Viðskipta- og hagfræðideild
Viðskipta- og hagfræðideild
Deildarforseti:Dr. Jón Þór Sturluson
Vefpóstur:vd@ru.is
Vefsíða:http://www.ru.is/vd
KennararSkoða
BSc í viðskiptafræði
BSc í viðskiptafræði
Annir:6
Ár:3
Einingar:180
Um námsleiðinaBSc-nám í viðskiptafræði snýr að stjórnun og rekstri fyrirtækja. Námið byggir á almennum viðskiptafræðigreinum eins og fjármálum, reikningshaldi, rekstrarhagfræði, markaðsfræði og stjórnun þar sem markmiðið er að þjálfa nemendur í að byggja upp sterka, fræðilega undirstöðu í lykilþáttum viðskipta.   
HæfniviðmiðSkoða
Námsstig1
FagréttindiBSc í viðskiptafræði
Haustönn/Fall 2024
Námssálfræði ValnámskeiðE-113-NAMS6 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag4 stundir á viku í 12 vikur.
Kennari
Felix Högnason
Lýsing
 Fjallað er um grunnferla í því hvernig menn og dýr læra. Meðal umfjöllunarefnis er klassísk skilyrðing (Pavlóvsk) – skilgreiningar, ferlar og beiting; virk skilyrðing – skilgreiningar, ferlar og beiting; aðgreinandi skilyrðing; áreitisstjórnun; styrkingarhættir; nám með athugun; þriggja þátta skilmálar; reglustjórnuð hegðun; sjálfsstjórn; hugarstarf og skilyrðing; og samanburðaráhrif jákvæðrar og neikvæðrar stjórnunar. Þá er fjallað um hefðbundinn styrk atferlisgreiningar, svo sem mikil áhersla á tilraunaaðferðina,nákvæmar mælingar, nákvæm útfærsla aðferða og að niðurstöður rannsókna séu þungamiðja þekkingarsköpunar.
Námsmarkmið
Að námskeiði loknu á hver nemandi að geta:Þekking
  • Lýst og skilið helstu námskenningar og ferla í námi.
  • Lýst mismunandi tegundum skilyrðingar, borið þær saman og sagt frá hvað sé líkt og ólíkt með þeim.
  • Skýrt ýmiss grunnfyrirbrigði í námssálfræði.
  • Nefnt og skýrt fjölda dæma um hagnýtingu atferlisgreiningar fyrir sjúklinga, starfsmenn fyrirtækja og í daglegu lífi.
Leikni
  • Þekkt dæmi um nám eða breytingu á hegðun og sagt frá hvaða kenning eða ferli í námi geti útskýrt það.
  • Spáð fyrir um einfalda hegðun manna eða annarra dýra við mismunandi styrkingarhætti og áreitisstjórnun.
  • Gert grein fyrir niðurstöðum sem eru á formi safnrits (e. cumulative record).
Hæfni
  • Skilyrt mann eða annað dýr og gert grein fyrir því á fræðilegan hátt í skýrslu.
Námsmat
Próf og verkefni.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, hópvinna og umræðutímar.
TungumálÍslenska
Félagssálfræði ValnámskeiðE-216-FESA6 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagÞriggja vikna námskeið í lok haustannar.
Kennari
Heiðdís B Valdimarsdóttir
Lýsing
Námskeiðið er inngangur að félagssálfræði. Lögð verður áhersla á að fjalla um hvernig einstaklingar hafa áhrif á hegðun hvers annars, skoðanir, tilfinningar og viðhorf. Meðal efnis og spurninga sem fjallað verður um eru: Hvers vegna eru einstaklingar stundum hjálpfúsir en gera á öðrum stundum fólki mein? Hvers vegna taka einstaklingar stundum þátt í ákvörðunum þrátt fyrir að finnast þær stangast á við siðferðileg gildi? Undir hvaða kringumstæðum hegða einstaklingar sér á þann hátt sem stangast á við venjulega hegðun þeirra?
Námsmarkmið
Að loknu námskeiðinu ættu nemendur að geta útskýrt hvernig hegðun verður fyrir áhrifum af félagslegum aðstæðum; þekkja þætti sem leiða til hjarðhegðunar í skoðunum, viðhorfum og hegðun; skilja hvernig hópákvarðanir geta verið varasamar; og skilja þær aðstæður sem geta leitt til þess að fólk sýnir hjálpsemi eða andstæða hegðun.
Námsmat
Nemendur skrifa stutta rannsóknarskýrslu og taka þátt í verkefnavinnu. Skriflegt próf er í lok annar.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar, hópavinna og umræðutímar.
TungumálEnska
Greining og hönnun hugbúnaðar ValnámskeiðT-216-GHOH6 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Marta Kristín Lárusdóttir
Lýsing
Í námskeiðinu verða skoðaðar aðferðir við framsetningu og skipulag á kröfum til hugbúnaðar og hönnunar hans. Þarfir notandans eru greindar, högun kerfa skilgreind og samvinna við notandann æfð. Nemendur læra hönnunaraðferðir við hugbúnaðarþróun og hönnun notendaviðmóts. Aðal áherslan er á iðkun aðferða við kröfugerð, greiningu, hönnun og prófanir á fyrstu stigum hugbúnaðarþróunar.
Námsmarkmið
Þekking: Þekki aðferðir sem notaðar eru við kröfugreiningu hugbúnaðar. Þekki aðferðir sem notaðar eru við hönnun hugbúnaðar. Þekki nokkrar grundvallarreglur við hönnun notendaviðmóts, geti nefnt helstu staðla og leiðbeiningar við hönnun notendaviðmóts. Þekki mismunandi aðferðir við upplýsingaöflun. Þekki helstu skilgreiningar og eiginleika hlutbundinnar hönnunar. Þekki á hvaða hátt hönnun tölvukerfis eða forrits gæti heppnast eða misheppnast vegna fjölbreytileika mannfólksins. í að nota tilbúin tól og forritasöfn fyrir vélrænt gagnanám til að flokka og klasa gögn. Þekki helstu gerðir prófana sem framkvæmdar eru við hugbúnaðarþróun og hvenær þær eru notaðar. Geti lýst meginhugtökum fyrir notendamiðaða hugbúnaðargerð, svo sem nytsemi og notendaupplifun. Leikni: Hafi þjálfast í að lýsa kröfum, bæði virknikröfum og öðrum kröfum fyrir meðalstór kerfi. Hafi þjálfast í að gera pappírsfrumgerðir og millihönnunarfrumgerðir fyrir hugbúnaðarkerfi. Hafi þjálfast í prófunum á greiningar- og hönnunarstigi. Hafi þjálfast í að prófa mismunandi hluta af hönnun tölvukerfa. Hafi þjálfast í að hanna hugbúnaðarkerfi með stöðuritum, runuritum og klasaritum. Hafi þjálfast í að setja saman þarfagreiningar- og hönnunarskýrslur sem eru skiljanlegar fyrir viðtakendur. Hæfni: Geti sett fram kröfur til tölvukerfa á skiljanlegan máta. Geti hannað notendaviðmót hugbúnaðarkerfa með tilliti til þarfa notenda. Geti prófað hönnun sína og endurbætt með ítrunum. Geti sett fram greiningu sína og hönnun á skiljanlegan máta fyrir aðra, í formi til að mynda skýrslna, frumgerða og líkana.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska
Hugbúnaðarfræði ValnámskeiðT-303-HUGB6 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararT-111-PROG, Forritun
T-216-GHOH, Greining og hönnun hugbúnaðar
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Grischa Liebel
Lýsing
T-303-HUGB will cover the essentials of the term Software Engineering (SE): Process models, Requirements Engineering, Software Modelling, Architecture, Design and Testing. This coverage of basic SE knowledge is complemented with a number of recent trends in SE. Knowledge in Requirements Engineering and Software Modelling is only provided in addition to the material covered in T-216-GHOH. The course is intended as an introduction course, thus covering basics in many topics, all of which could be deepened in the form of additional courses.
Námsmarkmið
  • Contrast software engineering techniques required for different types of software systems.
  • Discuss ethical issues arising in the context of modern software engineering projects.
  • Explain what software engineering is and why it is needed.
  • Illustrate the term stakeholder in relation to different types of software systems.
  • Summarise different techniques for performing requirements validation.
  • Discuss how system modeling can be used in different ways to address the needs of modern software systems.
  • Discuss the need for systematic processes in software engineering.
  • Compare plan-driven and agile processes in relation to different types of software systems.
  • Explain several common agile practices.
  • Discuss the issues of applying agile processes in large-scale and regulated environments.
  • Explain the different stages and scopes of testing.
  • Discuss different testing coverage criteria.
  • Discuss how architectural decisions can affect different system qualities.
  • Illustrate key architectural patterns.
  • Explain key design patterns of object-oriented design.
  • Contrast security and safety in the context of software systems.
  • Summarise design guidelines to achieve security in software systems.
  • Illustrate the key ideas of model-based engineering.
  • Summarise recent trends in software engineering.
  • Classify different kinds of requirements needed in software engineering.
  • Apply system modeling to provide an overview of a software system.
  • Demonstrate understanding of different parts of the Scrum process.
  • Conduct unit and system testing in a test-first matter.
  • Make use of architectural styles/patterns to create a basic system architecture.
  • Formulate functional and quality requirements using different techniques.
  • Adapt a process to the specific needs of a software system.
  • Examine the role of human factors in the development of software systems.
  • Námsmat

    Lesefni
    Ekkert skráð lesefni.
    Kennsluaðferðir

    TungumálEnska
    Upplýsingaþjóðfélagið ValnámskeiðT-316-UPPL6 Einingar
    Ár1. ár
    ÖnnHaustönn/Fall 2024
    Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
    Tegund námskeiðsValnámskeið
    UndanfararEngir undanfarar.
    SkipulagEkkert skráð skipulag.
    Kennari
    Ásrún Matthíasdóttir
    Lýsing
    "Námskeiðið fjallar um félagsleg, lagaleg og siðfræðileg efni er tengjast upplýsinga- og samskiptatækni í nútíma þjóðfélagi. Megin þemu verða: * Friðhelgi og öryggi * Vitrænn auður * Tölvuglæpir og önnur lagaleg atriði * Tölvur og áhætta * Siðfræðileg undirstaða, leiðbeiningar og ábyrgð * Áhrif tölvuvæðingar á vinnustaði, vinnuvenjur, hópvinnu og sérfræðimenningu * Rafræn viðskipti og rafræn stjórnsýsla * Samfélagið, netmenning og áhrif á heilbrigðis- og menntamál Lögð verður áhersla á að þjálfa nemendur í skýrslu- og greinaskrifum með verkefnavinnu."
    Námsmarkmið
    Þekking: Geti lýst kostum og göllum upplýsingaþjóðfélags. Sé meðvitaður um samfélagsleg, siðfræðileg og heimspekileg áhrif tölvuvæðingar. Skilji áhrif upplýsinga- og samskiptatækni á heimili, skóla, vinnustaði, tómstundaiðkun, heilbrigðis- og menntamál. Þekki helstu siðfræðileg vafamál sem tengjast tölvunotkun og hver er ábyrgð þeirra sem vinna með tölvur. Þekki lagalegt umhverfi upplýsingatækninnar og lagaleg atriði eins og friðhelgi og öryggi, vitrænn auður og tölvuglæpir. Leikni: Geti skrifað skýrslur og greinar um efni tengt tölvunotkun. Hæfni: Geti fylgst með þróun upplýsingaþjóðfélags og metið hana með gagnrýnum hætti. Geti mótað sér framtíðarsýn um æskileg áhrif tölvuvæðingar
    Námsmat
    Ekkert skráð námsmat.
    Lesefni
    Ekkert skráð lesefni.
    Kennsluaðferðir
    Engin skráð kennsla.
    TungumálÍslenska
    Velgengni í námi og starfi - Lífið í háskóla SkyldaV-100-LIFU1 Einingar
    Ár1. ár
    ÖnnHaustönn/Fall 2024
    Stig námskeiðsÓskilgreint
    Tegund námskeiðsSkylda
    UndanfararEngir undanfarar.
    SkipulagEkkert skráð skipulag.
    Kennari
    Ásgeir Jónsson
    Hildur Katrín Rafnsdóttir
    Lýsing
    Engin skráð lýsing.
    Námsmarkmið
    Engin skráð námsmarkmið.
    Námsmat
    Ekkert skráð námsmat.
    Lesefni
    Ekkert skráð lesefni.
    Kennsluaðferðir
    Engin skráð kennsla.
    TungumálÍslenska
    Þjóðhagfræði SkyldaV-103-THAG6 Einingar
    Ár3. ár
    ÖnnHaustönn/Fall 2024
    Stig námskeiðsÓskilgreint
    Tegund námskeiðsSkylda
    UndanfararEngir undanfarar.
    SkipulagÞrír fyrirlestrar á viku og tveir dæmatímar.
    Kennari
    Axel Hall
    Lýsing
    Þau efnisatriði sem farið verður í á námskeiðinu eru meðal annars: Þjóðhagsreikningar og verðlagsþróun; landsframleiðsla til langs tíma, hagvöxtur og náttúrulegt atvinnuleysi; peningar, fjármagnsmarkaðir og verðbólga; heildarframboð, heildareftirspurn og áhrif hagstjórnaraðgerða; hagsveiflur, verðbólga og atvinnuleysi; viðskipti milli landa og gengi gjaldmiðla.
    Námsmarkmið
    Undanfari hæfniviðmiða:Hæfniviðmið í þessu námskeiði byggja á því að gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni í stærðfræði sem samsvarar neðri hluta í þriðja hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytisins í aðalnámsskrá framhaldsskóla frá 2011, við inngöngu í námið. Það þýðir að nemendur skuli hafa lokið fyrsta og öðru hæfniþrepi og kunna skil á föllum, ferlum og deildun helstu falla, einfaldra og samsettra í þriðja þrepi. Þá er ennfremur gert ráð fyrir við inngöngu að nemendur hafi hæfni í ensku sem samsvarar þriðja hæfniþrepi viðmiða enda kennslubækur á ensku. Almennt gildir í náminu að til að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi er talsverður hluti námsins á ensku. Nemendur munu stunda þriðja námsár á ensku og stök námskeið fyrsta og annars námsárs eru einnig kennd á ensku.  Námið í þjóðhagfræði er þverfaglegt og tengist þannig námsyfirferð í öðrum námskeiðum á fyrsta ári.  Sú tenging er þó ekki óyfirstíganleg hindrun fyrir nemendur annarra deilda að taka þetta námskeið stakt sem hluta af sínu námi.Hæfniviðmið:Með hæfniviðmiðum er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan Þjóðhagfræðinnar og nemendum er ætlað að tileinka sér á önninni.Skammstöfun aftan við hvert hæfniviðmið hér á eftir vísar til númers hæfniviðmiðs eins og þau birtast í viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður fyrir almennt bakkalárpróf.  Þannig þýðir Þ1þekkingarviðmið nr. 1 í nefndum hæfniviðmiðum.Sjá: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=7fa0729e-dacc-47e3-b626-96efb036ef68  Þau hæfniviðmið sem hér fara á eftir eru hluti hæfniviðmiða bakkalárprófs í viðskiptafræði Sjá:  http://www.ru.is/media/skjol-vd/bsc/Laerdomsvidmid-BS-nam-20042014.pdfÞekking:Við lok námskeiðsins býr nemandi yfir þekkingu innan þjóðhagfræði. Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu. Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu, viðfangsefni námskeiðsins.  Hér á eftir fara sértæk hæfniviðmið þekkingar fyrir námskeiðið þau fela í sér að
    • nemendur geti gert grein fyrir grunnhugtökum þjóðhagfræðinnar og þekki helstu hugtök á borð við margföldunaráhrif, peningastefnu, greiðslujöfnuð og raungengi svo nokkur dæmi séu tekin (Þ1).
    • nemendur skilji mikilvægi þjóðhagsreikninga (Þ2).
    • nemendur skilji þá þætti er hafa áhrif á verðbólgu, atvinnuleysi, vexti, gengi og aðrar þjóðhagsstærðir (Þ1, Þ2).
    Leikni: 
    Við lok námskeiðsins geti nemandi beitt aðferðum þjóðhagfræði. Þetta felur í sér að nemandi hafi í lok námskeiðsins getu til að nota tæki fræðigreinarinnar við lausn margvíslegra viðfangsefna þ.e. að
    • nemendur geti tengt saman áhrif einnar þjóðhagsstærðar á aðra (L2).
    • nemendur geti teiknað og skýrt þau líkön sem notuð eru við greiningu efnahagsmála, t.d. heildarframboð og heildareftirspurn, líkön um hagvöxt og hagstjórn (L2).
    • nemendur skilji umfjöllun fjölmiðla um efnahagsmál (L4).
    • nemendur greini hvenær þörf er á upplýsingu og hafi færni til að finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt. (L5).
    • nemendur geti leitað fanga í þeim gagnaveitum á vefnum sem safna upplýsingum um efnahagsástand (L6 og Þ3).
    • nemendur hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun (L7)
    Hæfni:Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni í þjóðhagfræði í starfi og/eða frekara námi.Þetta felur í sér að nemendur
    •  geti metið áhrif stjórnvaldsaðgerða á hina ýmsu þætti efnahagslífsins (H2).
    •  geti notað opinber gögn til að greina efnahagshorfur (H2).
    •  geti túlkað umfjöllun fjölmiðla um efnahagsmál (H2).
    •  geti nýtt líkön til að greina stöðu og horfur í efnahagsmálum (H4).
    •  séu færir um að túlka, skýra og kynna fræðileg atriði og reikniniðurstöður (H4).
    •  hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám á sviði þjóðhagfræði (H1).
    Námsmat

    Lesefni
    Ekkert skráð lesefni.
    Kennsluaðferðir
    2 fyrirlestrar og 1 dæmatímar á viku
    TungumálÍslenska
    Hagnýt stærðfræði I SkyldaV-104-STÆR6 Einingar
    Ár3. ár
    ÖnnHaustönn/Fall 2024
    Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
    Tegund námskeiðsSkylda
    UndanfararEngir undanfarar.
    SkipulagFjórir fyrirlestrar á viku og tveir dæmatímar
    Kennari
    Magnús Júlíusson
    Lýsing
    Notkun logra og veldisvísisfalla við vaxtaútreikning, t.d. samfellda vexti. Undirstöðuatriði í runum og röðum. Núvirðing og framtíðarvirðing endanlegs og óendanlegs tekjustreymis í ósamfelldum og sammfelldum tíma. Undirstöðuatriði í fylkjareikningi. Línuleg bestun. Lausn hagrænna vandamála með aðstoð stærðfræðigreiningar. Hámörkun og lágmörkun með og án hliðarskilyrða. Hvelfd og kúpt föll. Margvíð stærðfræðigreining. Heildun. Hlutafleiður. Lagrange-aðferðir. Miðað er við að þeir nemendur sem hafa veikan grunn hafi gengist undir undirbúningsnámskeið sem boðið er upp á í byrjun haustannar.
    Námsmarkmið
    Hæfniviðmið í þessu námskeiði byggja á því að gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni í stærðfræði sem samsvarar neðri hluta í þriðja hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytisins í aðalnámsskrá framhaldsskóla frá 2011, við inngöngu í námið. Það þýðir að nemendur skuli hafa lokið fyrsta og öðru hæfniþrepi og kunna skil á föllum, ferlum og deildun helstu falla, einfaldra og samsettra í þriðja þrepi. Þá er ennfremur gert ráð fyrir við inngöngu að nemendur hafi hæfni í ensku sem samsvarar þriðja hæfniþrepi viðmiða enda kennslubækur á ensku. Almennt gildir í náminu að til að undirbúa nemendur sem best fyrir framhaldsnám og störf í alþjóðlegu umhverfi er talsverður hluti námsins á ensku. Nemendur munu stunda þriðja námsár á ensku og stök námskeið fyrsta og annars námsárs eru einnig kennd á ensku.HæfniviðmiðStærðfræði er mikilvæg undirstaða náms og starfa innan viðskiptafræði og hefur tengingu við flest sérsvið fræðigreinarinnar. Þessu námskeiði er ætlað að búa nemendur undir að takast á við verkefni á þessum sviðum.Með hæfniviðmiðum er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan Hagnýtrar stærðfræði og nemendum er ætlað að tileinka sér á önninni.
    Skammstöfun aftan við hvert hæfniviðmið hér á eftir vísar til númers hæfniviðmiðs eins og þau birtast í viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður fyrir almennt bakkalárpróf.  Þannig þýðir Þ1 þekkingarviðmið nr. 1 í nefndum hæfniviðmiðum.Sjá: http://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=7fa0729e-dacc-47e3-b626-96efb036ef68  Þau hæfniviðmið sem hér fara á eftir eru hluti hæfniviðmiða bakkalárprófs í viðskiptafræði 
    Sjá:  http://www.ru.is/media/skjol-vd/bsc/Laerdomsvidmid-BS-nam-20042014.pdfÞekking:Við lok námskeiðsins býr nemandi yfir þekkingu innan hagnýtrar stærðfræði. Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennanskilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu (Þ1). Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun (Þ2). Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu viðfangsefni námskeiðsins.Við lok námskeiðsins geti nemandi beitt aðferðum hagnýtrar stærðfræði. Þetta felur í sér að nemandi hafi í lok námskeiðsins getu til að nota tæki stærðfræðinnar við lausn margvíslegra viðfangsefna (L1, L2, L3, L4 og L5) þ.e.
    • geti notað logra, veldis- og vísaföll við prósentureikning og núvirðingu.
    • séu færir um að núvirða endanlegt og óendanlegt tekjustreymi.
    • geti leyst línuleg jöfnukerfi með fylkjareikningi.
    • geti lýst eiginleikum falla og ferlum þeirra.
    • geti leyst ýmis hagræn vandamál með aðstoð stærðfræðigreiningar.
    • geti leyst hámörkunardæmi með einni eða fleiri breytustærðum.
    • geti leyst hámörkunardæmi með hliðarskilyrðum.
      Þetta felur í sér að nemandi
      • hafi öðlast leikni til að greina ýmis megindleg vandamál og geti rökstutt ákvarðanir um beitingu aðferða með gagnrýnum hætti á faglegum grunni (L3).
      • hafi öðlast getu til að greina milli nauðsynlegra og ónauðsynlegra upplýsinga (L5).
      • hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun við lausn vandamála (L7)
      Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni í stærðfræði í starfi og/eða frekara námi.Þetta felur í sér að nemandi
      • hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám á sviði hagnýtrar stærðfræði (H1).
      • geti unnið sjálfstætt og skipulega að ýmsum megindlegum viðfangsefnum (H2).
      • sé fær um að túlka, skýra og kynna fræðileg atriði og reikniniðurstöður (H4).
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      3 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku
      TungumálÍslenska
      Markaðsfræði I SkyldaV-105-MAR16 Einingar
      Ár3. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagFyrirlestrar og umræðutímar.
      Kennari
      Freyja Th. Sigurðardóttir
      Lýsing
      Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum nútíma markaðsfræði. Farið verður yfir grunnþætti faglegs markaðsstarfs, helstu hugmyndir, stefnumörkun og aðgerðir. Nemendur þurfa að skilja markmið faglegs markaðsstarfs, hvernig megi fá innsýn á markaði, hvernig skapa megi tengsl við viðskiptavini, hvernig sterk vörumerki eru byggð, hvernig tilboð eru mótuð og kynnt og hvernig skapa megi arðbæran vöxt til lengri tíma. Áhersla verður lögð á að skoða bæði áskoranir og bestu aðferðir með íslenskum og erlendum dæmisögum. Raundæmi frá íslenskum fyrirtækjum á borð við Icelandair, Nova, FM957, WOW air  og Bláa lónið verða m.a. rædd. Að námskeiði loknu ættu nemendur að hafa lært grunnkenningar og hugtök faglegs markaðsstarfs, svo sem eins og mikilvægi markaðsrannsókna, alþjóðavæðingar, stafrænnar markaðssetningar og heildrænnar markaðssetningar svo markaðsstarf fyrirtækja verði árangursríkt.
      Námsmarkmið
      • Nemendur öðlist skilning og þekkingu á grunnþáttum markaðsfræðinnar. Þ.e.a.s. hugtökum, lögmálum, aðferðum og kenningum.
      • Nemendur þekki fjölbreytta snertifleti markaðsfræðinnar í nútíma samfélagi.
      • Nemendur þekki og skilji mikilvægi og hlutverk markaðsfræðinnar í rekstri fyrirtækja.
      • Nemendur þekki bæði áskoranir og tækifæri í nútíma markaðsstarfi sem einkennast bæði af alþjóðavæðingu og síbreytilegri stafrænni tækni. 
      • Nemendur öðlist færni til að nýta sér þekkingu markaðsfræðinnar til að leysa verkefni og kynna rökstuddar hugmyndir að lausnum.
      • Nemendur geti á gagnrýninn hátt greint markaðsaðgerðir.
      • Nemendur geti á faglegan hátt talað fyrir mikilvægi markaðsstarfs.
      • Nemendur geti metið hvort upplýsingaþörf sé fullnægt svo markaðsaðgerðir verði áhrifaríkar ásamt því að hafa færni til að finna og greina þær upplýsingar/gögn sem vantar. 
      • Nemendur geti metið hvaða aðferðir markaðsfræðinnar eigi við í markaðfærslu
      • Nemendur séu færir um að finna, greina og miðla fræðilegum upplýsingum úr markaðsfræðibókum, gagnagrunnum og vísindaritum.
      • Nemendur hafi innsýn til að setja saman áhrifaríkar heildrænar markaðsáætlanir.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar og umræðutímar.
      TungumálÍslenska
      Fjármál fyrirtækja SkyldaV-107-FJAR6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      V-303-TOL1, Hagnýt tölfræði I
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Ender Demir
      Lýsing
      The course covers the fundamental concepts of corporate finance. Based on the time value of money the course discusses key instruments in equity and debt financing and their valuation. This includes a discussion of the relationship between risk and return and key theories in that respect. The course also focuses on capital budgeting and its practical application. The capital structure choice is discussed in both perfect and imperfect market settings. This includes the impact of, e.g., taxes, financial distress, conflicts of interests and agency problems as well as a discussion of ways to influence the capital structure including issuance of securities and payout policies. The course also discusses the limitations of the key theories applied in corporate finance with regard to potential ethical conflicts.
      Námsmarkmið
      At the end of the course students possess fundamental knowledge of
      •  corporate financing instruments and their valuation,
      •  the main theories on the relationship between risk and return from a stockholder’s and a bondholder’s perspective,
      • perfect financial markets and market imperfections,
      • capital budgeting,
      • capital structure theories,
      • conflicts of interests and agency problems,
      • issuance of securities, and
      • payout policies.
      Students develop their skills to
      • calculate present and future value of cash flows and financial return measures,
      • apply financial theories to infer the cost of capital for both equity and debt  
      • analyze a firm’s capital structure and financing decisions and identify ways for improvement
      • recognize the limitations inherent in the theories discussed, including potential ethical conflicts.
      Students develop their competences to
      •  participate in corporate financial decision making,
      •  identify financial challenges and find and justify appropriate solutions,
      •  reflect on the consequences of their decisions in the corporate, economic, social and ecological context, and
      •  participate in discussions about corporate finance.
      Námsmat
      • Group Assignments (24%)
      3 group assignments. Weight of each of the 3 assignments in the final grade: 8%. Groups will consist of four to five students each. Answers to the assignments are to be submitted electronically in Canvas. The students can expect individual questions to any or all the members of the group. The lecturer also has the right to give individual members within the group different grades if their contribution is not approximately equivalent.
      • Mini assignments (20%)
      7 individual 15-minute online mini assignments; out of the 7 mini assignments the best 5 mini assignments will be taken for final grading. Weight of each of the 5 mini assignments in the final grade: 4%. Each mini assignment will consist of 2 or 3 questions. Questions can be multiple choice or open questions. 
      • Midterm exam (16%)
      ???????Individual 60-minute exam. The exam will consist of 5 main questions with potentially several sub-questions each. Details tba.
      • Final exam (40%)
      ???????Individual 120-minute exam. The exam will consist of 10 main questions with potentially several sub-questions each. Details tba.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      This course V-107-FJAR Corporate Finance is a 6 ECTS-credit undergraduate level course offered through the Department of Business Administration. Weekly teaching sessions two times a week for 12 weeks and weekly tutorials/problem solving sessions. 
      TungumálEnska
      Reikningshald SkyldaV-108-REHA6 Einingar
      Ár3. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Axel Arnar Finnbjörnsson
      Kristján Ari Sigurðsson
      Lýsing
      Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði reikningshalds með áherslu á hringrás tvíhliða bókhalds og áhrif viðskipta á rekstrarárangur, efnahagsstöðu og sjóðstreymi. Nemendur öðlast þekkingu á meginforsendum og reglum sem eru notaðar til að tryggja áreiðanleika reikningsskila fyrirtækja. Nemendur fá einnig innsýn í upplýsingagildi reikningshalds fyrir notendur reikningsskila og hvernig hægt er að nýta þær upplýsingar í viðskiptalífinu.
      Námsmarkmið
      Að nemendur þekki grundvallarhugmyndir fjárhagsbókhalds og meginreglur við gerð reikningsskila.
      Að nemendur öðlist leikni í að semja einföld reikningsskil á rekstrargrunni fyrir fyrirtæki í verslunar-og þjónustustarfsemi og að greina áhrif viðskipta á rekstrarárangur og efnahagslega stöðu þeirra.
      Að nemendur skilji samhengi rekstrar- og efnahagsreiknings og geti miðlað ýmsum gagnlegum upplýsingum reikningsskila til notenda þeirra.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálÍslenska
      Þjóðhagfræði II ValnámskeiðV-204-THII6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Jónas Atli Gunnarsson
      Þórunn Helgadóttir
      Lýsing
      Þjóðhagfræði fjallar um hagkerfið í heild sinni. Í þjóðhagfræðinni er meðal annars leitast við að skýra hvers vegna sum lönd vaxa hraðar en önnur, hvers vegna sum lönd búa við verðstöðugleika, en önnur við mikla verðbólgu, hvers vegna atvinnuleysi er svo mismunandi milli landa og hvers vegna öll lönd ganga í gegnum hagsveiflur þar sem skiptast á uppgangstímabil og niðursveiflur. Þjóðhagfræðin vill einnig skilja hvernig stefna stjórnvalda getur haft áhrif á efnahagsþróun. Markmiðið með þessu námskeiði er að nemendur öðlist fræðilega þekkingu á þessum þáttum þjóðhagfræðinnar og öðlist dýpri skilning á þeim líkönum sem beitt er í greininni, en jafnframt veitir námskeiðið hagnýta innsýn í viðfangsefnið.
      Námsmarkmið
       Hæfniviðmið:Með hæfniviðmiðum er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan Þjóðhagfræðinnar og nemendum er ætlað að tileinka sér á önninni.Þekking:Við lok námskeiðsins býr nemandi yfir þekkingu af nokkurri dýpt innan þjóðhagfræði. Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast skilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu. Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu og skilningi, viðfangsefni námskeiðsins.  Hér á eftir fara sértæk hæfniviðmið þekkingar fyrir námskeiðið þau fela í sér:
      • Helstu kenningar þjóðhagfræðinnar um þróun hagkerfisins til langs og skamms tíma.
      • Helstu kenningar og líkön til að lýsa langtímahagvexti, eftirspurn og framboði í hagkerfinu.
      • Helstu kenningar og líkön til að lýsa hagsveiflum.
      • Skilja áhrif væntinga á efnahagsþróun.
      • Skilja hlutverk efnahagsstefnu stjórnvalda til að hafa örva hagvöxt, draga úr hagsveiflum og stuðla að verðstöðugleika.
      • Að vita muninn á opnu og lokuðu hagkerfi og skilja hlutverk gengisstefnu í opnu hagkerfi.
      • Að þekkja helstu gagnaveitur þar sem hægt er að sækja gögn um íslensk og alþjóðleg efnahagsmál.
      Við lok námskeiðsins geti nemandi beitt aðferðum þjóðhagfræði. Þetta felur í sér að nemandi hafi í lok námskeiðsins getu til að nota tæki fræðigreinarinnar við lausn margvíslegra viðfangsefna þ.e. að
      • geta sett fram og skýrt líkön sem notuð eru í þjóðhagfræði.
      • geta beitt líkönum þjóðhagfræðinnar til að skýra samhengi milli landsframleiðslu, neyslu, fjárfestingar, vaxta, gengis og annarra lykilbreyta hagkerfisins.
      • skilja umræðu um efnahagsmál í fjölmiðlum.
      • geta notað helstu gagnaveitur um efnahagsmál og geta metið áreiðanleika þeirra.
      • nemendur hafi tileinkað sér víðsýni og frumleika í hugsun.
      Við lok námskeiðs geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni í þjóðhagfræði í starfi og/eða frekara námi.Þetta felur í sér að nemendur
      • geta metið áhrif efnahagsstefnu á mismunandi geira hagkerfisins
      • geta notað gögn til að meta efnahagsástand og -horfur
      • geta tekið þátt í og lagt mat á opinbera umræðu um efnahagsmál, þ.m.t. sérfræðiskýrslur og -greiningar
      • geta beitt hagfræðilegum líkönum til að greina efnahagsástand og horfur
      • séu færir um að túlka, skýra og kynna fræðileg atriði og reikniniðurstöður.
      • hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám á sviði þjóðhagfræði.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálÍslenska
      Hagnýt upplýsingatækni SkyldaV-206-UPLT6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Valeria Rivina
      Lýsing
      Farið er yfir alla helstu þætti upplýsingatækninnar sem snúa að stjórnendum og sérfræðingum fyrirtækja. Lögð er rík áhersla á að skoða upplýsingatæknina sem verkfæri sem nýtist bæði til að skapa ný viðskiptatækifæri og til að hagræða í rekstri. Nemendur kynnast vel þeim hugbúnaðarlausnum sem best henta viðskiptalífinu á hverjum tíma og kynnast þeim aðferðum sem notaðar eru við val á slíkum lausnum. Nemendur kynnast helstu þáttum hugbúnaðarþróunar með áherslu á þarfagreiningu og prófanir. Farið er yfir grundvallaratriðin í uppbyggingu venslaðra gagnagrunna og læra nemendur að sækja gögn úr slíkum gagnagrunnum til að vinna með í rekstrarlegum tilgangi. Nemendur kynnast þannig meðal annars vöruhúsi gagna og gagnateningum.
      Námsmarkmið
      Að námskeiðinu loknu er stefnt að því að: •Nemendur öðlist undirstöðuþekkingu á hvernig viðskiptahugbúnaður virkar, hvaða viðskiptahugbúnaður stendur til boða og hvernig eigi að standa að vali á slíkum hugbúnaði •Nemendur öðlist góða undirstöðuþekkingu á skipulagningu gagna í tölvukerfum. Nemendur geta eftir námskeiðið stofnað gagnasöfn og viðhaldið gagnasöfnun. Þeir munu öðlast hæfni í að vinna með eldri gagnasöfn þannig að gögnin nýtist þeim betur í viðskiptum •Nemendur öðlist góða undirstöðuþekkingu á þróunarferli hugbúnaðar og geta á skipulagðan hátt tekið þátt í og/eða leitt slík ferli •Nemendur öðlist reynslu í notkun verkfæra til að vinna með gögn og byggja upp minni lausnir sem ekki þykir borga sig að leysa í hefðbundnum viðskiptahugbúnaði
      Námsmat
      8 dæmatímaverkefni 16%, 2 skilaverkefni 24%, Lokaverkefni 20% og Lokapróf 40%.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      3 fyrirlestrar og 3 dæmatímar á viku.
      TungumálÍslenska
      Hagrannsóknir I ValnámskeiðV-210-ECON6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
      V-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
      V-303-TOL1, Hagnýt tölfræði I
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Ewa Ryszarda Lazarczyk Carlson
      Lýsing
      The course is divided into two parts. Part 1 covers simple and multiple regressions which are used in the analysis of cross-sectional data. Part 2 discusses basic time series models. The course uses algebra and some basic differential calculus. Matrix algebra is also used when appropriate and useful. Examples of simple economic applications are used throughout the course. Students use SPSS for the first part of the course and R for the second part. License to use SPSS can be purchased at the reception desk in Sólin. R is a programming language that can be downloaded for free from https://www.r-project.org (Links to an external site.). During the course students will get some guidance on how to use both programs. However, it has to be noted that these statistical programs are only the means to an end – the course’s aim is not to thoroughly teach how to use these programs, it is to be able to perform the chosen analysis with the use of the computer software and primarily to understand the results and be able to judge the adequacy of the model and its fit to data.
      Námsmarkmið
      • The method of linear regression (K1),
      • Assumptions necessary to perform regression analysis (K2),
      • Basic test necessary to verify the fit of the model (K3),
      • Interpretation of the results (K4),
      • Basic time series methods (K5).
      • Choose the appropriate method for the data at hand (S1),
      • Use it to analyze the data (S2),
      • Interpret the results (S3).
      • Students should become familiar with using a chosen statistical package (SPSS will be the program used in class) (S4).
      • Students should be able to use econometric models for decision-making (C1),
      • Be able to judge the adequacy of the method used for analysis (C2),
      • Be able to read and evaluate simple research papers that use these methods (C3),
      • Be able to present the research results in a comprehensible and brief way (C4).
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálEnska
      Velgengni í námi og starfi - Leiðtogahæfni og skilvirk teymi SkyldaV-300-LEAD1 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Ásgeir Jónsson
      Hildur Katrín Rafnsdóttir
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska
      Hvernig skara ég framúr SkyldaV-300-SKAR0 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Elmar Hallgríms Hallgrímsson
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska
      Gerð og greining ársreikninga SkyldaV-307-GARS6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-108-REHA, Reikningshald
      V-202-REGR, Rekstrargreining
      SkipulagÞrír fyrirlestrar og tveir dæmatímar á viku
      Kennari
      Halldór Ingi Pálsson
      Lýsing
      Kynning á lögum um ársreikninga, kynning reglugerðar um framsetningu og innihald ársreikninga og ársreikningskafla hlutafélagalaganna. Nemendur fá þjálfun í gerð einfaldra ársreikninga. Dæmum um ársreikninga verður dreift eða vísað á heimasíður og farið yfir í tíma. Reglur um fjárfestingar í hlutabréfum og öðrum markaðsverðbréfum kynntar með hliðsjón af lögum um ársreikninga og stöðlum alþjóðlegu reikningsskilanefndarinnar (IASB). Eiginfjárreikningar kynntir og ráðstöfunarmöguleikar einstakra reikninga með skírskotun í lög. Reglur um færslu tekjuskatts í reikningsskil kynntar. Sjóðstreymi og notkun helstu kennitalna því tengdu. Meðferð kaupréttar á hlutabréfum (options) í reikningsskilum kynnt. Helstu kennitölur í ársreikningum kynntar. Stutt kynning verður á lífeyris- og ábyrgðarskuldbindingum, óefnislegum eignum og gerð verður grein fyrir mismuninum á fjármögnunarleigu- og kaupleigusamningum. Kynning á samstæðureikningsskilum.
      Námsmarkmið
      Góð þekking á aðferðum við færslu bókhalds, gerð ársreikninga, túlkun og greining á upplýsingum í ársreikningum er mjög mikilvæg viðskiptafræðingum. Fjárhagsleg áhrif viðskipta fyrirtækja og aðrar veigamiklar upplýsingar um rekstur koma fram í reikningsskilum þeirra. Af þeim sökum hefur bókhald stundum verið nefnt tungumál viðskiptanna. Þekking á reikningsskilum og ársreikningum skiptir einnig máli varðandi önnur sérsvið viðskiptafræði. Má hér nefna gerð rekstraráætlana, deildauppgjör og verðmat fyrirtækja.Þessu námskeiði er ætlað að búa nemendur undir að takast á við verkefni á þessum sviðum. Lærdómsviðmið þessa námskeið eru hér að neðan flokkuð í þrennt: Þekking, leikni og hæfni.ÞekkingAð loknu þessu námskeiði ætti nemandi að búa yfir góðri þekkingu á bókhaldi og ársreikningum. Í því felst að nemandi hafi öðlast góðan skilning á því hvernig áhrif viðskipta eru færð í bókhald félaga, hvernig ársreikningur er gerður byggt á bókhaldi viðkomandi fyrirtækis og hvað ársreikningur segir stjórnendum félags og öðrum notendum hans. Nemandi á að vera fær um að miðla af sér kunnáttu í öllum viðfangsefnum námskeiðsins en þau koma fram í kennsluáætlun.Með leikni er átt við að nemandi sé fær um að skrá með réttum hætti áhrif viðskipta sem taka á því efni sem farið er í námskeiðinu á bókhald fyrirtækis og gert ársreikning byggt á færslu viðskiptanna í bókhald. Sem dæmi má nefna að nemandi þarf að geta fært og flokkað tekjur og gjöld með réttum hætti, vera fær um að skrá leigusamninga í bókhald byggt á eðli þeirra, reikna út skatt til greiðslu og frestaðan tekjuskatt, færa langtímalán og langtímaskuldabréfaeign með réttum hætti miðað við aðferð virkra vaxta og færa afskriftir varanlegra rekstrarfjármuna og óefnislegra eigna. Á grundvelli fyrrgreindra viðfangsefna og annarra sem fram koma í kennsluáætlun skal nemandi vera fær um að gera rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi auk viðeigandi skýringa sem fram koma í þessum megin yfirlitum ársreiknings.
      Að loknu námskeiði á nemandi að vera fær um að nýta þekkingu og leikni í starfi sem viðskiptafræðingur og/eða  frekara námi í reikningshaldi eða öðrum þeim greinum viðskiptafræði þar sem þekking á bókhaldi og ársreikningum skiptir máli. Þetta felur í sér að nemandi hafi tileinkað sér hæfni til að færa bókhald, gera ársreikninga og túlka þær upplýsingar sem fram koma í ársreikningi. Jafnframt að nemandi geti nýtt sér, eftir því sem við á, þekkingu sem hann hefur öðlast í námskeiðinu til að fást við önnur þau viðfangsefni viðskiptafræðinnar þar sem fjárhagsupplýsingar koma við sögu.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      3 fyrirlestrar og 1 dæmatími á viku
      TungumálÍslenska
      Alþjóðaviðskipti SkyldaV-308-ALVI6 Einingar
      Ár3. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
      V-105-MAR1, Markaðsfræði I
      Skipulag3 vikna námskeið í lok haustannar
      Kennari
      Fabian Zimmermann
      Lýsing
      Annars vegar er fjallað um umhverfi og þróun heimsviðskipta, hnattvæðingu viðskipta, fræðilegar kenningar um alþjóðleg viðskipti, pólitíska mótun viðskiptastefnu og viðskiptaumhverfis, viðskiptahindranir, svæðisbundin viðskiptabandalög eins og ESB og NAFTA, áhrif menningar á alþjóðleg viðskipti, erlenda fjárfesting, staðsetning framleiðslu, GATT og WTO, alþjóðlega peningakerfið og IMF. Þessi málefni og stofnanir eru settar í samhengi við stöðu Íslands og málefni sem eru ofarlega á baugi í heimsfréttum. Hins vegar eru málin skoðuð frá sjónarhóli fyrirtækjanna sjálfra. Meðal annars verður eftirfarandi tekið fyrir: ávinningur og áhættur erlendrar starfsemi, mögulegar leiðir við alþjóðavæðingu fyrirtækja, útrás íslenskra fyrirtækja: saga og lærdómur, skipulag alþjóðlegs rekstrar, alþjóðleg markaðssetning og þróunarstarf, alþjóðlegt samstarf, inn/útflutningur og fjölþjóðleg stjórnun.
      Námsmarkmið
      • Þekki meginatriði í uppbyggingu og þróun alþjóðlega viðskiptakerfisins
      • Þekki helstu markað- og stjórnkerfi á heimsvísu, kosti þeirra og galla
      • Skilji helstu áhrif og afleiðingar frelsis og takmarkana á frelsi í alþjóðaviðskiptum
      • Hafi innsýn í með hvaða hætti munur á menningu getur haft áhrif á alþjóðleg viðskipti
      • Þekki ólíkar og mögulegar leiðir til alþjóðavæðingar fyrirtækja
      • Þekki kunnar áhættur í alþjóðlegum rekstri.
      • Geti greint mögulega kosti og galla þátttöku í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi fyrir þjóðir og fyrir fyrirtæki í ólíkum atvinnugreinum
      • Geti greint stöðu mismunandi samfélaga í alþjóðaviðskiptaumhverfinu og þau áhrif sem hún hefur á efnhagslega framþróun viðkomandi samfélaga.
      • Hafi innsýn í alþjóðasamninga sem kunna að hafa áhrif á samkeppnisstöðu einstakra atvinnugreina á Íslandi, t.d. EES-samninginn og fríverslunarsaminga
      • Hafi kunnáttu og færni til að greina stöðu fyrirtækis m.t.t. alþjóðavæðingar og geti sett fram greiningu á mögulegum kostum, göllum og áhættu af alþjóðavæðingu
      • Hafi vissa reynslu af hópavinnu þar sem unnið er með raunverulegt verkefni í alþjóðlegu umhverfi.
      Námsmat
      Verkefni og lokapróf.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      4 fyrirlestrar á viku
      TungumálEnska
      Applied Game Theory ValnámskeiðV-332-AGTH6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararT-302-TOLF, Tölfræði I
      V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
      V-625-REII, Rekstrarhagfræði II
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Friðrik Már Baldursson
      Lýsing
      Game theory is concerned with the analysis of strategic decisions, i.e. decisions where one must also take into account the decisions of others, because final outcomes depend on everyone involved. Game theory is therefore relevant for a broad range of decisions and has applications in many different disciplines, such as political science, psychology and biology. This course will, however, focus primarily on economic applications. Examples are wide ranging and include price setting by oligopolistic firms and the negotiation of international treaties on climate change.The course’s main objective is to provide a basic understanding of the formal analysis of decision problems using game theory and models of behaviour. Students will study how to take strategic considerations into account when making decisions. They will also learn how to predict how others will (rationally) behave when they are in strategic settings and how to apply these tools to settings from economics and business.The course will cover static and dynamic games with full and asymmetric information. Basic cooperative and bargaining theory will also be covered and applications to concrete examples will be emphasized.
      Námsmarkmið
      • Understand basic principles of logical / game theoretical analysis of decisions.
      • Knowledge about a number of special games and particular issues associated with them, such as repeated games (including infinitely repeated games), auctions and signalling games
      • Know central equilibrium concepts in non-cooperative game theory, such as Nash equilibrium, subgame-perfect Nash equilibrium, Bayesian Nash equilibrium, and perfect Bayesian equilibrium
      • Understand the solution concepts of cooperative game theory
      • Be familiar with economic applications of game theory
      • Formulate game theoretic models and solution concepts for the analysis of simple economic problems
      • Ability to analyse assumptions critically
      • Apply game theoretic equilibrium and solution concepts to the analysis of simple economic problems
      • Analyse decision problems with an independent and critical economic approach
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálEnska
      Saga hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar ValnámskeiðV-341-ETET6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Magnús Sveinn Helgason
      Lýsing
      Í áfanganum er farið yfir sögu hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar frá kaupauðgisstefnunni á árnýöld og fram til þjóðhagfræðikenninga á síðari hluta 20. aldar. Meðal hagfræðinga sem til umfjöllunar eru í áfanganum eru  Adam Smith, David Ricardo, Karl Marx, Alfred Marshall, John Maynard Keynes og Milton Friedman. Fjallað er um helstu skóla í sögu hagfræðinnar á borð við klassíska skólann, nýklassíska skólann, keynisisma, jaðarbyltinguna, austurríska hagfræði og marxisma. Þá er tekist á um álitamál í sögu hagfræðikenninga á borð við deilur um kornlögin, áætlunarbúskap og skýringar á orsökum kreppunnar miklu.
      Námsmarkmið
      HæfniviðmiðHér er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan sögu hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar og miðað er við að nemendur tileinki sér á önninni. Þau hæfniviðmið sem hér fara á eftir eru hluti hæfniviðmiða bakkalárprófs í hagfræði.[1]
      ÞekkingLagt er upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum, hugtökum og hagfræðingum sem farið er yfir í námskeiðinu. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu, viðfangsefni námskeiðsins. Hér á eftir fara sértæk hæfniviðmið þekkingar fyrir námskeiðið þau fela í sér að:·        Nemendur geti gert grein fyrir og þekki helstu hugtök í sögu hagfræðikenninga á borð við launasjóðinn, lögmál Say, nytjahyggju og sögulega efnishyggju.·        Nemendur skilji framvindu í þróun kenninga innan hagfræðinnar og tengsl hennar við efnahagsleg úrlausnarefni.·        Nemendur þekki helstu þáttaskil í sögu hagfræðinnar á borð við upphaf klassíska skólans, jaðarbyltinguna og tilurð nýklassískrar hagfræði.·        Nemendur geti leitað fræðilegra heimilda sem styðja umfjöllun um sögu hagfræðikenninga með sjálfstæðum hætti.Við lok námskeiðsins eiga nemendur að hafa getu til að beita þekkingu og aðferðum á sögu hagfræðikenninga til að leysa margvísleg viðfangsefni á borð við:·        Nemendur geti útskýrt og beitt kenningum ólíkra hagfræðinga á ólíkum tímabilum, á borð við fólksfjöldakenningu Malthusar, kenningu Ricardo um hlutfallslega yfirburði og peningmagnskenningu Milton Friedman.Við lok námskeiðsins geti nemandi hagnýtt þekkingu á sögu hagfræðikenninga og hagrænnar hugsunar í leik og starfi sem og frekara námi. Í því felst að:·        Nemendur geti skilið uppruna og hugmyndafræðilegan bakgrunn skrifa um hagfræðileg málefni á borð við hagsveiflur, verðbólgu og tekjuskiptingu.·        Nemendur geti sjálfstætt og skipulega tekið saman umfjöllun um hvernig sögulegar kenningar hagfræðinnar geti nýst við að taka á álitamálum í samtímanum.·        Nemendur geti kynnt hlutlæga afstöðu á álitamálum innan hagfræðinnar í mæltu og rituðu máli.·        Nemendur hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám í sögu hagfræðikenninga.
      [1] Sjá https://www.ru.is/media/veldu-flokk/Laerdomsvidmid-BS-nam-hagfraedi-og-fjarmal.pdf
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálÍslenska
      Hagnýt tölfræði II SkyldaV-406-TOL26 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-303-TOL1, Hagnýt tölfræði I
      SkipulagFjórir tímar á viku, fyrirlestrar og dæmatímar.
      Kennari
      Ewa Ryszarda Lazarczyk Carlson
      Lýsing
      The course focuses on a study of linear regression, the theory behind and the application of the method. Part 1 of the course covers simple and multiple regressions which are used in the analysis of cross-sectional data. Part 2 introduces basic time series models. Examples of simple economic applications are used throughout the course. Students use SPSS. License to use SPSS can be purchased at the reception desk in Sólin. During the course students will get some guidance on how to use the program. However, it has to be noted that this statistical program is only the means to an end – the course’s aim is not to thoroughly teach how to use SPSS, it is to be able to perform the chosen analysis with the use of the computer software and primarily to understand the results and be able to judge the adequacy of the model and its fit to data.
      Námsmarkmið
      • The method of linear regression (K1),
      • Assumptions necessary to perform regression analysis (K2),
      • Basic test necessary to verify the fit of the model (K3),
      • Interpretation of the results (K4),
      • Basic time series methods (K5).
      • Choose the appropriate method for the data at hand (S1),
      • Use it to analyze the data (S2),
      • Interpret the results (S3).
      • Students should become familiar with using a chosen statistical package (SPSS will be the program used in class) (S4).
      • Students should be able to use econometric models for decision-making (C1),
      • Be able to judge the adequacy of the method used for analysis (C2),
      • Be able to read and evaluate simple research papers that use these methods (C3),
      • Be able to present the research results in a comprehensible and brief way (C4).
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Lectures will take place twice a week (Wednesdays and Fridays). Wednesdays’ lectures will be organized as typical lectures where teacher presents material and relevant examples. Most of the content of Wednesdays´ lectures will be available on slides that will be uploaded on Wednesdays mornings. However, there will be additional examples that will be solved on the board and they will not be part of slides. Students are required to take notes.Fridays’ lectures will be organized as problem solving sessions (called Exercise Session in the Study Plan). Students will be presented with a number of exercises covering material discussed in class and they will be required to work on those during the class. It is advisable that students bring the book and lecture notes to these sessions. In total, there will be eight Exercise Sessions. After the end of the class each student is required to submit an answer sheet/Exercise Session Report to the teacher. The precise way of sending the report will be explained later in the class. These reports will only receive grade of Pass+, Pass or Fail. In order to get Pass+ all answers have to be correct, in order to pass (receive Pass) more than 50% of the answers need to be correct.The detailed schedule can be found in this document. Please be aware that it might be prone to changes and updates during the semester.The course does not require much learning by heart. Instead it relies heavily on your ability to understand the topics covered and your ability to use relevant methods where needed. To acquire that level of knowledge, skills and competences requires that you take an active role in your studies throughout the course.The assignments in the textbook, material covered in lectures and assignments for problem solving sessions will be equally covered in the final.TA classes:Once a week there will be problem solving sessions with a Teaching Assistant (TA). They will start in the second week of the course. Please prepare for the TA sessions. This means: try solving assigned exercises before the class takes place. Most students learn the most when they prepare before-hand and check their solutions with the solutions given by the TA.
      TungumálEnska
      Aðferðafræði SkyldaV-502-ADFR6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      Skipulag3 vikna námskeið í lok haustannar
      Kennari
      Eyrún Magnúsdóttir
      Lýsing
      Í námskeiðinu verður í fyrsta lagi lögð áhersla á að kenna nemendum þá aðferðafræði sem notuð er við heimildavinnu í tengslum við gerð verkefna, skýrslna og annarra náms- og starfstengdra greinargerða. Rík áhersla verður lögð á að nemendur temji sér að fjalla um viðfangsefni sín á greinargóðri íslensku. Verkefni felast m.a. í ritun stuttra greinargerða og skýrslna sem byggja á heimildaöflun og umfjöllun tölulegra upplýsinga. Í öðru lagi verður stuttlega fjallað um aðferðafræði vísindalegra rannsókna og þær takmarkanir sem mismunandi rannsóknaraðferðir eru háðar. Lögð verður áhersla á að nemendur öðlist grunnfærni í gerð spurningakönnunar með verkefnavinnu. Í þriðja lagi verður hluta námskeiðsins varið í að kenna nemendum grunnatriði Microsoft Excel forritsins. Í fjórða lagi verða nemendum kynnt grundvallaratriði kynninga í töluðu máli og fá tækifæri til að æfa sig með flutningi eigin kynningar.
      Námsmarkmið
      Við lok námskeiðsins á nemandinn að hafa öðlast þekkingu til að:
      Lýsa völdum aðferðum og hugtökum innan aðferðafræði
      Gera greinamun milli fræðilegra skýringa og annars konar skýringa
      Sækja sér þekkingu í ritrýndar greinar
      Skilja og þekkja stöðu aðferðafræði í viðskiptafræði
      Við lok námskeiðsins á nemandinn að hafa öðlast leikni til að:
      Geta miðlað efni fræðigreina á skipulagðan og skiljanlegan hátt.
      Geti lýst einföldum fræðilegum atriðum og rannsóknarniðurstöðum á stöðluðu formi (APA)
      Geta undirbúið, skipulagt og framkvæmt einfalda rannsókn.
      Hafi tileinkað sér gagnrýna hugsun
      Við lok námskeiðsins á nemandinn að hafa öðlast hæfni til að:
      Takast á við frekar nám.
      Sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
      Geta unnið einn og með öðrum að verkefnum.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar, umræðutímar og verkefnatímar.
      TungumálÍslenska
      Fjármálakeppni Rotman í Toronto ValnámskeiðV-505-ROTM6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Sævarður Einarsson
      Lýsing
      With the lifting of currency controls, Icelanders can now freely trade in financial markets outside Iceland (e.g. US) using registered brokers. As a consequence, there is great interest amongst investors, pension funds, traders, hedge funds to trade in liquid non-icelandic equity and fixed income markets so as to get returns better than what the Icelandic market affords. The purpose of this course is to educate students on the nuances of the financial markets and the science of trading so as to enable a student to understand risk and reward using quantitative analysis. With this backdrop, the course teaches students how to execute trading strategies under certain market conditions and adapt these strategies as the market conditions change. Time permitting, we will also look at options based trading strategies and risk management (hedging) strategies. •Introduction to financial markets •Technical Analysis vis-à-vis Fundamental Analysis •Understanding Risks and Rewards •Basic Trading and Hedging Strategies •Familiarity with RIT •Case Studies
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Class participation: 10% Quizzes: 3 – 5 (total worth of 30%) Group Project: 60% Students missing a quiz without any medical reasons or prior permission from the instructor will receive a grade of 0%. Students missing a quiz with valid reasons will have the opportunity to be have the quiz scores averaged out over the quizzes taken.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      In addition to the lectures on the fundamentals underlying trading, students can expect hands-on practice of strategy implementation using Rotman Interactive Trading portal (RIT) and spreadsheets. In addition, class discussion, quizzes and group projects will be used to emphasize certain aspects of the materials taught.
      TungumálEnska
      Mannauðsstjórnun SkyldaV-511-STST6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-203-STJ1, Stjórnun
      SkipulagÞriggja vikna námskeið.
      Kennari
      Elín Helga Lárusdóttir
      Þóra Þorgeirsdóttir
      Lýsing
      Fjallað er um ferli mannauðsstjórnunar frá ráðningu til starfsloka, þ.m.t. mönnun og ráðningar, þjálfun og starfsþróun, frammistöðustjórnun, launastjórnun, starfsmannatengsl og vinnurétt. Áhersla er lögð á tengsl mannauðsstjórnunar við stefnumótun fyrirtækja og stofnana, verkaskiptingu og hlutverk almennra stjórnenda og starfsmannadeilda og mælingar á árangri. Verklegum æfingum og lausn raundæma er ætlað að þjálfa ýmis atriði námsins.
      Námsmarkmið
      Að námskeiði loknu er markmiðið að nemar geti: Skilgreint og beitt lykilhugtökum, kenningum og aðferðum á sviði mannauðsstjórnunar og gert grein fyrir helstu hornsteinum fræðasviðsins. Gert grein fyrir stefnumótandi hlutverki mannauðsstjórnunar og möguleikum sem í því hlutverki felast fyrir samkeppnishæfni fyrirtækja. Beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu á siðferðilegum, lagalegum og samfélagslegum áskorunum á sviði starfsmannamála. Framkvæmt greiningu á störfum, hannað starfslýsingu, viðtalsramma fyrir ráðningarviðtal og frammistöðumat fyrir tiltekið starf. Gert grein fyrir verksviði og helstu verkefnum mannauðsstjórnunar­deildar og stjórnenda á sviði starfsmannamála. Nýtt sér gagnasöfn, ritrýndar greinar, kenningar og rannsóknir í skrifum og í faglegum rökstuðningi fyrir ákvörðunum, vali á aðferðum og hönnun ferla á sviði mannauðsstjórnunar.
      Námsmat
      Einstaklingsverkefni og lokapróf
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      4 fyrirlestrar á viku
      TungumálEnska
      Virðismat ValnámskeiðV-517-VIRD6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      V-107-FJAR, Fjármál fyrirtækja
      Skipulag4 fyrirlestrar á viku og einn dæmatími.
      Kennari
      Agnes Ísleifsdóttir
      Lýsing
      This course will examine the most widely used methods of asset valuation, focusing on intrinsic valuation (discounted cash flow) and relative valuation (pricing using multiples).

      Tools for valuing all kinds of assets under various scenarios will be provided, although the focus will be on equities. The goal is to be able to identify which valuation methods are appropriate in each instance, apply the tools correctly and provide sound reasoning for any assumptions made.

      Main topics will include; discounted cash flow valuation, relative valuation, assessing risk, cost of financing and discount rates, measuring earnings, estimating growth and terminal value as well as coverage of different versions of useful valuation models.

      One group project, a firm valuation report, will be handed in at the end of the semester.

      Guest lecturers will make appearances if/when possible.
      Námsmarkmið
      Upon completion of the course students should have:

      • a thorough understanding of main valuation methods, including the components of a discounted cash flow valuation, their advantages and shortcomings

      • an ability to value various types of firms under multiples scenarios using the appropriate methods

      • enough understanding to provide sound reasoning for the valuation results and their underlying assumptions 
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Virðismat ValnámskeiðV-517-VIRD6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      V-107-FJAR, Fjármál fyrirtækja
      Skipulag4 fyrirlestrar á viku og einn dæmatími.
      Kennari
      Agnes Ísleifsdóttir
      Lýsing
      This course will examine the most widely used methods of asset valuation, focusing on intrinsic valuation (discounted cash flow) and relative valuation (pricing using multiples).

      Tools for valuing all kinds of assets under various scenarios will be provided, although the focus will be on equities. The goal is to be able to identify which valuation methods are appropriate in each instance, apply the tools correctly and provide sound reasoning for any assumptions made.

      Main topics will include; discounted cash flow valuation, relative valuation, assessing risk, cost of financing and discount rates, measuring earnings, estimating growth and terminal value as well as coverage of different versions of useful valuation models.

      One group project, a firm valuation report, will be handed in at the end of the semester.

      Guest lecturers will make appearances if/when possible.
      Námsmarkmið
      Upon completion of the course students should have:

      • a thorough understanding of main valuation methods, including the components of a discounted cash flow valuation, their advantages and shortcomings

      • an ability to value various types of firms under multiples scenarios using the appropriate methods

      • enough understanding to provide sound reasoning for the valuation results and their underlying assumptions 
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Þjónustustjórnun ValnámskeiðV-522-SERV6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-105-MAR1, Markaðsfræði I
      V-203-STJ1, Stjórnun
      SkipulagWeekly lectures
      Kennari
      Brynjar Þór Þorsteinsson
      Lýsing
      Námskeiðið er inngangsnámskeið í þjónustustjórnun og er ætlað að kynna helstu grunnhugtök og aðferðir sem er nauðsynlegt að þekkja og geta beitt til að ná árangri við stjórnun þjónustufyrirtækja
      Námsmarkmið
      • Nemendur eiga að skilja og geta útskýrt helstu líkön um þjónustufyrirtæki
      • Nemendur þekki helstu kenningar um þjónustustjórnun
      • Nemendur skilji eðli og einkenni þjónustu og mikilvægi hennar í samfélaginu
      • Nemendur eiga að þekkja helstu hugtök um ánægju viðskiptavina
      • Nemendur kunni skil á tengslum tækni og þjónustu
      • Nemendur geti greint gæði þjónustu með aðstoð þekktra þjónustulíkana
      • Nemendur þekki helstu útfærslur á stefnu þjónustufyrirtækja og mótun hennar
      • Nemendur geti þróað nýja þjónustu og tengt við nýsköpun fyrirtækja
      • Geti útskýrt grunnhugsun algengra þjónustulíkana
      • Geti útskýrt hvernig helstu aðferðir þjónustustjórnunar eru nýttar og hrint í framkvæmd af stjórnendum á Íslandi og í alþjóðlegum rekstri
      • Geti greint og sett fram þjónustustefnu í fyrirtæki
      • Hafa þróað gagnaöflunarfærni og framsetningu (kynningu) efnis með verkefnum og hópvinnu
      • Hafa þróað með sér uppbyggilega gagnrýni sem byggist á jákvæðni og faglegri greiningu á nokkrum helstu líkönum (aðferðum) þjónustufræðanna
      • Geti skipst á skoðunum um nokkur helstu líkön þjónustufræðanna
      • Vera fær um að takast á við stjórnunarstörf í þjónustufyrirtækjum

      Námsmat
      2 hópverkefni 40%. Þátttaka / tímaverkefni 10%. Lokapróf, munnlegt 50%
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      3 fyrirlestrar á viku
      TungumálEnska
      Neytendahegðun og markaðssamskipti SkyldaV-523-MACO6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-105-MAR1, Markaðsfræði I
      SkipulagFyrirlestrar og verkefnavinna
      Kennari
      Árni Árnason
      Guðmundur Auðjón Guðmundsson
      Lýsing
      Námskeiðið stuðlar að víðtækum skilningi á neytendahegðun og helstu breytum sem hafa áhrif á hana. Í þessu sambandi verður sérstakur gaumur gefinn samhæfðum markaðssamskiptum. Í raun er námskeiðið tvíþætt. Í fyrsta lagi munu nemendur læra grunnatriði neytendasálfræði. Það felur m.a. í sér hugtök eins og úrvinnslu upplýsinga, þátttöku, athygli, skilning, minni, viðhorf, klassíska og virka skilyrðingu og fleira. Seinni hluti námskeiðsins miðar svo að því að nemendur geti nýtt þessa vitneskju í raunhæfum aðstæðum og heimfært yfir á markaðssamskiptaáætlun. Áhersla verður lögð á markaðssamskiptalíkan, markaðssamskipti, markmið, áætlanir og mismunandi boðmiðlunarleiðir.
      Námsmarkmið
      Safn staðreynda, lögmála, kenninga og aðferða sem einstaklingur hefur tileinkað sér. Þekking er bæði fræðileg og hagnýt.
      • Hafi öðlast almennan skilning og innsæi í helstu kenningar og hugtök í neytendahegðun/neytendasálfræði og markaðssamskiptum
      • Hafi vitneskju um nýjustu þekkingu á sviðum neytendahegðunar og markaðssamskipta 
      • Þekki mikilvæg hegðunarmynstur neytenda og þá þætti sem hafa áhrif á þau
      • Hafi vitneskju um mikilvægi neytendahegðunar fyrir markaðssetningu
      • Hafi þekkingingu á siðferðilegum málefnum tengdum markaðsmálum og neytendavernd

      Felur í sér færni til að beita þekkingu. Leikni getur falist í almennri leikni sem ekki er bundin ákveðinni fræðigrein eða starfsgrein og sérhæfðri leikni.
      • Geti beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu viðfangsefna
      • Geti rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni
      • Greini hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt 3
      • Geti nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á viðkomandi fræðasviði
      • Geti sýnt fram á helstu þætti samhæfðra markaðssamskipta
      • Geti rökstutt markaðslegar ákvarðanir með notkun fræðanna
      Felur í sér yfirsýn og getu til að nýta þekkingu og leikni við nám og starf.
      • Geti tekið virkan þátt í samstarfi og fundið lausnir á vandamálum í markaðssetningu
      • Sé fær um að túlka fræðileg atriði og rannsóknarniðurstöður
      • Geti búið til stefnu kynningarstarfs (creative brief) markaðssamskiptaáætlunar
      • Geti undirbúið og búið til samhæfða markaðssamskiptaáætlun
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar byggðir á kennslubókinni til að skýra fræðileg hugtök, aðferðir og til að svara spurningum frá nemendum. Tekin verða fyrir raundæmi í tímum. Hópverkefni mun auka raunhæfa nálgun námskeiðsins varðandi skipulagningu markaðssamskiptastarfs. Til að auka enn frekar á raunhæfa nálgun námskeiðsins verða gestafyrirlesarar fengnir til að ræða ákveðin atriði sem þeim tengjast.
      TungumálEnska
      Markaðs- og viðskiptarannsóknir SkyldaV-528-MAVI6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-303-TOL1, Hagnýt tölfræði I
      V-502-ADFR, Aðferðafræði
      SkipulagATH: Kennt í fyrsta skipti haust 2007 !Þrír fyrirlestrar á viku og einn dæmatími.
      Kennari
      Ævar Þórólfsson
      Lýsing
      The course will cover the role and importance of business research methods as well as the main steps in the research process, also covering the structure of each research method with a special emphasis on surveys. By the of the course you should be able to set realistic research objectives, design accurate and appropriate research methods, analyze quantitative and qualitative data and write-up a report in a APA framework.
      Námsmarkmið
      • Skilji hlutverk markaðs- og viðskiptarannsókna í ákvörðunartöku stjórnenda (þekking).
      • Kunni skil á styrkleikum og veikleikum helstu rannsóknaraðferða og viti hvenær hver og ein á við þegar þörf er á að gera rannsókn (þekking)
      Geti skipulagt og framkvæmt einfalda rannsókn (hæfni).Geti unnið úr einfaldri rannsókn með SPSS og sett fram niðurstöður (leikni).
      Námsmat
      Verkefni, áfangapróf og lokapróf.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar og dæmatímar.
      TungumálEnska
      Stafræn markaðssetning ValnámskeiðV-552-STAF6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-105-MAR1, Markaðsfræði I
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Gabríela Rún Sigurðardóttir
      Lýsing
      Stafræn markaðssetning veitir bæði víðtakan og hagnýtan skilning á því hvernig fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir geta nýtt sér stafræna miðla til að ná fram markmiðum sínum í markaðssetningu og greiningum á neytendahegðun. Unnið verður með mælikvarða í markaðssetningu, vörumerkjasköpun, tengslamyndun við neytendur, virðisgreiningar, viðskiptalíkön og tekjumódel, upplifun, umtal á netinu og almannatengsl. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á raunverkefni, styttri raundæmi og tengsl við atvinnulíf. Nemendur munu læra um vefgreiningar og markaðssetningu á heimasíðum, leitarvélum, farsímum, samfélagsmiðlum (t.d. Facebook og You Tube), tölvupóstum og fá að prófa sig áfram sjálfir í gegnum hópverkefni.
      Námsmarkmið
      Safn staðreynda, lögmála, kenninga og aðferða sem einstaklingur hefur tileinkað sér. Þekking er bæði fræðileg og hagnýt.

      · Hafi öðlast almennan skilning á hlutverki stafrænna miðla í markaðssetningu og vefgreiningu á neytendahegðun· Hafi vitneskju um nýja þekkingu á sviði stafrænnar markaðssetningar· Þekki mikilvægi þess að greina virði stafrænna miðla fyrir neytendur og fyrirtækiðFelur í sér færni til að beita þekkingu. Leikni getur falist í almennri leikni sem ekki er bundin ákveðinni fræðigrein eða starfsgrein og sérhæfðri leikni.

      · Geti beitt gagnrýnum aðferðum við greiningu viðfangsefna í stafrænni markaðssetningu · Geti rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni· Greini hvenær þörf er á upplýsingum og hafi færni til finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt· Geti nýtt sér viðurkennd gagnasöfn og upplýsingalindir á viðkomandi fræðasviði· Geti rökstutt ákvarðanir um notkun mismundandi stafrænna miðla á fræðilegan háttFelur í sér yfirsýn og getu til að nýta þekkingu og leikni við nám og starf.

      · Geti tekið virkan þátt í samstarfi og fundið lausnir á vandamálum í stafrænni markaðssetningu· Sé fær um að túlka gögn og aðrar upplýsingar frá vefgreiningum· Geti undirbúið og búið til markaðssetningu með stafrænum miðlum
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar til að skýra fræðileg hugtök, aðferðir og til að svara spurningum frá nemendum. Áhersla verður lögð á raunverkefni og dæmi í tímum, með vinnu nemenda, þannig að undirbúningur er nauðsynlegur. Hópverkefni mun auka raunhæfa nálgun námskeiðsins varðandi undirbúning og framkvæmd stafrænnar markaðssetningar. Til að auka enn frekar á raunhæfa nálgun námskeiðsins verða gestafyrirlesarar fengnir til að ræða ákveðin atriði sem tengjast efni námskeiðs.
      TungumálEnska
      Skattskil ValnámskeiðV-620-SKSK6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-108-REHA, Reikningshald
      V-307-GARS, Gerð og greining ársreikninga
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Lúðvík Þráinsson
      Lýsing
      Grundvallarreglur íslenskra skattalaga og íslensks skattkerfis kenndar bæði að því er varðar einstaklinga og fyrirtæki. Kennd er hagnýt notkun og skilningur á skattalögum og tvísköttunarsamningum og útleiðsla skattstofna út frá þeim mismun sem er á reikningshaldslegri og skattalegri afkomu fyrirtækja. Uppstilling skattauppgjörs og útskýring á því hvað ræður skattstofnum með reikningslegum og lagalegum rökstuðningi.
      Námsmarkmið
      Markmið að nemendur kunni skil á helstu grundvallarreglum íslenskra skattalaga, öðlist almennan skilning á íslensku skattaumhverfi. Læri að lesa og nota íslensk skattalög og aðrar skattlagningarreglur þ.m.t. tvísköttunarsamninga sem Ísland hefur gert. Þekki mismuninn á reikningshaldslegri og skattalegri afkomu fyrirtækja og kynnist helstu frávikum á milli reikningshaldsins og skattareglna. Geti stillt upp skattauppgjöri og fundið út réttan skattstofn, hafi fullan skilning á því af hverju skattstofn eða skattskylda ákvarðst á þann hátt sem hún gerir. Verði færir í að útskýra það með lagarökum og almennum rökum.
      Námsmat
      Tvö stór verkefni sem gilda hvort um sig 15% af heildareinkunn. Lokapróf sem gildir 70%
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      4 tímar á viku, sem skiptast í fyrirlestra og verkefni
      TungumálÍslenska
      Vörumerkjastjórnun ValnámskeiðV-644-BRAN6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-105-MAR1, Markaðsfræði I
      V-523-MACO, Neytendahegðun og markaðssamskipti
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Atli Björgvinsson
      Lýsing
      Námskeiðið miðar að hugmyndarfræði stefnumiðaðrar stjórnunar vörumerkja þar sem áhersla er lögð á skilgreiningar grunnhugtaka og mismunandi aðferðir við að meta vörumerkjavirði og hvernig má aðlaga vörumerkjastefnu til að hámarka vörumerkjavirði.
      Námsmarkmið
    • hafa náð tökum á grundvallarhugtökum og hugmyndarfræði stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar og þekki þannig hlutverk vörumerkja og hugtökin vörumerki, viðskiptavinagrundað vörumerkjavirði, staðfærsla og vörumerkjarýni.
    • hafa öðlast skilning á gildi þess að byggja upp sterkt vörumerki.
    • þekkja þrjú helstu verkfærin sem hægt er að beita við uppbyggingu vörumerkjavirðis: a.að velja réttu vörumerkisauðkennin b. að setja saman söluráðana á réttan hátt c. að nýta sér hugrenningartengsl annarra
    • geta beitt réttum verkfærum við uppbyggingu vörumerkjavirðis
    • hafa lært og geti beitt mismunandi aðferðum við að mæla vörumerkjavirði
    • geta mótað og innleitt öfluga vörumerkjastefnu
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálEnska
      Starfsnám ValnámskeiðV-667-STNA6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagVerknám
      Kennari
      Freyja Th. Sigurðardóttir
      Kristján Reykjalín Vigfússon
      Lýsing
      Nemandi vinnur undir eftirliti umsjónarkennara frá HR og umsónaraðilia frá fyrirtæki. Hægt er að dreifa starfsnáminu á 4 – 12 vikur. Vinnutíma skal haga þannig að hann skarist ekki á við kennslustundir. Miðað skal við 120 klst. vinnu.
      Námsmarkmið
      • Að auka þekkingu stúdenta á því sviði sem þeir vilja starfa við í framtíðinni • Veita stúdentum reynslu af því að vinna að úrlausn raunhæfra viðfangsefna á vettvangi undir leiðsögn fyrirtækis og kennara. • Undirbúa nemendur undir starf eftir skólalok. • Koma nemendum inn á vinnumarkaðinn – opna dyr • Efla enn tengsl okkar við atvinnulífið
      Námsmat
      Lokaskýrsla eða verkefni. Staðið / fallið
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Nemandi vinnur undir eftirliti umsjónarkennara frá HR og umsjónaraðila frá fyrirtæki.
      TungumálÍslenska
      Moral Profit – Sustainability Seen From a Global Perspective ValnámskeiðV-677-MOPR6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Ólafur Reynir Guðmundsson
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      BSc-ritgerð SkyldaV-699-RITG12 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-528-MAVI, Markaðs- og viðskiptarannsóknir
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Markmið B.Sc. verkefna er að þjálfa og prófa hæfni nemenda til sjálfstæðra, skipulegra, gagnrýnna, agaðra og vísindalegra vinnubragða, og til skýrrar framsetningar á niðurstöðum eigin vinnu. Þanning eiga nemendur að leggja kapp sitt og metnað við að skila góðu lokaverkefni sem þeir og kennarar HR geta verið stolt af. Lokaverkefni allra nemenda sem útskrifast frá HR verða aðgengileg á bókasafni HR öðrum til aflestrar með nafni kennara og nemenda um ókomna tíð. Þá eru lokaverkefni einnig mjög mikilvægur undirbúningur fyrir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám. B.Sc. verkefni eru metin til 12 ECTS. Nemendur velja sér sín verkefni sjálfir en val verkefna er þó háð samþykki leiðbeinanda. Í samræmi við meginstefnumið Háskólans í Reykjavík verður af hans hálfu lögð sérstök áhersla á að vinna við B.Sc. verkefni byggi á og örvi frumkvæði nemenda, auki færni þeirra í notkun á nýjustu upplýsingatækni við öflun heimilda og skerpi skilning þeirra á alþjóðlegu samhengi þeirra verkefna sem þeir kjósa sér.
      Námsmarkmið
      Þekking:
      Við lok námskeiðsins sýnir nemandi fram á þekkingu innan viðskiptafræði á undirstöðugreinum hennar sem snerta viðfangsefni verkefnis.   Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok verkefnis sýnt fram á almennt  innsæi  og skilning á helstu kenningum og hugtökum sem snerta viðfangsefni verkefnis.  Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað af kunnáttu og þekkingu á undirstöðugreinum viðskiptafræði. 
      Í verkefninu birtist m.a.:
      • Geta til að skilgreina og lýsa nýjustu þekkingu á ýmsum sértækari viðfangsefnum viðskiptafræði sem snerta rannsóknarspurningu og efnisumfjöllun verkefnis.
      • Verkkunnátta við öflun heimilda úr bókasöfnum og rafrænum gagnabönkum.
      • Þekking á aðferðum sem beitt er við greiningu og úrvinnslu gagna í viðskiptafræði og snerta viðfangsefnið.
      • Vald á viðfangsefninu til að rökstyðja hvernig fræðileg þekking í viðskiptafræði verður til með notkun vísindalegra nálgana og tæknilegra aðferða greinarinnar. 
      Leikni:
      • Túlkun og beiting gagnrýninna aðferða á viðfangsefninu.
      • Geta til að rannsaka og leggja sjálfstætt mat á viðeigandi aðferðir sem nýta þarf við framkvæmd verkefnis.
      • Dómgreind til að meta hvenær þörf er á upplýsingum og leikni til að finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt. 
      • Nýting á agaðri og gagnrýnni notkun heimilda.
      • Þjálfun í gagnrýnni hugsun, með víðsýni og frumleika að leiðarljósi.
      Hæfni:
      • Færni til afmörkunar verkefnishugmyndar sem uppfyllir kröfur viðskiptadeildar HR.
      • Vald á framsetningu og túlkun á eigin niðurstöðum samkvæmt vísindalegum venjum.
      • Geta til að draga eigin ályktanir, til að túlka og til að kynna niðurstöður.
      • Undirbúningur nemenda fyrir greiningu gagna og ritun skýrslna úti á vinnumarkaðnum, en um leið er verkefninu ætlað að undirbúa nemendur fyrir framhaldsnám.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálÍslenska
      Skiptinám ValnámskeiðX-699-EXCH30 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2024
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Vorönn/Spring 2025
      Viðskiptagreind ValnámskeiðI-707-VGBI6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararT-111-PROG, Forritun
      SkipulagTD-Staðarnám-12 vikna
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Viðskiptaumhverfið er stöðugt að breytast og verður sífellt flóknara. Fyrirtæki og stofnanir eru undir álagi að bregðast hratt við breyttum skilyrðum og iðka nýsköpun í rekstri. Slík verkefni krefjast lipurðar og þess að skipulagið styðji tíðar, tímanlegar og oft flóknar ákvarðanir tengdar stefnu og rekstri. Ákvarðanataka undir þeim skilyrðum krefst töluverðs magns af viðeigandi gögnum, upplýsingum og þekkingu sem krefjast skipulags sem styður nánast rauntíma vinnslu og krefst venjulega tæknilegs stuðnings upplýsingakerfa.Þessi áfangi gengur út á að nota greiningu gagna sem tæknilegan stuðning við ákvarðanatöku stjórnenda. Hann leggur áherslu á fræðilega grunn ákvarðanatökukerfa sem og þær hugbúnaðarlausnir sem eru aðgengilegar. Áfanginn fer yfir grunnhugtök þeirra aðferða sem nýta þessar lausnir til viðskiptalegs ávinnings.
      Námsmarkmið
      • Þekki hugtakið viðskiptagreind og geti fjallað um það út frá fræðilegu, tæknilegu og viðskiptalegu sjónarmiði.
      • Skilji uppbyggingu viðskiptagreindarlausna, mikilvægi á notkun viðskiptagreindar í viðskiptalífinu og mismunandi tilgang ýmissa verkfæra sem eru notuð í viðskiptagreind.
      • Geti byggt upp gagnalíkan, búið til greiningar og veitt ráðgjöf varðandi framsetningu gagna.
      • Geti unnið með Microsoft Azure skýjalausnir til að stjórna og sýsla með gögn.
      • Geti unnið með Microsoft Azure Data Mining Studio til að gera gagnanámunarlíkön.
      • Geti unnið með Microsoft PowerBI til að búa til mælaborð.
      • Geti skilgreint hæfnisetur (BICC) og mótað stefnu fyrir fyrirtæki í viðskiptagreind.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálÍslenska
      Félagaréttur ValnámskeiðL-202-FELA8 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      Skipulag5 fyrirlestrar í viku
      Kennari
      Arnljótur Ástvaldsson
      Helga Kristín Auðunsdóttir
      Lýsing
      Um er að ræða grunnnámskeið í félagarétti. Í upphafi námskeiðs verður fjallað um viðfangsefni og réttarheimildir félagaréttar, eðli samstarfs í formi félaga og þau borin saman við önnur samvinnu- og rekstrarform. Gerð verður grein fyrir helstu félagaformum íslensks réttar, einkennum þeirra og þau borin saman. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á hluta- og einkahlutafélög, en þessi félagaform eru algengust í íslensku viðskiptalífi. Í því sambandi verður farið yfir dæmigerð félagaréttarleg álitaefni sem á getur reynt í rekstri félaga, bæði frá fræðilegu og raunhæfu sjónarhorni. Meðal þess sem fjallað verður um verður: (i) einkenni svokallaðrar takmarkaðrar ábyrgðar hluthafa, þ.m.t. kosti og galla hennar og möguleika dómstóla á að aflétta slíkri ábyrgð („e. lifting the corporate veil“); (ii) stofnun félaga; (iii) hluti og hlutafé félags, þ.m.t. greiðslu hlutafjár, hækkun hlutafjár, eigin hluti, arðgreiðslur og lán og ábyrgðir félags vegna kaupa á hlutum; (iv) stjórnkerfi hlutafélaga, þ.m.t. stöðu stjórnar, framkvæmdastjóra og hluthafa, hverra um sig og innbyrðis; (v) stöðu (vernd) kröfuhafa félaga; (vi) minnihlutavernd; (vii) fjármögnun félaga; (viii) félagasamstæður og álitaefni þeim tengd, þ.m.t. vernd kröfuhafa; (ix) samruna, slit og skiptingu félaga; og (x) réttarúrræði aðila sem telja á sér brotið í tengslum við rekstur félags.
      Námsmarkmið
      -Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: Kunna skil á helstu félagaformum íslensks réttar og hafa öðlast haldgóða þekkingu á reglum um hluta- og einkahlutafélög. -Hæfni: Við lok námskeiðs vera færir um að nýta þekkingu sína til að fjalla um og leysa úr álitaefnum á sviði félagaréttar, bæði raunhæfum og fræðilegum. -Leikni: Við lok námskeiðs eiga nemendur að geta nýtt sér þekkingu á grunnstoðum félaga og helstu reglur þannig að það styðji við það sem framundan er í náminu sem og viðfangsefni eftir útskrif.
      Námsmat
      Verkefni (30%), raunhæft verkefni (10%) og skriflegt lokapróf (60%)
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Kennsla verður í formi fyrirlestra og umræðna í tímum.
      TungumálÍslenska
      Stjórnsýsluréttur ValnámskeiðL-401-STJR8 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      Skipulag5 fyrirlestrar /umræðutímar í viku
      Kennari
      Elín Ósk Helgadóttir
      Hafsteinn Dan Kristjánsson
      Lýsing
      Í námskeiðinu verður uppbyggingu stjórnsýslukerfisins og verkefnum stjórnvalda lýst stuttlega. Fjallað verður um réttarheimildir stjórnsýsluréttarins, meginreglur hans og grundvallarhugtök. Sérstaklega verður vikið að hugtakinu stjórnvaldsákvörðun og eins að aðild að stjórnsýslumálum. Farið verður nokkuð nákvæmlega í málsmeðferðar og efnisreglur stjórnsýslulaga. Einnig verður farið í óskráðar efnisreglur stjórnsýsluréttarins, t.a.m. um það hvaða sjónarmið má leggja til grundvallar matskenndri ákvörðun. Þá verður fjallað um eftirlit með störfum stjórnsýslunnar og um endurskoðun ákvarðana. Áhersla er lögð á að tengja námsefnið við álitaefni sem komið hafa upp. Unnið verður með dóma og álit umboðsmanns Alþingis og dóma. Nemendur munu vinna verkefni þegar líða tekur á önnina.
      Námsmarkmið
      Að námskeiðinu loknu eiga nemendur að: -Þekking: Þekkja, skilja og geta gert grein fyrir helstu hugtökum, réttarheimildum og reglum stjórnsýsluréttarins og hvernig reynt hefur á þær í framkvæmd. -Leikni: Hafa öðlast færni í beitingu þessara reglna. -Hæfni: - hafa þjálfað hæfni sína til að vinna að lausn verkefna. - geta greint álitaefni í dæmum og atvikalýsingum og leyst úr þeim með rökstuddum hætti á grundvelli stjórnsýslulaga og eftir atvikum meginreglna stjórnsýsluréttar með tilvísun til dómaframkvæmdar og/eða álita umboðsmanns Alþingis.
      Námsmat
      Tilkynnt síðar.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar, umræður og verkefnavinna.
      TungumálÍslenska
      Velgengni í námi og starfi - Velsæld SkyldaV-200-VELS1 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Ásgeir Jónsson
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska
      Rekstrarhagfræði I SkyldaV-201-RHAG6 Einingar
      Ár3. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
      V-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      SkipulagFjórir fyrirlestrar á viku og tveir dæmatímar
      Kennari
      Axel Hall
      Lýsing
      Í námskeiðinu verður farið yfir nokkur helstu hugtök rekstrarhagfræðinnar á borð við framboð og eftirspurn, teygnihugtök og áhrif ólíkra þátta á niðurstöðu á markaði. Fjallað verður um val neytandans á markaði og könnuð áhrif breytinga á verði og tekjum á ákvarðanir neytenda og tengt við eftirspurn. Áhersla er lögð á hefðbundin viðfangsefni rekstarhagfræðinnar, s.s. nytjaföll og hegðun neytenda á markaði, framleiðslu-, kostnaðar- og hagnaðarföll fyrirtækja, fullkomna samkeppni, og einokun. Tæki velferðarhagfræði verða notuð til skýra skilvirkni markaða. Leitað verður svara við spurningunni um hlutverk stjórnvalda á mörkuðum og áhrif þeirra á viðskipti og velferð. Þá verða skoðaðar kenningar um almennt jafnvægi í efnahagslífinu og greining á velferð því tengdu.
      Námsmarkmið
      Við lok námskeiðsins býr nemandi yfir þekkingu innan rekstrarhagfræði. Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu. Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu viðfangsefni námskeiðsins. Þetta felur m.a. í sér að nemendur: •Kunni skil á helstu lögmálum efnahagslífsins á sviði deildarhagfræði. •Hafi getu til að lýsa hegðun neytenda á markaði. •Kunni skil á helstu kenningum um fyrirtækið, framleiðslu- og kostnaðaraðstæður •Hafi skilning á virkni markaða. •Fái ítarlega innsýn í starfsemi fyrirtækja á markaði. •Skilji helstu kenningar velferðarhagfræði um áhrif skatta, tolla og innflutningskvóta. Leikni: •Séu færir um að nýta sér grunnþætti rekstrarhagfræðinnar við ákvörðunartöku. •Geti sett fram og leyst hagnýt líkön í rekstrarhagfræði. •Hafi tök á greiningu á atferli neytenda og starfsemi fyrirtækja á markaði •Hafi öðlast greiningarhæfni til að lýsa verðstefnu fyrirtækja í ljósi kenninga rekstrarhagfræðinnar við markaðsskilyrði samkeppni. Hæfni: •Hafi náð tökum á að leysa hagnýt verkefni á sviði rekstrarhagfræði. •Öðlist getu til að nýta rekstrarhagfræði við greiningu hagrænna viðfangsefna. •Hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan rekstrarhagfræði.
      Námsmat
      Vikuleg skilaverkefni, miðannarpróf, lokapróf. Með vikulegum verkefnum er markmiðið að nemendur nái að tileinka sér þekkingu og leikni sem prófað er úr í miðannar- og lokaprófi. Miðannar- og lokapróf reyna á og prófa hvort nemandi búi yfir framangreindum lærdómsviðmiðum þannig að í lok námskeiðs hafi öðlast hæfni í rekstrarhagfræði.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku.
      TungumálÍslenska
      Rekstrargreining SkyldaV-202-REGR6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-108-REHA, Reikningshald
      SkipulagFjórir fyrirlestrar á viku og dæmatímar
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Fjallað verður um grundvallaratriði í rekstrarbókhaldi, m.a. hegðun/tegundir kostnaðar og áhrif á rekstrarvogun (Operating Leverage), viðeigandi og nauðsynlegar upplýsingar fyrir ákvörðunartöku, ferlisbókhald (Process Order System), verkbókhald (Job Order System), verkgrundaðan kostnaðarreikning (Activity Based Costing), frammistöðugreiningar, ábyrgðabókhaldskerfi (Responsibility Accounting), kostnaðargreiningu fyrir verðlagningu og notkun og gerð áætlana.
      Námsmarkmið
      Að námskeiði loknu er stefnt að því að: •Nemendur hafi öðlist skilning á grundvallaratriðum rekstrarbókhalds, samspili þess við fjárhagsbókhald og mikilvægi rekstrarbókhalds sem tækis við ákvarðanatöku, eftirlit og áætlanagerð
      Námsmat
      Hópverkefni, miðannarpróf og lokapróf
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar og dæmatímar
      TungumálÍslenska
      Stjórnun SkyldaV-203-STJ16 Einingar
      Ár3. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagTveir fyrirlestrar á viku.
      Kennari
      Þóra Þorgeirsdóttir
      Lýsing
      Markmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum hvað felst í stjórnun og hvernig hægt er að styðja við árangursríka stjórnun. Fjallað er um skipulagsheildir, einkenni þeirra og uppbyggingu. Helstu viðfangsefni í stjórnun fyrirtækja og stofnana verða kynnt og rædd með tilliti til rekstrarumhverfis og breytinga í atvinnulífi. Stefna og stefnumótun í fyrirtækjum og stofnunum, grunnatriði stjórnskipulags, ytra umhverfi fyrirtækja, tengsl á milli og innan fyrirtækja, æviskeið fyrirtækja og menning fyrirtækja og stofnana og siðferðileg gildi. Þróun og breytingar í fyrirtækjum og stofnunum, ákvarðanataka og ákvarðanatökuferli, ágreiningur og vald innan fyrirtækja og ný viðfangsefni í rekstri og skipulagi fyrirtækja og stofnana.
      Námsmarkmið
      Nemandi býr yfir:
    • Skilningi á því hvað stjórnun skipulagsheilda felur í sér og hvernig skipulag og skipurit skipulagsheilda hefur áhrif á stjórnun. Að auki, þekking á helstu kenningum um stjórnun og þeim hugtökum sem notuð eru í srtjórnunarfræðum
    • Vitneskju til að útskýra hvað stjórnun er, hvað stjórnendur gera og af hverju stjórnun er mikilvæg. Að auki, skilningur á hvernig stjórnendur nýta þær auðlindir sem skipulagsheildir hafa yfir að ráða til að ná árangri.
    • Innsýn í hvernig stjórnun hefur breyst á undanförnum áratugum, m.a. vegna alþjóðavæðingar og tækniframþróunar.
    • Nemandi býr yfir:4. Getu til að setja sig í spor stjórnanda í að bregðast við áskorunum sem upp koma í stjórnun skipulagsheilda.5. Getu til að hagnýta fræðilega þekkingu í raunverulegum aðstæðumNemandi býr yfir:6. Getu til að greina og leysa viðfangsefni á sviði stjórnunar, bæði sjálfstætt og í virkri samvinnu við aðra.7. Geta til að samþætta þekkingu og leikni, m.a. hugtök, kenningar og fræðilega þekkingu til að leg
      Námsmat
      • Tímaverkefni / Þátttaka (10%)
      Yfir önnina verða lögð fyrir styttri verkefni í tímum sem tengjast efni námskeiðsins hverju sinni. Einkunn verður í samræmi við fjölda tímaverkefna sem lokið er.
      • Hermir—skýrsla (25%)
      Í námskeiðinu munu nemendur taka þátt í nokkuð viðamiklum hermi (e. simulation). Í herminum verður nemendum skipt í litla hópa sem munu keppa sín á milli í að ná árangri við stjórnun fyrirtækis. Ekki verður gefin einkunn fyrir frammistöðu í herminum, heldur fyrir skýrslu sem hver hópur skrifar um reynslu sína af þátttöku í herminum. Skiladagur skýrslunar er 1. apríl 2020 kl. 23:59. Nánari upplýsingar um verkefnið eru væntanlegar fljótlega.
      • Krossapróf (15%)
      Miðannar krossapróf verður haldið í tíma þann 6. mars 2020. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag prófsins verða veittar þegar nær dregur.
      • Lokapróf (50%)
      Lokapróf verður haldið á próftímabili í lok annar—sjá próftöflu þegar hún liggur fyrir. Allt efni námskeiðsins er til prófs og gildir prófið 50% af lokaeinkunn. Gerð er krafa um að nemendur nái a.m.k. 5,0 (4,75) í þessum þætti námsmatsins.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Þetta námskeið, V-203-STJ1 Stjórnun, er 6 ECTS eininga námskeið á BSc stigi í Viðskiptadeild. Almenn skilyrði fyrir skráningu í námskeiðið eru að nemandi sé skráður í nám við Háskólann í Reykjavík.
      • Námskeiðið er kennt tvisvar í viku yfir 12 vikna tímabil, tvær kennslustundir í senn.
      • Kennsla byggir á fyrirlestrum, útskýringum á aðferðum og tækni, ásamt virkri þátttöku nemenda í gegnum umræður og verkefni.
      • Nemendur ná hámarksárangri með virkri þátttöku
      TungumálÍslenska
      Stærðfræði II ValnámskeiðV-204-MAII6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Í námskeiðinu er fjallað um þau tæki stærðfræðinnar (fylkjareikning og bestun) sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu og geta beitt í hagfræðilegri greiningu, t.d. í námskeiðum á borð við rekstrarhagfræði og hagrannsóknir. Í fylkjareikningi verður farið í gerðir fylkja, reikningsaðgerðir fylkja, Gauss-Jordan eyðingu, ákveðu og andhverfu fylkja, diffrun fylkja og reglu Cramers. Í hámörkun/lágmörkun verður farið í teygni, keðjuregluna, óhefta bestun (hámörkun/lágmörkun), aðferðir Lagrange og Kuhn-Tucker við bestun með hliðarskilyrðum, setningu um fólgin föll (implicit function theorem) og hjúpsetninguna (envelope theorem).
      Námsmarkmið
       HæfniviðmiðAð loknu þessu námskeiði eiga nemendur að hafa eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni í stærðfræði:Þekking
      • hafa almenna þekkingu og skilning á helstu hugtökum stærðfræðilegrar greiningar og línulegrar algebru.
      • geta lýst helstu hugtökum stærðfræðilegrar greiningar og línulegrar algebru.
      • geta skilið hagfræðigreinar sem nota stærðfræði.
      Leikni
      • geta valið og notað viðeigandi stærðfræðilega aðferð til að leysa dæmi.
      • geta nýtt aðferðir stærðfræðinnar á þann hátt sem við á hverju sinni.
      Hæfni
      • geta nýtt stærðfræðilega greiningu til að setja ályktanir fram á formlegan hátt.
      • geta notað fylkjareikning og bestun í hagfræðilegri greiningu, sér í lagi í rekstrarhagfræði og þjóðhagfræði.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálÍslenska
      Vinnumarkaðshagfræði ValnámskeiðV-221-LAEC6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Námskeiðið fjallar um hvernig vinnumarkaðir virka og tengingu vinnumarkaða við starfsemi fyrirtækja. Í upphafi námskeiðs verða rifjuð upp grundvallaratriði hagfræðinnar, framboð (e. supply), eftirspurn (e. demand) og ávinningur viðskipta (e. gains from trade). Í framhaldinu verða þessi hugtök sett í samhengi vinnumarkaðshagfræðinnar. Tæki hagfræðinnar eru notuð til að greina ákvarðanir starfsmanna og atvinnurekenda og þær stofnanir vinnumarkaðarins sem hafa áhrif á þessar ákvarðanir, t.d. stéttarfélög, félög atvinnurekenda og lagaumhverfi.
      Meðal spurninga sem námskeiðinu er ætlað að svara eru:
      • Hvað ræður því hversu marga einstaklinga fyrirtæki er tilbúið að ráða í vinnu?
      • Hvað ræður því hversu mikið einstaklingar eru tilbúnir að vinna?
      • Hvað ræður því hvaða laun einstaklingur fær?
      • Hver eru tengslin á milli menntunar og launa?
      • Hvaða máli skipta stéttarfélög?
      • Hvers vegna fá konur og karlar ekki sömu laun fyrir sömu vinnu?
      • Hver er eðlileg tekjudreifing?
      • Af hverju er atvinnuleysi alltaf til staðar? Hvert er eðlilegt atvinnuleysi?
      • Hver er sérstaða íslensks vinnumarkaðar?

