Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

NámsgreinX-204-STOF
Önn2
Einingar6
Skylda

Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagFyrirlestrar og hópastarf í 3 vikur í lok annar.
Kennari
Atli Björgvinsson
Ásgeir Jónsson
Eva Rún Michelsen
Freyr Friðfinnsson
Sunna Halla Einarsdóttir
Svava Björk Ólafsdóttir
Lýsing
Námskeiðið miðar að þróun viðskiptahugmyndar yfir í viðskiptatækifæri og gerð fullbúinnar viðskiptaáætlunar fyrir nýtt fyrirtæki og skiptist í fjóra meginþætti: (i) Viðskiptatækifæri og uppsprettur þeirra – viðskiptahugmyndin. (ii) Undirbúningur viðskiptaáætlunar – veruleikaprófið. (iii) Gerð viðskiptaáætlana. (iv) Kynning viðskiptahugmyndar fyrir fjárfestum.
Námsmarkmið
Með hæfniviðmiðum er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan Nýsköpunar og stofnun fyrirtækja og nemendum er ætlað að tileinka sér á önninni. Þekking: · Nemendur geti gert grein fyrir grunnhugtökum í frumkvöðlafræðum og þekki hugtök á borð við viðskiptamódel, viðskiptaáætlun, styrki, örfjárfestingar, viðskiptaenglar, framtaksfjárfestingar, frumkvöðlasetur · Nemendur hafi skilning á vaxtaferli fyrirtækja · Nemendur hafi skilning á nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi og hvaða grunnþjónusta standi til boða á mismunandi stigum eftir þörfum fyrirtækja fram að framtaksfjárfestingu · Nemendur þekki grunnþjónustuveitur á vefnum sem aðstoði frumkvöðla við framgang sinna viðskiptahugmynda Leikni: · Nemendur geti haldið blaðlausar kynningar um viðskiptahugmynd · Nemendur geti haldið fjárfestingakynningu um viðskiptahugmynd · Nemendur geti teiknað dæmi um vaxtaferil fyrirtækja · Nemendur skilji umfjöllun fjölmiðla um nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfið · Nemendur geti talað við mögulega viðskiptavini viðskiptahugmyndar og fengið upplýsingar um þarfir þeirra og hvort viðskiptahugmyndin samræmist þeim þörfum eða hvort gera þurfi breytingar Hæfni: · Nemendur geti metið áhrif stjórnvaldsaðgerða á stuðningsumhverfi nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins · Nemendur átti sig á hvaða gögn gefi upplýsingar um þróun nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins · Nemendur geti túlkað umfjöllun fjölmiðla um sprotafyrirtæki · Nemendur viti hvaða lykilskjöl eru nauðsynleg til að stofna fyrirtæki á Íslandi og lykilatriði sem beri að huga að í þeim efnum.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og hópavinna.
TungumálÍslenska