Gæðastjórnun

NámsgreinT-807-QUAL
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar4. Framhaldsnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Helgi Þór Ingason
Lýsing
Gengið er út frá því að nemendur í námskeiðinu hafi amk. lágmarks bakgrunn í tölfræði. Einnig er æskilegt að nemendur hafi lokið 180 ECTS eininga háskólanámi eða hafi verulega reynslu í rekstri.  Fjallað er um hugmyndafræði gæðastjórnunar og mikilvægar undirgreinar hennar eins og straumlínustjórnun og 6 sigma. Meðal viðfangsefna eru gæðahugtakið, viðskiptavinir, gæðabragur, birgjar og gæðakostnaður. Stjórnunarkerfi og hönnun þeirra. Umbótaaðferðir, stjórnunarstaðlar, hönnun gæðakerfa, gæðahandbækur, vottun gæðakerfa og gæðaúttektir. Tölfræðileg gæðastýring, notkun stýririta og færni ferla.
Námsmarkmið
Nemendur sem ljúka þessu námskeiði geta: 
  • Gert grein fyrir eðli og inntaki gæðastjórnunar sem fræðigreinar, útskýrt sögu hennar og helstu hugtök og fært rök fyrir gagnsemi hennar og takmörkunum við stjórn skipuheilda.
  • Útskýrt samhengi gæðastjórnunar við vinsæl hugmyndakerfi eins og straumlínustjórnun og 6 sigma. 
  • Beitt aðferðum umbótastarfs, verkferlum og tækjum og tólum, við greiningu og lausn raunverulegra vandamála, sett fram tillögur til lausnar og kynnt þær í ræðu og riti.
  • Metið færni ferla (process capability), reiknað færnistuðla og sett fram einföld stýririt.
  • Útskýrt eðli og uppbyggingu stjórnunarstaðalsins ISO9001.
  • Metið stöðu skipuheildar út frá kröfum stjórnunarstaðalsins ISO9001, byggt upp mjög einfalda útgáfu af gæðahandbók, og skilað niðurstöðum með faglegum hætti í riti og ræðu.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálEnska