Sálfræðideild
Deildarforseti:Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir
KennararSkoða
MSc í klínískri sálfræði
Annir:4
Ár:2
Einingar:120
Um námsleiðinaEnska heitið var leiðrétt 31/10 2019. Var áður Master of Science in Psychology.
HæfniviðmiðSkoða
Táknmyndir
Skyldufag á brautKennslutungumál
Valfag á brautUndanfarar fyrir námskeið
Prenta
Vorönn/Spring 2023
Nánari upplýsingarSálfræðilegar kenningar og meðferð 1SkyldaE-845-MED110 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun 2: grunnurSkyldaE-871-VER22 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknaraðferðir í klínískri sálfræðiSkyldaE-875-RASO10 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IISkyldaE-882-VER26 Einingar
Ár
1. árPrenta
ÖnnVorönn/Spring 2023
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Brynjar Halldórsson
Lýsing
Starfsþjálfun fer fram á 2., 3. og 4. önn og stendur yfir í a.m.k. tvo heila vinnudaga (8 tímar á dag, mánudaga og fimmtudaga) á viku í samtals 10 vikur (samtals a.m.k. 150 klukkustundir). Ef mögulegt er getur nemandi varið fleiri tímum í starfs­þjálfun og einnig getur starfsþjálfunin staðið lengur en 10 vikur ef aðstæður leyfa, en hvort tveggja í samráði við leiðbeinanda á starfs­þjálfunarstað og fulltrúa Háskólans í Reykjavík, sem hefur umsjón með starfsþjálfun nemandans (umsjónarmaður). Starfsþjálfunin er á þremur sviðum, 1) sálfræði fullorðinna, 2) sálfræði barna, unglinga og fjölskyldna og 3) þroskahömlunar, taugasálfræði og/eða endurhæfingar.   Í upphafi starfsþjálfunartímabils er gerður staðlaður samningur með vinnuáætlun milli leiðbein­anda á starfs­þjálfunarstað (stofnun), nemanda og umsjórarmanns. Í samningnum koma fram náms­markmið (learning outcomes) starfsþjálfunarinnar og lýsing á verkefnum sem nemand­inn vinnur í starfs­þjálfun­inni, auk persónulegra markmiða nemandans.Í starfsþjálfuninni fær nemandinn fræðslu um störf sálfræðinga á starfsþjálfunarstaðnum, starfsemi staðarins og hlutverk hans í heilbrigðiskerfinu og um hlutverk mismunandi starfs­stétta. Nemand­inn fylgist með og tekur þátt í þverfaglegu teymisstarfi á starfsþjálfunarstaðnum eftir því sem við á. Þá fær nemandinn leiðbeiningar og þjálfun í að skrifa í sjúkraskrá skjólstæðinga og skrifa um þá sálfræðiskýrslur. Ef mögulegt er þá leggur nemandinn greindarpróf fyrir a.m.k. einn skjólstæðing og vinnur úr því.Í starfsþjálfuninni fær nemandinn þjálfun í greiningu og meðferð geðraskana. Hann fylgist með leiðbeinanda í a.m.k. einu greiningarviðtali og tekur sjálfur a.m.k. eitt greiningar­viðtal og skrifar skýrslu um niðurstöðurnar í sjúkraskrá. Æskilegt er þó að nemandinn taki tvö til þrjú greiningar­viðtöl ef aðstæður leyfa.Nemandinn fylgist með leiðbeinanda í a.m.k. einu meðferðarviðtali, en oftar ef mögulegt er, áður en hann fær skjólstæðing til meðferðar. Leiðbeinandi fylgist með nemanda í einu meðferðarviðtali eða hlustar með honum á eina hljóð- eða myndbandsupptöku af meðferðarviðtali. Í framhaldi fær nemandinn til meðferðar a.m.k. þrjá skjólstæðinga og skrifar viðeigandi upplýsingar um með­ferðina og árangur hennar í sjúkraskrá. Æskilegt er að nemandinn hafi fleiri skjólstæðinga til með­ferðar á starfsþjálfunar­tímanum ef aðstæður leyfa.