Upplýsingaþjóðfélagið

NámsgreinT-316-UPPL
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Ásrún Matthíasdóttir
Lýsing
"Námskeiðið fjallar um félagsleg, lagaleg og siðfræðileg efni er tengjast upplýsinga- og samskiptatækni í nútíma þjóðfélagi. Megin þemu verða: * Friðhelgi og öryggi * Vitrænn auður * Tölvuglæpir og önnur lagaleg atriði * Tölvur og áhætta * Siðfræðileg undirstaða, leiðbeiningar og ábyrgð * Áhrif tölvuvæðingar á vinnustaði, vinnuvenjur, hópvinnu og sérfræðimenningu * Rafræn viðskipti og rafræn stjórnsýsla * Samfélagið, netmenning og áhrif á heilbrigðis- og menntamál Lögð verður áhersla á að þjálfa nemendur í skýrslu- og greinaskrifum með verkefnavinnu."
Námsmarkmið
Þekking: Geti lýst kostum og göllum upplýsingaþjóðfélags. Sé meðvitaður um samfélagsleg, siðfræðileg og heimspekileg áhrif tölvuvæðingar. Skilji áhrif upplýsinga- og samskiptatækni á heimili, skóla, vinnustaði, tómstundaiðkun, heilbrigðis- og menntamál. Þekki helstu siðfræðileg vafamál sem tengjast tölvunotkun og hver er ábyrgð þeirra sem vinna með tölvur. Þekki lagalegt umhverfi upplýsingatækninnar og lagaleg atriði eins og friðhelgi og öryggi, vitrænn auður og tölvuglæpir. Leikni: Geti skrifað skýrslur og greinar um efni tengt tölvunotkun. Hæfni: Geti fylgst með þróun upplýsingaþjóðfélags og metið hana með gagnrýnum hætti. Geti mótað sér framtíðarsýn um æskileg áhrif tölvuvæðingar
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska