Hagnýt stærðfræði I

NámsgreinV-104-STÆR
Önn5
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFjórir fyrirlestrar á viku og tveir dæmatímar
Kennari
Magnús Júlíusson
Lýsing
Notkun logra og veldisvísisfalla við vaxtaútreikning, t.d. samfellda vexti. Undirstöðuatriði í runum og röðum. Núvirðing og framtíðarvirðing endanlegs og óendanlegs tekjustreymis í ósamfelldum og sammfelldum tíma. Undirstöðuatriði í fylkjareikningi. Línuleg bestun. Lausn hagrænna vandamála með aðstoð stærðfræðigreiningar. Hámörkun og lágmörkun með og án hliðarskilyrða. Hvelfd og kúpt föll. Margvíð stærðfræðigreining. Heildun. Hlutafleiður. Lagrange-aðferðir. Miðað er við að þeir nemendur sem hafa veikan grunn hafi gengist undir undirbúningsnámskeið sem boðið er upp á í byrjun haustannar.
Námsmarkmið
Hæfniviðmið í þessu námskeiði byggja á því að gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni í stærðfræði sem samsvarar neðri hluta í þriðja hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytisins í aðalnámsskrá framhaldsskóla frá 2011, við inngöngu í námið. Það þýðir að nemendur skuli hafa lokið fyrsta og öðru hæfniþrepi og kunna skil á föllum, ferlum og deildun helstu falla, einfaldra og samsettra í þriðja þrepi. Þá er ennfremur gert ráð fyrir við inngöngu að nemendur hafi hæfni í ensku sem samsvarar þriðja hæfniþrepi viðmiða enda kennslubækur á ensku. Almennt gildir í náminu að til að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi er talsverður hluti námsins á ensku. Nemendur munu stunda þriðja námsár á ensku og stök námskeið fyrsta og annars námsárs eru einnig kennd á ensku.HæfniviðmiðStærðfræði er mikilvæg undirstaða náms og starfa innan viðskiptafræði og hefur tengingu við flest sérsvið fræðigreinarinnar. Þessu námskeiði er ætlað að búa nemendur undir að takast á við verkefni á þessum sviðum.Með hæfniviðmiðum er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan Hagnýtrar stærðfræði og nemendum er ætlað að tileinka sér á önninni.
Skammstöfun aftan við hvert hæfniviðmið hér á eftir vísar til númers hæfniviðmiðs eins og þau birtast í viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður fyrir almennt bakkalárpróf.  Þannig þýðir Þ1 þekkingarviðmið nr. 1 í nefndum hæfniviðmiðum.Sjá: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=7fa0729e-dacc-47e3-b626-96efb036ef68  Þau hæfniviðmið sem hér fara á eftir eru hluti hæfniviðmiða bakkalárprófs í viðskiptafræði 
Sjá:  http://www.ru.is/media/skjol-vd/bsc/Laerdomsvidmid-BS-nam-20042014.pdfÞekking:Við lok námskeiðsins býr nemandi yfir þekkingu innan hagnýtrar stærðfræði. Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennanskilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu (Þ1). Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun (Þ2). Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu viðfangsefni námskeiðsins.Við lok námskeiðsins geti nemandi beitt aðferðum hagnýtrar stærðfræði. Þetta felur í sér að nemandi hafi í lok námskeiðsins getu til að nota tæki stærðfræðinnar við lausn margvíslegra viðfangsefna (L1, L2, L3, L4 og L5) þ.e.
  • geti notað logra, veldis- og vísaföll við prósentureikning og núvirðingu.
  • séu færir um að núvirða endanlegt og óendanlegt tekjustreymi.
  • geti leyst línuleg jöfnukerfi með fylkjareikningi.
  • geti lýst eiginleikum falla og ferlum þeirra.
  • geti leyst ýmis hagræn vandamál með aðstoð stærðfræðigreiningar.
  • geti leyst hámörkunardæmi með einni eða fleiri breytustærðum.
  • geti leyst hámörkunardæmi með hliðarskilyrðum.
    Þetta felur í sér að nemandi
    • hafi öðlast leikni til að greina ýmis megindleg vandamál og geti rökstutt ákvarðanir um beitingu aðferða með gagnrýnum hætti á faglegum grunni (L3).
    • hafi öðlast getu til að greina milli nauðsynlegra og ónauðsynlegra upplýsinga (L5).
    • hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun við lausn vandamála (L7)
    Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni í stærðfræði í starfi og/eða frekara námi.Þetta felur í sér að nemandi
    • hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám á sviði hagnýtrar stærðfræði (H1).
    • geti unnið sjálfstætt og skipulega að ýmsum megindlegum viðfangsefnum (H2).
    • sé fær um að túlka, skýra og kynna fræðileg atriði og reikniniðurstöður (H4).
    Námsmat

    Lesefni
    Ekkert skráð lesefni.
    Kennsluaðferðir
    3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku
    TungumálÍslenska