Samhæfð vöruþróun; kerfi og ferlar

NámsgreinT-814-PROD
Önn20243
Einingar8
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar6. Framhaldsnám, sérhæft námskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Páll Kristján Pálsson
Lýsing
Fjallað verður um verkfræðilega nálgun við nýsköpun og frumkvöðlafræði í fyrirlestrum og verkefni unnið í starfandi fyrirtæki.
Með auknu frelsi í viðskiptum og alþjóðavæðingu eykst samkeppni á milli fyrirtækja. Jafnframt gera neytendur sífellt auknar kröfur um nýjar lausnir og tækniþróunin leiðir til úreldingar lausna. Aðstæður sem þessar kalla á stöðuga nýsköpun í rekstri fyrirtækja og skilning á eðli nýsköpunar og frumkvöðlafræða.
Nýsköpun er ekki aðeins nauðsynleg í hátæknifyrirtækjum heldur öllum fyrirtækjum sem ætla að lifa og dafna.
Í námsskeiðinu er farið yfir nýsköpun og nýsköpunarhæfni fyrirtækja út frá markaðslegum, tæknilegum/verkfræðilegum, skipulagslegum og fjárhagslegum forsendum. Fjallað verður um hugtökin nýsköpun og frumkvöðlafræði og þýðing þeirra í nútíma rekstri útskýrð og sett í samhengi við árangur. Einnig verður fjallað um þekkingarverðmæti, hugverkavernd og einkaleyfi (intellectual property rights). Þá verður fjallað um alþjóðavæðingu og áhrif hennar á nýsköpunarferlið.
Sérstök áhersla verður lögð á kerfisbundna uppbyggingu þeirra verkferla er tengjast nýsköpun og verkefni unnið í starfandi fyrirtæki á því sviði.
Námsmarkmið
Að nemendur öðlist skilning á rótum árangurs og mistaka í nýsköpun innan fyrirtækja, hvernig fyrirtæki geta þróað, viðhaldið og aukið hæfni sína til nýsköpunar og þýðingu nýsköpunar og frumkvæðishugsunar fyrir tilvist fyrirtækja.  Byggja upp þekkingu á aðferðafræði og ferlum nýsköpunar og samhengi þessara þátta við frumkvöðlahugsun og þróun nýrra afurða (vöru og þjónustu). Að nemendur hafi öðlast skilning á mikilvægustu þáttum í nýsköpun innan fyrirtækja og geti sett fram leiðir/líkön til að byggja nýsköpunarferla á.Að nemendur kunni að beita helstu aðferðum á sviði nýsköpunar innan  fyrirtækja með því að greina ástand og spá fyrir um með hvaða aðferðum líklegast sé að besta megi árangurinn á sviði nýsköpunar og leysa þau verkefni sem þörf er á. Einnig að nemendur geti lýst núverandi ástandi og sett fram tillögur um uppbyggingu nýksöpunarferla og kerfa í fyrritækum þannig að unnt sé að vinna eftir þeim.Að nemendur geti aðlagað fræðileg líkön tengd nýsköðun að raunverulegum aðstæðum í  fyrirækjum, gert raunhæf líkön um lausnir, kynnt og rökstutt tillögur sínar og þekki leiðir til að skipuleggja og framkvæma tillögurnar og túlka niðurstöður aðgerða.
Námsmat
Munnlegt próf gildir 32% og verkefnið 68%.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálEnska