Tölvustudd greining með einingaaðferðinni

NámsgreinT-844-FEMM
Önn20251
Einingar8
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2025
Stig námsgreinarGrunnnám, sérhæft námskeið / Framhaldsnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararT-106-BURD, Stöðu og burðarþolsfræði
T-534-AFLF, Aflfræði
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Stig námskeiðs:                     3. Grunnnám, sérhæft námskeið / 4. Framhaldsnám, inngangsnámskeið.
Tegund námskeiðs:            Valnámskeið.
Undanfarar:                           Stöðu- og burðarþolsfræði (T-106-BURD), Aflfræði (T-534-AFLF).Námskeiðið fjallar um einingaaðferðina (FEM) og notkun hennar við lausn aflfræðilegra viðfangsefna. Farið verður í fræðilegan bakgrunn aðferðarinnar þannig að nemendur öðlist skilning á grundvallaratriðum einingaraðferðarinnar. Áhersla er lögð á nemendur geri sér grein fyrir hugsanlegum skekkjuvöldum og hvernig megi auka nákvæmni aðferðarinna Lögð verður áhersla á hagnýta notkun aðferðarinnar. Markmiðið er að veita nemendum innsýn í möguleika og eiginleika einingaraðferðarinnar við greiningu á aflfræðilegum viðfangsefnum sem og þjálfun í notkun hugbúnaðar sem byggir á aðferðarfræðinni. Gerðar verða einfaldar greiningar í MATLAB auk þess verða stærri FEM forrit (SAP2000, ANSYS og/eða sambærilegt) notuð fyrir flóknari greiningar.
Námsmarkmið
Við lok námskeiðsins eiga nemendur að geta:
  • Notað einingaaðferðina (FEM) við lausn á aflfræðilegum viðfangsefnum
  • Notað aðferð sýndarvinnu til að setja fram kerfislíkingar og kerfisfylki fyrir helstu gerðir eininga
  • Skilgreint viðeigandi randskilyrði og leyst tilheyrandi jöfnuhneppi
  • Sett fram lausnaraðferð, byggða á smábútaaðferð, til greiningar á aflfræðilegum viðfangsefnum
  • Lagt mat á skekkjur og frávik í FEM greiningu
  • Byggt einingalíkön og unnið greiningar í algengum alhliða FEM hugbúnaði
  • Sett fram niðurstöður FEM greiningar á skíran og skilmerkilegan hátt. 
Námsmat
Námsmat er byggt á einstaklings skilaverkefni, hópskilaverkefni, lokaprófi.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennt í 12 vikur. Fyrirlestrar og verkefnavinna.
TungumálEnska