Aðferðafræði I - réttarheimildir og lögskýringar

NámsgreinL-101-ADF1
Önn1
Einingar8
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar6. Framhaldsnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFimm fyrirlestrar í viku, auk umræðu- og verkefnatíma.
Kennari
Hafsteinn Dan Kristjánsson
Stefán A Svensson
Lýsing
Fjallað verður ítarlega um réttarheimildir og beitingu þeirra við úrlausn lögfræðilegra viðfangsefna svo og um lögskýringar. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu á eðli og þýðingu einstakra réttarheimilda, samspili þeirra og vægi, þ.m.t. þegar leitast er við að komast að lögfræðilegum niðurstöðum í einstökum álitamálum. Að sama skapi er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á viðurkenndum aðferðum við skýringu settra laga. Stuðst er við dóma og raunhæf verkefni til skýringar á einstökum atriðum og áhersla lögð á að þjálfa með nemendum sjálfstæð og gagnrýnin vinnubrögð. Námskeiðinu er ætlað að leggja grunn að frekara námi og rannsóknum á sviði lögfræði.
Námsmarkmið
-Þekking: Að loknu námskeiði hafi nemandi öðlast skilning og þekkingu á fræðigreininni, m.a. eftirtöldum atriðum: Megineinkennum íslenska réttarkerfisins. Réttarheimildum íslensks réttar, vægi þeirra og samspili. Markmiði lögskýringa sem og helstu kenningum, gögnum og aðferðum sem horft er til við skýringu laga. -Leikni: Að loknu námskeiði geti nemandi beitt aðferðum og verklagi fræðigreinarinnar, m.a. við: Heimildaöflun og leit í rafrænum gagnagrunnum á sviði lögfræði. Lögfræðilega röksemdafærslu og uppbyggingu hennar, t.d. við úrvinnslu álitaefna. -Hæfni: Að loknu námskeiði geti nemandi hagnýtt þekkingu sína og leikni í starfi og/eða frekara námi, m.a. við: Úrlausn og greiningu á lögfræðilegum álitaefnum. Lestur og túlkun á forsendum dóma sem og annarra úrlausna og heimilda á sviði lögfræði. Framhaldsnám í lögfræði.
Námsmat
Miðannarpróf 20%, heimaverkefni 40% og lokapróf 40%. Lágmarkseinkunn á námskeiðinu er 6,0.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og umræðutímar
TungumálÍslenska