Notkun líkana við stjórnun

NámsgreinT-808-NOLI
Önn20243
Einingar8
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar6. Framhaldsnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-101-STA1, Stærðfræði I
T-302-TOLF, Tölfræði I
T-403-ADGE, Aðgerðagreining
T-502-HERM, Hermun
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Námskeið þetta er hugsað sem síðasta námskeið á sviði aðgerðarannsókna og rekstrarstjórnunar. Ekki verður nema að litlu leiti farið í nýjar aðferðir heldur er markmiðið að þjálfa nemendur í að hanna og nota reiknilíkön aðgerðarannsókna í stjórnun við raunhæfar aðstæður. Í hverri lotu verður tekið fyrir eitt sérsvið stjórnunar, hlutverk viðkomandi stjórnanda greint og þarfir hans fyrir útreikninga og leitast við að koma auga á möguleika hans til að nýta sér reiknilíkön meira en gert er í dag. Þessi sérsvið eru markaðsstjórnun, innkaupa og birgðastjórnun, framleiðslustjórnun, stjórnun vörudreifingar, þjónustustjórnun, fjármálastjórnun, gæðastjórnun, framkvæmdastjórnun og loks stjórnun í opinberri stjórnsýslu. Í þetta fara 8 lotur/tímar og er einu heimaverkefni skilað eftir hverja lotu. Jafnframt leysa nemendur í hópvinnu eitt sjálfvalið raunhæft verkefni.  Lesefni:   Notuð verður eftirfarandi bók :    „Management Science Modeling“ by Winston & Albright   Ath að bókinni er ekki fylgt frá einum kafla til annars, enda eru efnistök hennar öðruvísi skipulögð en í námskeiðinu.   Sem ítarefni er bent á bókina „Optimization in Operations Research“ by Ronald L. Rardin.  Forkröfur:   Góð þekking á Aðgerðarannsóknum og Rekstrarstjórnun, þ.á.m. námskeið eins og Aðgerðarannsóknir, Hermun, Rekstur og stjórnun  eða hliðstæð kunnátta úr öðrum námskeiðum. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi þegar lært aðferðir aðgerðarannsókna eins og línuleg bestun, hermun, netlíkön, biðraðafræði, spálíkön, heiltölubestun, ólínuleg bestun, ákvarðanafræði o.þ.h. Einnig að þeir hafi kynnst einhverjum þáttum rekstrarstjórnunar svo sem gæðastjórnun, framleiðslustjórnun, verkefnastjórnun og fjármálastjórnun.      
Námsmarkmið
Að loknu námi getur nemandi sýnt fram á þekkingu, færni og hæfni til að hagnýta sér námsefnið svo sem hér segir:
  • Hafa þekkingu og skilning á notkun reiknilíkana og aðgerðarannsókna við stjórnun í fyrirtækjum og stofnunum.
  • Sé fær um að hanna reiknilíkön og hagnýta þau og geri sér grein fyrir
  • möguleikum en einnig takmörkunum slíkra líkana.
  • Hafa yfirsýn yfir helstu tegundir hagnýtra líkana í aðgerðarannsóknum og
  • þjálfun í að hanna þau og hagnýta á sem flestum sviðum stjórnunar.
  • Geta þróað hagnýt aðgerðarannsóknalíkön fyrir hina ýmsu tegundir
  • stjórnenda með Excel en einnig öðrum verkfærum svo sem MPL og Simul8.
  • Hafa fengið innsýn og þjálfun í að beita reiknilíkönum við raunverulegar
  • aðstæður.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálEnska