Sálfræðideild
Deildarforseti:Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir
KennararSkoða
MSc í klínískri sálfræði
Annir:4
Ár:2
Einingar:120
Um námsleiðinaEnska heitið var leiðrétt 31/10 2019. Var áður Master of Science in Psychology.
HæfniviðmiðSkoða
Táknmyndir
Skyldufag á brautKennslutungumál
Valfag á brautUndanfarar fyrir námskeið
Prenta
Vorönn/Spring 2023
Nánari upplýsingarSálfræðilegar kenningar og meðferð 1SkyldaE-845-MED110 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun 2: grunnurSkyldaE-871-VER22 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknaraðferðir í klínískri sálfræðiSkyldaE-875-RASO10 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IISkyldaE-882-VER26 Einingar
Nánari upplýsingarVerkleg þjálfun undir handleiðslu sálfræðings IIISkyldaE-884-VER312 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni II: Framkvæmd og gagnaöflunSkyldaE-892-MSC26 Einingar
Ár
1. árPrenta
ÖnnVorönn/Spring 2023
Stig námskeiðsÓskilgreint
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararE-891-MSC1, Rannsóknarverkefni I: Rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið
SkipulagEkkert skráð skipulag.
Kennari
Linda Bára Lýðsdóttir
Lýsing
Í námskeiðunum E-891-MSC1 Rannsóknarverkefni I: Rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið (2. önn), E-892-MSC2 Rannsóknarverkefni II: Framkvæmd og gagnaöflun (3. önn) og E-893-MSC3 Rannsóknarverkefni III: Úrvinnsla gagna og greinarskrif (4. önn) nýta nemendur með beinum hætti þá þekkingu og leikni sem þeir öfluðu sér í E-604 Rannsóknaraðferðir og tölfræði. Sem hluti af samþykktri rannsókn undir leiðsögn er gerð krafa um að hver nemandi útbúi fræðilegt yfirlit yfir stöðu þekkingar á sviðinu, setji fram prófanlega rannsóknarspurningu eða tilgátu, velji rannsóknarsnið, framkvæmi skipulögðu rannsóknina, greini og túlki gögnin og greini frá takmörkunum og niðurstöðum. Leiðbeinendur ritgerða koma úr hópi fastra kennara eða stundakennara. Sé leiðbeinandi hvorki fastur starfsmaður né stundakennari við sálfræðisvið HR þarf að skipa aukaleiðbeinanda úr hópi fastra kennara eða stundakennara. Samráð milli leiðbeinenda og nemenda á sér stað með reglulegu millibili og eftir þörfum.

Námsmarkmið
 Við lok þriggja námskeiða ritgerðahlutans eiga nemendur að geta:•skrifað tillögu um að kanna prófanlega rannsóknarspurningu sem hefur vísindalegt og hagnýtt gildi fyrir sálfræði (Rannsóknarverkefni I)
•skrifað ritrýni um efni á sama sviði og rannsóknarviðfangsefnið sem valið hefur verið (Rannsóknarverkefni I)
•lokið ferlinu um siðfræði rannsóknar, þ.m.t. skil og samþykki á umsóknareyðublaði um siðfræði rannsóknar (Research Ethics Application Form) (Rannsóknarverkefni I)
•hafið framkvæmd við hina samþykktu rannsókn undir leiðsögn (Rannsóknarverkefni II)
•staðið að öllu leyti  við tilgreinda fresti og gefið leiðbeinanda reglulega upplýsingar um framvindu verkefnisins með sérstakri áherslu á að leiðbeinandinn viti af öllum óvæntum bakslögum eða hindrunum
•beitt gagnrýnni hugsun við túlkun á rannsóknarniðurstöðum að teknu tilliti til takmarkana (Rannsóknarritgerð II og Rannsóknarverkefni III)
•flutt erindi um rannsóknina (Rannsóknarritgerð III)
•skilað skriflegri ritgerð (6.000 orð) um verkefnið í samræmi við tilskilið snið (Rannsóknarritgerð III)
Námsmat

Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir

TungumálÍslenska
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni III: Úrvinnsla gagna og greinarskrifSkyldaE-893-MSC318 Einingar
Nánari upplýsingarRannsóknarverkefni I: Rannsóknaraðferðir og rannsóknarsniðSkyldaE-911-MSC18 Einingar