Svefn

NámsgreinT-424-SLEE
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinarGrunnnám, sérhæft námskeið / Framhaldsnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt í 12 vikur
Kennari
Erna Sif Arnardóttir
Sigríður Sigurðardóttir
Lýsing
Stig námskeiðs:                   3. Grunnnám, sérhæft námskeið / 4. Framhaldsnám, inngangsnámskeið.
Tegund námskeiðs:            Valnámskeið.
Nauðsynlegir undanfarar: Engir undanfararEfnistök námskeiðsins eru meðal annars: Saga svefnrannsókna, taugafræðilegar undirstöður svefns og vöku, samanburður svefns og vöku milli tegunda, hlutverk svefns í þroska og minni, svefnsjúkdómar, áhrif svefnleysis, og virkni svefn og vökulyfja. Lögð verður áhersla á að skoða hagnýtingu svefnrannsókna til dæmis í tengslum við lyfja og tækjaþróun. Engin kennslubók verður notuð - eingöngu verða lesnar viðeigandi frumheimildir; jafnt sígildar sem glænýjar. Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem eru í MSc námi eða lengra komnir í BSc námi. Gott væri er nemendur hefðu tekið til dæmis: T-106-LIFV eða E-112-LIAT; en nálgunin verður þverfagleg og er því ekki neinn einn bakgrunnur skilyrði fyrir inngöngu (en er háð samþykki kennara). Verklegar æfingar verða hluti af námsmati. Námskeiðið er á íslensku en verkefnum má skila hvort heldur sem er á íslensku, ensku (eða skandinavísku eitthverri).
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • Öðlist skilning á hvað svefn er
  • Öðlist skilning á þeim vandamálum sem hindra að svefn sé að fullu útskýrður
  • Að hverju rannsóknum verður beint í nánustu framtíð
  • Kunni skil á helstu mæli og úrvinnsluaðerðum
Námsmat
Þátttaka í tímum, nemendur senda að auki tölvupóst til kennara í hverri viku þar sem inntak greinanna sem verða lesnar í þeirri viku er dregið saman; skýrsla um verklegar æfingar (nánar útlistaðar í upphafi námskeiðs), ritgerðarpróf.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt alla daga í 3 vikur skv. sérstakri stundaskrá. Haldnir verða hefðbundnir fyrirlestrar en þeir verða í minnihluta. Námskeiðið byggist upp á umræðum þar sem lesefnið, sem og inntak verklegra æfinga verður greint. Verklegar æfingar verða fyrirferðamiklar.
TungumálÍslenska