Saga hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar

NámsgreinV-341-ETET
Önn20243
Einingar6
SkyldaNei

Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Magnús Sveinn Helgason
Lýsing
Í áfanganum er farið yfir sögu hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar frá kaupauðgisstefnunni á árnýöld og fram til þjóðhagfræðikenninga á síðari hluta 20. aldar. Meðal hagfræðinga sem til umfjöllunar eru í áfanganum eru  Adam Smith, David Ricardo, Karl Marx, Alfred Marshall, John Maynard Keynes og Milton Friedman. Fjallað er um helstu skóla í sögu hagfræðinnar á borð við klassíska skólann, nýklassíska skólann, keynisisma, jaðarbyltinguna, austurríska hagfræði og marxisma. Þá er tekist á um álitamál í sögu hagfræðikenninga á borð við deilur um kornlögin, áætlunarbúskap og skýringar á orsökum kreppunnar miklu.
Námsmarkmið
HæfniviðmiðHér er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan sögu hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar og miðað er við að nemendur tileinki sér á önninni. Þau hæfniviðmið sem hér fara á eftir eru hluti hæfniviðmiða bakkalárprófs í hagfræði.[1]
ÞekkingLagt er upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum, hugtökum og hagfræðingum sem farið er yfir í námskeiðinu. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu, viðfangsefni námskeiðsins. Hér á eftir fara sértæk hæfniviðmið þekkingar fyrir námskeiðið þau fela í sér að:·        Nemendur geti gert grein fyrir og þekki helstu hugtök í sögu hagfræðikenninga á borð við launasjóðinn, lögmál Say, nytjahyggju og sögulega efnishyggju.·        Nemendur skilji framvindu í þróun kenninga innan hagfræðinnar og tengsl hennar við efnahagsleg úrlausnarefni.·        Nemendur þekki helstu þáttaskil í sögu hagfræðinnar á borð við upphaf klassíska skólans, jaðarbyltinguna og tilurð nýklassískrar hagfræði.·        Nemendur geti leitað fræðilegra heimilda sem styðja umfjöllun um sögu hagfræðikenninga með sjálfstæðum hætti.Við lok námskeiðsins eiga nemendur að hafa getu til að beita þekkingu og aðferðum á sögu hagfræðikenninga til að leysa margvísleg viðfangsefni á borð við:·        Nemendur geti útskýrt og beitt kenningum ólíkra hagfræðinga á ólíkum tímabilum, á borð við fólksfjöldakenningu Malthusar, kenningu Ricardo um hlutfallslega yfirburði og peningmagnskenningu Milton Friedman.Við lok námskeiðsins geti nemandi hagnýtt þekkingu á sögu hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar í leik og starfi sem og frekara námi. Í því felst að:·        Nemendur geti skilið uppruna og hugmyndafræðilegan bakgrunn skrifa um hagfræðileg málefni á borð við hagsveiflur, verðbólgu og tekjuskiptingu.·        Nemendur geti sjálfstætt og skipulega tekið saman umfjöllun um hvernig sögulegar kenningar hagfræðinnar geti nýst við að taka á álitamálum í samtímanum.·        Nemendur geti kynnt hlutlæga afstöðu á álitamálum innan hagfræðinnar í mæltu og rituðu máli.·        Nemendur hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám í sögu hagfræðikenninga.
[1] Sjá https://www.ru.is/media/veldu-flokk/Laerdomsvidmid-BS-nam-hagfraedi-og-fjarmal.pdf
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska