbrot gegn börnum).
- Hádegisfréttir á rás 1 sama dag (endurtekinn hluti úr morgunþættinum).
- www.visir.is 16. febrúar 2009 (Barnið svipt vernd með nafngreiningu).
- Fréttablaðið 6. okt. 2008, bls. 6 (Barnaníðingar fá væga dóma að mati dómara).
- Fréttablaðið 19. febrúar 2007 (forsíða (Kynferðisbrotadómar þyngjast) og bls. 12 (Dómar yfir kynferðisbrotamönnum hafa þyngst undanfarin ár).
- Fréttablaðið 12. febrúar 2007 (forsíða (Refsingar þyngjast) og bls. 8 (Refsingar fyrir kynferðisbrot hafa þyngst undanfarið).

Kennsluferill í HR

2024-1L-505-FJERFjölskyldu- og erfðaréttur
2023-3L-505-FJERFjölskyldu- og erfðaréttur
2023-3L-876-ORGCSkipulögð glæpastarfsemi
2022-3L-785-FACHFjölskyldu- og barnaréttur
2022-3L-505-FJERFjölskyldu- og erfðaréttur
2022-3L-815-VIOLKynbundið ofbeldi
Meira...