Iðn- og tæknifræðideild
Iðn- og tæknifræðideild
Deildarforseti:Ásgeir Ásgeirsson
KennararSkoða
Diplóma í rafiðnfræði
Diplóma í rafiðnfræði
Annir:6
Ár:3
Einingar:90
Um námsleiðinaHagnýtt fjarnám fyrir fólk með sveinspróf í rafiðngrein. Í náminu er m.a. fjallað um iðntölvustýringar, raflagnahönnun, reikningshald, stjórnun og rekstur, og rafeindatækni ásamt hagnýtu lokaverkefni. Lögverndað starfsheiti: iðnfræðingur. Veitir meistararéttindi.
HæfniviðmiðSkoða
Námsstig1
Vorönn/Spring 2024
Kennslufræði SkyldaAI KFR10024 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Guðmundur Hreinsson
Lýsing
Nemandi þekki námskröfur og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni og viti hvernig skóli og fyrirtæki þurfa að vinna saman að menntun einstaklingsins. Þekki réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema á náms- og starfsþjálfunarsamningi. Viti hvernig meistari geti búið iðnnema, æskileg skilyrði til náms og þroska í fyrirtækinu og kunni aðferðir til að miðla þekkingu og annast handleiðslu í samræmi við námsþarfir nemans og námskröfur iðngreinarinnar. Þekki helstu aðferðir kennslufræði og námsmats og geti skipulagt endurmenntun í samræmi við þarfir fyrirtækis.
Námsmarkmið
Að loknu námskeiði er ætlast til að nemendur hafi öðlast eftirfarandi þekkingu, leikni og hæfni.Þekking:  Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á:
  • ákvæðum laga og reglugerða er varða iðnmenntun á Íslandi.
  • algengum aðferðum við fræðslu og þjálfun ólíkra einstaklinga.
  • helstu kenningum um nám, kennslu og félagsleg samskipti.
  • helstu aðferðum við mat á árangri þjálfunar og frammistöðu í starfi.
  • námskröfum og uppbyggingu náms til sveinsprófs í iðngrein sinni samkvæmt aðalnámskrá.
  • ákvæðum iðnnámssamninga um réttindi og skyldur iðnmeistara og iðnnema.
  • kennslu, leiðsögn og námskröfum á fagsviði sínu.
  • helstu sí- og endurmenntunarstofnunum á Íslandi.
Leikni:  Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í:
  • setja fram einföld markmið fyrir tiltekinn þjálfunarþátt í iðngrein sinni.
  • velja viðeigandi aðferðir við þjálfun og mat á frammistöðu.
  • skipuleggja afmarkað þjálfunarferli.
  • greina færnikröfur starfa og einstakra verkþátta í iðngrein sinni.
  • skipuleggja þjálfun í einstökum þáttum, velja viðeigandi aðferðir við leiðsögn og mat og beita þeim aðferðum.
  • skrá frammistöðu iðnnema á skipulegan hátt.
  • meta þekkingarþörf fyrirtækis og þekkingu starfsmanna.
Hæfni:  Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:
  • hagnýta þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér um kennslu og leiðsögn iðnnema og nýrra starfsmanna á vinnustað.
  • meta námsþarfir iðnnema með hliðsjón af aðalnámskrá og að gera heildstæða þjálfunaráætlun.
  • leiðbeina og meta frammistöðu og framfarir iðnnema og nýrra starfsmanna með ólíkum aðferðum.
  • útskýra og rökstyðja þjálfunaráætlanir og val aðferða við kennslu, leiðsögn og mat.
  • meta einstaklingsmun iðnnema og annarra samstarfsmanna og koma fram við þá af virðingu og nærgætni.
  • nota hvatningu, endurgjöf og hrós í leiðsögn og kennslu.
  • ígrunda og meta eigið framlag við skipulagningu, framkvæmd og mat á þjálfun annarra og endurskoða áætlanir og aðferðir ef þörf er á.
  • gera endurmenntunaráætlun sem byggir á þekkingargreiningu fyrirtækis og starfsmanna.
Námsmat
Tilkynnt á kennsluvefnum Canvas.
Lesefni
Aðalbók:Inngangur að kennslufræði fyrir verðandi Iðnmeistara
Höfundur:Davíð Schiöth Óskarsson.
Útgefandi:Iðnú
Utgáfuár:
Aðalbók:Litróf kennsluaðferðanna
Höfundur:Ingvar Sigurgeirsson
Útgefandi:Iðnú
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Kennt í fjarnámi í 15 vikur, tvær staðarlotur. Fyrirlestrar, sýnidæmi, verkefni og úrlausnir í staðarlotum og í gegnum rafrænt kennslukerfi. Námsefni á kennsluvef sem fylgt er eftir með reglulegum skilaverkefnum yfir önnina. Leiðbeiningar frá kennara á kennsluvef, námsefni á hljóðglærum, umræðuþræðir.
TungumálÍslenska
Stjórnun, rekstur og öryggi SkyldaAI STJ10024 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Karl Guðmundur Friðriksson
Lýsing
Engin skráð lýsing.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Aðalbók:Fyrirmyndarstjórnun: Hagnýt viðmið og samkeppnisforskot, er á rafrænu formi
Höfundur:Karl Friðriksson, Richard Keegan og Eddie O´Kelly
Útgefandi:Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska
Lokaverkefni SkyldaRI LOK100612 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Baldur Þorgilsson
Guðmundur Kristjánsson
Lýsing
Nemandi beitir þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu til að leysa raunhæft verkefni valið úr raftæknisviði íslensks athafnalífs. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, skipuleg vinnubrögð við gagnasöfnun, skilgreiningu vandamála, lausnaleit, úrvinnslu, skýrslugerð og teikningu. Lokaverkefni í rafiðnfræði er að öðru jöfnu einstaklingsverkefni. Nemandi þarf að hafa lokið 66 ECTS einingum í byggingariðnfræði til að geta skráð sig í lokaverkefni, þ.e. nemandi má stunda nám í mest 2 fögum (12 ECTS) samhliða lokaverkefni.  Hægt er að vinna lokaverkefni á haust- eða vorönn.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • geti beitt aðferðum iðnfræðinnar við lausn verkefna á sviði rafmagnshönnunar.
  • geti sinnt eftirlitsstörfum með framkvæmdum á rafmagssviði.
  • læri að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð við úrlausn raunhæfra verkefna á rafmagnssviði.
  • fái heildarsýn yfir fagið með samþættingu námsgreina þar sem þeir beita þekkingu úr öllum greinum rafiðnfræðináms.
  • geti kynnt niðurstöður verkefnisins á skýran og greinagóðan hátt, bæði skriflega og munnlega.
Námsmat
Einkunn fyrir lausn verkefnisins.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningartímar með umsjónarkennara og eftir atvikum leiðbeinendum.
TungumálÍslenska
Iðntölvur og skjámyndir - Kælitækni SkyldaRI PLC20036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararRI PLC1003, Iðntölvustýringar
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Gísli Freyr Þorsteinsson
Theodór Jónsson
Lýsing
Á námskeiðinu verður farið í stærri iðntölvur og forritun á þeim. Farið verður yfir bæði snertiskjái og skjámyndakerfi og samskipti þeirra við mismunandi gerðir af iðntölvum.
Farið verður yfir grunnatriðin í kælitækni og uppbyggingu kælikerfa.
Námsmarkmið
Þekking
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa þekkingu á:
•    stærri iðntölvum og búnaði þeim tengdum
•    mismunandi samskiptastöðlum iðntölva
•    snertiskjáum og notkunarmöguleikum þeirra
•    skjámyndakerfum og notkunarmöguleikum þeirra
•    virkni algengra kælikerfa

Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í:
•    forritun á stærri iðnstýrikerfum
•    vali á iðntölvum og helstu gerðum inn- og útgangseininga
•    gerð skjámynda fyrir snertiskjái og/eða skjámyndakerfi

Hæfni
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:
•    til að samtengja iðntölvur og skjámyndir á hagnýtan hátt
•    til að hanna meðalstór iðnstýrikerfi frá grunni

Námsmat
3 klst. skriflegt próf. Verklegar æfingar og mat á skýrslum úr þeim.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir.
TungumálÍslenska
Rafeindatækni SkyldaRI REI10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararRI RAF1003, Rafmagnsfræði
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Davíð Freyr Jónsson
Lýsing
Í áfanganum verður farið yfir undirstöðuatriði rafeindatækninnar. Ýmsar gerðir af hálfleiðaraíhlutum verða skoðaðir eins díóður, BJT, MOSFET, aðgerðarmagnarar og týristorar og rafeindarásir þar sem þessir íhlutir eru notaðir. Farið verður yfir notkun hermiforrita til að herma virkni rafeindarása. Nemendur kynnast gagnablöðum íhluta og hvernig á að nýta þau við hönnun og viðhald rafeindarása. Verklegar æfingar verða gerðar þar sem nemendur læra á grunnvirkni sveiflusjáa og notkun þeirra við mælingar á rafeindarásum.
Námsmarkmið
Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á undirstöðuatriðum rafeindatækninnar. Nemendi kynnist meðal annars eftirtöldum íhlutum:
•    Díóðu
•    BJT (Bipolar Junction Transistor)
•    MOSFET og IGBT
•    Týristor
•    AðgerðarmagnaraNemendur kynnast eftirtöldum rásum og hugtökum:
•    Hálf- og heilbylgjuafriðill
•    Spennureglun með Zenerdíóðu
•    BJT magnarastig
•    Magnarastig með aðgerðarmagnara
•    Neikvæð afturverkun
•    MOSFET sem aflrofi
•    Púlsvíddarmótun (PWM)
•    Tíðnisvörun magnarastiga
•    Línulegir spennureglar

Leikni: Við lok námskeiðs á nemandi að geta:
•    Fundið gagnablöð íhluta og nýtt sér upplýsingar í hönnun og útreikningum.
•    Hermt einfaldar rafeindrásir í þar til gerðum hugbúnaði.
•    Hannað hálf- og heilbylgjuafriðil.
•    Notað zenerdíóður til spennureglunar.
•    Hannað magnarastig með BJT og aðgerðarmagnara með fyrirfram ákveðinni mögnun.
•    Reiknað tíðnisvörun magnarastiga.
•    Hannað einfaldan línulegan spennuregli með BJT, aðgerðarmagnara og zenerdíóðu.
•    Notað sveiflusjá til að gera mælingar á rafeindarás.

Hæfni: Við lok námskeiðs á nemandi að hafa tileinkað sér eftirfarandi hæfni:
•    Geta metið hvort íhlutur uppfyllir kröfur út frá þeim upplýsingum sem framleiðandi gefur í gagnablaði, t.d. um spennu, straum, hita, tíðnisvörun o.þ.h.
•    Lagt mat á hvort tiltekin rafeindarás uppfylli ákveðnar kröfur, t.d. um spennu, straum, hita, tíðnisvörun o.þ.h.
•    Lagt mat á virkni rafeindrásar út frá mælingum með sveiflusjá og fjölsviðsmæli og metið þörf á sérfræðiaðstoð.
•    Geti sett fram kröfur til rafeindarásar og hannað rás sem uppfyllir þær kröfur.
•    Geti fundið íhlut á netinu út frá kröfum sem gefnar eru.

Námsmat
3 klst. skriflegt próf.
Lesefni
Aðalbók:Electronic Devices
Höfundur:Thomas L. Floyd
Útgefandi:PEARSON
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska
Raforkukerfisfræði og rafvélar SkyldaRI RFR10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararRI RAF1003, Rafmagnsfræði
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Guðmundur Kristjánsson
Lýsing
Framleiðsla jafnstraums og riðstraumsrafmagns. Undirstöðuhugtök raforkukerfisfræði, raunafl, launafl og sýndarafl, 3-fasa kerfi, 1-fasa jafngildi, spennar og rafalar, raun- og samviðnám. Jafnframt verður fjallað um einlínumyndir, aflflæðijöfnur og aflflæðigreiningu kerfa. Farið er í fasagröf spennu og strauma. Grundvallaratriði jafnstraums- og riðstraumsmótora. Farið er í grundvallaratriði spenna, töp og viðnámsspeglun þeirra. Farið er í grundavallargerð straum- , spennu- , auto- og  tappaspenna.   Tenging samfasa rafals við sterkt net, flæði afls á milli rafals og nets, og skammhlaupsútreikninga. 
Námsmarkmið
Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á
•    Helstu aðferðir við útreiknina á mótorum og rafölum.
•    Hvernig straumur og leiðarar í segulsviði mynda spennur og krafta.
•    Hvernig einföld raforkukerfi virka og helstu íhlutir þeirra (spennar, rafalar og notendur).
Leikni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í: 
•    Notað tvinntölur til að reikna út impedansa í raforkukerfum.
•    Notað tvinntölur og fasagröf til að reikna fasabreytingar hjá straum og spennu í raforkukerfum.
•    Reiknað út afltöp í flutningskerfum og spennum.
•    Reiknað út straum- og mismunandi aflþörf mótora eftir álagi.
Hæfni: Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni: 
•    Gert skil á raun-, laun- og sýndarafli í raforkukerum.. 
•    Gert sér grein fyrir hvernig stjórna á segulmögnunarstraum til að stjórna mismunandi aflframleiðslu rafala.
Námsmat
3 klst. skriflegt próf. Skilaverkefni.
Lesefni
Aðalbók:Electrical Machines, Drives, and Power Systems
Höfundur:Theodore Wildi
Útgefandi:PEARSON
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska
Raflagnahönnun SkyldaRI RLH10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararRI LÝR1003, Lýsingartækni og reglugerð
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Ágúst Örvar Hilmarsson
Lýsing
Að nemendur öðlist þekkingu og færni við hönnun, magntöku, kostnaðaráætlun og verklýsingu fyrir raf- og sérkerfi.Miðað er við að nemendur geti að námskeiðinu loknu hafið vinnu á verkfræðistofu við hönnum refkerfa.Farið er í hönnun rafkerfa bæði í íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði. Markmiðið er að nemendur læri að vinna saman í hópum að lausn hönnunarverkefna sem síðan nýtast í verklegar framkvæmdir.Einnig fá nemendur kynningu á aðferðarfræði og útreikningum fyrir skammhlaupsafl og skammhlaupsstrauma í rafkerfum.
Námsmarkmið

Námsmat
3 klst. skriflegt próf
Lesefni
Aðalbók:LJÓS OG RÝMI
Höfundur:Ljóstæknifélagið
Útgefandi:
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir. 90 kennslustundir (45f + 45d). Skilaverkefni.
TungumálÍslenska
Eðlisfræðigrunnur ValnámskeiðSG EÐL10000 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar0. Frumgreinanám
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Davíð Freyr Jónsson
Lýsing
Engin skráð lýsing.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Aðalbók:Eðlisfræði I fyrir náttúrufræðideildir
Höfundur:Davíð Þorsteinsson
Útgefandi:DAVTH1
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir.
TungumálÍslenska
Íslenskugrunnur ValnámskeiðSG ÍSL10000 Einingar
Ár1. ár
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Arna Björk Jónsdóttir
Lýsing
Engin skráð lýsing.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska
Haustönn/Fall 2024
Lögfræði SkyldaAI LOG10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í námskeiðinu verður farið yfir helstu viðfangsefni lögfræðinnar. Farið verður í réttarheimildir og grundvallarreglur í íslensku stjórnkerfi, réttarfar o.fl. Samningar og samningagerð á sviði fjármunaréttar. Lausafjárkaup. Fasteignakaup. Fjármögnunarleiga. Kröfuréttindi. Viðskiptabréf. Ábyrgðir. Veð. Stofnun og rekstrarform fyrirtækja. Verksamningar. Vinnusamningar. Samkeppnisréttur. Helstu alþjóðasamningar.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur öðlist:Þekkingu á 
  • undirstöðum íslensks stjórnkerfis og fái innsýn í lög og reglur sem viðskiptalífið grundvallast á.
  • réttindi og skyldur þeirra sem standa að atvinnurekstri.
  • helstu reglum verktaka- og útboðsréttar, vinnuréttar sem og almenns kauparéttar.
  • fasteiganakaupum.
Leikni og hæfni í
  • að leysa úr einfaldari ágreiningsefnum.
  • að koma auga á mögulegan ágreining.
  • gerð og uppsetningu kröfugerðar.
  • bréfaskriftum.
Námsmat
Lokapróf og verkefni
Lesefni
Aðalbók:Lög á bók
Höfundur:Sigríður Logadóttir
Útgefandi:MALOGME1
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir.
TungumálÍslenska
Reikningshald SkyldaAI REH11036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Engin skráð lýsing.
Námsmarkmið
Engin skráð námsmarkmið.
Námsmat
Ekkert skráð námsmat.
Lesefni
Aðalbók:Bókfærsla og reikningshald
Höfundur:Sigurjón Valdimarsson
Útgefandi:Gimba sf
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Engin skráð kennsla.
TungumálÍslenska
Tölvustudd hönnun í Revit og AutoCad SkyldaRI HON10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Á þessu námskeiði verður farið yfir notkun á hönnunarforritnu Revit frá Autodesk og gefa nemendum innsýn í það hvernig hægt er að nýta sér forritið í raflagnahönnun. Einnig verður farið í grunnkennslu á forritinu AutoCAD til að nemendur öðlist grunnþekkingu á notkun þess.
Námsmarkmið
Þekking. Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á:
•    Helstu skipununum í forritinu.
•    Uppsetningu verkefna í forritinu.
•    Þrívíddarteikningu raflagna.
•    BIM aðferðafræðinni.
•    Raflagnatáknum í AutoCAD.
Leikni. Við lok námskeiðs mun nemandi hafa leikni í:
•    Að taka inn þrívíddarmódel frá meðhönnuði.
•    Að setja upp verkefni í Revit með módeli frá meðhönnuði.
•    Gerð fjölskyldna og nýtingu þeirra í hönnun.
•    Að nýta sér upplýsingar úr raflagnamódelinu, s.s. teikningar og magntölur.
•    Gerð raflagnatákna.
•    Að undirbúa grunna úr AutoCAD til notkunar í Revit.
•    Að kunna að færa inn grunna úr Revit yfir í AutoCAD.
•    Setja teikningar upp á blað.

Hæfni. Við lok námskeiðis mun nemandi hafa hæfni í:
•    Að teikna upp raflagnahönnun í hefðbundnar tegundir mannvirkja.
•    Að geta miðlað upplýsingum til meðhönnuða og verktaka.
•    Að búa til raflagnatákn og setja þau inn á grunna. 
•    Að útbúa grunna til að teikna inn raflagnir.
•    Magntöku úr AutoCAD.

Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska
Lokaverkefni SkyldaRI LOK100612 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar2. Grunnnám, framhaldsnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Baldur Þorgilsson
Guðmundur Kristjánsson
Lýsing
Nemandi beitir þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu til að leysa raunhæft verkefni valið úr raftæknisviði íslensks athafnalífs. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, skipuleg vinnubrögð við gagnasöfnun, skilgreiningu vandamála, lausnaleit, úrvinnslu, skýrslugerð og teikningu. Lokaverkefni í rafiðnfræði er að öðru jöfnu einstaklingsverkefni. Nemandi þarf að hafa lokið 66 ECTS einingum í byggingariðnfræði til að geta skráð sig í lokaverkefni, þ.e. nemandi má stunda nám í mest 2 fögum (12 ECTS) samhliða lokaverkefni.  Hægt er að vinna lokaverkefni á haust- eða vorönn.
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • geti beitt aðferðum iðnfræðinnar við lausn verkefna á sviði rafmagnshönnunar.
  • geti sinnt eftirlitsstörfum með framkvæmdum á rafmagssviði.
  • læri að tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð við úrlausn raunhæfra verkefna á rafmagnssviði.
  • fái heildarsýn yfir fagið með samþættingu námsgreina þar sem þeir beita þekkingu úr öllum greinum rafiðnfræðináms.
  • geti kynnt niðurstöður verkefnisins á skýran og greinagóðan hátt, bæði skriflega og munnlega.
Námsmat
Einkunn fyrir lausn verkefnisins.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningartímar með umsjónarkennara og eftir atvikum leiðbeinendum.
TungumálÍslenska
Lýsingartækni SkyldaRI LÝR10136 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Tilgangur námskeiðsins er að ná haldbærum tökum á grunnþáttum lýsingartækni ásamt virkni lýsingarbúnaðar, og geta tileinkað sér þá þekkingu við úrlausn lýsingarverkefna. Hagnýt verkefni eru lögð fyrir, þar sem nemendur m.a áætla og reikna út lýsingarþörf í rýmum, skilgreina ljóstæknilega og efnislega eiginleika lampabúnaðar, ásamt því að bera saman lýsingarlausnir með tilliti til ljósgæða og orkunotkunar. Unnið verður að því að nemendur verði færir í að geta greint, gagnrýnt og þróað einfaldar lýsingarlausnir sem stuðla að bættu lýsingarumhverfi og geti rökstutt ákvarðanir á faglegum grunni með vísun í grunnatriði lýsingarfræðinna
Námsmarkmið
Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á:
  • Grunnatriðum og helstu hugtökum í lýsingarfræðum.
  • Aðferðum og formúlum til útreikninga á ljósi.
  • Ljósgjöfum og eiginleikum þeirra.
  • Helstu stöðlum og leiðbeiningum við hönnun og úttekt á lýsingarkerfum.
  • Áhrifum ljóss á vellíðan, heilsu, vinnuafköst og umhverfi.
  • Viðmiðum um vistvænna þætti lýsingarkerfa.
  • Helstu lausnum í ljósastýringum.
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa færni í:
  • Notkun á DIALux lýsingarforriti til útreikninga á ljósi.
  • Virðisútreikningum (e.efficiency calculator).
  • Notkun á ljósmælum og gerð ljósmælinga.
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:
  • Til að geta valið hentugar lýsingarlausnir í ákveðin verkefni innan- og utanhúss.
  • Í að reikna út fjölda og staðsetningar lampa út frá viðmiðum skv.stöðlum.
  • Til að rökstyðja ákvarðanir á faglegum grunni með vísun í grunnatriði lýsingarfræða.
  • Í að leggja mat á ljósgæði lampa og gera kröfur um virkni lýsingarkerfa.
  • Að greina stöðu eldri lýsingarkerfa og koma með tillögur að endurbótum og viðhaldi
Námsmat
3 klst. skriflegt próf. Skilaverkefni.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska
Iðntölvustýringar SkyldaRI PLC10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Á námskeiðinu verður farið í uppbyggingu á iðntölvum og tengingu þeirra við jaðarbúnað. Farið verður yfir helstu gerðir af inn- og útgöngum, þ.m.t. stafræna (digital) og hliðræna (analog). Farið verður yfir þau hjálpartæki sem notast er við þegar hanna á forrit fyrir PLC vélar, svo sem Flæðirit, Fasarit ofl. Forritunarmálin “LADDER”, “FBD" (Function Block Diagram) og "SFC" (Sequential Function Chart) verða kynnt í þessum áfanga og notuð við forritun.
Námsmarkmið
Þekking
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa þekkingu á:
•    mismunandi gerðum iðntölva og notkunarmöguleikum þeirra
•    stafrænum (Digital) og hliðrænum (Analog) inn- og útgangsmerkjum
•    fasaritum og hvernig þau nýtast við forritun

Leikni
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa leikni í:
•    einfaldri forritun í LADDER og FBD/SFC. 
•    uppsetningu á iðntölvum og tengingu þeirra við annan búnað

Hæfni
Við lok námskeiðsins mun nemandi hafa hæfni:
•    til að velja réttar iðntölvur fyrir smærri verkefni
•    til að geta greint vandamál á sviði iðntölvustýringa og leitað sérfræðiaðstoðar þar sem við á

Námsmat
3 klst. skriflegt próf gildir 80% og verkefni 20% af lokaeinkunn.
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska
Rafmagnsfræði SkyldaRI RAF10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Rafmagnsfræði:
  • Straumur, spenna og viðnám.
  • Jafnstraumsrásir (DC rásir)
  • Spennu- og straumdeilar, lekaviðnám.
  • Spennu-, straum og viðnámsmælar, AVO mælar.
  • Straum- og spennulögmál Kirchhoffs.
  • Hnútpunkta- og möskvaútreikingar.
  • Superpositionregla, lögmál Thevenins og Northons.
  • Leiðarar og einangrarar.
  • Rafhlöður
  • Riðspenna og riðstraumur, riðstraums rásir (AC rásir).
  • Seguleiningar, spólur,  span, spanviðnám, spólurásir
  • Þéttar, rýmd, rýmdarviðnám, rýmdarrásir
  • RC og L/R tímafastar.
Til að ná valdi á ofangreindu námsefni í rafmagnsfræði verður einnig farið undirstöðuatriði í stærðfræði eftir þörfum t.d.:
  • Tvinntölur og tvinntölureikninga sem notaðar eru mikið í tengslum við AC reikninga.
  • Hornafræði til undirbúnings tvinntölureikninganna.
  • Fyrstastigs- (línulegar-), annarsstigs og hornafallajöfnur til undirbúnings almennra reikninga í rafmagnsfræði.
  • Jöfnuhneppi, 2 jöfnur með 2 óþekktum í tengslum við beitingu beggja Kirchhoffslögmála á rafrásir.
  • Náttúrleg veldisföll og logra til undirbúnings reikninga fyrir RC, RL og RLC rásir.
  • Undirstöðuatriði diffrunar og heildunar í tengslum við ýmis viðfangsefni í AC rásum.  Hámörk og lágmörk.
  • Myndræn framsetning ferla.
Námsmarkmið
  • öðlist þekkingu á þessum grundvallaratriðum rafmagnsfræðinnar
  • greiningu einfaldra rása
  • lögmálum Ohms og Kirchoffs
  • rásargreiningaraðferðum Thevenins og Nortons sem og samlagningaraðferðinni
  • orkuvarðveislu í raf- segulsviði
  • eiginleikum orkugegnandi (e: passive) íhluta í rafrásum
  • jafnstraumsrásum
  • riðstraumsrásum
  • tvinntölureikningum í riðstraumsrásum 
  • að leysa dæmi og verkefni úr ofantöldu námsefni sem nær meðal annars yfir
  • jafngildisreikninga fyrir orkugegnandi (e: passive) íhluti í rað- og hliðtengingum
  • reikninga fyrir staum, spennu, viðnám, orku og afl í jafnstraumsrásum
  • reikninga fyrir staum, spennu, tvinnviðnám og fasvik í riðstraumsrásum 
  • að skilja rafmagnsfræðileg viðfangsefni og úrlausnir þeim tengdum.
  • að setja fram rafmagnsfræðileg viðfangsefni og leysa
  • að ræða og útskýra rafmagnsfræðileg viðfangsefni
Námsmat
3 klst. skriflegt próf og skilaverkefni.
Lesefni
Aðalbók:Grob´s Basic Electronics
Höfundur:Mitchel E. Schultz
Útgefandi:MCGRAW_HI1
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska
Reglunar- og kraftrafeindatækni SkyldaRI REK10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararRI RAF1003, Rafmagnsfræði
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Guðmundur Kristjánsson
Lýsing
Kraftrafeindatækni skýrir hvers vegna æskilegt er að nota tíðnibreyta til að ræsa og stjórna hraða ac-mótora. Hvernig spennu er breytt með hálfleiðararásum án mikilla tapa og hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á töpin. Farið er í það hvernig fengin er breytileg dc spenna úr ac rafmagni og hvernig spennunni er stjórnað og hvernig launafl af ac netinu breytist. Farið er í það hvernig jafnspennu er svo breytt í riðspennu með breytilegri tíðni, bæði eins fasa- og þriggja fasa rafmagn.Reglunarfræði skýrir hvernig innmerki er notað til að stjórna útmerki. Bæði án afturverkunar og svo með afturverkun þar sem útmerkið hefur áhrif á reglunina.   Farið er í það hvernig Laplace vörpun breytir diffurjöfnum í algebrujöfnu. Farið er villugildi og hvernig stýring á útmerki er háð fastri margföldun á villumerki (P), hvernig villumerkið er heildað og það notað til að stýra útmerki (I) og hvernig breytinghraði (afleiða) á villumerkinu hefur áhrif á útmerkið (D). Farið er í það hvernig hafa má áhrif á viðbragðstíma rásarinnar með því að velja mismunandi reglun (PID) og notkun á Laplace vörpun til þess.
Námsmarkmið
Í lok námskeiðsins eiga nemendur að:
  •  Vita hvernig snúninsvægi og hraði skammhlaupsmótors er háð tíðni rafmagnsins.
  •  Vita hvernig raforku er stýrt, bæði sem jafspennu- og riðspennurafmagn án teljandi afltapa.
  • Skilja hvers vegna launafl á ac hliðinni breytist með aflstýringunni.
  • Geta reiknað straum af ac neti eftir afli á stýrða álaginu.
  •  Gera sér grein fyrir helstu eiginleikum reglunar, bæði án og með afturverkun.
  • Þekkja grundvöll hlutfalls- (P), heildunar- (I) og afleiðu (D) reglunar og hvernig hver þáttur er stilltur til að fá sem bestu svörun í heildarregluninni (PID).
Námsmat
3 klst. skriflegt próf.
Lesefni
Aðalbók:Control Systems
Höfundur:W. Bolton
Útgefandi:MCGRAW_HI1
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
90 kennslustundir (45f + 30d + 15v). Skilaverkefni.
TungumálÍslenska
Stafræn tækni SkyldaRI STA10036 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararRI REI1003, Rafeindatækni
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Í áfanganum verður farið yfir undirstöðuatriði stafrænnar tækni. Farið verður yfir tvíundarkerfið, sextándukerfið, rökrásarhlið, samsettar rökrásir, Boolean algebru, vippur, gisti, teljara, gagnabreytur, minni o.fl. Einfaldar rökrásarstýringar verða hannaðar með sanntöflu, boolean algebru og Karnaugh töflu. Nemendur vinna hönnunarverkefni þar sem einstakar rökrásir eru notaðar í heildstæðu kerfi.
Námsmarkmið
Þekking: Við lok námskeiðs mun nemandi hafa þekkingu á undirstöðuatriðum stafrænnar tækni. Nemandi kynnist meðal annars eftiröldu:
•    AND, OR, XOR, NAND og NOR
•    Samleggjari
•    Samanburðarrás (Comparator)
•    Kóðara og afkóðara (Encoder/Decoder)
•    Veljara og blandari (Multiplexer/Demultiplexer)
•    Lásar og vippur
•    Skiptigisti (Shift register)
•    Teljara
•    Forritanlegar rökrásir (FPGA, CPLD)
•    Minnisrásir
•    AD og DA breytum
•    Mismunandi tegundum rökrásarútganga

Leikni: Við lok námskeiðs á nemandi að geta:
•    Sett upp einfaldar rökrásir með rökrásarhliðum.
•    Einfaldað boolean jöfnur með Karnaugh töflu (4 breytur)
•    Sett upp rökrás út frá boolean jöfnu.
•    Hannað rökrásarstýringu með sanntöflu og sett fram einfaldaða boolean jöfnu.
•    Hannað teljara með vippum.
•    Framkvæmt tíðnideilingu.
•    Fundið gagnablöð íhluta og nýtt sér upplýsingar úr þeim við hönnun.
•    Geta reiknað út nauðsynlega minnisstærð út frá gefnum forsendum.

Hæfni: Við lok námskeiðs á nemandi að hafa hafa tileinkað sér eftirfarandi hæfni:
•    Geta metið hvort virkni rökrásarstýringar sé í samræmi við kröfur, t.d. minnistegund, minnisstærð, klukkutíðni, seinkanir, tegund innganga o.þ.h.
•    Geta metið hvort stafræn rás virkar sem skildi og metið þörf á sérfræðiaðstoð.
•    Sett upp kröfur til rökrásarstýringar og gert blokkmynd sem lýsir stýringunni í grófum dráttum.
•    Útfært rökrásarstýringu út frá blokkmynd.
•    Notfært sér þær rásir sem farið er yfir í áfanganum og sett upp heildstætt kerfi með rökrásarhliðum og samsettum rökrásum.
•    Metið þörf á forritanlegum rökrásum.
•    Metið hvenær þörf er á fastheldnu minni (non-volatile) og hvenær þörf er á lausheldnu minni (volatile).
•    Metið hvers konar gögn koma frá skynjara og og hvort þörf er á að umbreyta þeim gögnum yfir á stafrænt form.

Námsmat
3 klst. skriflegt próf gildir 80% og skilaverkefni 20%.
Lesefni
Aðalbók:Digital Fundamentals
Höfundur:Thomas L. Floyd
Útgefandi:Pearson
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir
TungumálÍslenska
Enskugrunnur ValnámskeiðSG ENS10000 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing

Námsmarkmið
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
  • þverfaglegum orðaforða til að geta lesið fag- og tæknitexta, svo og fræðitexta.
  • fjölbreytilegum og hnitmiðuðum orðaforða til notkunar í ræðu og riti.
  • formgerð og byggingu texta, ásamt viðeigandi málsniði.
  • helstu reglum varðandi formgerð og byggingu ritaðs máls s.s. málfræði, stafsetningu og greinamerkjasetningu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
  • að skilja mál sem talað er með mismunandi hreim og við mimunandi aðstæður og hafa yfir að ráða þeim orðaforða og skilningi á algengum orðasamböndum sem þarf til þess.
  • að skrifa samfelldan texta um kunnugleg eða áhugaverð efni og nota viðeigandi málfar.
  • að fara eftir grundvallarreglum sem gilda um ritað mál.
  • að nota upplýsingatækni og hjálpargögn til skilnings og málnotkunar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir efnið eða ekki.
  • skilja vandkvæðalítið megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni.
  • tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt.
  • skrifa um atburði eða hugðarefni sín og fylgja að mestu leyti reglum um málfræði og réttritun, ásamt því að nota tiltölulega fjölbreyttan orðaforða.
  • halda samtali gangandi um hversdagsleg og eilítið flókin efni.
  • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara gagnrökum á viðeigandi hátt.
Námsmat

Lesefni
Aðalbók:Focus on Vocabulary 2, Mastering the Academic Word List
Höfundur:Schmitt, Diane
Útgefandi:PEARSON
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska
Stærðfræðigrunnur ValnámskeiðSG STÆ10000 Einingar
Ár1. ár
ÖnnHaustönn/Fall 2024
Stig námsgreinar0. Frumgreinanám
Tegund námskeiðsValnámskeið
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagKennt í fjarnámi í 15 vikur.
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Hér að neðan má sjá ágrip af helstu atriðum og hugtökum sem kennd verða í námskeiðinu SG STÆ 1000 - Stærðfræðigrunnur I.
  • Talnareikningur
    • Andhverfar aðgerðir - hvað er andverf aðgerð
      • listi yfir nokkur pör andhverfra aðgerða
      • samlagningarandhverfa
        • samlagningarhlutleysa
      • margföldunarandhverfa
        • margföldunarhlutleysa
    • Brotareikningur
      • almenn brot
        • samnefnari
        • lægsti samnefnari
      • brotabrot
    • Talnalínan
      • staðsetning á talnalínunni
      • fjarlægðir á talnalínunni
      • tölugildi (algildi)
  • Bókstafareikningur
    • Víxlregla
      • samlagningar (og frádrátts)
      • margföldunar
    • Tengiregla
      • samlagningar (og frádrátts)
      • margföldunar
    • Dreifiregla
    • Liðun
      • að gera margfeldi að samlagningu
    • Þáttun
      • að gera samlagningu að margfeldi
    • Brotareikningur
      • almenn brot - útvíkkun frá talnareikningi
  • Jöfnur
    • Jöfnur
      • jöfnur almennt - hvað er jafna - lausn á jöfnum
        • andhverf föll 
          • listi yfir pör andhverfra falla
          • sjá Föll hér nokkru neðar
      • 1. stigs jöfnur - línulegar jöfnur
      • 2. stigs jöfnur
        • aðgreinir
        • jafna fyrir lausn á 2. stigs jöfnum
  • Velda-, róta- og lógaritmareikningur
    • Veldi
      • veldisvísir
      • veldi í heiltölum
        • tölur og bókstafir
      • veldareglur
    • Rætur
      • rótarvísir
      • rætur í heiltölum
        • tölur og bókstafir
      • rótareglur
    • Brotin veldi
      • veldi í almennum brotum
        • tölur og bókstafir
        • sömu reglur og fyrir heiltölu veldi
        • samsett úr veldum og rótum
    • Lograr
      • 10-logri
      • lograreglur
      • náttúrlegur logri (vita að hann sé til)
  • Gröf
    • myndræn framsetning (línurit eða svæði)
    • fyrir jöfnur
    • fyrir ójöfnur
  • Föll - fyrstu skref
    • Almennt
      • gröf falla
        • sjá listann undir Gröf hér aðeins ofar
      • skurðpunktar
        • tengsl við gröf og myndræn merking
        • skurðpunktar við x-ás (geta verið margir)
          • núllstöðvar
        • skurðpunktur við y-ás (aldrei fleiri en einn, stundum enginn)
        • skurðpunktar milli falla
      • áhrif formerkja
        • tengsl við gröf og myndræn merking
    • Sérstakar tegundir falla
      • Margliður
        • hæsti veldisliður
        • núll margliðan
        • 1. stigs margliður
          • beinar línur
          • hallatala línu
          • áhrif stuðlanna tveggja
          • sjá einnig listann undir Almennt hér aðeins ofar
        • 2. stigs margliður
          • fleygbogar (parabólur)
          • topp og botnpunktar
          • samhverfuás
          • áhrif stuðlanna þriggja
          • sjá einnig listann undir Almennt hér aðeins ofar
        • þáttun margliða
          • tengsl við núllstöðvar
          • tengsl við lausn á jöfnum
          • þáttun 2. stigs margliða
            • tengsl við lausn á 2. stigs jöfnum (sjá Jöfnur og ójöfnur hér nokkru ofar)
        • formerkjamyndir
          • áhrif formerkja
      • Veldisföll (vísisföll)
        •  veldisföll með grunntölunni 10
      • Lograföll
        • tíu-logri
          • andhverfan við vísisfallið með grunntöluna 10
            • sjá andhverfur í listanum Jöfnur hér nokkru ofar
          • tíu-lograreglur
        • náttúrulegur-logri, stutt ágrip
  • Vektorar (vigrar)
    •  Skilgreining
      • staðsetning í 2 víddum
      • færsla í 2 víddum
      • upphafspunktur
      • endapunktur
      • hnit
      • lengd
      • stefnuhorn
      • stöðuvigur
      • hallatala
    • Samlagning og frádráttur
      • í hnitum
      • myndrænt
      • víxlreglan
      • tengireglan
      • innskostsreglan
      • samlagningarandhverfan
    • Margfeldi
      • margfeldi vektors og tölu
        • í hnitum
        • myndrænt
        • reglur
        • einingavektor
      • margfeldi tveggja vektor - innfeldi
        • skilgreining
        • víxlregla
        • dreifiregla
        • fleiri reglur
        • tengsl við hornrétta vektora og línur
    • Þvervektor
      • skilgreining
      • nokkrar reglur
  • Hornaföll
    •  Bogamál og bogaeining
      • radíanar
    • Eingahringurinn
      • einingavektor (sjá vektora hér nokkru ofar)
      • stefnuhorn (sjá vektora hér nokkru ofar)
      • samhengi við hornaföllin sin(x), cos(x), tan(x)
        • stærð
        • formerki
    • Horn milli vektora
    • Hornafallareglur
Námsmarkmið
Stefnt er að því að nemendur:
  • öðlist þekkingu á þessum grundvallaratriðum stærðfræðinnar
    • talnareikningi
    • bókstafareikningi
    • jöfnum
    • velda- og rótareikningi
    • lograreikningi
    • gröfum
    • frumatriðum stærðfræðilegra falla
    • vektorum
    • einingahringnum
    • hornaföllum
    • hornafallareglum
  • nái leikni í
    • að leysa dæmi og verkefni úr ofantöldu námsefni sem nær meðal annars yfir
      • reikninga með tölur og bókstafi
      • finna lausnir á jöfnum með einangrun óþekktra stærða
      • beitingu velda-, róta- og lograreglna
      • draga upp myndir og gröf
      • reikningum í tvívídd með vektorum
      • reikningum sem tengjast einingahringnum
      • beitingu hornafallareglna
  • auki hæfni sína í 
    • að skilja stærðfræðileg viðfangsefni og úrlausnir þeim tengdum.
    • að setja fram stærðfræðileg viðfangsefni og leysa
    • að tengja saman stærðfræðileg viðfangsefni við myndræna framsetningu

Námsmat
Skriflegt lokapróf gildir 80% (þriggja tíma próf)Skilaverkefnin gilda samtals 20%.
Lesefni
Aðalbók:STÆ 203 og STÆ 303
Höfundur:Jón Hafsteinn Jónsson, Níels Karlsson, Stefán G. Jónsson.
Útgefandi:Tölvunot ehf..
Utgáfuár:
Kennsluaðferðir
Leiðbeiningar frá kennara, glærur, hljóðglærur, vekefnaskil, tvær staðarlotur, umræðuþræðir.
TungumálÍslenska