Alþjóðahagfræði

NámsgreinV-321-INEC
Önn20241
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
V-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
V-204-THII, Þjóðhagfræði II
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Bjarni Geir Einarsson
Lýsing
Í þessu námskeiði verður fjallað um alþjóðaviðskipti og -fjármál. Í fyrri hluta námskeiðsins munum við meðal annars skoða ávinning af viðskiptum, ólík viðskiptamynstur og áhrif stjórnvaldsákvarðana á viðskipti. Í seinni hlutanum lítum við svo til greiðslujafnaðar, gengissetningu og alþjóðlegra fjármagnsmarkaða.Yfirferð fyrri hluta námskeiðsins byggir að mestu á líkönum úr rekstrarhagfræði en niðurstöður þeirra eru einnig settar í samhengi við sögu viðskipta. Seinni hlutinn byggir að mestu á kenningum um vaxtajafngildi og kaupmáttarjöfnuð og sömuleiðis líkönum úr þjóðhagfræði sem lúta að gengissetningu, framleiðslu, verðlagi og greiðslujöfnuði. Að lokum verða nemendur kynntir fyrir helstu hugmyndum um hagkvæm myntsvæði.
Námsmarkmið
Hér er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan alþjóðahagfræðinnar og miðað er við að nemendur tileinki sér á önninni.
Skammstöfun aftan við hvert hæfniviðmið hér á eftir vísar til númers hæfniviðmiðs eins og þau birtast í viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður fyrir almennt bakkalárpróf. Þannig þýðir Þ1 þekkingarviðmið nr. 1 í nefndum hæfniviðmiðum.Þau hæfniviðmið sem hér fara á eftir eru hluti hæfniviðmiða bakkalárprófs í viðskiptafræði
ÞekkingLagt er upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu. Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu, viðfangsefni námskeiðsins.  Hér á eftir fara sértæk hæfniviðmið þekkingar fyrir námskeiðið þau fela í sér að:
  • Nemendur geti gert grein fyrir grunnhugtökum alþjóðahagfræðinnar og þekki helstu hugtök á borð við hlutfallslega yfirburði, algilda yfirburði, þáttanotkun, vexti og kaupmá (Þ1).
  • Nemendur skilji mikilvægi viðskipta, alþjóðavæðingu og landfræðilegu þáttum sem hafa áhrif á viðskipti (Þ2).
  • Nemendur skilji þá þætti er hafa áhrif á viðskipta, greiðslujöfnuð, gengi og samspil þeirra við aðrar hagrænar breytur í hagkerfinu (Þ1, Þ2).
Við lok námskeiðsins eiga nemendur að hafa getu til að beita aðferðum alþjóðahagfræðinnar til að leysa margvíslega viðfangsefni á borð við:
  • Geta tengt saman áhrif einnar hagbreytu á aðra innan kenningaramma alþjóðahagfræðinnar (L2).
  • Geta teiknað og skýrt þau líkön sem notuð eru við hagræna greiningu innan alþjóðahagfræði (L2).
  • Skilja umfjöllun fjölmiðla um alþjóðahagfræði (L4).
  • Geta metið áhrif viðskiptastefnu stjórnvalda á ólíka kima hagkerfisins (L5).
  • Geta notað líkön alþjóðahagfræðinnar til greina stöðu hagkerfisins sem og framtíðarhorfur (L6 og Þ3).
Við lok námskeiðsins geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni í alþjóðahagfræði í leik og starfi sem og frekara námi. Í því felst að nemendur:
  • Geti metið áhrif stjórnvaldsaðgerða á alþjóðaviðskipti og –fjármál (H2).
  • Geti viðað að sér opinberum gögnum um nýtt þau til hagrænnar greiningar (H2).
  • Geti túlkað umfjöllun fjölmiðla um alþjóðaviðskipti- og fjármál (H2).
  • Geti nýtt líkön til að greina stöðu og horfur (H4).
  • Geti túlkað, skýrt og kynnt fræðileg atriði (H4).
  • Hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám á sviði alþjóðahagfræði (H1).

Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálEnska