Vinnumarkaðshagfræði

NámsgreinV-221-LAEC
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararV-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Anna Birgitta Thoresson
Lýsing
Námskeiðið fjallar um hvernig vinnumarkaðir virka og tengingu vinnumarkaða við starfsemi fyrirtækja. Í upphafi námskeiðs verða rifjuð upp grundvallaratriði hagfræðinnar, framboð (e. supply), eftirspurn (e. demand) og ávinningur viðskipta (e. gains from trade). Í framhaldinu verða þessi hugtök sett í samhengi vinnumarkaðshagfræðinnar. Tæki hagfræðinnar eru notuð til að greina ákvarðanir starfsmanna og atvinnurekenda og þær stofnanir vinnumarkaðarins sem hafa áhrif á þessar ákvarðanir, t.d. stéttarfélög, félög atvinnurekenda og lagaumhverfi.
Meðal spurninga sem námskeiðinu er ætlað að svara eru:
  • Hvað ræður því hversu marga einstaklinga fyrirtæki er tilbúið að ráða í vinnu?
  • Hvað ræður því hversu mikið einstaklingar eru tilbúnir að vinna?
  • Hvað ræður því hvaða laun einstaklingur fær?
  • Hver eru tengslin á milli menntunar og launa?
  • Hvaða máli skipta stéttarfélög?
  • Hvers vegna fá konur og karlar ekki sömu laun fyrir sömu vinnu?
  • Hver er eðlileg tekjudreifing?
  • Af hverju er atvinnuleysi alltaf til staðar? Hvert er eðlilegt atvinnuleysi?
  • Hver er sérstaða íslensks vinnumarkaðar?

Meðal efnis námskeiðsins er framboð vinnuafls, spurn eftir vinnuafli af hálfu atvinnurekenda, menntun og þjálfun starfsmanna, hlutverk stéttarfélaga, réttindi starfsmanna og stefna stjórnvalda. Þá verður einnig rætt um atvinnuleysi, mismunun á vinnumarkaði og tekjudreifingu.
Námsmarkmið
Að loknu þessu námskeiði eiga nemendur að hafa eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni í vinnu­markaðs­hagfræði.Þekking
  • Nemendur eiga að hafa almenna þekkingu á helstu viðfangsefnum og kenningum vinnumarkaðshagfræðinnar.
  • Nemendur eiga að þekkja helstu hugtök vinnumarkaðshagfræðinnar á borð við vinnuaflseftirspurn (e. labor demand), framboð á vinnuafli (e. labor supply), teygni (e. elasticity), jafngildisferill (indifference curves), mannauður (e. human capital), atvinnuleysi (e. unemployment) og mismunun (e. discrimination).
  • Nemendur eiga að þekkja helstu atriði sem hafa áhrif á framboð og eftirspurn á mörkuðum almennt sem og á vinnumarkaði.
  • Nemendur eiga að skilja hvað skilur vinnumarkað frá öðrum mörkuðum.
  • Nemendur eiga að geta beitt helstu tækjum vinnumarkaðshagfræðinnar.
  • Nemendur eiga að geta greint áhrif af breytingum, t.d. skattabreytingum, á eftirspurn og framboð á vinnuafli.
  • Nemendur eiga að geta teiknað gröf og skýrt líkön sem notuð eru vinnumarkaðshagfræði á borð við framboð, eftirspurn, jafngildisferla og tekjubönd (e. budget constraints). 
  • Nemendur eiga að skilja hlutverk hins opinbera og hlutverk alþjóðastofnana á vinnumarkaði.
  • Nemendur eiga að geta greint viðfangsefni vinnumarkaðshagfræðinnar.
  • Nemendur eiga að geta greint hvaða tæki á við við greiningu viðfangsefna.
  • Við greiningu viðfangsefna eiga nemendur að geta greint á milli aðal- og aukaatriða.
  • Nemendur eiga að geta nýtt greiningartæki hagfræðinnar við viðfangsefni á borð við mismunun á vinnumarkaði og tekjudreifingu.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálEnska