Hagnýt tölfræði I

NámsgreinV-303-TOL1
Önn6
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFyrirlestrar, dæmatímar og skilaverkefni
Kennari
Loftur Hreinsson
Lýsing
Í upphafi námskeiðs verður farið yfir helstu aðferðir lýsandi tölfræði. Að því búnu verða kenndir helstu mælikvarðar á miðlægni og dreifingu gagna. Þá verður farið yfir helstu hugtök líkindafræða sem undirstöðu tölfræðilegra aðferða. Næst verða teknar fyrir strjálar og samfelldar hendingar og dreifingar þeirra. Fjallað verður um úrtök og úrtaksdreifingar. Þá er komið að kjarna ályktunartölfræðinnar, mati á stikum og prófun á tilgátum. Að lokum verður farið í fylgni og farið yfir aðferð minnstu kvaðrata (e. ordinary least squares, OLS) við aðhvarfsgreiningu með það að markmiði að meta hagnýt línuleg sambönd í viðskiptalífinu. Áhersla verður lögð á að beita aðferðum tölfræðinnar við lausn hagnýtra dæma og verkefna. Lagt verður upp úr því að nemendur geti reiknað dæmi á blaði með aðstoð vasareiknis og í tölvu með Excel og skyldum forritum.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu skulu nemendur geta: •Skilgreint grundvallarhugtök í lýsandi tölfræði og ályktunarfræði •Beitt aðferðum tölfræðinnar við lausn hagnýtra dæma og verkefna •Túlkað niðurstöður tölfræðilegra kannana
Námsmat
Fyrirlestrar, dæmatímar og skilaverkefni
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku.
TungumálÍslenska