BSc-ritgerð

NámsgreinV-699-RITG
Önn20241
Einingar12
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararV-528-MAVI, Markaðs- og viðskiptarannsóknir
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Árni Árnason
Illugi Torfason Hjaltalín
Lýsing
Markmið B.Sc. verkefna er að þjálfa og prófa hæfni nemenda til sjálfstæðra, skipulegra, gagnrýnna, agaðra og vísindalegra vinnubragða, og til skýrrar framsetningar á niðurstöðum eigin vinnu. Þanning eiga nemendur að leggja kapp sitt og metnað við að skila góðu lokaverkefni sem þeir og kennarar HR geta verið stolt af. Lokaverkefni allra nemenda sem útskrifast frá HR verða aðgengileg á bókasafni HR öðrum til aflestrar með nafni kennara og nemenda um ókomna tíð. Þá eru lokaverkefni einnig mjög mikilvægur undirbúningur fyrir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám. B.Sc. verkefni eru metin til 12 ECTS. Nemendur velja sér sín verkefni sjálfir en val verkefna er þó háð samþykki leiðbeinanda. Í samræmi við meginstefnumið Háskólans í Reykjavík verður af hans hálfu lögð sérstök áhersla á að vinna við B.Sc. verkefni byggi á og örvi frumkvæði nemenda, auki færni þeirra í notkun á nýjustu upplýsingatækni við öflun heimilda og skerpi skilning þeirra á alþjóðlegu samhengi þeirra verkefna sem þeir kjósa sér.
Námsmarkmið
Þekking:
Við lok námskeiðsins sýnir nemandi fram á þekkingu innan viðskiptafræði á undirstöðugreinum hennar sem snerta viðfangsefni verkefnis.   Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok verkefnis sýnt fram á almennt  innsæi  og skilning á helstu kenningum og hugtökum sem snerta viðfangsefni verkefnis.  Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað af kunnáttu og þekkingu á undirstöðugreinum viðskiptafræði. 
Í verkefninu birtist m.a.:
  • Geta til að skilgreina og lýsa nýjustu þekkingu á ýmsum sértækari viðfangsefnum viðskiptafræði sem snerta rannsóknarspurningu og efnisumfjöllun verkefnis.
  • Verkkunnátta við öflun heimilda úr bókasöfnum og rafrænum gagnabönkum.
  • Þekking á aðferðum sem beitt er við greiningu og úrvinnslu gagna í viðskiptafræði og snerta viðfangsefnið.
  • Vald á viðfangsefninu til að rökstyðja hvernig fræðileg þekking í viðskiptafræði verður til með notkun vísindalegra nálgana og tæknilegra aðferða greinarinnar. 
Leikni:
  • Túlkun og beiting gagnrýninna aðferða á viðfangsefninu.
  • Geta til að rannsaka og leggja sjálfstætt mat á viðeigandi aðferðir sem nýta þarf við framkvæmd verkefnis.
  • Dómgreind til að meta hvenær þörf er á upplýsingum og leikni til að finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt. 
  • Nýting á agaðri og gagnrýnni notkun heimilda.
  • Þjálfun í gagnrýnni hugsun, með víðsýni og frumleika að leiðarljósi.
Hæfni:
  • Færni til afmörkunar verkefnishugmyndar sem uppfyllir kröfur viðskiptadeildar HR.
  • Vald á framsetningu og túlkun á eigin niðurstöðum samkvæmt vísindalegum venjum.
  • Geta til að draga eigin ályktanir, til að túlka og til að kynna niðurstöður.
  • Undirbúningur nemenda fyrir greiningu gagna og ritun skýrslna úti á vinnumarkaðnum, en um leið er verkefninu ætlað að undirbúa nemendur fyrir framhaldsnám.
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska