Hagnýt upplýsingatækni

NámsgreinV-206-UPLT
Önn20243
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Valeria Rivina
Lýsing
Farið er yfir alla helstu þætti upplýsingatækninnar sem snúa að stjórnendum og sérfræðingum fyrirtækja. Lögð er rík áhersla á að skoða upplýsingatæknina sem verkfæri sem nýtist bæði til að skapa ný viðskiptatækifæri og til að hagræða í rekstri. Nemendur kynnast vel þeim hugbúnaðarlausnum sem best henta viðskiptalífinu á hverjum tíma og kynnast þeim aðferðum sem notaðar eru við val á slíkum lausnum. Nemendur kynnast helstu þáttum hugbúnaðarþróunar með áherslu á þarfagreiningu og prófanir. Farið er yfir grundvallaratriðin í uppbyggingu venslaðra gagnagrunna og læra nemendur að sækja gögn úr slíkum gagnagrunnum til að vinna með í rekstrarlegum tilgangi. Nemendur kynnast þannig meðal annars vöruhúsi gagna og gagnateningum.
Námsmarkmið
Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að: •Nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á hvernig viðskiptahugbúnaður virkar, hvaða viðskiptahugbúnaður stendur til boða og hvernig eigi að standa að vali á slíkum hugbúnaði •Nemendur öðlist góða undirstöðuþekkingu á skipulagningu gagna í tölvukerfum. Nemendur geta eftir námskeiðið stofnað gagnasöfn og viðhaldið gagnasöfnun. Þeir munu öðlast hæfni í að vinna með eldri gagnasöfn þannig að gögnin nýtist þeim betur í viðskiptum •Nemendur öðlist góða undirstöðuþekkingu á þróunarferli hugbúnaðar og geta á skipulagðan hátt tekið þátt í og/eða leitt slík ferli •Nemendur öðlist reynslu í notkun verkfæra til að vinna með gögn og byggja upp minni lausnir sem ekki þykir borga sig að leysa í hefðbundnum viðskiptahugbúnaði
Námsmat
8 dæmatímaverkefni 16%, 2 skilaverkefni 24%, Lokaverkefni 20% og Lokapróf 40%.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
3 fyrirlestrar og 3 dæmatímar á viku.
TungumálÍslenska