Félagssálfræði

NámsgreinE-216-FESA
Önn20213
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2021
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagÞriggja vikna námskeið í lok haustannar.
Kennari
Heiðdís B Valdimarsdóttir
Lýsing
Námskeiðið er inngangur að félagssálfræði. Lögð verður áhersla á að fjalla um hvernig einstaklingar hafa áhrif á hegðun hvers annars, skoðanir, tilfinningar og viðhorf. Meðal efnis og spurninga sem fjallað verður um eru: Hvers vegna eru einstaklingar stundum hjálpfúsir en gera á öðrum stundum fólki mein? Hvers vegna taka einstaklingar stundum þátt í ákvörðunum þrátt fyrir að finnast þær stangast á við siðferðileg gildi? Undir hvaða kringumstæðum hegða einstaklingar sér á þann hátt sem stangast á við venjulega hegðun þeirra?
Námsmarkmið
Að loknu námskeiðinu ættu nemendur að geta útskýrt hvernig hegðun verður fyrir áhrifum af félagslegum aðstæðum; þekkja þætti sem leiða til hjarðhegðunar í skoðunum, viðhorfum og hegðun; skilja hvernig hópákvarðanir geta verið varasamar; og skilja þær aðstæður sem geta leitt til þess að fólk sýnir hjálpsemi eða andstæða hegðun.
Námsmat
Nemendur skrifa stutta rannsóknarskýrslu og taka þátt í verkefnavinnu. Skriflegt próf er í lok annar.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, hópavinna og umræðutímar.
TungumálEnska