Æskilegt er að nemandinn fái reynslu af því að fylgjast með hópmeðferð (og taka þátt ef aðstæður leyfa) í starfsþjálfuninni.Nemandi og leiðbeinandi hittast á handleiðslufundi a.m.k. einu sinni í viku á starfsþjálfunar­tímanum eða a.m.k. 10 sinnum á starfsþjálfunartímanum. Nemandi og umsjónarmaður hittast einnig a.m.k. tvisvar á starfsþjálfunartímanum og einnig verða hóphandleiðslufundir um almenn atriði í meðferð í umsjón umsjónarmanns. Þá funda leiðbeinandi, umsjónarmaður og nemandi á miðju starfs­þjálfunar­tímabili og í lok þess.Nemandanum ber að halda nákvæma skrá (dagbók) um  það sem fram fer í starfsþjálfuninni frá degi til dags, sem hann skilar í lok starfsþjálfunar. Þá vinnur nemandinn verkefni á starfsþjálfunar­tímanum, sem hann skilar einnig í lokin:Nemandinn skrifar skýrslu, að hámarki 2500-3000 orð, um einn skjólstæðing sem hann hefur í meðferð, sem felur í sér:1)     Inn­gang­: Stutta lýsingu á vanda skjólstæðingsins, aðdraganda hans og þáttum sem viðhalda honum (kortlagning/vinnugreining) og markmiðum meðferðar.2)     Aðferð: Val á sálfræðilegum mælitækjum ásamt rökstuðningi, niðurstöður sálfræðimats (greiningarviðtals og sálfræðiprófa) ásamt meðferðar­áætlun, sem er sundurliðuð eftir meðferðar­tímum.3)     Niður­stöður: Umfjöllun um hvað gerðist í meðferðinni, þ.e. í hverjum tíma, og lýsing á framgangi meðferðar með einliðasniði (single-case research design). Nemendur þurfa að hafa í huga að misjafnt hver tækifæri verða fyrir þá að fylgjast með skjólstæðingi, t.d. hvort nægilega mörg samanburðarskeið verði, svo meta megi áhrif meðferðar, hvort mælingar á hverju skeiði verða nægilega margar eða hvort yfir höfuð sé gerlegt að mæla hegðun skjólstæðings eða líðan hans og skrá hana. Í sumum tilvikum gæti nemandi jafnvel komið inn í mál eftir að meðferð er hafin. Nemanda ber þó að skrá hegðun eða líðan skjólstæðings eins oft og þess er kostur, skrá hana eftir mismunandi skeiðum, teikna í línurit og gera grein fyrir niðurstöðum með áherslu á hvort meta megi áhrif meðferðar og styðja það rökum af eða á.4)    Umræðu: Umfjöllun um árangur meðferðarinnar, s.s. samanburður á upphafs- og lokamælingum og takmark­anir ásamt tillögum um framhaldsmeðferð ef ástæða þykir.Námsmat byggist á dagbókinni og verkefninu, sem lýst er hér að framan, ásamt umsögn leiðbeinanda. Nemandi þarf að standast alla þessa þrjá námsþætti. Ekki er unnt að endurtaka einstaka námsþátt. Nemandi sem forfallast í allt að 20% starfsþjálfunartímans gefst kostur á að vinna tímann upp í samráði við starfs­þjálfunarstað, en fari forföll yfir 20% af starfsþjálfunar­tímanum telst nemandinn fallinn. Standist nemandi ekki, eða ef ágreiningur kemur upp um frammistöðu hans, er haldinn fundur með leiðbeinanda, nemanda og umsjónar­manni. Að öðru leyti fylgir námsmatið reglum Háskólans í Reykjavík (Almennar náms- og námsmatsreglur HR: http://www.ru.is/haskolinn/nams--og-profareglur/). Gefið er staðið/fallið fyrir þetta námskeið.

Námsmarkmið
Við lok starfsþjálfunarinnar á nemandinn að:·      Hafa þekkingu á störfum sálfræðinga á starfsþjálfunarstaðnum, þjónustuhlutverkum þess staðar í heilbrigðiskerfinu og hlutverkum mismunandi starfsstétta á staðnum. Þá á nemand­inn að hafa aflað sé aukinnar þekkingar á greiningu, kortlagningu og meðferð algengra geðraskana, s.s. þunglyndis- og kvíðaraskana.·      Sýna að hann hafi öðlast leikni í greiningu algengra geðraskana, s.s. þunglyndis- og kvíðarask­ana, að setja fram kortlagningu um vanda skjólstæðings og að beita aðferðum hugrænnar atferlis­meðferðar á þessar geðraskanir.·      Sýna færni í klínískum vinnubrögðum og fagmennsku og að hann getur á sjálfstæðan hátt metið og meðhöndlað skjólstæðinga með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.·      Sýna faglega meðhöndlun upplýsinga í sjúkraskrár og skýrslugerð og siðferðilega og faglega framkomu í garð skjólstæðinga og þeirrar stofnunar er hann er í starfsþjálfun á. 
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IIISkyldaE-884-VER312 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni II: Framkvæmd og gagnaöflunSkyldaE-892-MSC26 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni III: Úrvinnsla gagna og greinarskrifSkyldaE-893-MSC318 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni I: Rannsóknaraðferðir og rannsóknarsniðSkyldaE-911-MSC18 Einingar