      Meðal efnis námskeiðsins er framboð vinnuafls, spurn eftir vinnuafli af hálfu atvinnurekenda, menntun og þjálfun starfsmanna, hlutverk stéttarfélaga, réttindi starfsmanna og stefna stjórnvalda. Þá verður einnig rætt um atvinnuleysi, mismunun á vinnumarkaði og tekjudreifingu.
      Námsmarkmið
      Að loknu þessu námskeiði eiga nemendur að hafa eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni í vinnu­markaðs­hagfræði.Þekking
      • Nemendur eiga að hafa almenna þekkingu á helstu viðfangsefnum og kenningum vinnumarkaðshagfræðinnar.
      • Nemendur eiga að þekkja helstu hugtök vinnumarkaðshagfræðinnar á borð við vinnuaflseftirspurn (e. labor demand), framboð á vinnuafli (e. labor supply), teygni (e. elasticity), jafngildisferill (indifference curves), mannauður (e. human capital), atvinnuleysi (e. unemployment) og mismunun (e. discrimination).
      • Nemendur eiga að þekkja helstu atriði sem hafa áhrif á framboð og eftirspurn á mörkuðum almennt sem og á vinnumarkaði.
      • Nemendur eiga að skilja hvað skilur vinnumarkað frá öðrum mörkuðum.
      • Nemendur eiga að geta beitt helstu tækjum vinnumarkaðshagfræðinnar.
      • Nemendur eiga að geta greint áhrif af breytingum, t.d. skattabreytingum, á eftirspurn og framboð á vinnuafli.
      • Nemendur eiga að geta teiknað gröf og skýrt líkön sem notuð eru vinnumarkaðshagfræði á borð við framboð, eftirspurn, jafngildisferla og tekjubönd (e. budget constraints). 
      • Nemendur eiga að skilja hlutverk hins opinbera og hlutverk alþjóðastofnana á vinnumarkaði.
      • Nemendur eiga að geta greint viðfangsefni vinnumarkaðshagfræðinnar.
      • Nemendur eiga að geta greint hvaða tæki á við við greiningu viðfangsefna.
      • Við greiningu viðfangsefna eiga nemendur að geta greint á milli aðal- og aukaatriða.
      • Nemendur eiga að geta nýtt greiningartæki hagfræðinnar við viðfangsefni á borð við mismunun á vinnumarkaði og tekjudreifingu.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálEnska
      Hagnýt tölfræði I SkyldaV-303-TOL16 Einingar
      Ár3. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagFyrirlestrar, dæmatímar og skilaverkefni
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Í upphafi námskeiðs verður farið yfir helstu aðferðir lýsandi tölfræði. Að því búnu verða kenndir helstu mælikvarðar á miðlægni og dreifingu gagna. Þá verður farið yfir helstu hugtök líkindafræða sem undirstöðu tölfræðilegra aðferða. Næst verða teknar fyrir strjálar og samfelldar hendingar og dreifingar þeirra. Fjallað verður um úrtök og úrtaksdreifingar. Þá er komið að kjarna ályktunartölfræðinnar, mati á stikum og prófun á tilgátum. Að lokum verður farið í fylgni og farið yfir aðferð minnstu kvaðrata (e. ordinary least squares, OLS) við aðhvarfsgreiningu með það að markmiði að meta hagnýt línuleg sambönd í viðskiptalífinu. Áhersla verður lögð á að beita aðferðum tölfræðinnar við lausn hagnýtra dæma og verkefna. Lagt verður upp úr því að nemendur geti reiknað dæmi á blaði með aðstoð vasareiknis og í tölvu með Excel og skyldum forritum.
      Námsmarkmið
      Að námskeiði loknu skulu nemendur geta: •Skilgreint grundvallarhugtök í lýsandi tölfræði og ályktunarfræði •Beitt aðferðum tölfræðinnar við lausn hagnýtra dæma og verkefna •Túlkað niðurstöður tölfræðilegra kannana
      Námsmat
      Fyrirlestrar, dæmatímar og skilaverkefni
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      4 fyrirlestrar og 2 dæmatímar á viku.
      TungumálÍslenska
      Fjármálamarkaðir SkyldaV-304-FMAR6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
      V-107-FJAR, Fjármál fyrirtækja
      SkipulagLectures and discussion groups
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Financial markets are important pillars in every civilized society. They facilitate economic activities and provide services and products to manage risks. It is important to understand the function of financial institutuions in order to be able to predict their reactions towards different economic events and how they will evolve over time. This course is set to support students in their learning of different theories of finance and how those theories are linked with financial history, the strengths and weaknesses of financial institutions, such as banks, insurance companies, stock and derivatives markets, and what the future holds for those institutions.
      Námsmarkmið
      Know the interaction between financial markets and the economy. This entails how financial markets service the economy and enable economic growth but could also have negative effects.The main types of security markets and lending forms and the role the main financial institutions play in as intermediaries.What main concerns are the cornerstone of the valuation of assets.Provide economic rationales for the existence of financial markets and institutions and analyze the key functions and interrelations of the various financial markets and institutionsIdentify the economic importance of financial institutions and be able to understand and predict to some degree the economic effects of their failure.Analyze the determinants of level of interest rates; contrast the various theories of the term structure of interest rates, discuss the tools, role, goals and targets of central banks.Price the basic financial instruments in the various financial markets and evaluate the principal risks associated with them. Be able to identify both long term and short term risks and rewards and possible remedies to manage/hedge future financial unknowns.Analyze how new information affects the above considerations.Discuss and analyze the tools, main roles and targets of central banks, including reactions to changes in market and economic conditions.Discuss and debate the recent global trends in various financial markets. That includes both macro and micro considerations.Have an understanding of how changes in financial regulation may affect financial markets and the economy.Have an understanding of elements that may cause financial crisis and their effects. This includes an understanding of the state of financial markets during boom and bust periods.
      Námsmat
      Assignment and final exam
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      4 lectures per week
      TungumálEnska
      Rekstrarstjórnun SkyldaV-311-OPMA6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-203-STJ1, Stjórnun
      Skipulag4 fyrirlestrar á viku
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Kynning á rekstrarstjórnun og tengslum hennar við aðra þætti í rekstri fyrirtækja. Þróun rekstrar- og ferlastjórnunar. Markmið og viðfangsefni rekstrarstjórnunar. Áhrif magns og úrvals (vöru- eða þjónustuúrvals) á: ferlahönnun; skipulag vinnusvæðis (layout); val á tækjum og búnaði; og starfahönnun. Eiginleikar aðfangakeðjunnar og stjórnun hennar. Val á stað-setningu. Spár og spálíkön til að spá fyrir um eftirspurn. Áætlanir og stjórnun afkastagetu. Mismunandi leiðir til að bregðast við sveiflum í eftirspurn. Notkun á OEE til að meta afkastagetu. Hagkvæmasta pöntunar- og framleiðslumagn. Kerfi til að stýra birgðum. JIT aðferðir við stjórnun birgða. Framleiðsluáætlanir og MRP. Samhæfður viðskiptahugbúnaður (ERP). Verkefnastjórnun. Mælingar í rekstri fyrirtækja, viðmið (benchmarking) og stefnumiðað árangursmat (balanced scorecard). Gæðaeftirlit og greining gæðavandamála. Umbætur og umbótaaðferðir. Forgangsröðun umbótaverkefna. Róttækar breytingar á viðskiptaferlum (business process reengineering) borið saman við stöðugar (og oft litlar) breytingar (continous improvement). Mótun rekstrarstefnu og tengsl hennar við viðskiptastefnu. Skipulag fyrirtækja og mikilvægi heildarferla í skipulagi fyrirtækja og stefnumótun. Ferlahugtakið og ferlamiðuð fyritæki. Lean stjórnunarkerfið (straumlínustjórnun). Altæk gæðastjórnun (TQM) og Six Sigma.
      Námsmarkmið
      Eftir námskeiðið eiga nemendur að geta: •Útskýrt merkingu hugtaka sem notuð eru í rekstrarstjórnun •Gert grein fyrir samhengi hugtaka sem notuð eru í rekstrarstjórnun •Geta beitt aðferðum sem kenndar eru í námskeiðinu til að leysa rekstrarstjórnunarleg viðfangsefni •Geta tekið þátt í umræðum um stjórnun •Útskýrt þau mismunandi stjórnunarkerfi sem kennd eru í námskeiðinu og mismun þeirra
      Námsmat
      Hópverkefni 20%, miðannarpróf 20% og lokapróf 60%
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar og umræður í tímum þar sem 2 til 3 nemendur vinna saman, verkefni á internetinu, hópverkefni og heimadæmi með útreikningum.
      TungumálEnska
      Alþjóðahagfræði ValnámskeiðV-321-INEC6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-103-THAG, Þjóðhagfræði
      V-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
      V-204-THII, Þjóðhagfræði II
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Í þessu námskeiði verður fjallað um alþjóðaviðskipti og -fjármál. Í fyrri hluta námskeiðsins munum við meðal annars skoða ávinning af viðskiptum, ólík viðskiptamynstur og áhrif stjórnvaldsákvarðana á viðskipti. Í seinni hlutanum lítum við svo til greiðslujafnaðar, gengissetningu og alþjóðlegra fjármagnsmarkaða.Yfirferð fyrri hluta námskeiðsins byggir að mestu á líkönum úr rekstrarhagfræði en niðurstöður þeirra eru einnig settar í samhengi við sögu viðskipta. Seinni hlutinn byggir að mestu á kenningum um vaxtajafngildi og kaupmáttarjöfnuð og sömuleiðis líkönum úr þjóðhagfræði sem lúta að gengissetningu, framleiðslu, verðlagi og greiðslujöfnuði. Að lokum verða nemendur kynntir fyrir helstu hugmyndum um hagkvæm myntsvæði.
      Námsmarkmið
      Hér er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan alþjóðahagfræðinnar og miðað er við að nemendur tileinki sér á önninni.
      Skammstöfun aftan við hvert hæfniviðmið hér á eftir vísar til númers hæfniviðmiðs eins og þau birtast í viðmiðum mennta- og menningarmálaráðuneytisins um æðri menntun og prófgráður fyrir almennt bakkalárpróf. Þannig þýðir Þ1 þekkingarviðmið nr. 1 í nefndum hæfniviðmiðum.Þau hæfniviðmið sem hér fara á eftir eru hluti hæfniviðmiða bakkalárprófs í viðskiptafræði
      ÞekkingLagt er upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu. Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu, viðfangsefni námskeiðsins.  Hér á eftir fara sértæk hæfniviðmið þekkingar fyrir námskeiðið þau fela í sér að:
      • Nemendur geti gert grein fyrir grunnhugtökum alþjóðahagfræðinnar og þekki helstu hugtök á borð við hlutfallslega yfirburði, algilda yfirburði, þáttanotkun, vexti og kaupmá (Þ1).
      • Nemendur skilji mikilvægi viðskipta, alþjóðavæðingu og landfræðilegu þáttum sem hafa áhrif á viðskipti (Þ2).
      • Nemendur skilji þá þætti er hafa áhrif á viðskipta, greiðslujöfnuð, gengi og samspil þeirra við aðrar hagrænar breytur í hagkerfinu (Þ1, Þ2).
      Við lok námskeiðsins eiga nemendur að hafa getu til að beita aðferðum alþjóðahagfræðinnar til að leysa margvíslega viðfangsefni á borð við:
      • Geta tengt saman áhrif einnar hagbreytu á aðra innan kenningaramma alþjóðahagfræðinnar (L2).
      • Geta teiknað og skýrt þau líkön sem notuð eru við hagræna greiningu innan alþjóðahagfræði (L2).
      • Skilja umfjöllun fjölmiðla um alþjóðahagfræði (L4).
      • Geta metið áhrif viðskiptastefnu stjórnvalda á ólíka kima hagkerfisins (L5).
      • Geta notað líkön alþjóðahagfræðinnar til greina stöðu hagkerfisins sem og framtíðarhorfur (L6 og Þ3).
      Við lok námskeiðsins geti nemandi hagnýtt þekkingu og leikni í alþjóðahagfræði í leik og starfi sem og frekara námi. Í því felst að nemendur:
      • Geti metið áhrif stjórnvaldsaðgerða á alþjóðaviðskipti og –fjármál (H2).
      • Geti viðað að sér opinberum gögnum um nýtt þau til hagrænnar greiningar (H2).
      • Geti túlkað umfjöllun fjölmiðla um alþjóðaviðskipti- og fjármál (H2).
      • Geti nýtt líkön til að greina stöðu og horfur (H4).
      • Geti túlkað, skýrt og kynnt fræðileg atriði (H4).
      • Hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám á sviði alþjóðahagfræði (H1).

      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálEnska
      Velgengni í námi og starfi - Gagnrýnin hugsun SkyldaV-400-CRIT1 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Ásgeir Jónsson
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska
      Viðskiptalögfræði SkyldaV-401-LOG6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagÞrír fyrirlestrar á viku.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Í námskeiðinu verða nemendum kynntar helstu réttarheimildir í lögfræði og uppbygging íslensks réttarkerfis. Farið verður yfir grundvallarreglur samningaréttar, kröfuréttar, kauparéttar og félagaréttar. Kynning á helstu lögum og reglum um kaup og sölu á verðbréfum á markaði auk þess sem farið verður yfir helstu réttindi og skyldur í vinnumarkaðsrétti.
      Námsmarkmið
      Nemendur hafi þekkingu á uppbyggingu og grunnskipulagi íslenska réttarkerfisins. 
      Nemendur kynnist aðferðafræði lögfræðinnar og kunni skil á helstu tegundum réttarheimilda, rétthæð þeirra og aðferðum við beitingu þeirra. 
      Nemendur viti hvar réttarheimildir er að finna.Nemendur hafi öðlast praktíska þekkingu á meginsviðum lögfræðinnar sem snúa að rekstri fyrirtækja og kunni til verka við stofnun félaga.Nemendur hafi öðlast innsýn í samningarétt, kauparétt, kröfurétt, verðbréfamarkaðsrétt, samkeppnisrétt, vinnurétt, gjaldþrotarétt, félagarétt og sifjarétt. Nemendur þekki helstu tegundir viðskiptabréfa, ábyrgðir og veð.Nemendur kunni að leita uppi réttarheimildir sem við eiga í málum sem upp koma í rekstri og viðskiptum.Nemendur geti stofnað félög og unnið nauðsynlega skjalagerð sem að því snýr.Nemendur skilji betur umfjöllun fjölmiðla um lögfræðileg álitamál, einkum þau sem snúa að viðskiptalífinu.Nemendur hafi öðlast innsýn í íslenskt réttarkerfi þannig að þeir geti brugðist við aðstæðum í atvinnulífinu á réttan hátt, þegar upp koma verkefni sem snúa að lögfræðilegum álitaefnum.Nemendur geti nýtt sér vefinn til að verða sér úti um lög, reglugerðir og aðrar reglur sem við eiga í þeim álitaefnum sem þeir þurfa að glíma við hverju sinni.Nemendur geti kynnt sér lögfræðileg álitaefni í viðskiptalífinu með gagnrýnum hætti og myndað sér skoðun.
      Námsmat
      Miðannar- og lokapróf
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      3 fyrirlestrar á viku
      TungumálÍslenska
      Stefnumótun SkyldaV-404-STEF6 Einingar
      Ár3. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagFjórir fyrirlestrar á viku. Þrem vikum varið í vinnu við lokaverkefni.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Í námskeiðinu er fjallað um helstu kenningar, verkfæri og þá hugmyndafræði sem stefnumótun (strategy) byggir á. Kynntar vera til sögunnar helstu aðferðir og aðferðafræði við greiningu og undirbúning stefnumótunar. Fjallað verður um mismunandi leiðir fyrirtækja til að ná og viðhalda samkeppnisforskoti. Ennfremur verður fjallað um mikilvæga þætti stefnumótunar sem tengjast þróun stefnu, mati á valkostum, mælingum á árangri sem og framkvæmd og eftirfylgni stefnumótunar. Nemendur fá síðan tækifæri til að spreyta sig í að beita aðferðum stefnumótunar í umfangsmikilli verkefnavinnu með fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum.
      Námsmarkmið
      Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur: • Hafi öðlast grundvallar þekkingu á hugmynda- og aðferðafræði stefnumótunar og geti útskýrt hana. • Búi yfir skilningi á því hvernig stefnumótun hjálpar fyrirtækjum, stofnunum og félagasamtökum við að móta og ná markmiðum í rekstri. • Hafi hlotið þjálfun og leikni í að beita aðferðum stefnumótunar á raunveruleg fyrirtæki, stofnanir og eða félagasamtök. •Geti unnið með öðrum að úrlausnarefnum stefnumótunar jafnframt því að geta lagt sjálfstætt mat á vandmál og leyst þau með sem skynsamlegustum hætti. • Hafi hæfni til að taka þátt og jafnvel leiða stefnumótun innan fyrirtækis, stofnunar og eða félagasamtaka.
      Námsmat
      Próf, tímaverkefni og lokaverkefni
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska
      Gerð og greining ársreikninga II ValnámskeiðV-417-GAII6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Elín Hanna Pétursdóttir
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska
      Viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð SkyldaV-514-VISI6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      Skipulag4 fyrirlestrar á viku
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Hremmingar Íslensku þjóðarinnar í kjölfar bankahrunsins hafa sýnt okkur að siðferðileg álitaefni í viðskiptum eru ótalmörg og geta verið afar afdrifarík fyrir einstaklinga, fyrirtæki, og heilar þjóðir. Viðskipti og fyrirtæki eru hluti af samfélaginu og þeim þarf að stjórna af ábyrgð og í sátt við þá sem eiga hagsmuna að gæta. Í þessu námskeiði verða siðferðileg álitamál kryfjuð. Erfiðum spurningum velt upp og nemendum gefinn kostur á að nota aðferðir viðskiptasiðfræðinnar til að þjálfa sig í taka ákvarðanir um siðræn málefni í viðskiptum. Þetta er ekki eingöngu tæknilegt námskeið heldur fjallar það um lífssýn nemenda, gildi og hvernig orðspor þeir vilja eiga í viðskiptum. Skoðaðar verða kenningar um siðferði einstaklinga í viðskiptum, kenningar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR) sem og kenningar um siðferðilegan grundvöll viðskipta yfirleitt. Stuðst verður við raundæmi úr íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi.
      Námsmarkmið
      Markmið námskeiðsins er að nemandinn öðlist þekkingu, leikni og færni í viðskiptasiðfræði og samfélagslegri ábyrgð. Í því felst í að nemandinn: •geti útskýrt helstu hugtök og kenningar um viðskiptasiðfræði og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja •geti komið auga á siðferðisleg álitaefni í viðskiptum og tekið rökstuddar ákvarðanir um þau •geti beitt helstu aðferðum viðskiptasiðfræði og samfélagslegrar ábyrgðar •geti sett fram kynningu um hvernig fyrirtæki geti fengist við samfélagslega ábyrgð sína með skipulögðum hætti, byggt á greiningu á fyrirtækinu og rannsóknum. •geti sett fram heilstætt og rökstutt viðhorf til tengsla og ábyrgðar einstaklinga og fyrirtækja gagnvart samfélaginu
      Námsmat
      Umræður og þátttaka í tímum, hlutapróf, umræðuþræðir, hópverkefni, lokapróf.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar, raundæmi og siðaklemmur, umræðuþræðir, hópavinna. Gerð er krafa um virka þátttöku í tímum.
      TungumálÍslenska
      Viðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgð SkyldaV-514-VISI6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      Skipulag4 fyrirlestrar á viku
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Hremmingar Íslensku þjóðarinnar í kjölfar bankahrunsins hafa sýnt okkur að siðferðileg álitaefni í viðskiptum eru ótalmörg og geta verið afar afdrifarík fyrir einstaklinga, fyrirtæki, og heilar þjóðir. Viðskipti og fyrirtæki eru hluti af samfélaginu og þeim þarf að stjórna af ábyrgð og í sátt við þá sem eiga hagsmuna að gæta. Í þessu námskeiði verða siðferðileg álitamál kryfjuð. Erfiðum spurningum velt upp og nemendum gefinn kostur á að nota aðferðir viðskiptasiðfræðinnar til að þjálfa sig í taka ákvarðanir um siðræn málefni í viðskiptum. Þetta er ekki eingöngu tæknilegt námskeið heldur fjallar það um lífssýn nemenda, gildi og hvernig orðspor þeir vilja eiga í viðskiptum. Skoðaðar verða kenningar um siðferði einstaklinga í viðskiptum, kenningar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja (CSR) sem og kenningar um siðferðilegan grundvöll viðskipta yfirleitt. Stuðst verður við raundæmi úr íslensku og alþjóðlegu viðskiptalífi.
      Námsmarkmið
      Markmið námskeiðsins er að nemandinn öðlist þekkingu, leikni og færni í viðskiptasiðfræði og samfélagslegri ábyrgð. Í því felst í að nemandinn: •geti útskýrt helstu hugtök og kenningar um viðskiptasiðfræði og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja •geti komið auga á siðferðisleg álitaefni í viðskiptum og tekið rökstuddar ákvarðanir um þau •geti beitt helstu aðferðum viðskiptasiðfræði og samfélagslegrar ábyrgðar •geti sett fram kynningu um hvernig fyrirtæki geti fengist við samfélagslega ábyrgð sína með skipulögðum hætti, byggt á greiningu á fyrirtækinu og rannsóknum. •geti sett fram heilstætt og rökstutt viðhorf til tengsla og ábyrgðar einstaklinga og fyrirtækja gagnvart samfélaginu
      Námsmat
      Umræður og þátttaka í tímum, hlutapróf, umræðuþræðir, hópverkefni, lokapróf.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar, raundæmi og siðaklemmur, umræðuþræðir, hópavinna. Gerð er krafa um virka þátttöku í tímum.
      TungumálÍslenska
      Fjármálakeppni Rotman í Toronto ValnámskeiðV-515-ROT23 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Sjálfbærni, UFS og sjálfbær fjármál ValnámskeiðV-576-SESG6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagThe aim of the course is to introduce the new thinking surrounding sustainability, sustainable development, and sustainable finance, using the comprehensive impact framework ESG (Environmental, Social, and Governance). Students will conduct their own ESG assessment of a real company as the main Project in the course. Key concepts and methodologies include sustainability, sustainable development, ESG, climate change, risk management, circular economy, life-cycle thinking, impact reporting, sustainable finance, green bonds, social bonds, blue bonds, and more. This course “Sustainability & ESG” takes students step-by-step through the process of developing a robust, holistic, and comprehensive sustainability strategy for the company they are issued. Packed with real-life examples, the most recent research, up-to-date cases and guest speakers from leading companies and institutions in the field of sustainability and ESG. Emphasis will be on student participation, analysis, presentations, and case studies.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      The aim of the course is to introduce the new thinking surrounding sustainability, sustainable development, and sustainable finance, using the comprehensive impact framework ESG (Environmental, Social, and Governance). Students will conduct their own ESG assessment of a real company as the main Project in the course.
      Námsmarkmið
      By the end of the course, students should be able to:●K1: Possess general knowledge of sustainability, ESG, and sustainablefinance●K2: Recognises current opportunities and challenges in improving theperformance of a company●K3: Have acquired knowledge of latest practices sustainability, ESG, andsustainable finance●K4: Have knowledge of several examples of the application of sustainability,ESG, and sustainable finance ●S1:Can apply critical methods to analyse the subject matter●S2: Can defend a company’s sustainability development strategy in aprofessional manner
      Námsmat
      Cases, projects and critical discussions will be the primary material for thiscourse together with a set of supplementary readings. Students areencouraged to gather speed rather quickly at the beginning of the course andto make the most out of the classroom hours. It can also be sensible to berather strategic in the course and try to use the readings and preparation forthe literature reviews also for the benefit of the group project.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Velgengni í námi og starfi - Starfsframi SkyldaV-600-CARE1 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Ásgeir Jónsson
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska
      Eignastýring ValnámskeiðV-601-EIGN6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-107-FJAR, Fjármál fyrirtækja
      V-303-TOL1, Hagnýt tölfræði I
      V-304-FMAR, Fjármálamarkaðir
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Markmið námskeiðsins er í aðalatriðum tvíþætt. Aðaláherslan er á að kynna fyrir nemendum þá aðferðafræði sem liggur að baki ákvarðanatöku hjá fjárfestum á verðbréfamarkaði við myndun eignasafna. Nemendum eru kynntar helstu kenningar og aðferðafræði við samval verðbréfa og hvernig megi lágmarka áhættu án þess að fórna ávöxtun. Sérstaklega er ætlast til að nemendur fái yfirsýn yfir þá kosti sem í boði eru á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. Einnig er fjallað um helstu verðmyndunarlíkön og einstakar kenningar um verðmat hlutabréfa. Mikil áhersla verður lögð á að nemendur tileinki sér hina tæknilegu hlið námsefnisins, þ.e. séu færir um að setja fram þau vandamál sem glímt er við með skipulegum hætti og geti notað þær reiknireglur sem til þarf við lausn þeirra.
      Námsmarkmið
      On completion of the course students should: •Understand mutual funds, hedge funds and pension funds •Understand factors that influence expected returns •Be able to construct efficient portfolios and apply various performance measures
      Námsmat
      Quizzes, project, Final exam
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Atferlishagfræði ValnámskeiðV-622-BEEC6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Rekstrarhagfræði II SkyldaV-625-REII6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-104-STÆR, Hagnýt stærðfræði I
      V-201-RHAG, Rekstrarhagfræði I
      SkipulagÞrír fyrirlestrar á viku og tveir dæmatímar
      Kennari
      Axel Hall
      Lýsing
      Hér er tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið í Rekstrarhagfræði I og byggt á því. Í námskeiðinu er nemendum sýnt hvernig nýta má rekstrarhagfræðina við ákvarðanatöku innan fyrirtækja. Hér er gerð tilraun til að ná betri skilningi á hegðun aðila í efnahagslífinu hvort sem litið er til neytenda eða fyrirtækja. Reynt verður að tengja saman hagnýtingu og fræði með því að nota raunhæf dæmi. Þá verða nemendum kynnt þau viðfangsefni sem rutt hafa sér til rúms innan rekstrarhagfræði síðustu árin, s.s. hlutverk upplýsinga, óvissu og tilvist umbjóðendavanda. Áhersla er lögð á leikjafræði og “strategíska“ hegðun fyrirtækja við aðstæður fákeppni um leið og skoðaðar eru ólíkar fákeppnisaðstæður. Farið er yfir helstu kenningar um markaði með framleiðsluþætti. Í lok námskeiðsins eru kynntar kenningar um áhrif ósamhverfra upplýsinga, hugtakið almannagæði og hlutverk hins opinbera.
      Námsmarkmið
       Forkröfur:  Gert er ráð fyrir að nemendur hafi lokið við rekstrarhagfræði I Þekking: Við lok námskeiðsins býr nemandi yfir þekkingu innan rekstrarhagfræði. Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok námskeiðs öðlast almennan skilning og innsæi á helstu kenningum og hugtökum sem farið er yfir í námskeiðinu. Efni sem hér er vísað til kemur fram í kennsluáætlun. Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað frá sér af kunnáttu viðfangsefni námskeiðsins.
      Þetta felur m.a. í sér að nemendur:
      • Þekkja helstu þætti kenninga um verðlagning fyrirtækja í einokun og fákeppni.
      • Skilja áhrif takmarkaðrar samkeppni á fyrirtæki, velferð neytenda og almannaheill.
      • Skilja helstu lausnarhugtök í leikjafræði, einkum Nash jafnvægi, Subgame-perfect jafnvægi og Bayes-Nash jafnvægi.
      • Þekkja takmarkanir leikjafræði og vita hvenær tilteknar óraunhæfar forsendur geta skipt miklu máli um lausn.
      • Skilja viðhorf gagnvart áhættu og hvernig kenningin um vænt notagildi er notuð til að greina ákvarðanatöku við skilyrði áhættu.
      • Þekkja muninn á einka- og almannagæðum og hvernig takast megi á við tilvist almannagæða.
      • Skilja hvernig ytri áhrif geta haft áhrif á markaðsniðurstöðu og velferð.
      • Þekkja helstu lausnir við vandamálinu við ytri áhrif.
      • Skilja hvernig ósamhverfar upplýsingar geta haft áhrif á markaðsniðurstöðu. vita hvernig fyrirtæki og einstaklingar geta lagað sig að ósamhverfum upplýsingum með samningum, forskoðun eða merkjasendingum.
      • Séu færir um að nýta sér grunnþætti rekstrarhagfræðinnar við ákvörðunartöku.
      • Geti sett fram og leyst hagnýt líkön í rekstrarhagfræði.
      • Hafi tök á greiningu á atferli neytenda og fyrirtækja á markaði við skilyrði einokunar og fákeppni.
      • Hafi öðlast greiningarhæfni til að lýsa verðstefnu fyrirtækja í ljósi kenninga rekstrarhagfræðinnar við markaðsskilyrði, einokunar og fákeppni.
      • Hafi náð tökum á að leysa hagnýt verkefni á sviði rekstrarhagfræði.
      • Hafi öðlast getu til að nýta rekstrarhagfræði við greiningu hagrænna viðfangsefna.
      • Hafi hæfni til að geta heimfært og útfært fyrir nýjar aðstæður, hefðbundin fákeppnislíkön leikjafræðinnar, í hagnýtum tilgangi.
      • Hafi þróað með sér hæfni til að geta komið auga á upplýsingavandamál á margvíslegum sviðum fyrirtækjareksturs og greint helstu mögulegu leiðir til úrlausnar.
      • Hafi þróað með sér hæfni og sjálfstæð vinnubrögð fyrir frekara nám innan rekstrarhagfræði.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar, dæmatímar og verkefni
      TungumálÍslenska
      Sölustjórnun ValnámskeiðV-633-SOST6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar3. Grunnnám, sérhæft námskeið
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-203-STJ1, Stjórnun
      SkipulagModular
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      The course covers main processes and philosophy of sales and sales management. How sales management can help in creating customer value. The course teaches how to develop, manage and motivate your sales force. Explores key issues and recent trends, such as team development, diversity in work force, sales force automation, CRM, inside sell and global selling. Basic negations skills are also a part of the course.
      Námsmarkmið
      Students should know the basic processes of sales management and understand their purpose: •Understand and can analyse and explain the basic tasks of sales management •Know and can reflect on the key issues and recent trends in sales management, such as team development, diversity in work force, sales force automation, CRM, inside sell and global selling •Can explain and discuss the main concepts of recruitment and selection of sale oriented staff •Can show the main processes of sales performance management and training •Analyse the design and content of sales strategy and remember its application in practice Skills objectives: •Can name and use tasks related to sales management, such as recruitment and selection, performance management and sales force training •To get out to the field and use the content of the course manage a sales force •Able to develop a sales force and help them sell •Manage strategic account relationships •Can motivate and evaluate a sales force •Have developed analytical skills and presentation skills with class discussion and groupwork •Have developed critical proactive perspective that is built on positive and professional analysis of the main concepts and methods used in sales management •Can name the main concepts and reflect on sales management jobs
      Námsmat
      Four class exams (closed book, true-false and multiple choice or some short questions): 20%, two group projects: 30% (20% and 10%) and final exam: 50%.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar og verklegir tímar.
      TungumálEnska
      Circular Economy ValnámskeiðV-635-CIEC6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Gerð markaðsáætlunar ValnámskeiðV-649-STMP6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararV-105-MAR1, Markaðsfræði I
      V-523-MACO, Neytendahegðun og markaðssamskipti
      SkipulagÞrír fyrirlestrar á viku
      Kennari
      Freyja Th. Sigurðardóttir
      Lýsing
      Með fyrirlestrum og verkefnavinnu verður nemendum kennt að taka saman upplýsingar um markaðinn sem og sýnt fram á hverju markaðsstarf getur áorkað. Markaðsstefna og aðgerðir tengdar henni verða kynntar og fjallað um hvernig innleiða ber markaðsstefnuna á árangursríkan hátt. Að lokum verða kenndar aðferðir til að bera saman árangur við raunveruleikann og fá í framhaldinu stöðumat og mælanleika.
      Námsmarkmið
      Að nemendur: •Öðlist skilning og þekkingu á stefnumarkandi áætlunargerð í markaðsstarfi •Þekki mikilvægi markaðsáætlana í markaðsstarfi fyrirtækja •Verði hæfir um að útbúa markaðsáætlunum og læri að a) nota þau fræðilegu tól og tæki sem til þarf og b) öðlist færni til að vinna með raunverulegu fyrirtæki að áætluninni og nota þannig fræðileg tól í hagnýtum tilgangi.
      Námsmat
      Markaðsáætlun 45%, kynning 10%, lokapróf 25%, verkefni og þátttaka í tímum 20%. Til að ljúka námskeiðinu þarf lágmarkseinkunn að vera 5,0. Einkunn í lokaprófi þarf jafnframt að vera 5,0 eða hærri.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Starfsnám ValnámskeiðV-667-STNA6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagVerknám
      Kennari
      Freyja Th. Sigurðardóttir
      Lýsing
      Nemandi vinnur undir eftirliti umsjónarkennara frá HR og umsónaraðilia frá fyrirtæki. Hægt er að dreifa starfsnáminu á 4 – 12 vikur. Vinnutíma skal haga þannig að hann skarist ekki á við kennslustundir. Miðað skal við 120 klst. vinnu.
      Námsmarkmið
      • Að auka þekkingu stúdenta á því sviði sem þeir vilja starfa við í framtíðinni • Veita stúdentum reynslu af því að vinna að úrlausn raunhæfra viðfangsefna á vettvangi undir leiðsögn fyrirtækis og kennara. • Undirbúa nemendur undir starf eftir skólalok. • Koma nemendum inn á vinnumarkaðinn – opna dyr • Efla enn tengsl okkar við atvinnulífið
      Námsmat
      Lokaskýrsla eða verkefni. Staðið / fallið
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Nemandi vinnur undir eftirliti umsjónarkennara frá HR og umsjónaraðila frá fyrirtæki.
      TungumálÍslenska
      BSc-ritgerð SkyldaV-699-RITG12 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararV-528-MAVI, Markaðs- og viðskiptarannsóknir
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Markmið B.Sc. verkefna er að þjálfa og prófa hæfni nemenda til sjálfstæðra, skipulegra, gagnrýnna, agaðra og vísindalegra vinnubragða, og til skýrrar framsetningar á niðurstöðum eigin vinnu. Þanning eiga nemendur að leggja kapp sitt og metnað við að skila góðu lokaverkefni sem þeir og kennarar HR geta verið stolt af. Lokaverkefni allra nemenda sem útskrifast frá HR verða aðgengileg á bókasafni HR öðrum til aflestrar með nafni kennara og nemenda um ókomna tíð. Þá eru lokaverkefni einnig mjög mikilvægur undirbúningur fyrir nemendur sem ætla sér í framhaldsnám. B.Sc. verkefni eru metin til 12 ECTS. Nemendur velja sér sín verkefni sjálfir en val verkefna er þó háð samþykki leiðbeinanda. Í samræmi við meginstefnumið Háskólans í Reykjavík verður af hans hálfu lögð sérstök áhersla á að vinna við B.Sc. verkefni byggi á og örvi frumkvæði nemenda, auki færni þeirra í notkun á nýjustu upplýsingatækni við öflun heimilda og skerpi skilning þeirra á alþjóðlegu samhengi þeirra verkefna sem þeir kjósa sér.
      Námsmarkmið
      Þekking:
      Við lok námskeiðsins sýnir nemandi fram á þekkingu innan viðskiptafræði á undirstöðugreinum hennar sem snerta viðfangsefni verkefnis.   Með þessu er lagt upp með að nemandi hafi við lok verkefnis sýnt fram á almennt  innsæi  og skilning á helstu kenningum og hugtökum sem snerta viðfangsefni verkefnis.  Með þekkingu er hér lagt til grundvallar að nemandi geti greint frá og miðlað af kunnáttu og þekkingu á undirstöðugreinum viðskiptafræði. 
      Í verkefninu birtist m.a.:
      • Geta til að skilgreina og lýsa nýjustu þekkingu á ýmsum sértækari viðfangsefnum viðskiptafræði sem snerta rannsóknarspurningu og efnisumfjöllun verkefnis.
      • Verkkunnátta við öflun heimilda úr bókasöfnum og rafrænum gagnabönkum.
      • Þekking á aðferðum sem beitt er við greiningu og úrvinnslu gagna í viðskiptafræði og snerta viðfangsefnið.
      • Vald á viðfangsefninu til að rökstyðja hvernig fræðileg þekking í viðskiptafræði verður til með notkun vísindalegra nálgana og tæknilegra aðferða greinarinnar. 
      Leikni:
      • Túlkun og beiting gagnrýninna aðferða á viðfangsefninu.
      • Geta til að rannsaka og leggja sjálfstætt mat á viðeigandi aðferðir sem nýta þarf við framkvæmd verkefnis.
      • Dómgreind til að meta hvenær þörf er á upplýsingum og leikni til að finna þær, meta áreiðanleika þeirra og nýta á viðeigandi hátt. 
      • Nýting á agaðri og gagnrýnni notkun heimilda.
      • Þjálfun í gagnrýnni hugsun, með víðsýni og frumleika að leiðarljósi.
      Hæfni:
      • Færni til afmörkunar verkefnishugmyndar sem uppfyllir kröfur viðskiptadeildar HR.
      • Vald á framsetningu og túlkun á eigin niðurstöðum samkvæmt vísindalegum venjum.
      • Geta til að draga eigin ályktanir, til að túlka og til að kynna niðurstöður.
      • Undirbúningur nemenda fyrir greiningu gagna og ritun skýrslna úti á vinnumarkaðnum, en um leið er verkefninu ætlað að undirbúa nemendur fyrir framhaldsnám.
      Námsmat

      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir

      TungumálÍslenska
      Nýsköpun og stofnun fyrirtækja SkyldaX-204-STOF6 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagFyrirlestrar og hópastarf í 3 vikur í lok annar.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Námskeiðið miðar að þróun viðskiptahugmyndar yfir í viðskiptatækifæri og gerð fullbúinnar viðskiptaáætlunar fyrir nýtt fyrirtæki og skiptist í fjóra meginþætti: (i) Viðskiptatækifæri og uppsprettur þeirra – viðskiptahugmyndin. (ii) Undirbúningur viðskiptaáætlunar – veruleikaprófið. (iii) Gerð viðskiptaáætlana. (iv) Kynning viðskiptahugmyndar fyrir fjárfestum.
      Námsmarkmið
      Með hæfniviðmiðum er átt við þá þætti sem falla undir þekkingu, leikni og hæfni innan Nýsköpunar og stofnun fyrirtækja og nemendum er ætlað að tileinka sér á önninni. Þekking: · Nemendur geti gert grein fyrir grunnhugtökum í frumkvöðlafræðum og þekki hugtök á borð við viðskiptamódel, viðskiptaáætlun, styrki, örfjárfestingar, viðskiptaenglar, framtaksfjárfestingar, frumkvöðlasetur · Nemendur hafi skilning á vaxtaferli fyrirtækja · Nemendur hafi skilning á nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfinu á Íslandi og hvaða grunnþjónusta standi til boða á mismunandi stigum eftir þörfum fyrirtækja fram að framtaksfjárfestingu · Nemendur þekki grunnþjónustuveitur á vefnum sem aðstoði frumkvöðla við framgang sinna viðskiptahugmynda Leikni: · Nemendur geti haldið blaðlausar kynningar um viðskiptahugmynd · Nemendur geti haldið fjárfestingakynningu um viðskiptahugmynd · Nemendur geti teiknað dæmi um vaxtaferil fyrirtækja · Nemendur skilji umfjöllun fjölmiðla um nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfið · Nemendur geti talað við mögulega viðskiptavini viðskiptahugmyndar og fengið upplýsingar um þarfir þeirra og hvort viðskiptahugmyndin samræmist þeim þörfum eða hvort gera þurfi breytingar Hæfni: · Nemendur geti metið áhrif stjórnvaldsaðgerða á stuðningsumhverfi nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins · Nemendur átti sig á hvaða gögn gefi upplýsingar um þróun nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfisins · Nemendur geti túlkað umfjöllun fjölmiðla um sprotafyrirtæki · Nemendur viti hvaða lykilskjöl eru nauðsynleg til að stofna fyrirtæki á Íslandi og lykilatriði sem beri að huga að í þeim efnum.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Fyrirlestrar og hópavinna.
      TungumálÍslenska
      Skiptinám ValnámskeiðX-699-EXCH30 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnVorönn/Spring 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsValnámskeið
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálEnska
      Haustönn/Fall 2025
      Velgengni í námi og starfi - Framkoma og mælskulist SkyldaV-500-PERF1 Einingar
      Ár1. ár
      ÖnnHaustönn/Fall 2025
      Stig námskeiðsÓskilgreint
      Tegund námskeiðsSkylda
      UndanfararEngir undanfarar.
      SkipulagEkkert skráð skipulag.
      Kennari
      Enginn skráður kennari.
      Lýsing
      Engin skráð lýsing.
      Námsmarkmið
      Engin skráð námsmarkmið.
      Námsmat
      Ekkert skráð námsmat.
      Lesefni
      Ekkert skráð lesefni.
      Kennsluaðferðir
      Engin skráð kennsla.
      TungumálÍslenska