Fjölskyldu- og erfðaréttur

NámsgreinL-505-FJER
Önn3
Einingar6
Skylda

Ár2. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagNámskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar.
Kennari
Dögg Pálsdóttir
Svala Ísfeld Ólafsdóttir
Lýsing
: Meginviðfangsefni námskeiðsins eru eftirfarandi þrjú réttarsvið: 1) Hjúskaparréttur. Hjúskaparlög nr. 31/1993. Reglur um stofnun og slit hjúskapar. Réttindi og skyldur hjóna. Fjármál hjóna. Fjárslit vegna andláts eða skilnaðar. Óvígð sambúð. 2) Barnaréttur. Barnalög nr. 76/2003. Reglur um faðerni og móðerni. Forsjá og umgengnisréttur. Framfærsluskylda með börnum. 3) Erfðaréttur. Erfðalög nr. 8/1962. Lögerfðir og bréferfðir. Erfðaskrár. Réttur til setu í óskiptu búi. Skipti dánarbúa.
Námsmarkmið
-Þekking: Að nemendur kunni skil á grundvallarreglum hjúskapar-, barna- og erfðaréttar að námskeiðinu loknu. -Leikni: Að nemendur öðlist leikni í að afla upplýsinga og þekkingar á viðkomandi fræðasviðum og geti sett fram skoðanir sínar og niðurstöður á rökstuddan hátt. -Hæfni: Að nemendur séu færir um að leysa úr raunhæfum úrlausnarefnum á framangreindum sviðum.
Námsmat
Verkefni og próf.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, umræður og verkefni.
TungumálÍslenska