Fjármál hins opinbera og almannavalfræði

NámsgreinV-235-PFPC
Önn20241
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
V-625-REII, Rekstrarhagfræði II
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Gunnar Gunnarsson
Lýsing
Í námskeiðinu leggjum við áherslu á að skoða hlutverk hins opinbera út frá kenningum hagfræðinnar. Við fjöllum meðal annars um ytri áhrif (e. externalities), skilvirkni, misskiptingu, ósamhverfar upplýsingar og samgæði. Við skoðum hlutverk hins opinbera, meðal annars í menntunargeiranum, heillbrigðiskerfinu, og umhverfismálum. Að lokum verður fjallað um tekjuöflun hins opinbera í gegnum skatta.
Námsmarkmið
Að loknu þessu námskeiði eiga nemendur að hafa eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni: Þekking:• Nemendur eiga að hafa almenna þekkingu á helstu viðfangsefnum og kenningum hagfræðinnar er viðkemur fjármálum hins opinbera.• Nemendur eiga að þekkja helstu hugtök á borð við samgæði, einkagæði, velferðar hagkerfi, hagkvæmni, markaðsbrestir o.s.frv.• Nemendur eiga að þekkja helstu ástæður fyrir inngripum hins opinbera.• Nemendur eiga að hafa þekkingu á tekjuöflun hins opinbera.• Nemendur eiga að skilja hvað skilur opinbera geiranum frá öðrum einkageiranum.• Nemendur eiga að geta beitt helstu hugtökum og líkönum sem farið er yfir á námskeiðinu• Nemendur eiga að geta greint áhrif af inngripum hins opinbera.• Nemendur eiga að geta teiknað gröf og skýrt líkön sem notuð eru í fjármálum hins opinera.• Nemendur eiga að geta gert grein fyrir helstu hlutverkum hins opinbera.• Nemendur eiga að geta greint viðfangsefni hins opinbera.• Nemendur eiga að geta greint hvaða hugtök og líkön skal nota við greiningu viðfangsefna.• Við greiningu viðfangsefna eiga nemendur að geta greint á milli aðal- og aukaatriða.• Nemendur eiga að geta nýtt greiningartæki hagfræðinnar til að greina stefnumótun hins opinbera.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska