Alþjóðaviðskipti

NámsgreinV-308-ALVI
Önn5
Einingar6
Skylda

Ár3. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
V-105-MAR1, Markaðsfræði I
Skipulag3 vikna námskeið í lok haustannar
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Annars vegar er fjallað um umhverfi og þróun heimsviðskipta, hnattvæðingu viðskipta, fræðilegar kenningar um alþjóðleg viðskipti, pólitíska mótun viðskiptastefnu og viðskiptaumhverfis, viðskiptahindranir, svæðisbundin viðskiptabandalög eins og ESB og NAFTA, áhrif menningar á alþjóðleg viðskipti, erlenda fjárfesting, staðsetning framleiðslu, GATT og WTO, alþjóðlega peningakerfið og IMF. Þessi málefni og stofnanir eru settar í samhengi við stöðu Íslands og málefni sem eru ofarlega á baugi í heimsfréttum. Hins vegar eru málin skoðuð frá sjónarhóli fyrirtækjanna sjálfra. Meðal annars verður eftirfarandi tekið fyrir: ávinningur og áhættur erlendrar starfsemi, mögulegar leiðir við alþjóðavæðingu fyrirtækja, útrás íslenskra fyrirtækja: saga og lærdómur, skipulag alþjóðlegs rekstrar, alþjóðleg markaðssetning og þróunarstarf, alþjóðlegt samstarf, inn/útflutningur og fjölþjóðleg stjórnun.
Námsmarkmið
  • Þekki meginatriði í uppbyggingu og þróun alþjóðlega viðskiptakerfisins
  • Þekki helstu markað- og stjórnkerfi á heimsvísu, kosti þeirra og galla
  • Skilji helstu áhrif og afleiðingar frelsis og takmarkana á frelsi í alþjóðaviðskiptum
  • Hafi innsýn í með hvaða hætti munur á menningu getur haft áhrif á alþjóðleg viðskipti
  • Þekki ólíkar og mögulegar leiðir til alþjóðavæðingar fyrirtækja
  • Þekki kunnar áhættur í alþjóðlegum rekstri.
  • Geti greint mögulega kosti og galla þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi fyrir þjóðir og fyrir fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum
  • Geti greint stöðu mismunandi samfélaga í alþjóðaviðskiptaumhverfinu og þau áhrif sem hún hefur á efnhagslega framþróun viðkomandi samfélaga.
  • Hafi innsýn í alþjóðasamninga sem kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu einstakra atvinnugreina á Íslandi, t.d. EES-samninginn og fríverslunarsaminga
  • Hafi kunnáttu og færni til að greina stöðu fyrirtækis m.t.t. alþjóðavæðingar og geti sett fram greiningu á mögulegum kostum, göllum og áhættu af alþjóðavæðingu
  • Hafi vissa reynslu af hópavinnu þar sem unnið er með raunverulegt verkefni í alþjóðlegu umhverfi.
Námsmat
Verkefni og lokapróf.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
4 fyrirlestrar á viku
TungumálEnska