Ákvarðanatökuaðferðir

NámsgreinT-603-AKVA
Önn20251
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2025
Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-302-TOLF, Tölfræði I
SkipulagKennt í 12 vikur - 3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Stig námskeiðs:                   Grunnnám, sérhæft námskeið.
Tegund námskeiðs:            Valnámskeið.
Nauðsynlegir undanfarar: Tölfræði I (T-302-TOLF).Markmið áhættustjórnunar er ekki að útrýma áhættu enda er það ekki hægt. Áhættuna má á hinn bóginn skilgreina og meta til líkinda og verðs. Flókna og margslungna ákvörðun má brjóta upp í þætti og einfalda uns ljóst er í hvaða átt helstu rök hníga. Um langa hríð hefur hér á landi hver umdeilda ákvörðunin rekið aðra. Hefðu sumar þeirra ákvarðana reynst betur hefðu þær stuðst við þær aðferðir sem greint er frá í þessu námskeiði? Svarið er já. Líkindareikningur og normaldreifingin eru grundvallaratriði og tungumál áhættustjórnunar upp að vissu marki. Líkindareikningur segir okkur til dæmis hvernig á að meta það sem á eftir að gerast á grundvelli þess sem liðið er og tölfræðileg staðalfrávik eru notuð til að stærðarmeta áhættuna. Einnig munum við velta fyrir okkur hvernig þættir í eðli okkar geta mótað afstöðu okkar og bjagað ákvarðanir sem við tökum.Lesefni:                                 Goodwin & Wright, Decision Analysis for Management Judgment (5ed).
Námsmarkmið
Helsta markmið námskeiðsins er að gera þá nemendur sem hyggjast leggja fyrir sig stjórnun betur færa um að standa sig vel í því hlutverki. Gildi þess að taka áhættu og óvissu með í reikninginn við ákvarðanir sínar er ótvírætt. Helstu kennslumarkmið: Kenna nemendum beitingu tölfræðilegra aðferða við ákvörðunartöku og áhættugreiningar. Kynna fyrir nemendum hvernig ofmat/vanmat á mannlegum þáttum skiptir máli við ákvörðunartöku. Kenna nemendum helstu aðferðir ákvörðunargreininga. Kenna nemendum að byggja upp líkön til að styðja ákvörðunartökuna.Þekking: Eftir námskeiðið hefur nemandinn þekkingu til að beita helstu verkfærum ákvörðunarfræða s.s. áhrifaritum, Monte Carlo hermun, ákvörðunartré, afraksturstöflum, hópvinnutækni, Delphi könnunum os,frv,Færni: Eftir námskeiðið getur nemandinn still upp ferli til að taka ákvörðun sem byggir á bestu fáanlegum upplýsingum s.s. með þróun ákvörðunarlíkana.Persónuleg færni: Eftir námskeiðið er nemandinn fær um að vinna með teymum í anda nútíma kenninga um leiðtogafærni til að komast að óbjagaðri niðurstöðu um ákvörðunartengt vandamál.Hæfni: Nemandinn er hæfur til að hugsa á gagnrýninn hátt um ákvarðanir og hanna leið til að finna bestu mögulegu lausn.
Námsmat
Tilkynnt síðar.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt í 12 vikur. Fyrirlestrar, dæmatímar og reynsludæmi (case studies).
TungumálÍslenska